Þjóðviljinn - 07.05.1983, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 07.05.1983, Blaðsíða 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 7. - 8. maí 1983 Sveinn Björnsson og Guðmundur Karl: Hafnfirðingar á Kjarvalsstöðum Tveir hafnfirskir málarar, Sveinn Björnsson og Guö- mundur Karl Ásbjörnsson opna sýningar á Kjarvalsstöðum í dag. Stórar sýningar báðar: um hundrað myndir á hvorri, olíuverk og vatnslitamyndir. Árni Bergmann sKrifar Fagur fiskur í sjó Sveinn Björnsson hefur oft og víða sýnt frá því hann kom af sjón- um og fór að mála árið 1954. Eins og oft áður eru myndir hans margar stórar, efniviðurinn sóttur á haf út eða ofan í sjó („kannski er ég með blátt og grænt sálarlíf" segir hann sjálfur). Kynjafiskar eru þar ýmis- legir, en einnig sá frægi saltfiskur: til dæmis á þeirri mynd sem stærst er og sýnir fiskiþorp á bak við eins- konar madonnu með saltfisk stór- an í fangi. Þessa mynd kallar Sveinn „Þjóðarhag“. Menn eru að segja, sagði Sveinn, að þessar myndir mínar séu nýlist og kannski er eitthvað sameigin- legt með þessum grófa impressjón- isma mínum og því sem unga fólkið er að gera núna. En ég skal þá bæta því við, að þótt ég hafi stundum þótt mála glannalega þá finnst mér ég hafa leyfi til að kvarta yfir því, að unga fólkið sumt sé heldur kæru- laust í verki, hafi ekki næga sjálfs- virðingu. Eg fór snemma til sjós, segir Sveinn, og sá tími hefur alltaf sett svip sinn á það sem ég hefi gert. Karl sem ég þekkti komst stundum svo að orði að sér þætti „hryllilega garnan" af að fást við vélar. Mér jjykir líka hryllilega gaman að mála þegar ég byrja og hef gaman af því að mála stórar myndir og helst margar í einu. Landslag í hinum salnum á Kjarvalsstöð- um er Guðmundur Karl Ásbjörns- son. Guðmundur Karl er kennari í Iðnskóla og hefur því sumrin til að mála óskert - mætti því heita betur settur með tíma en Sveinn, sem hefur sína afkomutryggingu í lög- reglunni. Guðmundur Karl sýnir mest landslagsmyndir og má fljótlega sjá að hann er aðdáandi Ásgríms og Kjarvals. Hann gerir talsvert af því að mála svipuð mótíf hvað eftir Sveinn Björnsson með kynjaskepnum (Ijósm. eik) Guðmundur Karl Ásbjörnsson: Ég er konseravatífur landslagsmálari.... annað „og leita þá að nýjum stem- mingum“ að því er hann segir sjálf- ur. Nokkrar fantasíur eru á sýning- unni, nokkrar sjávarplássmyndir, fáeinar frá útlöndum - en það eru fjöll, hraun og dalir landsins sem „eiga svæðið". Og vinsældir lands- lagsins sýnast ekki dvína, hvorki hér né erlendis, segir Guðmundur Karl. Guðmundur Karl nam við lista- skóla í Flórens í fjögur ár og lauk einnig námi á Spáni í málverka- viðgerðum. Fyrstu sýningu sína hélt hann heim kominn í Bogasaln- um 1966. Hann hefur og sýnt í Þýskalandi á vegum Deutsches Kulturwerk. Hann átti aðild að Myndlistarfélaginu og tók þá þátt í öllum samsýningum þess. áb. ritstjórnararein___________ Enginn sigurvegari, enDogGhéldu velli Nú þegar hálfur mánuður er liðinn frá alþingiskosningum og ríkisstjórn hefur enn ekki verið mynduð, þá er ekki fjarri lagi að líta svolítið nánar á úrslit alþing- iskosninganna. í þessum kosningum fór eng- inn stjórnmálaflokkanna með sigur af hólmi og sama má segja um hin nýju stjórnmálasamtök, sem nú fengu