Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 273. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						D/ÚÐVIIIINN
Þriðjudagur 29. nóvember 1983
Aðalsími Þjóöviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag tilföstudags. Utan þess tíma er
hægt að ná í blaöamenn og aöra starfsmenn blaösins í þessum símum: Ritstjórn
81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er
hægt aö ná í afgreiöslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348
og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld.
Aðalsími
81333
Kvöldsími
81348
Helgarsími
81663
Fæddist um borð undir beru lofti
>5
Hinn fegursti
atburður",
sögðu viðstaddir
Marsibíl Erlendsdóttir, 23 ára
átti í síðustu viku von á sínu fyrsta
barni og á miðvikudagskvöld
fæddist það við sögulegar að-
stæður.
Marsibil er dóttir vitavarðarins
á Dalatanga og býr þar með
manni sínum Heiðari W. Jones.
Á miðvikudag var ljóst að von
var á barninu á hverri stundu og
var þá lagt af stað með bíl sem
leið liggur að Brekku í Mjóafirði
en það er um 16 kílómetrar. Það-
an er klukkutíma sigling til Norð-
fjarðar í flóabátnum Anný en
hann er aðeins 13 tonna triila. Er
komið var út á sjó varð ljóst að
barnið var alveg á leiðinni og var
þá hringt úr bátnum og beðið um
að ljósmóðir yrði send á móti
honum. Hildur B. Halldórsdóttir
ljósmóðir brá skjótt við og fór
með gúmmíbát Björgunar-
sveitarinnar í Neskaupstað til
móts við flóabátinn. Mættust þeir
undir Nípunni og var þá eftir um
hálftíma sigling.
Þegar lagst var að Sæúlfs-
bryggju var of seint að fara frá
borði og fæddi Marsibil 11
marka, heilbrigðan strák undir
beru lofti um borð í bátnum við
bryggjuna. Veður var hið besta
stillt og gott en svartamyrkur.
Allt var tilbúið um borð í bátnum
þegar fæðingin varð, búið að
skjóða skæri, spotta o.s.frv. og
gekk allt að óskum. Pótt við-
stöddum þetta vera hinn fegursti
atburður. Móður og barni líður
vel.
Ólöf/GFr      Marsibil Erlendsdóttir með nýfæddan son sinn á sjúkrahúsinu í Neskaupstað á föstudag. Ljósmóðirin, Hildur B. Halldórsdóttir t.v. Ljósm.: Ólöf.
Datsun Micra bifreið er 1.
í Happdrætti Þjóðviljans
vinningur
Sérlega sparneytin
„Þetta er aflgóður og rúmgóður
smábíll og alveg sérstaklega sparn-
eytinn, svo vakið hefur athygli",
sagði Júlíus V. Ingvarsson fram-
kvæmdastjóri Ingvars Helgasonar
h/f þegar blaðið spurði hann álits á
bifreiðinni Datsun Micra sem fyrir-
tækíð flytur inn, en bifreið af þess-
ari tegund er einmitt 1. vinningur í
happdrætti Þjóðvujans sem dregið
verður í n.k. fimmtudag.
Datsun Micra er nýjasti smábíll-
inn frá Nissan verksmiðjunum í
Japan. Innflutningur hans hingað
til lands er nýhafinn en í V-Evrópu -
hefur bifreiðin selst mjög" vel á
þessu ári.
Samkvæmt niðurstöðum þýsks
bílablaðs eyðir bifreiðin aðeins 4.5
lítrum af bensíni á hverja 100 km
og breska bílablaðið Motors gefur
þessum nýja bíl sambærilega niðUr-
stöðu. Bíllinn er þrátt fyrir það
mjög hraðskreiður, enda með
fimm gíra. Vélin vigtar aðeins 65
kg. enda öll smíðuð úr alúmínium
en hún er 1000 rúmsentimetrar og
gefur frá sér 54 hestöfi. f>á er bif-
reiðin framhjóladrifin.
