Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						20 SIÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 31. desember - 1. janúar 1984
í Guatemalaborg sat gömul indí-
ánakerling á steinbekk framan við
forsetahöllina. Það sátu svo sem
margar indíánakerlingar á stein-
bekkjunum í garðinum, en aðeins
hún sat þarna á hverjum degi.
Einsömul, um það bil í miðjum
garðinum, framan við stóru senuna
með lúðurformaða þakinu, sat hún
eilítið hokin. Hún hafði bók í
skauti sér og á bekknum við hlið
hennar lá opin stílabók.
Á sjöunda degi, sem ég gekk
fram hjá, tók ég eftir því, að hún
tuldraði eitthvað með sjálfri sér,
einbeitt á svip.
Hvað hafðist hún að?
Hún var mér ráðgáta allt til þess
dags er mér varð ljóst innihald
ómsins, sem barst frá hátalaranum
á stóru senunni.
La...li...lo...le... Endurtakið nú
eftir mér: La...li...lo...le...
Þetta var lestrarherferðardag-
skrá útvarpsins, sem sú gamla sat
og hlustaði á. Hún hlýddi af athygli
á röddina í útvarpinu og endurtók
með sjálfri sér nákvæmlega allt,
sem henni var sagt að endurtaka.
Hún var sú eina í öllum garðin-
um, sem fylgdist með kennslunni í
útvarpinu.
Það átti sér sum sé stað lestrar-
herferð á Guatemala. Á árunum
1980-1981 gengu svo til stanslausar
lestrarherferðir í allri Latnesku-
Ameríku.
Þetta var draugurinn, sem átti
ættir sínar að rekja til Nicaragua.
En í Nicaragua voru það ekki
neinar kerlingar, sem sátu einar og
yfirgefnar í opinberum görðum,
lærandi af eigin vanmætti leyndar-
dóma stafrófsins.
Hin tvö hundruð þúsund ung-
menni í Nicaragua, sem héldu út á
landsbyggðina til þess er þau köll-
uðu „að sigrast á dreka illsk-
unnar", áttu mest lítið sameigin-
legt með glymjandi útvarpsrödd-
inni í Guatemalaborg.
Lestrarherferð - einungis orðið
var hið sama.
Hafið þið ekki sameiginlega
kennslu einhvers staðar? spurði ég
kellu dag einn, þegar dagskránni
var lokið. Við höfðum þá þegar átt
orð saman nokkrum sinnum, mjög
fá. Ég hafði sagt henni hver ég
væri; blaðamaður frá öðru landi,
og hún hafði sagt mér, að hún væri
að læra sér til um lestur og skrift.
Hún stakk bókunum ofan í tuðr-
una sína, það fór um hana hrollur,
þrátt fyrir hitann í loftinu og hún
vafði sjalinu ögn þéttar um sig.
Það veit ég ekkert, svaraði hún.
Ég kom bara fyrir nokkrum vikum
svo að ég veit ekkert.
Hvers vegna kemurðu þá hing-
að? Og hvaðan?
Það var löng saga.
Hún var komin frá litlum bæ,
skammt frá hinum trúarlega menn-
ingarstað Chichicastenango, sem
nú orðið var meira sölutorg fyrir
erlenda túrhesta en nokkru sinni
trúarlegur menningarstaður. Ég
hafði komið þangað nokkrum sinn-
um og undrast stórbrotið lands-
lagið, staðinn sjálfan, reykelsis-
,kerin á kirkjutröppunum og heilu
rútufarmana af evrópskum ferða-
mönnum sem röltu um kring
innrammaðir í söluvarning á alla
vegu.
Handverk indíánanna í Guate-
mala er fagurt og spennandi. Jafn
villt, stórbrotið og þverstæðukennt
og náttúran allt um kring.
