Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN! Helgin 31. desember - 1. janúar 1984
Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsinl
Mannúðarstefna
eða
alræði peningavaldsins?
Nú þarf enn að skapa nýjan landsmálagrundvöll
Alþingi íslendinga er áreiðanlega
eina þjóðþingiö í Vestur-Evrópu
sem var meinað að taka afstöðu til
tillagna sem legið haf a fyrir Sam-
einuðu þjóðunum og Atlantshafs-
bandalaginu um kjarnorkuvígbún-
að. Þrátt fyrir eftirrekstur stjómar-
andstöðunnarog áherslu hennará
afgreiðslu þessa máls náði stjórn-
arliðið að haga þinghaldinu þannig
síðustu dagana fyrir jólin að ekkert
komstað íafgreiðslu þingsins. Það
var því án umboðs þjóðþingsins
að utanríkisráðherra gekk í sveit
þeirra sem skipa sér f remst í víg-
búnaðarkapphlaupinu. Geir Hall-
grímsson hafði ekki stuðning Al-
þingis í þessu efni áður en hann tók
afstöðu á utanríkisráðherrafundi
NATO sem samþykkti uppsetningu
meðaldrægra eldflauga í Evrópu.
Nú var utanríkisráðherra boðið upp
á það að rætt yrði um utanríkismál
áþinginufyrirjólogtekinafstaðatil
þeirra. Hann vildi ekki að þingið
kæmist að niðurstöðu í þessu efni.
Ef til vill stafaði sú afstaða utanríkis-
ráðherra af því að hann óttaðist að
Alþingiyrðihonumsammála-ann-
ars hefði hann án ef a leitað eftir
stuðningi þingsins.
Röksemdir utanríkisráðherra og ríkis-
stjórnarinnar eru þær að ekkert megi gerast
í afvopnunar- og friðarmálum nema með
gagnkvæmum samningum stórveldanna og
ekki komi til greina að ákveða einhliða
stöðvun á framleiðslu kjarnorkuvopna,
uppsetningu þeirra eða tilraunum með þau
þó um skamma stund sé. Þahnig hafa tals-
menn ríkisstjórnar Steingríms Hermanns-
sonar í raun tekið að sér að verja vígbúnað
Varsjárbandalagsins ekki síður en Atlants-
hafsbandalagsins og má segja að þar komi
vel á vondan. Þó er hverju barni ljóst að það
væri fagnaðarefni þó aðeins annað stór-
veldanna lýsti því yfir að ákveðið hefði ver-
ið að stöðva framleiðslu kjarnorkuvopna á
þess vegum þó aðeins væri um að ræða fá-
eina mánuði eða ár. Vilji Sovétríkin nú láta
taka mark á friðarvilja sínum í friðarhreyf-
ingum Vesturlanda ætti sovéska stjórnin
tafarlaust og einhliða ef þörf krefur að lýsa
yfir stöðvun á framleiðslu kjarnavopna um
nokkurt skeið enda setjist leiðtogar stór-
veldanna að samningaborði og ákveði að
draga úr hraðanum í boðhlaupi dauðans.
Vonin er í
friöarhreyfingunni
Von mannkynsins felst í friðarhreyfing-
unum og því að þær megni að halda augum
mannanna opnum fyrir þeirri <5gn sem nú
blasir við öllu lífi. Hér á landi þurfa menn
að leggja sig fram um það að reyna að móta
nýja utanríkisstefnu á forsendum friðar-
hreyfínganna. Um slíka utanríkisstefnu
yrði áreiðanlega betri samstaða en þá
stefnu sem fylgt hefur verið á liðnum ára-
tugum. Fullyrða má að unnt sé að sameina
yfírgnæfandi meirihluta íslendinga um
slíka utanríkisstefnu. Þá gætu íslendingar
markað spor á alþjóðavettvangi í þágu frið-
ar og þannig horfið af þeirri braut, sem
núverandi ríkisstjórn íslands kýs að fylgja.
