Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						Fimmtudagur 8. desember 1983  ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15
RUV 1
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Á virkum
degi. 7.25 Leikfimi
8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veöurfregnir.
Morgunorð - Róbert Sigurðsson talar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund  barnanna: „TrítlaS
við tjörnina" eftir Rúnu Gisladóttur
Höfundur les (3).
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar.
9.45 Þingfréttir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Forustugr.
dagbl. (útdr.).
10.45£g man þá tið" Lög frá liðnum árum.
Umsjón: Hermann Ragnar Stefánsson.
11.15 Á jólaföstu Umsjón: Ágústa Björns-
dóttir.
11.45 Tónleikar.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn-
ingar. Tónleikar.
14.00 Á bókamarkaðinum Andrés Björns-
son sér um lestur úr nýjum bókum.
Kynnir: Dóra Ingvadóttir.
14.30Á frívaktinni Margrét Guðmunds-
dóttir kynnir óskalög sjómanna.
15.30 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir.
16.20 Siðdegistónleikar Leonid Kogan og
Elisabeth Giles leika Sónötu nr. 1 í C-dúr
fyrir tvær fiðlur eftir Eugéne Ysaye /
James Galway og Martha Argerich leika
Flautusónötu í D-dúr op. 94 eftir Sergej
Prokofjeff.
17.10 Síðdegisvakan
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. Daglegt
mál. Erlingur Sigurðarson flytur þáttinn.
20.00 Leikrit: „Nautið og meyjan" eftir
Knut Faldbakken Leikgerð: Anne-Karen
Hytten. Þýðandi: Olga Guðrún Árnadóttir.
Leikstjóri: Haukur Gunnarsson. Leikend-
ur: Kristján Franklin Magnús, Sigurjóna
Sverrisdóttir og Arnór Benónýsson.
20.55. Einsöngur í útvarpssal Hrönn Haf
liðadóttir syngur sex þýsk þjóðlög  í
útsetningu Jóhannesar Brahms og fimm
lög eftir Karl O. Runólfsson. Ólafur Vignir
Albertsson leikur á pianó.
21.15 „Hver er náungi minn?" Þáttur um
hjálparstarf kirkjunnar. Umsjón Gunn-
laugur Sefánsson.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morg-
undagsins. Orð kvöldsins.
22.35 Ljóð og mannlíf. Umsjón: Einar Arn-
alds og Einar Kristjánsson. Lesari með
umsjónarmönnum: Sigríöur Eyþórsdótt-
ir.
23.00 Síðkvöld með Gylfa Baldurssyni.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
Hrönn Hafliðadóttlr syngur 6
þýsk þjóölög í útsetningu Jó-
hannesar Brahms og 5 lög eftir
Karl O. Runólfsson vio undirleik
Ólafs Vlgnls Albertssonar kl.
20.55.
Gunnlaugur Stefánsson ann-
ast þátt um hjálparstarf kirkjunn-
arkl. 21.15.
RUV2
Rás 2 er útvarpað á FM-bylgju, 99,9
mhz, mánudaga-föstudaga kl. 10-12 og
14-18 fyrst um sinn. Meðan dagskráin er
á tilraunastigi verður hún ekki gefin út
fyrirfram.
fra I
Sú stóra
stund er
runnin
upp
Fyrri hluti þessa bréfs frá Hall-
dóri Pjeturssyni birtist hér í blað-
inu í gær. Hér keinur síðari
hlutinn:
Stærsta hlutverk okkar er að
losna úr klóni Bandaríkjanna..
Bandaríkjamenn eru snillingar í
samningagerð, geta fært hina
verstu glæpi í messuskrúða, svo
hvergi sést móta fyrir öðru en vel-
vild og samhjálp.
Allir vita hvernig fyrstu samn-
ingar okkar við þá urðu til.
