Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						Helgin 31. desember - 1. janúar 1984  i ÞJOÐVILJINN - SÍÐA 19

launafólk éitt kosta baráttuna gegn verð-
bólgunni en í öðru lagi hefur markvisst ver-
ið unnið að því að sveigja alla þjóðfé-
lagsgerðina af braut félagshyggju og sam-
hjálpar yfir á aðra braut þar sem fjármagnið
ræður ríkjum. Nokkur dæmi:
Dæmin
1. Ríkisstjórnin hefur lagt fram á Alþingi
skattafrumvarp sem byggist á því að
skattahlutfall fyrirtækja verði lægra en
svokallaður jaðarskattur einstaklinga
þannig að miklu munar. Aldrei áður
hefur fyrirtækjunum verið hlíft með
þessum hætti. Jafnframt er ljóst að
skattabyrðin í heild mun að jafnaði
þyngjast verulega á næsta ári sem hlut-
fall af tekjum ársins 1984.
2. Ríkisstjórnin hefur kynnt frumvarp á
Alþingi sem gerir ráð fyrir því að fé sem
varið er til fjárfestingar í atvinnurekstri
verði frádráttarbært frá skatti - allt að
20.000 kr. hjá einstaklingum en 40.000
kr. hjá hjónum. Hér er vitaskuld verið
að létta skatta á þeim sem hafa miklar
tekjur því varla er við því að búast að
verkamenn eigi afgangs þrenn mánað-
arlaun til þess að leggja í atvinnurekst-
ur.
3. í sama frumvarpi gerir ríkisstjórnin ráð
fyrir því að arður af hlutabréfum verði
skattfrjáls allt að 25.000 kr. fyrir ein-
stakling og 50.000 kr. fyrir hjón. Hér er
enn verið að hygla þeim sem eiga fjár-
muni í verulegum mæli; þá einstaklinga
er ekki að finna meðal launamanna um
þessar mundir.
4. Þá er gerð tillaga um það að hlutafé, allt
að 250.000 kr. fyrir einstakling og
500.000 fyrir hjón, verði undanþegið
eignarskatti.
5. í stjórnarfrumvarpinu er gert ráð fyrir
því að kaup á hlutabréfum geti verið
frádráttarbær frá skatti.
6. f sama frumvarpi og fylgifrumvarpi
þess er gerð tillaga um að laga fyrning-
arhlutföll fyrirtækjunum £ hag frá því
sem verið hefur.
7. Ríkisstjórnin gerir ráð fyrir frjálsri
verðlagningu vöru og þjónustu í stór-
auknum mæli frá 1. febrúar
næstkomandi.
8. Stefna ríkisstjórnarinnar í gjaldskrár-
málum opinberra stofnana virðist vera
sú að notendur eigi að „borga það sem
þjónustan kostar". Af þessum ástæðum
er nú um að ræða stórhækkanir allra
þjónustugjalda ríkis og sveitarfélaga
langt umfram það sem nemur hækkun-
um annarra verðlagsþátta. í grein eftir
Sigurjón Pétursson, borgarráðsmann
Alþýðubandalagsins, sem birtist í Þjóð-
viljanum í dag, er birt yfirlit yfir þessar
hækkanir, en hér verða nefnd nokkur
dæmi um hækkanir opinberrar þjón-
ustu frá 1. 11. 1982 til jafnlengdar á því
ári sem nú er að kveðja:
Landsvirkjun 185.4%
Rafmagnsveitur ríkisins og Rafmagns-
veita Reykjavíkur 140.0%
HitaveitaReykjavíkur 167.9% \
Strætisvagnar Reykjavfkur 112.5%
Sundstaðir Reykjavíkur 141.4%-
143.4%
Á árinu hefur almennt verðlag hækk-
að um 77.3% en laun hafa hækkað um
32.7% samkvæmt tölum frá Þjóðhags-
stofnun dagsettum 28. desember 1983.