fulltrúa kjörna á Alþingi. Það er ekki sigur hjá Sjálfstæð- isflokknum, þótt hann með naum- indum bætti við sig einu þing- sæti og fengi álíka útkomu og hann hefur hlotið að jafnaði í kosningum frá því kjördæma- breytingin var gerð árið 1959. Við skulum hér bera stuttlega saman útkomu flokkanna í kosn- • ingunum nú og árangur þeirra í þeim sjö alþingiskosningum, sem áður höfðu verið háðar síðan nú- verandi kjördæmaskipan var tekin upp. Sjálfstæðisflokkurirm í kosningunum fyrir hálfum mánuði fékk Sjálfstæðisflokkur- inn 39,2% atkvæða yfir landið í heild (atkvæði T-listans á Vest- fjörðum þá talin með). í kosning- unum 7 frá 1959 til 1979 fékk Sjálfstæðisflokkurinn að meðal- tali 38,2% atkvæða eða einu prós- entustigi lægri tölu en nú. Á þessu tímabili fór Sjálfstæðis- flokkurinn tvisvar yfir 40% mörkin. Það var í kosningunum 1963, þegar flokkurinn fékk 41,4% og í kosningunum 1974, þegar flokkurinn fékk 42,7%. Lægst fór Sjálfstæðisflokkurinn hins vegar í kosningunum 1978, er hann fékk aðeins 32,7% at- kvæða. Framsóknarflokkurinn í aprílkosningunum nú fékk flokkurinn 19% atkvæða, og eru þá kjósendur BB lista í Norður- landskjördæmi vestra taldir með. í hinum sjö alþingiskosningum, sem fram fóru á árabilinu 1959 til 1979 fékk Framsókn hins vegar að jafnaði 24,9% atkvæða og sýn- ir þessi samanburður best hvað útkoma flokksins var í rauninni hörmuleg nú að þessu sinni. í þeim kosningum, sem háðar hafa verið síðan kjördæmaskipaninni var breytt árið 1959, þá var fylgi Framsóknarflokksins mest í kosningunum 1963 þegar það náði 28,2% og var þannig um 50% meira en nú. Aðeins einu sinni áður hefur Framsóknar- flokkurinn farið niður fyrir 20% mörkin, en það var í kosningun- um 1978, þegar fylgi flokksins hrapaði niður í 16,9% eftir fjög- urra ára setu í ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar. Það vekur líka sérstaka at- hygli, þegar skoðuð er staða Framsóknarflokksins, að á suðvesturhorni landsins þar sem búa 60% þjóðarinnar, í Reykja- vík og í Reykjaneskjördæmi, þá hefur flokkurinn aðeins einn þingmann. Fylgi Framsóknarflokksins í Reykjavík, þar sem Ólafur Jó- hannesson hefur veríð leiðtoginn síðustu ár er komið niður í 9,4%, en var 14,2% að jafnaði í þing- kosningum á árunum 1959-1979. Alþýðuflokkurinn Fylgi Alþýðuflokksins hefur verið sveiflukenndara en fylgí annarra flokka nú hin síðari ár. í kosningunum nú í apríl fékk flpkkurinn 11.7% atkvæða yfir landið í heild. I kosningunum sjö, frá 1959 til 1979, var fylgi flokks- ins töluvert hærra að jafnaði, eða 14,9%. í tvennum kosningum hefur Alþýðuflokkurinn farið neðar en nú. Fyrst í þingkosning- unum 1971, eftir 12 ára setu i „viðreisnarstjórninni" með Sjálf- stæðisflokknum, en þá hlaut flokkurinn 10,5% atkvæða. Enn lækkaði svo gengi flokksins i næstu kosningum á eftir, sem háðar voru árið 1974, en þá fór Alþýðuflokkurinn lægst og hlaut aðeins 9,1% atkvæða. - Mest fylgi á þessu tímabili hlaut Al- þýðuflokkurinn hins vegar í al- þingiskosningunum árið 1978 og komst í 22% og 14 þingmenn. - Nú fimm árum síðar hefur Al- þýðuflokkurinn tapað 8 af þess- um 14 þingmönnum, en 6 standa eftir. Hér að ofan var bent á, hversu lítið afl Framsóknar- flokksins sé á höfuðborgarsvæð- inu. Ekki er síður