Þjóðviljinn - 17.08.1983, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 17.08.1983, Blaðsíða 16
MOÐVIUINN Miðvikudagur 17. ágúst 1983 Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag tll föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum símum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægl aö ná í afgreiðslu blaösins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663 Eyþór Einarsson formaður Náttúruverndarráðs: _ , ,A móti ralli um friðuð svæði“ „Það er algjör grundvallarregla hjá okkur að við erum mótfallnir rallkeppni á friðuðum svæðum og þar koma ýmsar ástæður til“, sagði Eyþór Einarsson formaður Nátt- úruverndarráðs í samtali við blað- ið í gær. „Við viljum ekki veita þær undanþágur sem rallarar fara fram á: þ.e. breytt hraðamörk og við viljum ekki láta loka fyrir alla aðra umferð á meðan rallað er. Við höf- um undanfarin ár reynt að stuðla að betri slóðum og vegum um frið- lýst svæði, því ef slóðir og vegir eru betri og traustari er minna ekið utan þeirra. Rallumferð, þegar fjöldi bíla keyrir um svæðið á skömmum tíma og á meiri hraða en venjulega, gæti eyðilagt margra ára vinnu við slóðir og vegi. Allar þær myndir sem sjónvarpið hefur sýnt okkur af rallbílum á torfæruleiðum undanfarin ár gera það líka að verkum að við eigum bágt með að trúa því að rallbílar haldi sig á slóðum ef eitthvað bjátar á. Þessi hætta á skemmdum gildir líka að okkar mati utan friðlýstra svæða. Reyndar má benda á það líka að við vitum ekki til þess að rall sé ieyft á friðuðum svæðum í öðr- um löndum. Við lítum á friðlýst svæði sem friðsæla staði þar sem loft er tært og ómengað og náttúran fögur og stórbrotin og öll rallkeppni á slíku svæði - og reyndar utan þeirra líka - skapar mikið ónæði fyrir aðra gesti.“ - Nú verður þetta rall mun um- fangsminna en til stóð upphaflega. „Já, og þar kemur til andstaða heimamanna - það er ekki bara Náttúruverndarráð sem er lítt hrifið af þessu ralli eins og rallarar vilja vera láta. Ég tel annars furðu- lega að þessu máli staðið af rallara hálfu frá upphafi: fyrst er allt á- kveðið og auglýst án þess að álits eða leyfa sé leitað og síðan þegar einhverjir vilja ekki segja já og am- en og kyngja þessu öllu athuga- semdalaust og neita að viðurkenna svona vinnubrögð - þá eru þeir kallaðir ósamvinnuþýðir þver- hausar," sagði Eyþór Einarsson formaður Náttúruverndarráðs. -gat Kjalvegur er ein þeirra „sérleiða“ sem útlendu rallkapparnir hyggjast þeysa um á næstunni. Fyrirlestur í Norrœna húsinu í kvöld Sveppaæði í Reykjavík Geysimikill áhugi hefur verið fyrir sveppanámskeiðum þeim sem Berit Thors frá Finnlandi hefur haldið á vegum Norræna hússins síðustu vikur og er þegar löngu upppantað á síðasta námskeiðið sem hefst á morgun. í kvöld kl. 20.30 mun Berit hins vegar flytja erindi í Norræna hús- inu um sveppi. Hún ætlar að fjalla almennt um sveppi og sveppatínslu og meðferð. Einkumm ætlar hún að segja frá tegund sem lengi hefur verið ræktuð í Kína og Japan og kallast Shii-take á japönsku. Sú sveppategund hefur lítið sem ekk- ert verið ræktuð í Evrópu, en Finn- ar hafa verið með ræktunartil- raunir á þessari sveppategund og hyggjast hefja framleiðslu á honum í stórum stíl. Ollum er heimill aðgangur að fyrirlestrinum og áheyrendum gef- inn kostur á að bera fram spurning- ar til fyrirlesarans. A sunnudaginn 21. ágúst verður væntanlega sett upp sýning á sveppum fyrir almenning í Nor- ræna húsinu þar sem Berit verður til staðar og aðstoðar fólk við að greina sveppi og leiðbéinir um sveppatínslu. Sú sýning og kennsla stendur yfir frá kl. 16 - 19. -is- Olga Guðrún Árnadóttir fær hlýja kveðju frá Sigurði Svavarssyni formanni Samtaka móðurmálskennara fyrir verðlaunasögu sína. Mynd- Leifur. Smásagnakeppni móðurmáls'kennara: „Vertu ekki með svona blá augu“ eftir Olgu Guðrúnu, hlaut 1. verðlaun í gær tilkynntu Samtök