Sigurjón Pétursson telur reyndar að í
Reykjavík séu þessir þjónustuþættir
skattlagðir í þágu annarra útgjaldaliða
borgarinnar þannig að borgarstjóri
íhaldsins lætur ekki aðeins borga það
sem þjónustan kostar - hann selur borg-
arbúum og nágrannasveitarfélögunum
þjónustuna með stórfelldu álagi: Með
þessari verðlagsstefnu er auðvitað verið
að draga úr félagslegu eðli þjónustunn-
ar og ekki lengur gert ráð fyrir því að
hér sé um að ræða jöfnunarþátt í lífs-
kjörum borgarbúa né annarra lands-
manna sem opinberrar þjónustu njóta.
Það er hart þegar opinberar stofnanir
vaða fram og heimta margfaldar hækk-
anir á við það sem allir aðrir f á - eins og
Póstur og sími sem getur varið 38%
meira til framkvæmda á næsta ári en
1983 þar sem taxtahækkanir stofnunar-
innar eru langt umfram þarfir hennar.
9. Síðasta og nýjasta dæmið af afrekum
ríkisstjórnarinnar í sömu átt ersjúkling-
askatturinn þar sem gert er ráð fyrir því
að sjúklingar borgi 300-600 kr. á dag í
10 daga sem þeir liggja inni á sjúkra-
húsi. Bent hefur verið á hættuna sem
þessi skattur hefur í för með sér meðal
annars í sjónvarpsþætti þar sem for-
menn stjornarflokkanna kveinkuðu sér
sáran undan gagnrýni stjórnarandstöð-
Engin ríkisstjórn
hefur getað stjórnað landinu
gegn verkalýðshreyfingunni
unnar. Þar var bent á fordæmið þar sem
næst mætti hugsa sér að farið yrði inn á.
þá braut að láta greiða sérstök gjöld í
skólum landsins, aukagjöld á dagvistar-
stofnunum, elliheimilum o.s.frv. -
enda vandséð hvar menn ætla að stöðv-
ast á brautinni ef'notuð eru rök forsætis-
ráðherra sem segir að menn vilji
gjarnan borga! Þá má benda á í þessu
sambandi hættuna á því að þjónustan
verði flokkuð eftir því hvort greitt er
fyrir hana slíkt gjald eða ekki þannig að
þeir fái betri þjónustu sem gjaldið
greiða en hinir sem ekki greiða það.
Ekki er úr vegi að líta á þetta í samhengi
við hugmyndirnar um að bjóða út á-
kveðna þætti félagslegrar þjónustu sem
líkjast óneitanlega uppboðum á fátæk-
lingum fram eftir þessari öld f sveitum
landsins. Þar fékk sá „þjónustuna" við
fátæklinginn sem lægst bauð. Nákvæm-
lega samskonar sjónarmið er að baki
útboðsáformum ríkisstjórnarínnar.
10. í síðasta lagi skal hér bent á hugmynd-
irnar um sölu ríkisfyrirtækja sem eru
sumar fráleitar vegna þess að hér er um
góð og arðsöm fyrirtæki að ræða, og því
skyldi ríkið aðeins reka og eiga þau fyr-
irtæki sem tap er á? Hér er lifandi kom-
'in sú stefna íhaldsflokka að þjóðnýta
tapið en feia einkaaðilum að fara með
þann rekstur sem skilar ágóða. Ég tek
fram að ríkisrekstur á ekki að vera
keppikefli út af fyrir sig - en það er
siðlaust að gefa einkaaðilum almanna-
fyrirtæki, en varla verður það talið ann-
að en gjafverð sem spurst hefur að ríkis-
stjörnin bjóði um þessar mundir.
