Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN'yimmtudagur 22. desember 1983
Minn séra Kíkóti
og kommúnistinn
Graham Greene.
Monsjör Kíkóti.
Áslaug Ragnars íslenskaði.
Almenna bókafélagið 1983.
Minn séra Kíkóti er sveitaprest-
ur á Spáni og á sér frægustu bók-
menntapersónu heims að forföður,
Don Kíkóta Cervantesar. Og hann
á vin sem hann kallar að sjálfsögðu
Sjansjó og bílgarm sem heitir Rós-
inant. Allir mættir til leiks. Og
klerkurinn verður fyrir óvæntri og
óumbeðinni upphefð í kirkju sinni
og ákveður að bregða undir sig
betri fæti. Sansjó fer með honum,
hann var borgarstjóri kommúnista
á staðnum, og er nýbúinn að tapa í
kosningum.
Þeir vinirnir lenda í ýmsum
ævintýrum og uppákomum, sem
líkjast meira eða minna ýmsu því
sem lesa má um í hinni rniklu sögu
Cervantesar, sem Guðbergur er að
gefa út á íslensku. Meðal annars
gista þeir á hóruhúsi, lenda í því að
horfa á klámmynd og bjarga þjófi
undan lögreglunni. En fyrst og síð-
ast eru þeir að kappræða um kaþól-
sku og kommúnisma og eru þær
viðræður ekki síður skemmtilegar
en mörg atvik bókarinnar. Báðir
eru efagjarnir - séra Kíkóti er
reyndar að furða sig á því einu sinni
hvernig það megi vera, að sam-
eiginleg efagirni færi tvo menn nær.
hvor öðrum en sameiginleg trú.
Báðir vona samt að trú þeirra á
guðlega forsjón og sigur öreiganna
eigi eftir að reynast rétt. En sá er
helstur munur á þeim félögum að
þótt séra Kíkóti sé hrekklaus mað-
ur og saklaus í veraldlegum efnum
eins og forfaðir hans var, þá reynist
Graham Greene.
hann um margt vitrari en kommún-
istinn Sansjó. Einkum í þvíefni, að
hann skilur betur nauðsyn efans en
Sansjó, sem enn er á því róli, að
Árni
_________    Bergmann___________
skrifar
hægt sé að finna afdráttarlausan
sannleika um mennska kind og
mannlegt félag.
Báðir reynast þeir nokkuð fróðir
um trú hins - Sansjó var einu sinni
byrjaður í guðfræði og Kíkóti hefur
lesið ýmislegt í Marx til að „þekkja
óvininn". Sumt sem hann segir er
reyndar mjög lævíslegt - einsog
þegar hann er að stríða Sansjó á
því, að Marx skrifi um fornar
dyggðir tímanna fyrir sigur borg-
arastéttarinnar af svipaðri íhalds-
samri angurværð og Don Quijote
saknaði liðinna tíma göfugra ridd-
ara! (bls. 110).
Þeir kumpánar eiga semsagt
auðvelt með að blanda geði saman
- enda er Graham Greene að nota
þá til að tala við sjálfan sig - kaþól-
ikka og vinstrimann í senn.
Bækur spretta af bókum. Þessi
sprettur ekki barasta af Don Kík-
óta Cervantesar. Þegar Monsjör
Kíkóti. bregður á guðfræðilegan
leik með því að líkja heilagri
þrenningu við þrjár flöskur sem
þeir félagar drekka úr (sama vín í
öllum), þá beinist hugurinn
óneitanlega að ýmsu sem valt upp
úr Coignard ábóta í „Steikarhúsi
Gæsadrottningar" eftir Anatole
France. Og síðast en ekki síst verð-
um við að hafa í huga ýmsar aðrar
bækur Grahams Greene sjálfs.
Hve oft hefur hann ekki gert að
aðalpersónu kaþólikka, sem er
meira eða minna bersyndugur og í
andstöðu við kaþólskt yfirvald? Og
nálægt honum, hefur hann oft,
heldur svona elskulegan kommún-
ista. Og fjallað er um mann, sem
finnur sína föðurímynd (undir lok-
in eru vinirnir orðnir sem feðgar).
