Þjóðviljinn - 25.09.1982, Blaðsíða 27

Þjóðviljinn - 25.09.1982, Blaðsíða 27
Helgin 25.-26. september ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 27 um helgina Bragi við eina mynda sinna, „Litla stúlkan og heimurinn“, en hann byrjaði á henni á barnaárinu og lauk við hana nýlega. Ljósm. - eik -. Bjartsýni er gott eldsneyti segir Bragi Ásgeirsson, sem opnar sýningu á Kjarvalsstöðum í dag „Ég hef gengið fyrir bjartsýni í sumar. Það er gott eldsneyti“, sagði Bragi Asgeirsson listmálari, sem opnar í dag, laugardag, sýningu á Kjarvalsstöðum. Það er ekki út í hött að Bragi segist vera bjartsýnn, enda fékk hann í vor sem leið bjartsýnisverðlaunin í Kaupmannahöfn og er í ár á launum hjá Reykjavíkurborg við list sína. „í vetur get ég því tekið mér frí frá kennslu. Ég er afslappaður og vel undir það búinn að helga mig eingöngu málverkinu. Ég hef málað í gríð og erg í sumar og er að koma frá mér ýmsum hug- myndum. Maður þarf að stokka spilin af og til, hreinsa til og byrja upp á nýtt. Eiginlega þyrfti mað- ur að lifa í 300 ár til að ná ein- hverjum þroska. Nóbelshafinn Elias Canetti sagði að mannsævin væri allt of stutt. Ef menn lifðu lengur væru þeir ekki svona grim- mir og færu betur með líf sitt.“ „Þegar ég er upplagður! Hve- nær sem er, - helst þegar birtan er góð. Ég er duglegri yfir veturinn, en það er betra að mála á sumrin. „Og hvað ferðu að gera núna?“ „Ég held áfram að mála af kappi. Síðan fer ég til Danmerk- ur að vinna við grafik. Það er orð- ið langt síðan ég hef fengist við grafik öðru vísi en að kenna hana. Það er hætt við því að mað- ur gleymi sjálfum sér, þegar mað- ur kennir stöðugt það sem maður vill fást við. Ég hlakka til að glíma við grafíkina aftur“, sagði Bragi að lokum. Sýning hans, sem nefnist 88 myndverk, verður opin til 10. október. þs Sýning Errós framlengd Sýning Errós í Norraena húsinu hefur nú verið framlengd og gefst mönnum kostur á að skoða verk hans til sunnudagskvölds. Rúm- lega 3000 manns hafa komið og skoðað sýninguna sem lýkur sem fyrr segir sunnudagskvöldið 26. september kl. 22. Grafík í Norræna í gær var í anddyri Norræna hússins opnuð sýning á verkum sænsku listakonunnar Helmtrud Nyström. Sýningin verður opin daglcga kl. 9-19 nema á sunnu- dögum kl. 12-19. Henni lýkur 3. október. Helmtrud Nyström er fædd í Þýskalandi en hefur lengi verið búsett í Svíþjóð og hlotið mennt- un sína þar. Hún hefur haldið fjölda einkasýninga víðs vegar um heim og tekið þátt í santsýn- ingum m.a. í Þýskalandi, Lond- on, Venezuela, París og víðar. Þá hefur hún hlotið alþjóðleg verð- laun og styrki og verk hennar prýða listasöfn á Norðurlöndum, Þýskalandi og í Póllandi. Helmtrud Nyström er nú stödd hér á landi á leið til Bandaríkj- anna til þess að sýna ásamt Jó- hönnu Bogadóttur í boði World Print Council í San Francisco. Fallegar ullarvoðir frá Gefjun, hannaðar hjá hinu þekkta Kvadrat- fyrirtæki í Danmörku. Kjarvalsstaðir um helgina Auk sýningar á verkum Braga Ásgeirssonar er í austursal Kjarvals- staða sýning á verkum Bertels Thorvaldsen og eru verkin á sýningunni sem eru 75 talsins fengin frá Thorvaldsen safninu í Kaupmannahöfn. Aðgangur er ókeypis. Þá er í vesturforsal sýning á gluggatjöldum, áklæðum og værðarvoð- um frá Gefj uni. Er sýningin sett upp í samvinnu við Epal sem kynnir og selur þann hluta framleiðslunnar sem hannaður er af Kvadrat a/s í Danmörku. „Annarskonar ánægja” Um þessar mundir heldur Fred Bólter sína fyrstu einkasýningu að Hamragörðum við Hávallagötu 24. Á sýningunni sem nefnist „Annars konar ánægja" eru um 35 verk unnin í olíu og vatnsliti. Sýningin verður opin frá kl. 14-22 um helgina og er aðgangur ókeypis. Henni lýkur á sunnudagskvöld. Ný sýning á Lækjartorgi Laugardaginn 25. september verður opnuð sýning á verkum Eriku Stumpf í Gallerí Lækjar- torgi. Á sýningunni eru verk unnin með fjölbreyttri tækni. Erika Stumpf er Þjóðverji sem hóf listnám sitt í textílhönnun en Ljósmyndasýningin í Listmunahúsinu: Síðasta sýningarhelgi Nú um helgina lýkur í Listmunahúsinu ljósmyndasýningunni „Ann- að sjónarhorn“. Sýningin verður opin kl. 14-18 á laugardag og sunnu- dag. Þar sýnir svissneski ljósmyndarinn Schmid, en hann hefur haldið sýningar víða um heim og myndir hans hafa birst í víðlesnum tíma- ritum. Þrennir tónleikar UNM Nú um helgina lýkur Ung nordisk musik festival og jafnframt cr þá hápunktur hátíðahaldanna. Haldnir verða þrennir hljómleikar m.a. hljómsveitarhljómleikar UNM en þeim stjórnar frægur bandarískur stjórnandi, Arthur Weisberg. Hljómsveitina mynda um 85 þátttakend- ur á tónlistardögunum. Textílsýningunni að ljúka Textflsýningunni í ASI salnum lýkur nú um helgina, svo það eru síðustu forvöð að sjá þessa fallegu sýningu. Það eru 6 konur sem eiga verkin á sýningunni. Þær heita Eva Vilhelmsdóttir, ína Salóme, Ingi- björg Styrgerður Haraldsdóttir, Kristín Jónsdóttir, Salóme Fannberg °g Sigurlaug Jóhannsdóttir. Þær sjást hér að setja sýninguna upp, en Evu vantar á myndina. Sýningin er opin frá 14 - 22 um helgina, en síðasti sýningardagur er sunnudagurinn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.