Þessi 10 dæmi nægja til þess að sýna að
ríkisstjórnin er að framkvæma stefnuskrá
verslunarráðs íslands í smáatriðum - harð-
stjórn peningahyggjunnar er á næstu
grösum ef ekki verður spyrnt við og það
tafarlaust. Staðreyndin er sú að ríkisstjórn-
in hefur fengið í friði að framkvæma stefnu
sína. Launamenn hafa beygt sig undir
kröfuna um að bægja verðbólgunni frá, en
þolinmæði þeirra er á þrotum. Og árásirnar
á þjóðfélagsgerð samhjálpar og samvinnu
benda til þess að nú verði að taka höndum
saman um mikið stærra verkefni en það þó
er að verja kaup og kjör. Hér verður að
tengja saman mikið fleiri þætti í okkar
þjóðfélagi - hér á það enn við sem við höf-
um æði oft nefnt á undanförnum þremur
misserum, sem við undirstrikuðum síðast á
landsfundi okkar, að samstaða gegn harð-
stjórn peningahyggjunnar er dagskrármál
númer eitt, tvö og þrjú.
Skapa þarí nýjan
landsmálagrundvöll
í upphafi var á það minnt hvernig hægri
stefnan dafnar í skjóli sprengjunnar í
fyrstu, en síðan hvernig viðbrögðin svo
breytast þegar friðarhreyfingar eflast og
skilningur vex á samhjálp og samstöðu. Þá
var bent á það hvernig ágreiningurinn Um
utanríkisstefnuna hefur valdið ósætti um ís-
landssöguna, sem aftur veldur því að brýn
nauðsyn er að reynt verði að sameina þjóð-
ina um nýja utanríkisstefnu á forsendum
friðarhreyfingar í stað þeirrar herskáu
utanríkisstefnu sem fylgt hefur verið. Full-
yrt var að yfirgnæfandi meirihluti þjóðar-
innar sé fylgjandi utanríkisstefnu sem
leggur aukna áherslu á friðarvilja og varð-
veislu sjálfstæðis þjóðarinnar. Loks hefur
verið sýnt fram á hvernig núverandi ríkis-
stjórn er að breyta íslenska þjóðfélaginu í
grundvallaratriðum - hvernig nú er horfið
af braut samneyslu og samhjálpar og lögð
áhersla á sérhyggju og gróðastefnu, að
lögmál markaðarins eigi að taka við af
mannúðarsjónarmiðum.
Af þessum þremur meginþáttum dreg ég
þá ályktun að yfirgnæfandi meirihluti ís-
lensku þjóðarinnar eigi samleið um þau
grundvallaratriði sem hér hefur verið lýst:
• Meiri hluti þjóðarinnar er andvígur þeirri
áherslu á hernaðarstefnu sem felst í af-
stöðu núverandi utanríkisráðherra og
kom fram á ráðherrafundi Atlantshafs-
bandalagsins nýlega.
• Meiri hluti þjóðarinnar styður málstað
friðarhreyfinga eins og kom í ljós í friðar-
göngunum á Þorláksmessu sem Mogginn
reynir að gera lítið úr.
• Meiri hluti þjöðarinnar vill leggja aukna
áherslu á varðveislu sjálfstæðis þjóðar-
innar.
• Meiri hluti þjóðarinnar vill aukinn
jöfnuð lífskjara og mannúðarstefnu í
verki en hafnar ógnarvaldi peninga-
hyggjunnar.
• Meiri hluti þjóðarinnar leggur áherslu á
varðveislu lýðræðis og frelsis jafnvel þó
það kosti reglur sem þrengja að fjár-
magni hinna fáu.
Hér er því samstaða um öll þau grund-
vallaratriði sem mestu máli skipta þegar allt '
kemur til alls eins og sakir standa. Alþýðu-
bandalagið tekur undir öll þessi grundvall-
aratriði, en samt eru hér sex þingflokkar.