Sumir, sem þar skrifuðu undir,
mundu gefa helft af lífi sínu til
þess að má nafn sitt þar út. Amer-
íkumenn eru klókir, fara sér f
fyrstu hægt. Við hefðum á þess-
um árum getað veikt suma hlekki
í þessum samningum en slíkt var
ekki reynt. Þó fóru utanríkisráð-
herrar okkar sér hægt í því.að
styrkja samninginn. Menn hlógu
að Gröndal og Einar skildi bara
eftir stóra örk með ?-merki. Þess-
ari örk skulum við ekki gleyma.
Það var ekki fyrr en Óli Jó kom
við sögu að hjólin fóru að snúast á
þann hátt, sem í upphafi var til
ætlast. Ólafur, sem sumir segja
að „hrakið hafi frá hæsta tak-
markinu", hefur vil j að sýna á ein-
hvern hátt að hann væri ekki
getulaus. Ólaf vantar ekki vitið
og hann rétti ameríkönum ráðn-
ingu draumsins upp í hendurnar.
Ráðningin var nóg olía, ný bygg-
ing á flugvellinum. Allt þar sund-
ur skilið svo að íslendingar væru
ekki að glenna glyrnurnar á það,
sem þeim kom ekki við í guðs
eigin landi. Það síðasta var her-
skipahöfn til frelsunar mannkyn-
„Þegar Óli Jó kom fóru hjólin að snúast".
inu. Sem sagt gott, allt komið í
farsæla höfn. Þarna fór kannski
okkar síðasta sjálfstilvera. En
hver stjarna Ólafs verður í lok-
auppgjöri veit maður ei.
En samt má ekki gefast upp.
Við megum ekki sleppa hendinni
af fósturjörðinni, okkar einustu
eign. Þetta íhald, sem nú ríkir,
svífst einskis, á enga fósturjörð,
bara peninga. Kögur-grímur hót-
aði ýtrustu hörku ef mótstaða
yrði veitt. Sumir okkar forfeður
hlógu við dauðanum, enda er
margt verra en hann.
Okkur vantar forystu. í hinu
gamla fhaldi brá stundum fyrir
leiftri, sem nú er dautt. Ólafur
Thors sagði: Ykkur vantar menn
með  forystuhæfileika.  Einnig
stendur á prenti eftir hann: Þegar
Ameríkumenn eru búnir að
koma peningum sínum fyrir hér á
landi, verður hér engin þjóð.
Bjarni Ben. sagði í umræðum um
álverið: Ef allt um þrýtur tökum
við það eignarnámi. Vill nokkur
íhaldsmaður herma þessi orð nú?
Hér ætti enginn að þurfa á
brýnslu að halda þegar uppvíst er
um hundruð skýrslna, sem amer-
íkaninn hefur látið á þrykk út
ganga um skipulagningu lands
okkar til hernaðar. Ekki hafa þó
utanríkisráðherrar okkar neitt
heyrt um þetta. Sjálfsagt talið að
þeim komi slíkt ekkert við. Nema
að Óli Jó geti kannski enn hvíslað
að Geir.
Útvarp kl. 20.00
Haukur J. Gunnarsson.
Nautið
og
meyjan
í k v öld flytur Útvarpið leikritið
Nautið og meyjan, eftir Knut
Faldbakken, í þýðingu Olgu
Guðrúnar Arnadóttur. Og kem-
ur manni nú í hug Gyðjan og ux-
inn eftir Kristmann.
í leikritinu er á ferð ung stúlka.
Hún er á flótta undan sambýlis-
manni sínum, sem trúlega er þá
meiri háttar gallagripur. Sfúlkan
tekur það til bragðs að leita ásjár
hjá ungum stúdent og skýtur
hann yfir hana skjólshúsi. Ungi
stúdentinn er hommi og hefur af
þeim sökum lifað fremur
einangruðu lífi. Óvenjuleg kynni
hans af ungu stúlkunni rjúfa
þessa einangrun. Verður sambúð
þeirra býsna viðburðarík en jafn-
framt stormasöm, sem rekja má
til þess, að lífsviðhorf þeirra eru
ærið ólík.