Og svo deyr einhver og sigrar í
dauðanum...
Áslaug Ragnars hefur gert
einkar læsilega þýðingu.
ÁB.
Drengur segir
frá og teiknar
lijalti Bjarnason:
Tak og draugurinn.
Tak og innbrotageimveran.
Fjölvaútgáfa.
Það er alltaf verið að tala um
sérstæðar bækur og víst eru þessar
tvær sérstæðar. Höfundurinn,
Hjalti Bjarnason, samdi þær og
teiknaði myndir við þær þegar
hann var aðeins níu ára gamall. Og
geri aðrir betur.
Það er víst ekki nema satt og
rétt, að fullorðnir vita lítið um það,
hvað litlum börnum finnst
skemmtilegt. Kannski best að þeir
þegi um svo erfið mál. En nú ætlar
þessi lesandi hér samt að halda því
fram, að sögur og teikningar beri
vitni mjög skemmtilegu ímyndun-
arafli.
Árni
Bergmann
—Drö..drö..draugur! segir Tak
—Hvað á maður aftur að gera, þegar
maður mætir draugi?
skrifar
Tak er lítið kríli sem verður fyrir
heimsókn draugs beint úr íslensk-
um þjóðsögum og tekst að koma
honum fyrir með bragðvísi.  Og
þegar innbrotsgaur kemur í seinni
sögunni á vettvang og er utan úr
geimnum, þá kemur á daginn að
draugsi getur hrakið slík óféti á
flótta - áður en hann kemur sér
aftur fyrir með gotterí ofan í
sauðarlegg. Einskonar þægur
þjónn Taks litla.
Tak er semsagt einskonar Sæ-
mundur fróði, sem hefur tök á sín-
um púka.
ÁB.
Dagsstund á barnaheimili
Út er komin bókin Kátt er í Koti,
dagur á barnaheimili. Er bókin
jöfnum höndum í máli og myndum.
Sigrún Einarsdóttir hefur samið
textann en Kristján Ingi Einarsson
tekið myndirnar. Eru þær teknar í
Brekkukoti, barnaheimili Landa-
kotsspítala í Reykjavík.
Bókin er ætluð bæði börnum og
fullorðnum. Hún lýsir einum degi á
barnaheimili. Hefst þegar vaknað.
er að morgninum og síðan eru at-
burðir dagsins raktir allt til kvölds.
Fylgst er með námi barnanna,
leikjum þeirra og öðrum störfum,
auk þess sem skroppið er í réttirn-
ar.
Fjöldi barna dvelur daglangt á
Kálij
koti
dogur ó bomoheimili
Magnús H.
Gíslason
skrífar
barnaheimilum. Það er farið þang-
að með þau á morgnana og þau eru
sótt þangað á kvöldin, en hvernig
líður svo dagurinn á barnaheimil-
inu? Hvernig er hann, þessi heimur
barnsins? Hvað fer þar fram? Ætli
að foreldrum sé almennt um það
kunnugt? Varla. Og þá er ráð að
lesa þessa bók og skoða þessar
myndir. Hún gefur einkar gott tæk-
ifæri til þess að skyggnast inn í
þennan heim barnanna, sem for-
eldrarnir þurfa einnig að þekkja.
Skíma sf. gefur bókina út. Út-
litið er Kristjáns Inga Einarssonar.
-mhg.
Þórbergur Þórðarson.
Farið eftír
fót þinn
Bréf til Sólu.
Bréf til Sólrúnar Jónsdóttur, ritu'ft af
Þörbergi Þórðarsyni.
Útgefandi Guðbjörg Steindórsdóttir.
R. 1983.
Það hefur víst ekki farið fram hjá
mönnum hvaða bók hér er iim að
ræða - bréf til konu sem Þórbergur
elskaði heitt og skrifaði bréf á ár-
unum 1922-1932. Þau áttu barn
saman og það er sú Guðbjörg sem
nú hefur lagt bréfin fram til útgáfu.
