Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						Helgin 31. desember - 1. janúar 1984  ÞJÓÐVILJINtt - SÍÐÁ 7
Helgi Guðjónsson skrifar:
Sj úklingaskattur inn
er argasta óréttlæti
Ekki tókst að koma sjúklinga-
skattinum svonefnda í gegnum
þingið fyrir jólin, en við megum
eiga von á að honum verði lætt inn
aftur þegar þingmenn koma úr
mánaðarlegu jólafríi sínu.
Sjálfur hef ég þurft að vera á
sjúkrahúsi nokkrum sinnum og þó
ég sé í hópi öryrkja sem eiga að
vera skattlausir þá er ég mjög
mikið á móti þessari fyrirhuguðu
skattheimtu. Þessi sjúklinga-
skattur er argasta óréttlæti. Margt
er líka óljóst um framkvæmdina. í
hverju felst munurinn á 300 kr. og
600 kr. sjúklingagjaldi? Vonandi
ekki í mismunandi þjónustu.
Kannski eiga þeir sem borga hærra
gjaldið að fá betri mat en hinir, og
þeir sem ekkert borga fá þá bara
vökva í æð. Það hlýtur að vera hægt
Oflugt
skáklíf á
Stokkseyri
Mikið líf hefur færst í Taflfélag
Stokkseyrar undanfarið og eru
haldnar reglulegar skákæfíngar
a.m.k. einu sinni í viku hverri.
Nýlega var haldið hraðskákmót
og gaf Brunabótafélag íslands
bikar til mótsins. Keppendur voru
14 talsins og tefldu allir við alla, 13
skákir alls. Yfirburðasigurvegari
varð Pétur Guðmundsson, hlaut 13
vinninga af 13 mögulegum eða fullt
hús vinninga.
Ýmislegt er á döfinni hjá taflfé-
laginu á næstunni m.a. námskeið
sem einhver sterkur skákmaður af
höfuðborgarsvæðinu mun sjá um.
Kreppt að
sölu kindakjöts
til EBE-landa
Efnahagsbandalag Evrópu herð-
ir enn á hömlum þeim, sem verið
hafa á innflutningi kindakjöts til
bandalagslandanna. í ráði er einn-
ig að ákveðið verði lágmarksverð á
iiuifluttu kindakjöti. Er það í því
skyni gert að erfiðara verði að
keppa við það kjöt, sem framleitt er
innan EBE-landanna.
Þegar síðast var samið um inn-
flutning á kindakjöti frá íslandi til
EBE-landanna komu fulltrúar frá
bændasamtökunum þar hvergi
nærri. Þá var ákveðinn kvóti fyrir
íslenskt kindakjöt, sem var aðeins
650 tonn á ári. Vegna þeirra
breytinga sem nú eru fyrirhugaðar
á innflutningi til EBE-landanna
hefur Framleiðsluráð landbúnað-
arins samþykkt eftirfarandi álykt-
un:
„Framleiðsluráð landbúnaðarins
|£er fram á við Viðskiptaráðunéytið
jað komi til nýrra samninga við
jEBE um kjötsölumál fái Fram-
jleiðsluráð landbúnaðarins mögu-
leika á að eiga fulltrúa í samninga-
nefnd íslands".           -mhg
Framleiðslu-
ráð styrkir
kjötrannsóknir
Undanfarin ár hefur Fram-
leiðsluráð Iandbúnaðarins veitt
umtalsverðu fjármagni til styrkfar
rannsóknum á matvælum hjá
fæðudeild Rannsóknarstofnunar
landbúnaðarins. 1982 var fram-
lag Framleiðsluráðs kr. 600 þús.
en í ár 1,2 milj. kr.
Nú hefur Framleiðsluráð ákveð-
ið að styrkja starfsemi deildarinnar
með 100 þús. kr. framlagi mánað-
arlega næstu mánuði en þessi
ákvörðun verður endurskoðuð á
miðju næsta ári, 1984.     -mhg
að finna betri leiðir til að halda
áfram að veita fullkomna
heilbrigðisþj ónustu.
Ekki hefur þessi ríkisstjórn
minnst á aukið skattaeftirlit. Ef all-
ir borguðu skatt í samræmi við
Helgi Guðjónsson: Ef allir borguðu
skatt í samræmi við tekjur sínar þá
ætti ekki að vera erfitt að ná endum
saman hjá ríkissjóði.
tekjur sínar þá ætti ekki að vera
erfitt að ná endum saman hjá ríkis-
sjóði. Við erum ekki nema um
235.000 manns, en öll erum við
manneskjur sem ættum að geta
lifað í þessu landi ef þjóðarkökunni
væri rétt skipt.
Þegar ég var á Landspítalanum
um daginn heyrði ég á starfsfólkinu
að það var uggandi um sinn hag,
sérstaklega Sóknarkonur. Ekki.
fannst mér heldur að hjúkrunar-
konurnar væru of margar, en allir
reyndu að veita sem besta þjón-
ustu, ég kvarta ekki undan henni.
En ég óttast um minn hag og ann-
arra ef þessi nýi skattur verður að
veruleika. Við skulum öll berjast á
móti honum.
100 KATTINN
-JLXJVJ A\L 11 J J JL iL i
SFM GFTCTR ÞFK
YMISLEGT KIEIFT,
SEM ADKIR100
YAl T Al? (UR TA V WT
l\r\l A /ilv vjEj Irx HJNJVL
Jr að hefur alltaf kostað peninga að
eignast peninga. í dag er ekki hægt að ætlast til
mikils af einum 100 kalli. Þú getur notað hann í
tuttugu skipti í stöðumæla eða hanrí fer allur, ef
tíminn rennur út á mælinum - og þú færð ekkert til
baka. En það eru til 100 kallar, sem vinna vel fyrir
sér. Sumir skila 20 þúsundum, aðrir minna, og svo
eru nokkrir, sem skila heilli milljón. Þetta eru 100
kallarnir sem þú kaupir fyrir miða í Happdrætti
Háskólans.
V_y g það gerir þú hj á umboðsmanninum
- dragðu ekki að líta við.
VINNINGASKRA
9 @ 1.000.000
9  -
207  -
2.682  -
21.735  -
109.908  -
200.000
100.000
20.000
4.000
2.500
134.550
450 aukav. 15.000
135.000
9.000.000
1.800.000
20.700.000
53.640.000
86.940.000
274.770.000
446.850.000
6.750.000
453.600.000

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32