Þjóðviljinn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 1983næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272812345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Þjóðviljinn - 18.03.1983, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 18.03.1983, Blaðsíða 7
Föstudagur 18. mars 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Kirkjulist, trúarlist, þetta er þema stórrar sýningar sem veriðerað opnaá Kjarvalsstöðum. Þangað berast dýrgripir úr ýmsum áttum: bagall sá, fundinn á Þingvöllum, sem ertalinn elstur kirkjugripaálandinu, altaristafla af Kristi að prédika í íslenskri náttúru, sem Kjarval gerðiungurogerí Bakkagerðiskirkju í Borgarfirði eystra, nýmálaðareftirlíkingar af postulunum úr Þingeyrarkirkju - jafnt sem vefnaðurvirðulegurogspánnýr og pólitískar Kristsmyndir: ritstjóri af Morgunblaðinu er höfundurannarrar og heitir hún: Þið hafið gert hús föður míns að ræningjabæli. i 1 IM 1 P 1 | \w Wk-' \ 1 -TM \ 'W Mk' im Postular úr Þingeyrarkirkju, nvlega endurgerðir. Kirkjan og myndlistin Ný verk verða á annað hundrað en eldri munir 20-30, sagði séra Gunnar Kristjánsson, en hann á sæti í þeirri kirkjulistarnefnd sem skipuð var eftir ráðstefnu um kirkju og list í Skálholti í hitteð- fyrra. Sú nefnd setti sér þá það verkefni fyrst allra að skipuleggja sýningu sem þessa. - Sýnist þér að hér séu mörg verk sem eru beinlínis til orðin vegna þess að slík sýning var á döfinni? - Já ég er ekki frá því - menn hafa tekið við sér, farið að hugsa um kirkjuna sem stafsvettvang fremur en áður. Hvar eru landamerkin? Altaristöflur eru það sem menn venjulega hugsa fyrst til þegar tal- að er um list í kirkjum. En við höf- um í liuga með þessari sýningu trú- arlega list í víðara samhengi. Og þá getur raunar verið erfitt að setja niður landamæri einhversstaðar milli þess sem menn kalla trúarlega list og þeirrar sem ekki er gefin slík einkunn - og kannski er óþarft að reyna að setja þau niður. Þjáningin er til dæmis eitt algengasta við- fangsefni nútímalistar, óréttlætið, þjáning hins réttláta. Og þegar menn eru að velta slíkum hlutum fyrir sér þarf engan að undra þótt menn grípi til þess tákns sem sterk- ast er - til krossins. Önnur þemu eins og vonin, upp- risan, nýtt líf, hafa alltaf verið al- geng í kirkjulegri list, en þau eru ekki sérlega útbreidd í nútímalist. Á íslenskum altaristöflum er samfélagið, samskipti manna, sam- skipti Jesú við hina útskúfuðu, þau efni sem oftast hefur verið glímt við og við kvöldmáltíðina oftar en nokkuð annað. En nú bregður svo við, að engin kvöldmáltíðarmynd er send inn. Það er athyglisvert - líka vegna þess, að kirkjan hefur lagt mjög mikla áherslu á altaris- gönguna á síðari árum, á kirkjuna sem samfélag. Tengsli og aðlögun Stundum er semsagt eins og það takist tenging milli trúarlegra við- horfa og annarra sviða og þátta og stundum ekki. Og þegar slík teng- ing tekst ekki þá er ástæðan sú að mínu viti, að það hafa verið alltof skörp skil milli þess sem ntenn Ilér er sjaldgæft aö gera pólitískar töldu heyra undir kirkjuna og þess sem væri þar fyrir utan. Það er til dæmis eftirtektarvert að hér á sýn- ingunni eru aðeins tvær pólitískar Jesúmyndir. Ef menn skoða sig um á meginlandinu t.a.m. þá verður allt annað uppi þar, þar á hin pólit- íska Jesúmynd sér mjög sterka hefð. Sem er svo tengd því, að þar hefur kirkjan gert sér far um að tengja boðskap sinn við pólitískan veruleika í miklu ríkari mæli en hér hefur verið gert.... Tökum annað dæmi. Á íslensk- um altaristöflum hefur það stund- Jesúniyndir. (Ljósm. Atli). Sr. (iunnar Kristjánsson formaður Kirkjulistarnefndar við prédik- unarstól scm séra Hjalti Þorstcinsson í Vatnsfirði skar út. um gerst - t.d. hjá Ásgrími og Kjarval, að viss aðlögun gerist að íslensku landslagi - Kristur prédik- ar í íslensku umhverfi. En svipuð aðlögun að íslenskum samfélags- veruleika hefur ekki gerst, fólkiö sem á boðskapinn hlýðir er austur- lenskt, einatt í einhverskonar al- þjóðlegum biblíumyndastíl.... Á þessa leið fórust sr. Gunnari Kristjánssyni orð. Og mætti kann- ski bæta við það sem nú var síðast sagt, að íslensk rnyndlist hefur átt sér þrengingartíma og varla hafðar uppi aðrar myndir en innfluttar. Á Kjarvalsstöðum er sýnt í sýn- ingarsöiunum báðum og á göng- um. Málverkið er yfirgnæfandi meðal nýrra verka, engar nýjar tré- skurðarmyndir hafa borist til sýn- ingarinnar, en nokkuð er um silfur- gripi og vefnað. Kirkjulistarnefnd er jafnframt sýningarnefnd og eiga í henni sæti þeir séra Gunnar Krist- jánsson frá Prestafélaginu, Björn Th. Björnsson sem samtök mynd- listarmanna skipa og Jóhannes Kjarval frá samtökum arkitekta. Sýningin verður opin til 10 apríl. -áb.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað: 61. tölublað (18.03.1983)
https://timarit.is/issue/223688

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

61. tölublað (18.03.1983)

Aðgerðir: