Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 291. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN' Þriðjudagur 20. desember 1983
Málgagn sósíalisma, verkalýðs-
hreyfingar og þjóðfrelsis
Útgefandl: Úlgáfufélag Þjóðviljans.
Framkvæmdastjórl: Guðrún Guðmundsdóttir.
Rltstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson.
Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guöjón Friðriksson.
Auglýsingastjóri: Sigríöur H. Sigurbjörnsdóttir.
Atgroiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Heigi Ólafsson, Lúðvík Geirsson,
Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson,
Valþór Hlöðversson.
íþróttofróttaritari: Vfðir Sigurðsson.
Utlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Þröstur Haraldsson.
LJósmyndir: Einar Karlsson, Magnús Bergmann.
Handrlta- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar.
Auglýsingar: Aslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson.
Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir.
Húsmóðlr: Bergljól Guðjónsdóttir.
Bflstjóri: Ólof Sigurðardóttir.
Innheimtumonn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir.
Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333.
Umbrot og setning: Prenl.
Prentun: Blaðaprent hf.
Rflár verða ríkari
Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks
verðskuldar meiri andstöðu en hún hefur fengið. í
hnotskurn er stefna hennar fólgin í því að auðvelda
þeim sem mikið hafa milli handa að fá meira í sinn hlut,
og koma því til leiðar að þeir sem lítið hafa fái enn
minna.
1. Dýrtíð hefur ekki verið meiri á íslandi í áratugi, og
launamenn þyrftu að geta lengt árið 1984 um þrjá
mánuði til þess að búa við sambærileg kjör og 1981.
2. Kaupmáttur launafólks hefur verið skertur um 25-
30% á hálfu ári og er það mesta kjaraskerðing sem
gengið hefur yfir í nokkru Evrópulandi frá stríðslok-
um.
3. Ríkisstjórnin hyggst kippa fótunum undan félags-
legum íbúðabyggingum með því að fiytja aukin
verkefni yfir á Byggingarsjóð vcrkamanna um leið
og dregið er úr fjárveitingum til hans. Á sama tíma
eiga hinir alira tekjulægstu að greiða 100% meira í
útborgun við kaup á verkamannabústað.
4. Ríkisstjórnin hyggst leggja á sérstakan sjúklinga-
skatt, ekki á þá sem eru heilbrigðir öðrum til hjálp-
ar, heldur á hinu veiku sem þurfa aðhlynningar við.
5. Skattbyrði mun aukast verulega á næsta ári, ef svo
fer sem horfir, bæði í beinum sköttum til ríkisins og í
útsvari til sveitarfélaga. f Reykjavík verður launa-
fólk 53% lengur að vinna fyrir útsvarinu sínu en
verið hefur að meðaltali síðastliðin 8 ár.
6. Það er stefna núverandi ríkisst jórnar og borgaryfir-
valda í Reykjavík að þjónustugjöld opinberra
stofnana standi undir fjárfestingar- og rekstrar-
kostnaði þeirra. Þetta þýðir að þjonustugjöld hvers-
konar fara stórhækkandi og leggjast með sama
þunga á alla, hvernig sem fjárhag þeirra er háttað.
Heita vatnið í Reykjavík hækkar t.a.m. um 25% í
ársbyrjun næsta árs.
7. Uppbygging í þágu aldraðra, öryrkja og annarra
sem eiga undir högg að sækja í þjóðfélaginu mun að
verulegu leyti stöðvast á næstunni vegna niður-
skurðarstefnu stjórnvalda.
Hér hafa verið nefnd sjö atriði, sem sýna hvernig
ríkisstjórnin níðist á fólkinu í landinu. Upptalningin
gæti verið miklu lengri. En þá er komið að hinu, hverjir
njóta góðs af stjórnarstefnunni:
1. Á sama tíma og sjúklingar eiga að greiða 6 þúsund
krónur fyrir að Ieggjast inn á sjúkrahús eiga eigna-
menn, sem leggja fé í fyrirtæki, að fá 8.500 krónur í
beina skattalækkun.
