Þjóðviljinn - 25.02.1983, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 25.02.1983, Blaðsíða 1
Föstudagur 25. febrúar 1983 ÞJ(>ÐVILjlNN - SÍÐA 9 Leiklist Myndlist Tónlist Kvikmyndir Skemmtanir Félagslíf o.fi. Fyrsta sýning á myndum listamannsins utan Frakklands Ljósmyndarinn Emile Zola Jean Diezuaide einn frægasti nú- lifandi Ijósmyndari Frakka hefur útbúið stórmerka sýningu á áður óbirtum ljósmyndum rithöfundar- ins heimskunna Emil Zola, sem hann tók síðustu æviár sín, um og eftir síðustu aldamót. Myndir Zola voru fyrst sýndar í ljósmyndasafninu í Toulouse á síð- asta ári og vöktu mikla athygli, og nú hefur Ljósmyndasafnið á ís- landi og menningardeild franska sendiráðsins staðið fyrir komu þessarar sýningar hingað til lands og verður hún opnuð á Kjarvals- stöðum á morgun og mun standa fram til 8. mars n.k. Sýndar verða 135 stórar myndir eftir meistara Zola, en hér er um að ræða úrval bestu myndmótanna af þeim 7000 myndum sem Zola tók síðustu æviár sín. Dieuzaide fékk leyfi hjá sonar- syni Zola til að kanna ljósmynda- safn rithöfundarins og búa til nýjar pantanir eftir glerplötunum. í safni Zola getur að líta myndir frá blóma og skemmtigörðum Par- ísarborgar, götulífsmyndir og friðsælar sveitalífsmyndir. Um 800 myndir eru frá Heimssýningunni í París árið 1900 og fjöldi mynda frá Englandi, frá þeim tíma er Zola dvaldi þar í útlegð skömmu fyrir aldamótin, vegna Dreyfus- málsins. Athyglisverðastar eru þó myndir úr einkalífi Zola, myndir af hjá- konu hans Rozerot og börnum þeirra og af eiginkonu Zola Alex- andrine og börnum þeirra. Zola situr fyrir á fjölda mynda fyrir til- stuðlan sjálfvirks búnaðar sem hann útbjó fyrir sjálfsmyndir. „Pað er ljósmyndin sem teiknar, um leið og hún litar, hún er lífið sjálft“, sagði Zola sjálfur, þessi mikilsvirki ljósmyndari semhefur nú verið opinberaður almenningi tæpum 80 árum eftir andlát sitt. -Ig- Þessa mynd tók Zola af hjákonu sinni Jeanne Rozerot ásamt börnum þeirra Denise og Jacques. Bubba og Bubbi Kóngur, Kristín Gestsdóttir og Jón Sigurðsson í hlutverkum sínum í uppfærslu Leikfélags Hafnarfjarðar á Bubba Kóng. „Bubhi kóngur” r Abyrgðarlaus kómedía „Þett er algjörlega ábyrgðar- laus kómedía og við eigum von á metaðsókn. Það er búið að núa Hafnfirðingum svo um nasir að þeir fari ekkert, kunni ckkert og geti ekkert, heldur þurfí á allri stoð að halda innan úr Kcykja- vík. Þetta er tilraun hjá okkur til að afsanna þessa kenningu“, sagði Árni Ibsen leiklistarfröm- uður í samtali við Þjóðviljann, en hann stýrir uppsetningu á leikritinu víðfræga „Bubba Kóng“ sem frumsýnt verður hjá nýendurreistu Leikfélagi Hafn- arfjarðar í Bæjarbíó næstkom- andi þriðjudagskvöld. Alfred Jarry skrifaði „Bubba Kóng“ í lok síðustu aldar og vakti verkið gífurlega athygli, umfjöllun og jafnframt hneykslun margra þegar það var frumsýnt árið 1896. Síðan hefur það verið sýnt víða um heint og er ávallt jafn umdeilt. „Bubbi Kóngur" hefur einu sinni áður verið settur á svið hérlendis en það var á Herra- nótt MR árið 1969. Leikfélag HafnarJjarðar endurreist eftir áratugasvefn Hafnfirðingurinn Steingrím- ur Gautur Kristjánsson hér- aðsdómari þýddi leikritið á ís- lensku, en tónlist er eftir Atla Heirni Sveinsson og Þórarin Eldjárn. Eins og áður sagði er Arni Ibsen leikstjóri, en með stjórn- tónlistar fer Jóhann Morawek og dansatriðum stjórnar Helga Guðmundsdóttir. Með sýningum á „Bubba Kóng“ hefur Leikfélag Hafn- arfjarðar starfsemi sína að nýju eftir að hafa legið niðri í áratug. Frumsýning er á þriðjudags- kvöld kl. 20. 30 en næstu sýn- ingar eru á fimmtudags- og sunnudagskvöld á sama tíma. -Ig Sýning á Kjarvalsstöðum Fréttaljósmyndir ,83 Fréttaljósmyndarar á íslenskum fjölmiðlum opna viðamikla sýningu á Kjarvalsstöðum í dag kl. 16. Á sýningunni eru um 200 myndir eftir 21 ljósmynd- ara. Aðallega er um að ræða fréttamyndir frá liðnu ári, mannlífsmyndir, viðtalsmyndir og ýmiss konar útfærsl- ' ur á myndefni. í tengslum við sýninguna verða haldin fræðsluerindi um ljósmynd- un og fjölmiðlun auk þess sem nemendur úr Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar munu halda tón- leika í sýningarsalnum nk. þriðju- dagskvöld 1. mars kl. 20.30. Á sunnudaginn kemur, ætlar Ómar Ragnarsson fréttamaður að flytja erindi um öflun frétta í máli og myndum og hefst framsaga hans kl. 20.30. Fimmtudagskvöldið 3. mars kl. 20.30, kemur Sigurjón Jóhannsson fyrrum kennari við norska blaða- mannaháskólann og flytur. erindi unt fréttaljósmyndun. Indriði G. Þorsteinsson rithöf- undur flytur síðan erindi um róun blaðamennsku sunnudaginn 6. mars kl. 16.00. Sýning fréttaljósmyndara stend- ur að Kjarvalsstöðum til 8. mars n.k. ogeropin daglegafrá 16-22 og um helgar frá 14-22. ÞaS er fjölbreytt myndaval á fréttaljósmyndasýningunni. Hérna eru þeir Emil Þór Sigurðsson og Friðþjófur Helgason með sýnishorn af myndum sínum. - Mynd - eik.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.