Brýnasta verkefni komandi mánaða er að
gera fólki úr öllum þessum flokkum fjóst að
það er lífsnauðsyn að brjóta niður múra
vanans, að opna fyrir viðleitni til samstöðu
þjóðlegra félagshyggjuafla. Það má ekki
Íáta gömul viðhorf fortíðar stía þeim í sund-
ur sem saman eiga. Það er lífsnauðsyn fyrir
ísland og íslendinga að eignast nú
stjórnmálaafl sem getur sótt fram til nýrra
tíma þar sem bjartsýhi samstöðunnar hefur
bægt frá svartsýni sérhyggjunnar. Alþýðu-
bandalagið hefur lýst því yfir að það vilji
kosta hér öllu til þess að ná þessari sam-
stöðu. Hvað um aðra? Undanfarna mánuði
höfum við oft kallað á einingu, á samstöðu
gegn alræðisvaldi fjármagnsins. Svörin hafa
ekki látið á sér standa, en þau hafa borist í
samtölum frá manni til manns. Nú þurfa
þau svör að breytast í öfluga lýðhreyfingu
sem ber ávöxt þegar á árinu 1984. Það væri
besta afmælisgjöfin á 40 ára afmæli lýðveld-
isins að slík hreyfing skjóti þegar rótum svo
hún geti á næstu 40 árum íslenska lýðveldis-
ins orðið meginstjórnmálaafl þess. Það þarf
að skapa nýjan landsmálagrundvöll nú eins
og gert var fyrir 60 árum. Efniviðurinn er
til; spurningin er aðeins sú hver ber gæfu til
að vinna verkið. Sá grundvöllur sem lagður
var hefur dugað vel, en hann endist ekki í
100 ár. Hér þarf að vinna nýsköpunarstarf
með opnum huga þar sem þjóðmálasamtök
leggja allt kapp á að skynja og skilja rök-
semdir hvers annars. Það má ekki láta þver-
slár fortíðarinnar loka fyrir gagnvegi skyn-
seminnar.
Verkefnin 1984
Verkefnin 1984 eru augljós: Baráttan
gegn stjórnarstefnunni er efst á blaði ís-
lenskra vinstri manna, félagshyggjufólks og
verkalýðssinna. Verkalýðshreyfingin hlýt-
ur að búa sig til átaka, en reynslan sýnir að
henni er örðugt að varðveita ávinninga sína
nema í bandalagi við sterk stjórnmálasam-
tök. Jafnframt er ljóst að baráttan fyrir
fullri atvinnu verður hörð á næsta ári -
veruleg hætta er á því að stjórnarstefnan
hafi í för með sér það atvinnuleysi sem efna-
hagssérfræðingar ríkisstjórnarinnar telja
nauðsynlegt til þess að halda kaupkröfum
verkalýðsins niðri. Þess vegna verður for-
gangsmál ársins 1984 einnig barátta gegn
atvinnuleysi. Þrátt fyrir erfið skilyrði þjóð-
arbúsins - um það deilir enginn - er augljóst
að stjórnarstefnan er nú meginskaðvaldur-
inn. Kauplækkunin hefur þegar haft í för
með sér samdrátt í atvinnulífinu sem stefnir
á atvinnuleysi. Samdráttur í hagkerfi getur
verið nauðsyn, en það er hættulegt á I
krepputímum að beita samdráttar- og nið-
urskurðaraðferðum eins og núverandi rík-
isstjórn hefur gert.
Ríkisstjórnin ætlar sér að sitja til ársins •
1987 þegar kjörtímabil hennar rennur út;
um það er nú verið að fjalla í stjórnarher-
búðunum. Það er því hætt við að framund-
an sé löng barátta og ströng. En þeim mun
fyrr næst árangur sem við erum samhentari,
þeim mun ríkulegri ávöxt ber starf okkar
sem við erum fleiri saman. Sókn er besta
vörnin. Samstaða er lykilorðið í upphafi
ársins 1984. Nú reynir einnig á hvern og
einn einasta einstakling sem verður senn
sjálfur og óstuddur að gera það upp við sig
hvar hann vill hasla sér völl. Nú dugir ekki
lengur hálfkák og mók; frumkvæðið verður
að vera hjá fólkinu sjálfu. Með samstöðu er
unnt að bera sigurorð af boðberum hernað-
arstefnu og myrkrahöfðingjum peninga-
valdsins.
Með ósk um samstarf og sigurför flyt ég
landsmönnum öllum óskir um farsælt og
árangursríkt baráttuár 1984.


					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32