2. Á sama tíma og skattbyrði einstaklinga er stóraukin
samþykkja stjórnarliðar á þingi að skattur á
skrifstofu- og verslunarhúsnæði sé lækkaður.
3. A sama tíma og þúsundir íbúðakaupenda og hús-
byggjenda um land allt fá ekki risið undir lánakostn-
aði eru raunvextir hækkaðir, þannig að aldrei hefur
verið dýrara að standa undir lánum og nú.
4. Á sama tíma og átt hefur sér stað mesti flutningur á
fé frá Iaunafólki til fyrirtækja sem um getur í seinni
tíð þá eru uppi hugmyndir um skattfrelsi fyrirtækja
og arðs af hlutabréfum.
Hið rétta eðli stjórnarstefnunnar er komið í ljós og
það hlýtur að koma mörgum kjósendum stjórnarflokk-
anna á óvart. Fyrir hina sem hafa varað við núverandi
stjórn er það undrunarefni hversu gróflega hún gengur.
fram í því að kúga alþýðu manna og hversu ódulbúið
hún hleður undir fésýsluöflin í landinu. Skýringin
hlýtur að vera sú að meðan stjórnin ekki mætir neinni
fyrirstöðu fer hún sínu fram. Fyrirstöðuleysið hefur á
hinn bóginn kallað fram hennar rétta andlit fyrr en ella
hefði verið.
-ekh
kJippt
Skoðanakannanir
Áður hefur verið á það bent í
dálkum þessum hversu viðsjár-
verðar skoðanakannanir geta
verið. Spurningar eru iðulega
mótandi og með tilhlýðilegri
lagni og lævísi eru möguleikar á
að fá hagstæðar niðurstöður nær
ótæmandi.
Þannig drógum við dár að lang-
lokuspurningu fyrirtækisins Hag-
vangs um afstöðuna til kjara-
skerðingar ríkisstjórnarinnar. í
ljós kom að fyrirtækið hafði tekið
upp hjá sjálfu sér að spyrja
þeirrar spurningar, að vísu látið
Steingrím forsætisráðherra vita
og gefið honum leyfi til að nota
niðurstöðuna sér í hag í um-
ræðum á alþingi.
Jafnvitlaus
þjóð?
Annað svona fyrirtæki,
Kaupþing hf., hefur nú sent frá
sér niðurstöður úr skoðanakönn-
un, þarsem fram kemur að al-
mennt vita menn ekki hver var
fyrsti forseti lýðveldisins né held-
ur hvenær kristni var lögtekin í
landinu. Niðurstöðurnar úr þess-
um spurningum gefa m.a. til
kynna að konur séu fróðari en
karlar og að almenningur í
dreifbýlinu sé jafn vitlaus og í
þéttbýlinu syðra. Máske kemur
það sérstaklega á óvart, því
margir hafa haldið að dreifbýl-
ingar væru fróðleiksfúsari, væru
lausari við yfirborðsmennsku
hraðans og plastheimsins sem
borgarbúum er boðinn, í stuttu
máli að fólk á landsbyggðinni læsi
betur. En nú er búið að taka
þessa kenningu frá manni - og
gárungarnir í kringum klippara
segja að honum hefði verið nær
að taka mark á kosningaúrslitum
í síðustu kosningum.
Frjáls og frjáls
Þriðja spurningin og sú versta
var svohljóðandi: „Telur þú að
leyfa ætti einstaklingum að starf-
rækja útvarpsstöðvar sem fjár-
magnaðar yrðu teieð auglýsing-
um?" í fréttatilkynningu frá firm-
anu segir að þetta mál hafi mjög
verið í umræðunni í vetur. Var
það ekki aðalmálið í fyrravetur?