móðurmálskennara formlega úrslit í smásagnakeppni sem sam- tökin efndu til sl. vetur. Ein verð- laun voru veitt að upphæð tutt- ugu þúsund krónur og hlaut Olga Guðrún Árnadóttir þau, fyrir söguna „Vertu ekki með svona blá augu“. Alls bárust 77 sögur í samkeppnina og kveðast samtök- in mjög ánægð með árangurinn. Ákveðið er að gefa út tvö smá- sagnasöfn með sögum sem bárust og hefur 21 saga verið valin í safn- ið auk verðlaunasögunnar. Safn- ið væntanlega kemur út eftir ára- mót. Að sögn Sigurðar Svavars- sonar, formanns samtakanna, er tilefni samkeppninnar það að móðurmálskennurum fannst vanta góðar smásögur til kennslu fyrir börn og unglinga. „Draumur okkar er að geta ráðið meira sjálf útgáfu fyrir þann markað sem við þekkjum best,“ sagði Sigurður, „en það hafa móðurmálskennarar á Norður- löndum gert undanfarin ár.“ í dómnefnd áttu sæti Sigurborg Hilmarsdóttir, Silja Aðal- steinsdó.ttir og Símon Jón Jó- hannsson. Heimir Pálsson mun sjá um út- gáfu bókanna en samtökin gefa þau út í samvinnu við útgáfufyrir- tæki. Sagði hann það vekja undr- un hve sögurnar væru almennt góðar. Hvergi örlaði fyrir því að lítið væri gert úr lesendum þe. börnum heldur væru gerðar til þeirra miklar kröfur. Smásagna- söfnin verða ekki með kennslu- bókarsniði, þau eiga að geta stað- ið sem alvörubækur fyrir almenn- ing. Sögurnar verða flokkaðar í tvennt þar sem önnur bókin verð- ur miðuð við börn í 1. - 6. bekk og hin við unglinga í 7. - 9. bekk. Höfundar sagnanna sem vald- ar voru eru: Andrés Indriðason, Ármann Kr. Einarsson, Ása Sól- veig, Benóný Ægisson, Elías Snæland Jónsson, Elísabet Þor- geirsdóttir, Guðjón Sveinsson sem mun eiga tvær sögur í safn- inu, Guðmundur Ólafsson, Her- dís Egilsdóttir, Jón Dan, Jórunn Sörensen, Kristín Steinsdóttir, Njörður P. Njarðvík, Oddný Guðmundsdóttir sem er elst höf- unda, 75 ára gömul, Ólafur Haukur Símonarson, Sigrún Björgvinsdóttir, Steinunn Arn- þrúður Björnsdóttir sem er yngst, 20 ára, Svanhildur Friðriksdóttir og Þórður Helga- son. Auk þess bárust tvær sögur sem dómnefnd telur mjög góðar en eiga betur heima í sérstakri bók. Það eru sögurnar „Músík- alska músin“ eftir Þórönnu Gröndal sem er fallega mynds- kreytt af höfundi og „Sumarið rrieð Aðalsteini“ eftir Trausta Ólafsson, sem er of löng til að birtast í safninu. Heimir Pálsson kvað sögurnar all flestar raunsæjar, lýsa veru- leika barna, sem höfundar virtust þekkja mjög vel en þó væri ekki á þeim endurminningastíll. Aðspurður kvað verðlauna- hafinn, Olga Guðrún, sína sögu gerast úti á landsbyggðinni, bæði í sveit og sjávarþorpi og segja frá lítilli stúlku. í Samtökum móðurmálskenn- ara eru móðurmálskennarar í öll- um skólum landsins. Samtökin eru frekar ung uþb. sex ára en hafa þegar látið þó nokkuð að sér kveða, gefa ma. út tímaritið Skímu. „Þetta er bara byrjunin á útgáfumálum okkar“ sagði Sig- urður formaður. Er vonandi að það séu sannmæli. gp Innflutningur heimilstœkja og bifreiða Mikill samdráttur Milli 35-60% samdráttur varð á innflutningi heimilistækja og fólks- bifreiða fyrstu fjóra mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra. Þótt mikil þensla hafí verið í innflutn- ingi fyrri hluta ársins 1982, þá er innflutningur þessara tækja í ár, mun minni en á sama tíma árin 1980 og 1981. Mestur hefur samdrátturinn í innflutningi verið á hljóðvarps- og litsjónvarpstækjum um 60% miðað við fast verð samanborið við árið í fyrra og tæp 54% samdráttur á inn- flutningi bifreiða. Innflutningur á kæli- og frystitækjum til heimils- nota hefur dregist saman um rúm 55% miðað við fast verð og á þvott- avélum um nærri 35% en innflutn- ingur á þessum tækjum er samt töl- uvert meiri nú en á fyrri hluta áranna 1980 og 1981. Innflutningur á litsjónvarpstækjum hefur hins vegar dregist saman um 73% mið- að við árið 1981. ~lg-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.