Það var langt í frá að vera skilj-
anlegt, að það skyldi laða að sér
alþjóðlegan ferðamannastraum-
inn. En það hafði að sjálfsögðu
haft í för með sér að nú var hand-
verkið orðið iðnvætt. Og lífið í Chi-
chicastenango varð meir og meir
vegið og metið í dollurum, mörk-
um eða frönkum.

Leyndar
• •
mar
stafrófsins
Hér var það hreint ekki óvana-
legt að rekast á Svía. Dag einn hitti
ég ung hjón frá Gautaborg. Ungi
maðurinn bar kúlupenna um háls-
inn og hélt á útskrifaðri minnis-
blokk í hendinni. Unga konan stóð
álengdar og virti fyrir sér knippi af
flautum gerðum af bambus.
Við rekum verslun í Gautaborg,
sagði konan. Við komum hingað
tvisvar sinnum á ári til þess að
versla.
Það var ekki langt utan við Chi-
chicastenango, þaðan sem hún
kom gamla indíánakerlingin í garð-
inum í Guatemalaborg.
Það var ekki hægt að búa þar
lengur. Herinn kom. Þeir komu að
næturlagi eða í birtingu. Aftur og
aftur. Margir voru drepnir. Margir
hurfu sporlaust. Kennararnir voru
á meðal þeirra. Nú hafa hermenn-
irnir sest að í skólanum. Maðurinn
minn er löngu dáinn. Eini sonurinn
sem ég átti eftir var þvingaður til
þess að flýja. Og hvað átti ég svo
sem að gera alein eftir.... með her-
mennina í skólanum?
í mörg hundruð bæjum höfðu
kennararnir orðið að flýja og
skólarnir voru gerðir að bækistöðv-
um fyrir hermennina. Stjórnin
ákærði kennarana fyrir að hvetja
indíánana og bændurna til upp-
reisnar og fyrir það að starfa með
skærúliðum.
Það var um svipað leyti sem
lestrarherferðin hófst.
Ég vildi svo gjarnan læra að
þekkja bókstafina áður en ég yfir-
gæfi þennan heim, sagði sú gamla.
Eg á ekkert útvarp, svo ég kem
hingað og hlusta. Ef ég get lesið og
skrifað áður en ég dey verður
máski eítthvað öðruvísi....
Skömmu eftir samtal mitt við
gömlu konuna, fór ég ásamt vini
mínum á næturklúbb, sem þekktur
var fyrir sína marimba tónlíst.
Nóttin í Guatemalaborg var
skelfileg.
Aðeins nokkrum kvartélum frá
miðborginni voru göturnar svo til
almyrkvaðar og auðar. Andrúms-
loftið var drungalegt og
ógnvekjandi.
í San Salvador hafði verið lýst
yfir útgöngubanni. Færi maður út
eftir það vissi maður á hverju var
von. í Guatemalaborg hafði ekki
verið lýst yfir formlegu útgöngu-
banni. Engu að síður hafði maður
það á tilfinningunni að svo væri.
Það voru alltof margir vopnaðir
lögreglumenn bæði í einkennis-
búningum og borgaralega klæddir,
sem stóðu á öllum götuhornum og í
skúmaskotum. Þeir beindu vél-
byssunum hálf klaufalega framfyrir
sig, rétt eins og þær væru fram-
lengdur getnaðarlimur. Annað
slagið stigu þeir úr skuggsælum
húsasundum og stilltu sér upp
frammi fyrir manni.
Það var eina slíka nótt, sem við
fórum til að hlýða á marimbatón-
list.
Marimban er víbrafónn gerður
af tré. Það eru til stórar marimbur,
þar sem spilað er á mörg borð í
einu. Á þessum næturklúbbi voru
tvær marimbur, þar sem sjö manns
spiluðu á hver sinn hluta.
Pað var hreint ótrúlegt.
Frásögn afgamalli indíánakonu í
Guatemalaborg - eða varþað elgur?