athyglisvert hversu bág staða Alþýðuflokks- ins er víðast hvar úti um landið, en nú er svo komið að Alþýðu- flokkurinn á engan þingmann austan Hellisheiðar og Hrúta- fjarðarár. Alþýðubandalagið í kosningunum þann 23. apríl s.l. fékk Alþýðubandalagið 17,3% atkvæðayfirlandiðíheild, en í kosningunum sjö frá 1959 til 1979 var fylgi flokksins að jafnaði 18,2%. í öllum kosningunum á þessu árabili hefur fylgi flokksins verið á milli 15 og 20%, nema í sigurkosningunum miklu þegar það fór upp í 22,9%. Reyndar er það svo að í öllum kosningunum frá árinu 1942, þá hefur fylgi Al- þýðubandalagsins og áður Sósíal- istaflokksins verið á milli 15 til 20% að undanskildum kosning- unum 1978. Þótt fjórir áratugir séu langur tími í einni mannsæfi, þá skyldu menn samt varast að halda að hér sé eitthvert lögmál á ferðinni, sem ráði fylgi Alþýðu- bandalagsins. Þvert á móti sýndu kosningarnar 1978 að það er hægt að brjótast upp úr 20% þakinu og auðvitað gæti það líka gerst sé slælega að málum staðið, að Al- þýðubandalagið félli niður úr 15% botninum. En kosningarnar nú voru sem sagt nálægt því að skila meðalútkomu fyrir Alþýðu- bandalagið. Nýju framboðin Sumir hafa viljað telja Banda- lag jafnaðarmanna og Samtök um kvennalista sigurvegara í ný- liðnum kosningum. Slíkt er hæp- ið mat. Það hefur alloft gerst áður á síðustu áratugum, að smáflokk- ar hafa fengið menn kjörna í ein- um kosningum eða fleiri án þess það hefði nein varanleg áhrif á flokkaskipanina. Hér hefur eng- inn nýr flokkur brotist í gegn til verulegra og varanlegra áhrifa Kjartan Ólafsson skrifar síðan Sósíalistaflokkurinn vann sinn mikla kosningasigur árið 1942 og hlaut 18,5% atkvæða og 10 þingmenn. Síðan þá hefur flokkaskipanin verið óbreytt á Is- landi í öllum aðalatriðum og svo er enn. Kvennaframboðið vann góðan sigur í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík í fyrra og fékk kjörna tvo borgarfulltrúa út á 10,9% at- kvæða, í alþingiskosningunum nú í apríl fengu Samtök um kvennalista mun minna fylgi í Reykjavík eða 8,4%. Þannig hafði tapast í Reykjavík nær fjórði hver kjósandi á þessu eina ári. Og á Akureyri fékk Kvenn- aframboðið 17,4% fylgi í bæjar- stjórnarkosningunum í fyrra, en Samtök um kvennalista fengu hins vegar aðeins 5,8% í Norður- landskjördæmi eystra í þingkosn- ingunum nú. Slíkt er ekki sigur. Vilmundarbandalagið fékk fjóra menn kosna á þing að þessu sinni, einum fleiri en Kvennalist- arnir. Það kann að sýnast nokkuð góð útkoma, en sker þó ekki úr unj eitt eða neitt og framtíðin óviss. Við skulum minnast þess, að Samtök frjálslyndra og vinstri manna fengu 8,9% atkvæða í þingkosningunum 1971 og 5 þing- menn kjörna, en Vilmundur fékk 7,3% nú og fjóra menn. Samtök frjálslyndra hröpuðu svo niður í 2 þingmenn strax í næstu kosning- um og dóu síðan út. Við viljum ekki hafa uppi neinar hrakspár Vilmundi til handa, en vafamál hlýtur það að teljast hvort flokk- ur hans sé lífvænlegri en samtök Hanniþals og félaga á sínum tíma. Það eitt er ljóst að tilkoma hinna nýju smáflokka á Alþingi gerir stjórnarmyndun án Sjálf- stæðisflokksins mun erfiðari en ella, og er það þó trúlega ekki það sem flestir kjósendur V og C listanna stefndu að.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.