„Ég er viss um að þessi bifreið
kemur til með að verða ein af okk-
ar betri sölubifreiðum, hún hefur
alla eiginleika til þess, er sparneyt-
in, rúmgóð og hraðskreið", sagði
Júlíus.
Opið er á afgreiðslu Þjóðviljans
Síðumúla 6 til kl. 19.00 í kvöld og
fram á fimmtudagskvöld.
HAPPDRÆTTI   ÞJOÐVILJANS   1983
MIÐAVERÐ 100 KRÓNUR
Sjávarútvegsráðherra spurður grimmt á Fiskiþingi:
Hvernig á
að takmarka
fiskveiðarnar
á næsta ári?
Hvernig á að takmarka fisk-
veiðarnar á næsta ári í Ijósi svörtu
skýrslunnar? spurði Marteinn
Friðriksson á Fiskiþingi í gær, í
fyrirspurnartíma sjávarútvegsráð-
herra.
Halldór Ásgrímsson, sjávarút-
vegsráðherra kvað ekki búið að
taka neina ákvörðuna þar um og þá
ákvörðun mun ég ekki taka einn,
sagði hann. Benti hann á að hann
biði í ofvæni eftir tillögum frá Fiski-
þingi í þeim efnum. Einnig benti
hann á að starfandi væri nefnd
hagsmunaaðila sem fjalla ætti um
þetta mál, og sagði ráðherra, að
hann vildi að sem allra flestir tækju
þátt í því að móta þá fiskveiðist-
efnu sem farið yrði eftir á næsta ári.
Ég tel, sagði Halldór, að hvað sem
upp kemur í þessum efnum, hafi
það sína kosti og sína galla og því
happadrýgst að sem flestir taki þátt
í mótun stefnunnar.
- S.dór
„Þá ákvörðun ætla ég ekki að taka einn", sagði Halldór um þorskkvótann.
Hvernig ætlar
ríkisstjórnin
að leysa
rekstrarvanda
togaranna?
Fulltrúi á Fiskþingi spurði sjáv-
arútvegsráðherra hvernig ríkis-
stjórnin hefði hugsað sér að leysa
rekstrarvanda togaranna, sem
hann kvað hrikalegan. Benti hanh
á að án togaranna væri hér í
landinu lítil atvinna, en benti jafn-
framt á að í haust hefði verið 400 til
500 þúsund króna tap á hverjum
túr þess togara sem hann sæi um
útgerð á.
Halldór Ásgrímsson sagði það
spurningu að hve miklú leyti það
væri mál ríkisstjórnarinnar og sjáv-
arútvegsráðherra að leysa rekstrar-
vanda togaranna í landinu, eða
skipa yfirleitt. Hann benti á ýmsan
rekstrarkostnað sem ekki væri
hægt að lækka, svo sem olíukostn-
að og sagðist ekki sjá nein ráð til að
leysa rekstrarvandann. Lækkun
vaxta á lánum og lenging þeirra
leysti ekki nema brot af vandanum.
S.dór
Hve mikið verður leyft að veiða?
Einn þingfulltrúa á Fiskiþingi,
Marteinn Friðriksson, spurði sjáv-
arútvegsráðherra Halldór Ás-
grímsson að því í gær, hve mikið
stjórnmálamenn þyrðu að hækka
markið frá þeim 200 þúsund lestum
sem fískifræðingarnir leggja til að
veidd verði af þorski á næsta ári.
Sagðist hann gera þetta í Ijósi þess
hruns sem hér yrði ef aðeins yrðu
leyfðar veiðar á 200 þúsund lestum
af þorski.
Það er ekki tímabært að svara
þessari spurningu, sagði Halldór
Ásgrímsson. Hann sagði að það
væri ljóst, að menn vildu byggja
upp þorskstofninn, en menn vildu
líka halda uppi eins mikilli veiði og
hægt er.
- S.dór
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20