Aðalhlutverkin eru í hóndum
tveggja ungra leikara: Kristjáns
Franklíns Magnúsar og Sigur-
jónu Sverrisdóttur. Er þetta
frumraun þeirra í útvarpi en þau
luku bæði námi frá Leiklistar-
skóla íslands s.l. vor. Aðrir
leikendur eru: Helgi Skúlason og
Arnór Benónýsson. Leikstjóri er
Haukur J. Gunnarsson.   -mhg
skák
Karpov aft tafli - 247
Barattan um efsta sætið á Aljékin-mót-
inu varð ekki eins hörð og vænta hefði
mátt. Enn einu sinni sigldi Karpov fram
úr keppinautum sínum. Kasparov helt í
við hann lengi vel en á afar þýðingar-
miklu augnabliki f skákinni tapaði hann
fyrir Tigran Petrosjan eftir að hafa misst
af raktinni vinningsleið. f sömu umferð
mætti Karpov Hollendingnum Jan Tim-
b  C  d
f
Karpov — Timman
28, dSI
(Laglegt gegnumbrot sem Timman
ræður ekki við. Ef nú 28. - exd5 þá 29.
Rd7+! og 30. Dh8 mát. 28. - Rxd5
strandar auðvitað á 29. Hxd5! exd5 30.
Rd7 með sömu hugmynd.)
28. .. Dc7
29. dxo6! Hxd1
30. Rg6+!
- Laglegur lokahnykkur. Framhaldið er
þvingað: 30. - fxg6 31. e7+! Ke8 32.
Dg8+ Kd7 33. De6+ Ke8 34. Df7+ Kd7
35. e8 (D)+ o.s.frv. Timman kaus því að
gefast upp án þess að halda baráttunni
áfram.
bridge
Guðmundur Páll og Þórarinn urðu yfir-
burðasigurvegarar í nýafstöðnu Reykja-
víkurmóti í tvímenning. Eins og gefur að
skilja, áttu þeir flest af „spilum" mótsins.
Eitt þaö fallegasta að mati umsjónar-
manns er þefta:
	ÁD8xx	
	XXX	
	ÁDx	
	D10	
G10xx		XX
KDxxxx		10x
XXX		Gxx
	Kx AG K10xx ÁK9xx	Gxxxxx
1hj.	1 sp.	pass
pass	2hj.2	pass
pass	3hj.4	pass
pass	4 hj.6	pass
pass	5 hj.8	pass
pass	7 hj.10	pass
pass	pass	pass
Guðmundur og Þórarinn renndu sér í 7
grönd á eftirfarandi hátt:
Suður   Vestur   Noröur  Austur
1 lauf
1gr.1
2sp.3
^lauf5
4gr.7
6 tígl."
7gr.
Nú, úrspilið var svo sem engin þraut
fyrir Þórarin, út kom hjartakóngur, tekið á
ás, tígulinn tekinn fjórum sinnum og lauf
tekið fjórum sinnum og Vestur varð að
finna niunda afkastið, sem vitanlega var
ekki fyrir hendi. Sjö grönd sögð og unnin
gáfu þeim félögum hreinan topp. Skýr-
ingar á sögnum þeirra eru: 1) spurning
um kontról, 2) fjögur kontr., 3) sp. um
spaðann, 4) tveir efstu (af þremur)
fimmtu, 5) sp. um fyrirstöðu i laufi, 6) 2.
fyrirstaða, 7) Hvaða?, 8) Daman, 9) sp.
um tigulinn, 10) tveir efstu (at þremur).
Auðvelt, ha?
Tikkanen
Eldflaugar fljúga best í hægri-
vindi.
Gϒum
tungunnar
Sagt var: Hjónin litu á hvort ann-
að.
Rétt væri: Hjónin litu hvort á
annað.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16