Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						Helgin 31. desember - 1. janúar 1984   ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 21
einnig evrópskar. Hann þekkti til
Pár Lagerquist og Selmu Lagerlöf
og krafði mig sagna um aðra merka
rithöfunda sænska.
Upplýstur og aðlaðandi var
hann, gestgjafinn okkar.
Þegar annar klukkutíminn var
liðinn, vildi hann borga fyrir þann
þriðja, en þá sögðu marimba-
leikararnir ekki meir. Þeir höfðu
leikið sofandi síðasta hálftímann
Og þegar hann hækkaði tilboðið
um helming eftir að hafa fengið
hvatningu frá sinni ungu og fögru
bróður- eða móðursystur, stundu
þeir mæðulega og hurfu á brott.
Okkar nýorðni félagsskapur
hafði þrátt fyrir það aungva löngun
til þess að hætta leik er hæst hann
bar.
í stórum hvítum Chevrolet bar
okkur gegnum eyðilegar götur Gu-
atemalaborgar að húsi konunnar.
Við fundum það þegar í bílnum,
að við hefðum betur hvergi farið.
Hvers konar fólk var þetta eigin-
lega?
Húsið var stórt og umgirt háum
múr. Vopnaðir verðir jafnt utan
dyra sem innan. Hátt geltið í
tveimur Scháferhundum varð að
ámátlegu væli, þegar hún, sem hér
réði húsum, tók að gæla við þá.
Þetta var fallegt hús og ríkmann-
lega búið húsgögnum.
Dansinn hélt nú áfram við tón-
ana frá stereo-hljómtækjum. Það
var slokknað á einum útlensku
dansaranna. Hinir tveir slógust af
enn meiri örvæntingu en áður um
hylli húsráðanda. Andlit beggja
voru útötuð varalit. í augum þeirra
brann vitfirringin. Hún lék sér að
þeim eins og hún best kunni.
Fullorðna konan hafði dregið sig
í hlé og ég sat og ræddi við föður-
bróðurinn eða móðurbróðurinn,
eða hvað hann nú var.
Hann hafði heillaður byrjað að
tala um handverk Samanna, sem
hann hafði séð í Svíþjóð. Þegar ég,
sem eðlilega samlíkingu, minntist á
handverk indíánanna í Guatemala,
kinkaði hann kolli íhugull og setti
hljóðan skamma stund...
Það virtist sem hann velti því
fyrir sér, hvort ske kynni, að það
fyndist eitthvert mynstur, sem væri
líkt hvort öðru í þesum tveimur
gerðum handverksins, sem áttu sér
svo langa hefð.
Gáfuleg athugasemd útfrá
mannfræðilegum forsendum hefði
ekki verið ólík honum.
Hmm, hann gretti sig. Hmm..
En þú veist líklega, að við eigum í
vandræðum með indíánana hérna.
Hann hló stuttaralega.
Kannski getur maður h'kt því við
vandamál ykkar með elginn...
Ég hef heyrt, að elgstofninn hafi
vaxið svo ört í Svíþjóð, að þið
neyðist til þess að auka kvótann á
skotfærum yfir veiðítímann. Er
það ekki rétt? Þetta er svolítið það
sama með indíánana hérna, skil-
Urðu. Já, á annan hátt, þú skilur....
Það er vandamál...
Hvað síðar gerðist man ég óljóst.
Nema við flúðum.
í fjarrænu bliki gestgjafans okk-
ar sat gamall elgur dag hvern, í
garðinum framan við forsetahöll-
ina í Guatemalaborg og reyndi að
læra að lesa...
Þýtt: Björk Gísladóttir
(Þessi saga er úr bókinni „Gryn-
ing" eftir sænska blaðamanninn
Lars Palmgren, en hann hefur um
árabil unnið sem slíkur á vegum
sænska tímaritsins ETC í löndum
Mið-Ameríku. Bókin fjallar um á-
standið í þeim löndum og þá þró-
un, sem þar er að gerast í baráttu
alþýðunnarfyrir betra lífi. Gryning
er sænska orðið yfir dagrenningu,
en í Mið-Ameríku er Nicaragua,
nefnd dagrenning, dagrenningin
sem boðar betri tíma.)
Gamlárskvöld í Reykjavík á árum áður:
Óeirðir og íkveikjur
Héráöurfyrráárumvargaml-
árskvöld eitt helsta ólátakvöld
ársins og notuðu margir það til
að gera upp sakir við sjálfan
sig, lögreglu og allt milli himins
og jarðar. Varstundum bók-
staflega hættulegt að vera á
ferli í miðbæ Reykjavíkur af
þessum orsökum. Lengi eimdi
eftir af þessari venju en þegar
fór að tíðkast að hafa brennur
víðs vegar um bæinn á þessu
kvöldi fór mannfjöldinn að
dreifast meira en áður og enn-
fremur mun sjónvarpið halda
mörgum inni nú sem áðurfóru
út. Segja má því að óeirðir á
gamlárskvöld heyri sögunni til.
Hér verða rifjaðir upp nokkrir
atburðir f rá gamlárskvöldi f rá
því fyrr á öldinni.
Gamlárskvöld 1931 var eitt af
þeim allra verstu hér í Reykjavík
enda voru þá viðsjár vegna
atvinnuleysis og ólga í mörgum.
