Þjóðviljinn - 20.09.1983, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 20.09.1983, Blaðsíða 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrigjudagur 20. september 1983 Sumar þurrabúðirnar í Kálfshamarsvík voru fluttar á Skagaströnd er fólkið fór og hér er ein þeirra. Hjónin á Sviðningi: Friðgeir Eiríksson og Fanney Haildórsdóttir. Friðgeir grípur enn í nikkuna. Hann lék á böllunum í samkomuhúsinu í gamla daga og spilaði t.d. alla brúð kaupsnótt sína. Gengið um Kálfsham- arsvík á Skaga með Friðgeiri Eiríkssyni, vitaverði og bónda á Sviðningi, og rifjað upp annlíf sem var. Þorpið sem hvarf Vitinn á Kálfshamarsnesi. í klettunum er fallegt stuðlaberg. Norðarlega á vestanverðum Skaga í A-Húnavatnssýslu er lítil bogadregin vík með fal- legum stuðlabergsklettum á báða vegu. Allbreiðursjávar- grandi er fyrir botni víkurinnar og tjörn innan viö. Víkin heitir Kálfshamarsvík og norðan við hanaerKálfshamarsnes. Þar gnæfir viti við himin og þar er líka allmikil bygging sem greini- lega mámunafífilsinnfegurri. Á víð og dreif um nesið og vík- inaeru tóttiraf húsum. Hérvar kominn vísir að sjávarútvegs- þorpi á fyrri hluta aldarinnar en nú er hver mannsrödd þögnuð á þessum stað. Aðeins gargið í kríunni, gnauðið í vindinum og sjávarhljóðið ereftir. Næsti bær í byggð við Kálfshamarsvík er Sviðningur og þar búa öldruð hjón, Friðgeir Eiríksson og Fanney Halldórsdóttir. Þau þekkja sögu þessa þorps eins og fingurna á sér og Friðgeir er búinn að vera vitavörður í Kálfshamarsnesvitanum í hálfa öld og ári betur. Hann erelsti vitavörðurlandsins. Viðfáum Friðgeir til að ganga með okkur um Kálfshamarsvík og sýna okkur staðinn. - Mig minnir að fyrsta húsið í nesinu hafi verið reist árið 1903. Það var Hátún. Þar ólst upp Ingi- björg Sigurðardóttir skáldkona í Sandgerði. Síðan risu upp fleiri þurrabúðir við víkina og í nesinu og um 1930var 151 maður heimilisfast- ur í Kálfshamarsvík. Þá var flest en úr því fór hríðfækkandi. Árið 1936 og 1937 var fiskleysi og fólkið flutt- ist í burt lífs eða gengið. Síðasta fólkið fór veturinn 1947-48. - Hér hefur verið töluverð út- gerð? - Já, tvær bryggjur voru við nes- ið en fiskibátarnir voru dregnir upp á mölina. Meðan síldin var hér úti fyrir var líf og fjör í Kálfshamars- vík. Síldarskipin lágu oft í vari fyrir NA-brælu úti fyrir - allt að 100 skip og eitt sumarið voru þau 150 - það var nú meiri ljósadýrðin. - Þurrabúðirnar hétu náttúrulega allar sínum nöfnum? - Já, á mölinni getið þið t.d. séð tóttir af Bárubúð og Malarlandi og þarna var Jaðar, Garðshorn og Blómsturvellir. í holtinu austur af nesinu voru Steinholt, Ægissíða og Holt og úti á Kálfshamarsnesi getið þið séð tóttir af Benediktshúsi, Hvammi, Hátúni, Klöpp, Miðhús- um, Iðavöllum og Kletti. Mörg af húsunum voru flutt inn á Skaga- strönd þegar fólkið fluttist þangað. - En stóra húsið sem enn stendur á nesinu? - Þetta var samkomuhúsið okkar og skólinn og þaðan á maður marg- ar góðar minningar. Mér finnst leitt að sjá hvernig húsið grotnar niður. Frekar vildi ég að það hefði brunnið. - Hvencer var húsið reist? - Það var byggt árið 1913 og gekkst Málfundafélagið fyrir því. Það starfaði á svipuðum grundvelli og ungmennafélögin. - Og það hafa sjálfsagt verið mörg danssporin stigin hér? - Já, og ég spilaði sjálfur fyrir dansi. Fólk skemmti sér oft vel þó að það væri út við ysta haf. - Þú hefur spilað á harmoniku? - Já, á einfalda harmoníku. Ég spila enn, þó aðeins fyrir sjálfan Á Kálfshamarsnesinu eru fjölniargar húsatóttir. Samkomuhúsið og barnaskólinn í baksýn. mig. Það er alltaf gaman að grípa í. Konan og börnin gáfu mér tvöfalda píanóharmoníku þegar ég varð fimmtugur. - Hvenœr var síðasta ballið hér? - Síðasta ballið var að mig minnir kvenfélagsball en ég man ekki nákvæmlega hvenær það var. — Hvað lékstu nú helst á böllum hér? - Ég lék ræl og polka og vínar- kruss. Skautavalsinn var líka alltaf vinsæll. Við hjónin vorum gefin saman hérna á Iðavöllum og ég spilaði fyrir dansi alla brúð- kaupsnóttina, var búinn að lofa því og hef ekki vanið mig á að ganga á bak orða minna. - Voru ekki einhverjar verslanir í Kálfshamarsvík? - Það voru smáverslanir. Bene- dikt Benediktsson verslaði hér fyrst og síðan Andrés Guðjónsson. - Og þú hefur séð um vitann í hálfa öld? Já, fyrst var reistur hér Iítill viti árið 1903 en þessi er frá 1939. Það var þó ekki kveikt á honum fyrr en eftir stríð því að Bretar bönnuðu að hafa ljós á vitum. Ég tók allan sandinn í þennan vita og flutti hann á reiðingshestum úr víkinni. - Hvað ertu orðinn gamall? - Ég er 79 ára og ætla að halda vitavörslunni meðan ég er svona brattur. Við förum nú aftur heim að Sviðningi og Fanney húsfreyja býður upp á rjúkandi kaffi og smurt brauð. Margt ber á góma hjá þessum elskulegu hjónum og að lokum tekur Friðgeir nikkuna og spilar fyrir okkur. I augu hans kem- ur fjarrænt blik og Kálfshamarsvík verður aftur iðandi af mannlífi. -GFr

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.