Hægri stefnan nærist
á sprengjuóttanum
í skugga sprengjuóttans hefur margt
breyst að minnsta kosti á yfirborðinu. Með-
al annars hefur hægri stefnunni vaxið ás-
megin úm skeið því stríðsóttinn er jarðveg-
ur hennar. Með sprengjuóttanum vilja þeir
sem sterkir eru hrifsa meira og meira í^sinn
hlut og markaðsöfl miskunnarleysisins
eflast að áhrifum. Mannleg sjónarmið eru
fótum troðin og langtímasjónarmið, hug-
sjónir um nýtt og betra samfélag lýðræðis
og jafnréttis eiga erfiðara uppdráttar því
þær hugsjónir eru léttvægar fundnar á
markaðstorgi gróðraaflanna. Það er engu
líkara en ráðandi öfl séu að neyta síðustu
kraftanna til þess að hrifsa til sín það sem
eftir er af Iífsgæðunum áður en örlaga-
klukkur sprengjunnar glymja mannkyninu
öllu. Af þessum ástæðum hafa hægri öflin
sótt fram. En aðeins skamma stund: Þó
fyrsta viðbragð sé grimmd markaðslögmál-
anna kemur það æ betur fram að krafan um
samkennd og samhjálp verður ofan á þegar
menn athuga betur sinn gang. Þetta kom til
dæmis óvenjuskýrt fram á íslandi nú um
hátíðarnar. Það kom fram í göngunni á
Þorláksmessu sem áður yar minnst á. Og
það kom fram í þeim áherslum á friðarboð-
skapinn sem birtist í málflutningi í kirkjum
um jólin. Síðast en ekki síst kom þetta vel
fram í söfnuninni „Brauð handa hungruð-
um heimi" þar sem tvöfalt hærri upphæð
skilaði sér en gert hafði verið ráð fyrir.
Þetta er tvímælalaust merki þess að í samfé-
laginu er nú á ný vaxandi skilningur á nauð-
syn samstöðu og samhjálpar, - að mannúð-
arstefnunni hefur ekki verið úthýst úr
þjóðfélaginu þrátt fyrir yfirgang markaðs-
aflanna.
Því miður eru íslensk stjórnvöld um þess-
ar mundir ekki aðeins býsna skilningslaus á
málstað friðarhreyfinganna. Þau eru líka
með aðgerðum sínum í efnahagsmálum að
breyta íslcnska þjóðfélaginu í grundvallar-
atriðum og með ákvörðunum þeim sem
teknar hafa verið í herstöðvamálinu er
stuðlað að enn frekari ágreiningi meðal
þjóðarinnar á þeim tímum þegar okkur er
þó brýnast að standa saman. Þannig hefur
verið tekin ákvörðun um flugstöðvarbygg-
ingu, margfalt stærri en nauðsynleg er fyrir
íslenskt farþegaflug, olíubirgðastöð, flota-
höfn í Helguvík og nú er rætt um radar-
stöðvar á nokkrum stöðum á landinu. Það
>er því greinilega markvisst unnið að því að
flækja ísland enn þéttar í vígbúnaðarnet
stórveldanna. Nú berast Bandaríkjastjórn
bænaskrár ríkisstjórnar íslands um fleiri
herstöðvar og aukin hernaðarumsvif en
áður voru það Bandaríkjamenn sem þurftu
að knýja á um útfærslu hernámsins hér á
landi. Þegar ísland gerðist aðili að NATO
var kvartað yfir því að það væri erfitt að ala
íslendínga upp, eða venj a þá við hersetuna.
Enn hefur það reynst erfitt - en íslenskir
ráðamenn eru nú orðnir svo vel vandir að
þeir bera sjálfir fram kröfurnar um út-
Breytingar verðlags og kauptaxta á árinu 1983 - (vísitölur)
160 +
1504
140
130 +
120 +
110+.
100
þröngt í búi
um þessi áramót
Vlsitala
vöru og þjónustu
/
/    Vísitala
/      kauptaxta
allra launþega
_/
LGott ár - Gróðaár"
Jan.
-í------------s------------s------------s-----------*------------s------------*—*------------s-
—H
Febr.    Mars    Apr.     Maí     Júni    júlí    Ágúst    Sept.    Okt.    Nóv.    Des.
4-
EÍ      -í
5»         3 a
Janúar........................100,0     100,0
Febrúar.......................108,3     100,0
Mars............................116,2     115,7
Apríl............................121,4     115,7
Maí..............................130,8     115,7
Júní.............................140,1     125,1
Júlí..............................148,0     125,1
Ágúst..........................153,6     125,1
September..................156,7     125,1
Október.......................161,5     130,1
Nóvember...................164,9     130,1
Desember...................166,8     130,1
Ársmeðaltal................139,0     119,8
Hækkun 1982-83,%......85,8      49,4
Hækkun frá upphafi
tillokaárs1983,%........77,3      32,7
Hækkun
jan.-des. 1983, %.......66,8      30,1
" Miðað við vísitöluna eins og hún er áætluð í miðjum
mánuði.
Þessi tafla er frá ÞjóShagsstofnun. Hún sýnir hækkanir verðlags og launa á árinu 1983. Þar sést glöggt hvað vantar upp á tekjur launafólks og um leið hver það er sem borgar brúsann í
baráttunni gegn verðbólgunni. Amillilínannaílínuritinueru úrklippur úr Morgunblaðinu og Þjóðviyanum í gær sem sýna kjania málsins: Það er þröngt í búi á heimilunum um
áramótin vegna kaupránsaðgerða stjórnarinnar.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32