Þjóðviljinn - 30.11.1982, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 30.11.1982, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 30. nóvember 1982 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 5 Samband byggingamanna: Mótmælir harðlega, bráða- birgða- lögunum Á þingi Sambands bygginga- manna var m.a. ályktað um kjar- amálin og er bráðabirgðalögum ríkisstjórnarinnar harðlega mót- mælt, og telur þingið að með slík- um aðgerðum sé allt tal um frjálsan samningsrétt og samráð við verka- fólk orðin tóm. Segja bygginga- menn að með aðgerðum ríkis- stjórnarinnar hafi hækkanir launa s.l. sumar verið að engu gerðar. „í kjölvar bráðabirgðalaganna í ágúst s.l. hefur síðan komið skriða verulegra verðhækkana á flestum sviðum. Þannig hafa t.d. vörur og þjónusta hækkað um 20-30% á sama tíma og verðbætur á laun hækka aðeins um rúm 7%. Einnig skal bent á þá skerðingu á greiðs- lugetu almennings, sem felst í því að lánskjaravísitala fylgir ekki breytingum á kaupi. Þannig virðst aðhaldsaðgerðir nkisstjórnarinnar koma harðast niður á launafólki.“ - v. Áfengi og tóbak hækkar 8% Áfengisverslanir voru lokaðar í gær þar sem ný verðskráning tók gildi. Hækkar áfengi og tóbak um 8%. Þannig kosta nú algengustu viskítegundir 393 krónur en kost- uðu áður 364 krónur. Amerískur vodki kostar 405 krónur, kostaði áður 375 krónur. Rússneskur vodki kostar hins vegar 393 krónur í stað 364 króna áður. Sherry kost- ar 134 krónur þ.e. algengar teg- undir, kostaði 124 krónur áður. Al- geng tegund af rauðvíni eins og t.d. Beaujolais kostar 81 krónu, kost- aði áður 75 krónur. Hvítvín á borð við Liebfraumilch kostar 98 krón- ur, en var áður í 91 krónu. Flestar algengar tegundir af sígarettum s.s. Viceroy, Camel og Winston kosta 28,90 krónur í stað 26,75 króna áður. Síðasta hækkun á áfengi og tó- baki var 26. ágúst síðastliðinn, en þá nam hækkunin 12%. - hól. Hvemig vegnar frönsku sósíal- istunum? Friðrik Páll Jónsson frétta- maður flytur í kvöld kl. 20.30 fyrir- lestur um ástand franskra stjórn- mála í Lögbergi HÍ, stofu 101. Fyrirlesturinn er haldinn á vegum Alliance Francaise og er öllum hcimill aðgangur. Um eitt og hálft ár er nú liðið síðan sósíalistar komust til valda í Frakklandi undir forystu Francois Mitterand. Með þessum fyrirlestri gefst tækifæri til að fræðast um ár- angur þeirra og stöðu í dag. Friðrik Páll, sem stundaði nám í Frakk- landi og hefur fylgst náið með þró- un franskra stjórnmála, veltir með- al annars fyrir sér spurningunni: Tekst frönsku sósíalistastjórninni að sigra í glímunni við kreppuna? - ekh Sjálfsbjörg, félag fatlaðra í Reykjavík og nágrenni, hélt sinn fyrsta félagsfund utan Reykjavíkur um helgina. Hjólastólalyftan við Félagsheimilið í Kópavogi gerði þetta kleift. Ljósm. eik. Bætt aðstaða fyrir fatlaða í Kópavogi: Hj ólastólalyfta við F élagsheimilið Sjálfsbjörg, félag fatlaðra í Reykjavík og nágrenni, hélt félags- fund um síðustu helgi, og það er auðvitað ekki í frásögur færandi, nema vegna þess að þetta er í fyrsta skipti sem slíkur fundur er haldinn utan Reykjavíkur. Guðríður Ólafsdóttir starfs- maður Sjálfsbjargar í Reykjavík kvað hér hafa verið um að ræða framhaldsfund, en fyrri hluti fund- arins var haldinn í höfuðborginni 20. nóvember s.l. Á fundinum í Kópavogi kom m.a. Kristján Guð- mundsson bæjarstjóri og flutti ávarp. „Það sem gerir okkur kleift að hafa samkomur af þessu tagi í Fé- lagsheimilinu í Kópavogi er ská- bretti og sérstök hljólastólalyfta, sem búið er að koma fyrir við inn- ganginn,“ sagði Guðríður Ólafs- dóttir. Sjálfsbjörg heldur yfirleitt um 3 félagsfundi á ári þar sem fjallað er um hin margvíslegustu mál. Fund- inn í Kópavogi sóttu um 40-50 manns. — v Happdrætti Þjóðviljans 1982: 232 þúsund í vinninga Á morgun, miðvikudaginn 1. desember, verður dregið í Happ- drætti Þjóðviljans. Vinningar eru samtals að verðmæti 232 þúsund krónur og aðal vinningurinn er Dai- hatsu Charade bifreið að verðmæti 128 þúsund krónur. Annar