Hvað um það, fólki var ekki gef-
inn kostur á öðrum möguleikum
t.d. ertu hlynnt(ur) landshluta-
stöðvum, útvarpsleyfum fyrir
skóla og félagasamtök og fleira af
þeim toga, sem hægt væri að kalla
„frjálst" útvarp. Auglýsingaút-
varp er að sjálfsögðu ekki frjálst
útvarp einsog allir vita. En hvað
segja þá svörin við spurningu
fyrirtækisins Kaupþings? Þau
segja tæpast annað en að meirih-
luti fólks vill meira útvarp, en
hvers konar útvarp kæmi til við-
bótar er svo annað mál, afþví
ekki var gefinn nema einn mögu-
leiki um ófrjálst útvarp, fjár-
magnað með auglýsingum.
Vert er einnig að benda á að
„einstaklingar" reka ekki auglýs-
ingaútvarpsstöðvar nema með
velþóknun þeirra sem auglýsa.
Fyrir þeim fer einsog Morgun-
blaðinu í árdaga. Hinir efnuðu
auglýsendur stilltu stofnanda'
blaðsins upp við vegg, annað
hvort selur þú okkur blaðið eða
við hættum að auglýsa og þú ferð
á hausinn. Þannig Ícomst blessað
barnið mitt í hendurnar á
heildsölunum, sagði Vilhjálmur
Finsen stofnandi Morgunblaðs-
ins.
Menningarmúrar
bænda að hrynja?
Niðurstöður könnunarinnar,
vanþekkingin á íslandssögunni
og að stór hluti þeirra sem svara á
landsbyggðinni vilji ófrjálst
auglýsingaútvarp, þykir benda til
þess að sú þjóðlega menning
kennd við bændur sé á fallanda
fæti.
Það er sótt að íslenskum land-
búnaði og íslenskum bændum
menningarlega með þeim hraða,
peningum og plasti sem borgara-
menningin hefur yfir að ráða.
Hingað til hefur maður haldið að
fólkið á landsbyggðinni hefði
metnað til að varðveita sína
menníng. En hvað á maður að
halda þegar svo er komið, að
náttúrulegir lambakjötsréttir
þoka fyrir hálfkemisku og smygl-
uðu nautakjeti á borðum bænda-
hallanna?                -6g
Alltaf tryggur
Indriði G. Þorsteinsson er
sagður manna tryggastúr, þeim
sem hann vinnur hj á hverj u sinni.
Þannig var hann sómi sauðkind-
arinnar, sverð og skjöldur þegar
hann skrifaði á Tímanum. Hins
vegar vissi hann ekkert and-
styggilegra kvikindi ráfa um á
þessu tilvistarstigi en einmitt
sauðkindina þegar hann hætti á
Tímanum. Jónas kollega hans og
stýrimaður er að þessu leytinu til
muna samkvæmari sjálfum sér;
alltaf illa við kindur og sérstak-
lega á Tímanum.
Þegar Indriði/Svarthöfði var á
Vísi var honum illa við Dagblaðið
og gott ef „rauðvínspressu"-
nafngiftin er ekki frá honum
komin. En DV var að sjálfsögðu
frjálst, óháð og gott þegar Indriði
hóf fastaskrif sín í það blað.
Indriði lenti í ritskoðuninni
vegna lofgreinarinnar um Þor-
stein Pálsson sem hann ætlaði að
birta sem Svarthöfðagrein en var
úthýst og neyddist til að birta
greinina í Mogganum fyrir lands-
fund. Þá slitnaði tryggðarbandið
og 'ntfer Indriði farinn að hreyta
ónotum í forna vinnuveitendur
sína.
/ vitlausu boði
Indriði talar um bókmennta-
fræðing Jónasar og Ellerts, „einn
af þessum ómissandi skríbentum
DV", í skammargrein um
listgagnrýni í DV. Segir hann út
af fyrir sig ekki ástæðu til „að
karpa við jafninnvígðan mann,
bæði í DV og myndlistina".
Hér er Indriði að gefa tóninn í
garð DV og fyrir meiriháttar furí-
ósum í framtíðinni, því hann á
eftir að taka DV á beinið með
eftirminnilegum hætti. Sú hefnd
verður Indriða áreiðanlega sæt
enda svellur honum móður í
brjósti eftir þá niðurlægingu að
hafa verið úthýst úr síðdegis-
blaði.
HSg
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24