Fyrir utan okkur var aðeins eitt
par. Þau dönsuðu. Við sátum mest
og hlustuðum. Úti í einu horninu
sátu nokkrar stúlkur auðsýnilega
hluti af þjónustunni, samanhnipr-
aðar í stólum og sváfu. Eigandinn
kom og settist við borðið hjá okk-
ur. Hann barmaði sér yfir hvað við-
skiptin gengju illa. Það komu engir
gestir lengur. Síðastliðin tvö ár
hafði bara verið hálffullt og það
aðeins á laugardögum.
Marimbahópurinn hafði leikið
hér árum saman og var orðinn hluti
af innanstokksmununum. Frábærir
tónlistarmenn, sem unnu engu
heitar en tónlistinni, en nú urðu
þeir að taka aðra vinnu jafnfamt til
þess að geta lifað.
Nú þóttu þeir hafa glatað nokkru
af spilagleðinni.
Aður en klukkan varð eitt, var
tilkynnt um síðasta lagið. Við fór-
um að tygja okkur til brottfarar.
Parið dansaði þétt saman eitt á
stóru dansgólfinu. Augnaráð tón-
listarmannanna var orðið fjarrænt.
Skyndilega var kyrrðin rofin af
háværum röddum og hlátra-
sköllum, sem bárust framan úr
anddyrinu.
Lögregluárás - hugsuðum við.
En það voru engir lögreglumenn
sem gengu í salinn. Það var sex
manna hópur. Eldri maður og
kona. Þrír ungir menn og ung
kona. Einn ungu mannanna var
klæddur í hvít sumarföt og hvíta
skó. Hin voru ekki eins áberandi
en engu að síður flott í tauinu. Full-
orðni maðurinn hafði yfirbragð
heimsborgarans. Hann gekk beint
að hljómsveitinni, talaði við þá
skamma hríð, sneri sér síðan við
með glæsibrag og útskýrði fyrir
fylgdarliði sínu, að hann hefði
greitt hljómsveitinni 100 quetzales
fyrir að leika einn tíma til viðbótar.
100 quetzales eru jafnvirði 100
dollara.
Tónlistarmennirnir réttu úr sér
og við aflýstum brottförinni.
Hinir nýkomnu stigu því næst út
á dansgólfið.
Þau dönsuðu eins og guðir.
Við stóðum á öndinni.
Ungu herrarnir skiptust á að
dansa við ungu konuna og þá eldri.
Fullorðni maðurinn fylgdist
brosandi með þeim. Þetta var hans
veisla. Það var hann sem borgaði.
Eftir skamma hríð bauð hann
okkur að borðinu til sín. við vorum
forvitnir.
Hvers konar fólk var þetta?
Það kom í ljós að ungu mennirn-
ir voru atvinnudansarar. Þéir til-
heyrðu útlenskum danshópi, sem
hafði verið boðið til landsins af
menningarsamtökum, sem báðar
konurnar voru meðlimir í. Full-
orðni maðurinn reyndist vera
móður- eða föðurbróðir ungu kon-
unnar. Hann var vel efnaður. Það
hafði okkur skilist strax. Þegar
hann hóf frásögn sína skildist okk-
ur að hann væri einn hinna ríku í
Guatemala. Af jörðum hans var
flutt út kaffi, baðmull og kjöt-
vörur. Rausnarlegur bauð hann
okkur að heimsækja sig og „búa
svo lengi sem þið viljið á hvaða
búgarði, sem þið hefðuð áhuga á...
sumir þeirra eru reglulega fal-
legir".
Ríkur og fjarlægur. En einnig
víðlesinn og víðreistur. Hann hafði
meira að segja komið til Svíþjóðar.
Þegar fyrsti klukkutíminn var
liðinn, borgaði hann fyrir einn til
viðbótar.
Dansinn hafði tekið á sig mynd
einhvers konar trúarathafnar þar
sem unga konan var miðpunktur-
inn. Fullorðna konan var farin að
lýjast, tyllti sér hjá okkur og hlýddi
á umræðurnar.
Gestgjafinn okkar vildi mjög
gjarnan ræða listir og bókmenntir,
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32