vinn- ingur er húsgagnaúttekt að eigin vali fyrir 25 þúsund krónur hjó TM húsgögnum og þriðji vinningurinn er Nordmende-litsjónvarpstæki að verðmæti 25 þúsund krónur frá Radíóbúðinni. Auk þess eru svo fímm ferðavinningar að upphæð 15 og 20 þúsund krónur frá Sam- vinnuferðum-Landsýn og frá Úrvali. Við höfum áður kynnt fyrstu tvo vinningana ýtarlega hér í Þjóðvilj- anum, en sáþriðji, Nordmende-lit- Nordmende-litasjónvörpin eru góð tæki og vinsæl. Eitt slíkt, 22ja tom- ma, er í vinning í Happdrætti Þjóð- viijans. Ljósm. - gel. sjónvarpstækið, er ekki síður at- hyglisverður. Gæðin þekkja allir, eins og sagt er. Nordmende er vestur-þýsk framleiðsla sem mikil og góð reynsla er af hér á landi. 22ja tommu litatæki kosta á bilinu 16-30 þúsund krónur* þannig að tækið, sem sá heppni fær í Þjóðvilj- Opnunartúni sölubúða í desember Eins og á undanförnum árum er heimilt að hafa verslanir opnar lengur í desembermánuði en f öðr- um mánuðum ársins. Samkvæmt reglugerð um af- greiðslutíma verslana og kjara- samningum við verslunarmenn verður heimilt að hafa verslanir opnar fram yfir venjulegan af- greiðslutíma (sem er daglega frá 9.00 - 18.00) sem hér segir: Laugardaginn 4. desember til kl. 16.00. Laugardaginn 11. desember til kl. 18.00. Laugardaginn 18. desember til kl. 22.00. Á Þorláksmessu til kl. 23.00. Á aðfangadag og gamlársdag til kl. 12.00. Nýr kór stofnaður í Reykjavík Hópur áhugamanna um söng í Reykjavík hefur ákveðið að stofna nýjan söngkór. Verður stofnfund- ur hins nýja kórs haldinn fimmtu- daginn 2. desember kl. 20.30 í Fé- lagsstofnun stúdenta við Hring- braut. Öllum er heimil þátttaka í kórnum, ekki er nauðsynlegt að menn kunni neitt fyrir sér í söng til þess að vera með. Takmarkið er að menn komi saman til þess að syngja og skemmta sér á óþvingað- an hátt. Á stofnfundinum á fimmtudag verður nafn kórsins ákveðið og geta þá allir stofnendur komið með tillögur um nafn. Dregið á morgun ahappdrættinu, er rétt um miðbik- ið í verði. Vinningar í Happdrætti Þjóövilj- ans hafa sjaldan verið glæsilegri en nú, og það er því kannski óþarfi að brýna menn frekar á að gera nú skil. Það er þó rétt að minna á, að blaðið munar um framlag hvers og eins og að úr hópi velunnara þess nú fá átta manns góða vinninga. Gera má skil á skrifstofunni, Grett- isgötu 3, sími 17504 til klukkan 6 í dag og ennfremur á afgreiðslu Þjóðviljans, Síðumúla 6, sími 81333. ✓ Harkaleg ályktun Sambands byggingamanna um ASI: — Fordæmir aðför ASI að samningum sínum og segir að 2,9% vísitöluskerðingin 1. september hafi gagngert átt að skaða samninga byggingamanna Samband byggingamanna hélt 10. þing sitt í Munaðarnesi fyrir skömmu og þar var m.a. ályktað um síðustu kjarasamninga Alþýðu- sambands íslands. Mikil gagnrýni kom þar fram á samninganefnd Al- þýðusambandsins, sérstaklega vegna ákvæða um 2.9% vísitölu- skerðingu á laun 1. september sl., sem byggingamenn telja einkum beint gegn sér. Miklar efasemdir komu fram á þinginu um samstarf við Alþýðusambandið við samn- ingagerð og rætt var um úrsögn úr Alþýðusambandinu. „Ekki er þörf á að rekja gang samninganna, en þingið leggur áherslu á að sú neikvæða umræða og tortryggni sem ríkt hefur innan verkalýðshreyfingarinnar í garð samninganefndar og samnmga- gerðar Sambands byggingamanna, er samtökum launafólks til van- sæmdar og hefur einnig kynt undir fjölmiðlaáróður atvinnurekenda“, segir m.a. í ályktun 10. þings SBM. Síðan er samninganefnd ASÍ fordæmd fyrir „aðför að samning- um byggingamanna" og segir að með því sé ekki einungis verið að skaða byggingamenn, heldur sé kastað fyrir róða „einu aðalmark- miði verkalýðshreyfingarinnar, sem er full verðtrygging launa“. í lokin er komist að þeirri niður- stöðu þó að þrátt fyrir þessa óá- nægju með vinnubrögð ASÍ eigi enn að reyna til þrautar að styrkja stöðu byggingamanna innan ASÍ, því þörfin fyrir öflug samtök verka- lýðsins sé augljós. - v.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.