Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						10 SIÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 31. desember - 1. janúar 1984
Annáll erlendra tíðinda 1983
Árið 1983 einkenndist af vaxandi ófriöarbliku og versnandi
sambúö stórveldanna. Styrjaldarástand ríkti íMiö-
Austurlöndum, viö Persaflóa, íMið-Ameríku, Afghanistan,
sunnanverðri Afríku og víðar. Nato-ríkin ákváðu að koma
upp nýjum kjarnorkuvopnum í Evrópu sem stytta
viðvörunartímann við kjarnorkustyrjöld niður í 7 mínútur.
Hungrið í heiminum fór vaxandi jafnframt því sem útgjöld til
hermála voru meiri en nokkru sinni fyrr. Friðarhreyfingin á
Vesturlöndum f ékk jaf nf ramt meiri hljómgrunn en nokkru
sinnum fyrr.
Ekkert málefni var jafn ofarlega
í hugum manna á liðnu ári og víg-
ibúnaðarkapphlaupið sem tók nýja
stefnu eftir að ríkisstjórnir Bret-
jlands, Vestur-Þýskalands og ítalíu
iog Belgíu heimiluðu uppsetningu
572 bandarískra stýriflauga og
Pershing 2 eldflauga með kjarn-
lorkuvopn innanborðs í löndum sín-
um. Uppsetning þessara vopna
hófst formlega 23. nóvember, dag-
,inn eftir að sambandsþingið í Bonn
jhafði endanlega lagt blessun sína
ivfir hin nýju vopn. Þessi endurvíg-
væðing Nato í Evrópu varð til þess
að slitnaði: upp úr samningavið-
ræðum stórveldanna í Genf um
takmörkun kjarnorkuvígbúnaðar.
Ákvörðunin um uppsetningu þess-
ara vopna vakti heiftarlega
gagnrýni innan Nato, og tvö
bandalagsrfki, Danmörk og Grikk-
land, lýstu sie andvíg ákvörðun-
inni. Alþingi Islendinga tók ekki
afstöðu til þessa mesta deilumáls á
Vesturlöndum á þessu ári.
Upplausnarástand ríkti í Líban-
on á liðnu ári. Liðssveitir Barida-
ríkjamanna, Breta, Frakka og ít-
ala, sem sendar voru til þess að
styrkja stjórn Amins Gemayelt
höfðu ekki árangur sem erfiði.
Kristnir menn, múslimar og drúsar
börðust sín á milli eða við stjórnar-
herinn. Syðsti hluti landsins var
áfram hersetinn af ísrael og austur-
hlutinn á valdi Sýrlendinga. Á-
greiningur innan raða PLO leiddi
til heiftarlegra bardaga í nóvember
og desembermánuðí á milli liðs-
manna Yassir Arafat og andstæð-
inga hans, sem voru studdir sýrlen-
skum vopnum og herafla. Lauk
umsátrinu um Tripoli skömmu
fyrir jól með því að Yassir Arafat
og liðsmenn hans voru fluttir til N-
Yemen með grískum farþega-
skipum. Sýrlendingar og ísraels-
menn lögðust á eitt um að niður-
lægja Yassir Arafat, sem virtist þó
njóta stuðnings meirihluta Palest-
ínumanna og flestra Arabaleið-
toga.
Vaxandi gagnrýni kom fram í
Bandaríkjunum, ítalíu, Bretlandi
og Frakklandi á dvöl „friðargæslu-
sveitanna" í Líbanon eftir að sjálfs-
morðssveitir múslímskra öfga-
manna höfðu sprengt aðalstöðvar
bandaríska og franska hersins í loft
upp og valdið dauða hátt á 3.
hundrað hermanna. Áttu
stjórnvöld þessara ríkja erfitt með
að skýra hvert væri hlutverk friðar-
gæslusveitanna, og gilti það ekki
síst um þá bandarísku eftir að Re-
agan hafði gert sérstakan hernað-
arsamvinnusáttmála við Shamir
forsætisráðherra ísraels og hafið
beinar hernaðarárásir gegn stöðv-
um Sýrlendinga í Líbanon.
Skömmu fyrir áramót lýsti Pertini
forseti ítalíu þeirri skoðun sinni að
ítalska gæsluiiðið ætti að hverfa á
braut, þar sem bandaríska liðið
væri nú orðið beinn aðili að átök-
unum í Líbanon.
Fáir atburðir áttu meiri þátt að
að magna upp andrúmsloft kalda
stríðsins en atburður sá er gerðist
1. september er farþegaþota frá
suður-kóreanska         flugfélaginu
KAL var skotin niður yfir eyjunni
Shakalin í Sovétríkjunum með 269
manns innanborðs. Ronald Reag-
an taldi atburðinn bera vitni um
„villidýrshátt" sovéska kerfisins,
og notaði tækifærið til að lýsa því
yfir að Kreml væri „míðstöð hins
illa" í heiminum. Margret Thatc-
her greip til hliðstæðra yfirlýsinga
um siðleysi sovéskra valdhafa
Eftir sem áður var það óráðin
gáta hvernig það gat gerst að far-
þegaþota mönnuð færustu flug-
mönnum og búin fullkomnustu
siglingatækjum gat villst inn yfir so-
véskt bannsvæði þar sem Sovét-
menn geymdu viðkvæmustu hern-
aðarleyndamál sín, eða hvers
vegna flugmenn vélarinnar svör-
uðu ekki viðvörunum sovésku
herflugvélanna sem fylgdu henni
eftir í 75 mínútur. Þá er það einnig
óráðin gáta hvers vegna bandarísk
eftirlitsflugvél sem fylgdi farþega-
þotunrii inn að lofthelgi Sovét-
manna varaði farþegaþotuna ekki
við, né heldur flugumferðarstjórn-
ir þær sem fylgjast áttu með ferðum
hennar frá Alaska og Japan. En
atvik þetta varð til þess að stappa
stálinu í fylgjendur herts vígbúnað-
arkapphlaups í Evrópu á meðan
friðarhreyfingin dró þveröfugan
lærdóm af atviki þessu: hið herta
vígbúnaðarkapphlaup eykur til
muna líkurnar á „slysum" af þessu
tagi.
Grenada var mjög í sviðsljósinu
eftir að forsætisráðherra landsins,
Maurice Bishop, var myrtur.
Deilur innan stjórnarinnar urðu til
þess að kreddumarxistar létu
hneppa Bishop í stofufangelsi.
Þegar stuðningsmenn hans frels-
uðu hann úr stofufangelsinu var
hann tekinn og skotinn ásamt með
nokkrum samráðsmönnum sínum
úr stjórninni og verkalýðshreyfing-
unni. Þann 23. október gerðu
Bandaríkin síðan innrás í Grenada
og steyptu herstjórn þeirri sem
Hudson Austin hafði komið á.
Innrás Bandaríkjanna var ford-
æmd um allan heim, m.a. af Örygg-
isráði Sameinuðu þjóðanna þar
sem Bandaríkin ein beittu neitun-
arvaldi. Tveim mánuðum eftir
innrásina ríkti enn glundroði í
Grenada, þar sem ríkisstjórn su
sem Paul Scoon landsstjóri Breta á
Grenada skipaði, reyndist óstarf-
hæf.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32