Þórbergur segir í þessum bréfum
nokkur tíðindi af ferðalögum sín-
um fyrir norðan og vestan og er-
lendis, en mestmegnis er hér um
tilfinningar að ræða: hve glaður
hann var með Sólrúnu, hve dapur
hann er án hennar. Og undir lokin
líður að því að ástin „snýst upp í
agg og níð".
Hvaða fregnir flytur bókin af
Þórbergi? í fyrsta lagi að þetta
samband, sem mun hafa verið á
vitorði margra samtíðarmanna, var
sterkt ogvaraði lengi.Þýðing þessa
ástarsambands fynr Þórberg sést
jafnt af upphöfnum hrifning-
arljóðum hans í óbundnu máli sem
og af beiskju hans yfir því, að
elskan hans stendur ekki við hlið
hans „þegar á móti blæs" þ.e.a.s.
þegar hamast er á Þórbergi út af
Lárubréfinu, heldur „gerir þú allt
til að skaprauna mér" eins og segir í
bréfi frá 1925. í þriðja lagi vita
menn nú með vissu til hvaða.konu
tiltekin ljóð voru ort.
Það er ekki rétt sem heyrst hef-
ur, að þessi bréf gætuhafa verið
skrifuð af hverjum sem er - enda
þótt sumar formúlur þeirra fyrir
ástarjátningum megi sjálfsagt finna
víða í einkabréfum þeirra tíma
(undirritaður hefur séð eitt slíkt).
En setningu eins og þessa hér skrif-
ar enginn nema Þórbergur Þórðar-
son:
„Farið eftir fót þinn við veginn í
grend við Hans póst fór eg oft að
skoða. Lengi sá eg móta fyrir því,
en smám saman máðist það út og
hvarf loks með öllu. Þá lagði eg
fyrir sjálfan mig þessa spurningu:
Skyldi ást Sólrúnar minnar hverfa
mér eins og þetta far? Farið eftir
Arni
Bergmann
skrifar
fótinn þinn hvarf og gleymdist. En
ást okkar er heit og sterk eins og i
þá daga. Það, sem af andanum er
fætt, getur ekki dáið."
Farið eftir fót þinn... Af dæmum
sem þessum má sjá veigamikinn
hluta af þeirri reynslu sem síðan er
notuð úr íronískri fjarlægð í upp-
málun ásta í Ofvitanum og íslensk-
um aðli. í þeim skilningi er „elskan
mín" fundin.
Siðferðileg
vandamál
Það eru farnar af stað deilur um
réttmæti þess að birta þessi bréf.
Indriði G. Þorsteinsson hefur skrif-
að formála að bókinni og segir þar
undir lokin: „Um atriðin hér að
framan gildir hið sama og um ann-
að í stórbrotnu lífi snilldarmanna,
að þau eru meira eign þjóðar en
einstaklinga".
Ég er satt best að segja ekki sam-
mála þessu. Reyni hver sem er að
heimfæra þessa formúlu Indriða G.
upp á eitthvert það fólk, sem hon-
um sjálfum gæti verið nákomið, og
þá kemur ástæðan í Ijós. Eða snú-
um okkur að bréfunum sjálfum. Ég
les setningu á borð við þessa - og
bréfin eru full af þeim: „Þú fagra
guðsmynd, blíða og göfuga sál, ég
kveð þig ilmsætum kossum ástar
minnar, dýrðlegasta aflinu, sem í
brjósti mínu býr". Og þá finnur
maður til blygðunar eins og sá sem
er staðinn að því að standa á hleri á
fundi sem aðeins tveim var stefnt
til.
Og eitt af bréfum Þórbergs hefst
einmitt með þessum orðum:
„Ekki virðist ætla úr að aka með
hvumleið afskipti óviðkomandi
fólks af ástamálum okkar, Sólrún
mín".
ÁB.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20