Fóru óspektarflokkar um bæinn og
voru margir íklæddir vinnugöllum
og höfðu á orði að í kvöld mundu
þeir gera upp sakir sínar við
lögregluna. Þá var ráðist
unnvörpum á bifreiðar hvar sem
þær sáust í miðbænum. Kl. 23 um
kvöldið var ráðist á bifreið á gatna-
mótum Vonarstrætis og Tjarnar-
götu og brotnar í hennirúðurnar.í
bifreiðinni voru hjón með börn sín
á heimleið. Lögreglan kom á vett-
vang og var þá ráðist á hana með
grjótkasti og barsmíðum. Þessi
átök urðu upphafið að stórkost-
legum bardaga þarna á gatna-
mótunum milli lögreglu og geysi-
fjölmenns óeirðalýðs sem endaði
með handtökum og nokkrum
meiðingum. Leiddi þettatil saká-
málaferla við lögregíuna sem lykt-
aði með því að nokkrir óspekta-
menn voru dæmdir fyrir árás á
lögregluna, ljúgvitni og falskar
sakargiftir.
Nýárs-
tónleikar
í Akur-
eyrarkirkju
Sinfóníuhljómsveit Tónlistar-
skólans á Akureyri, Strengjasveit
yngri nemenda við skólann og
kammersveit skólans koma fram á
Nýárstónleikum Tónlistarskólans á
Akureyri sem haldnir verða í Akur-
eyrarkirkju á nýársdag. Hefjast
tónleikarnir kl. 17.30.
Á efnisskránni verða eftirtalin
verk: Simple Simphony eftir Benj-
amin Britten, Party Peace eftir
Richard Rodney Bennet, einl. á pí-
anó Arnhildur Valgarðsdóttir,
Stúlkan frá Arles, Svíta eftir Ge-
orges Bizet, Jólakonsert eftir Cor-
elli, einl. á fiðlu Halldóra Arnar-
dóttir og Ólöf Stefánsdóttir, Klass-
ískur forleikur eftir Clare Grund-
man, Svíta eftir Dubois, þá leikur
stengjasveit yngri nemenda lög frá
ýmsum tímum svo og jólalög.
Stjórnendur vérða: Anna
Rögnvaldsdóttir, Magna Guð-
mundsdóttir, Michael J. Clárke,
Oliver Kentish og Roar Kvam.
Aðgangseyrir rennur óskiptur til
styrktar Ingva Steini Ólafssyni.
Gamlárskvöld 1936 var einnig
mjög ókyrrt. Greip þá um sig í-
kveikjuæði og voru eldar kveiktir
víðs vegar um bæinn og allt sem
hendi var næst til að kveikja í.
Voru kveiktir margir eldar í mið-
bænum, sem voru jafnóðum
slökktir af lögreglunni. Þegar lög-
reglan var að slökkva einn slíkan
eld og handtaka brennuvarganna,
sem að honum stóðu, var hastar-
lega á hana ráðist. Var hellt bensíni
á lögregluþjóna og einum þeirra,
Haraldi Jóhannessyni, var veitt til-
ræði með eggvopni og föt hans
skorin í gegn þvert yfir bakið og
niður á læri. Lögreglan tók þetta
kvöld fjölda unglinga úr umferð.
Gamlárskvöld 1937 var kveikt
allmikið bál í kössum í Veltusundi
3, portirtu hjá verslun Magnúsar
Benjamíns'sonar og einnig í Vallar-
stræti fast við portið hjá Hótel ís-
land. Slökkviliðið var kvatt á vett-
vang og rétt tókst að slökkva eldinn
áður en hann læsti sig í nærliggj-
andi hús.
Á gamlárskvöld 1917 lenti stór
sprengja á steinhúsinu Norðurstíg
3, sprakk á miðjum vegg hússins og
var sprengingin svo mikil að 30
rúður sprungu af 32 sem voru götu-
megin í húsinu en fólk og húsmunir
köstuðust til og næstu hús léku á
reiðiskjálfi.
Árið 1924 var kastað sprengju
inn um glugga á íbúðarhúsi í
Bankastræti og kveikt í húsinu en
eldurinn var slökktur áður en hann
magnaðist. Sama kvöld fékk mað-
ur sprengju í kinnina með þeim af-
leiðingum að hann missti sjón á
öðru auga. Þá var kveikt í fötum
stúlku í Bankastræti og urðu fötin
alelda en eldurinn var þó slökktur
áður en hún brenndist til skaða.
Á gamlárskvöld 1926 tóku
hundrað manna þátt í þeim ærslum
að bera bíl, ásamt bílstjóranum, úr
Veltusundi niður á Hafnarbakka
og stóð bíllinn fastur á pönnunni en
bæði framhjólin stóðu fram af upp-
fyllingunni þegar lögreglan kom á
vettvang.
Venjulega voru það unglingar
sem komu þessum ólátum af stað
með því að hefja óp og óhljóð.
Renndu síðan fullorðnir á hljóðið
til að vita hvað um væri að vera og
oft fór svo að allt endaði í allsherj-
arslagsmálum. Lögreglan greip til
þess ráðs að fjarlægja verstu
óeirðaseggina og elti síðan allur
lýðurinn niður á lögreglustöð í
Pósthússtræti. Þar var síðan nánast
umsáturástand og oft brotnar
rúður í lögreglustöðinni en lögregl-
an gerði öðru hverju úthlaup til að
handtaka menn.
Þetta tíðkaðist enn nokkuð á ár-
unum milli 1950 og 1960 þó að
mjög væri farið að draga úr. Þeim
Lögreglan átti ekki sjö dagana sæla
á gamlaárskvöld á árum fyrr. Hér
er Kristján Jónasson, lögreglu-
þjónn nr. 6, og er myndin tekin
árið 1931 en það ár varð stórkost-
legur bardagi milli lögreglu og ó-
spektalýðs á gamlaárskvöld.
Ljósm.: Skafti Guðjónsson.
sem þetta ritar er það minnisstætt
sem barn og unglingur hvað honum
fannst þetta spennandi.
-GFr

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32