Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						Helgin 31. desember - 1. janúar 1984   ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 23
ipróttir
Umsjón:
Árið 1983 er liðiö. Það hafa
skipst á skin og skúrir í ísiensku
íþróttalífi síðustu tólf mánuðina
eins og gengur og gerist en
óhætt er að fullyrða að það hafi
verið með líf legra móti. Við ætl-
um að líta á það helsta sem gerst
hefur, ekki í aimanaksformi eins
og tíðkast hefur, heldur verður
hver íþróttagrein tekin útaf fyrir
sig.
Knattspyrna
Akranes er lið ársins 1983, á því er ekki
nokkur vafi. Skagastrákarnir unnu bæði
deild og bikar og kórónuðu síðan allt saman
með frábærum árangri í Evrópukeppni
bikarhafa þar sem þeir töpuðu aðeins 2:3
samanlagt gegn handhöfum Evrópubikars-
ins, Aberdeen. Árangur Víkinga og Eyja-
manna í Evrópumótunum var einnig góður
og heildarframmistaða íslensku liðanna á
þeim vettvangi hlýtur að teljast sú besta
sem náðst hefur.
Ekki eru menn jafn ánægðir með lands-
liðið. Sigrar unnust gegn Möltu og Fær-
eyjum en leikirnir við Spánverja, Svía,
Hollendinga og íra töpuðust allir. Sjaldan
hefur verið búst við meiru af íslensku lands-
liði og vonbrigðin því mikil.
Ásgeir Sigurvinsson og Atli Eðvaldsson
stóðu fremstir atvinnumanna okkar á þessu
ári. Ásgeir er talinn einhver besti leikmað-
ur í vestur-þýsku knattspyrnunni og Stutt-
gart trónir þar á toppnum og Atli varð í
fyrravor annar markhæsti leikmaður Bund-
esligunnar.
A heimaslóðum setti Eyjamálið mikinn
svip á lok íslandsmótsins, ÍBV notaði ólög-
legan mann í síðasta leik og féll fyrir vikið
ásamt ÍBÍ. Fram og KA taka sæti þeirra í 1.
deild. Breiðablik sigraði tvöfalt í kvenna-
flokki þriðja árið í röð en hafði ekki eins
mikla yfirburði og oft áður. Kvennalands-
liðið tapaði öllum fjórum leikjum sínum í
Evrópukeppninni.
Handknattleikur
Víkingar urðu íslands- og bikarmeistarar
í karlaflokki rétt eina ferðina en á yfirstand-
Víðir
Sígurðsson
Ásgeir Sigurvinsson
hefurleikiðmjög
vel með Stuttgart í
vetur.
Einar Vilhjálmsson skipaði sér í röð fremstu spjótkastara heims á árinu 1983.
íþróttaannáll 1983
andi móti virðist fátt geta komið í veg fyrir
sigur FH. Valur varð íslandsmeistari
kvenna en ÍR bikarmeistari. Landsliðið
hafnaði í 7. sæti í B-keppninni í Hollandi og
var óheppið að komast ekki í efri hlutann
þar eftir góðan sigur á Sviss. Liðið vann
fimm leiki af sex í Norðurlandaferð en hef-
ur samt ekki verið sannfærandi á árinu.
Kvennalandsliðið var hins vegar á uppleið
og náði ágætum árangri.
Víkingar voru slegnir útúr 1. umferð í
Evrópukeppni af norska líðinu Kolbotn en
FH og Kr eru komin í 8-liða úrslit eftir
yfirburðasigur gegn Maccabi frá ísrael og
Berchem frá Luxemburg. Kristján Arason
ber höfuð og herðar yfir handknattleiks-
menn í slakri 1. deild hér heima en Sigurður
Sveinsson og sérstaklega Alferð Gíslason
gera það gott í V.-Þýskalandi. Þar hefur
Jóhann Ingi Gunnarsson einnig náð frábær-
um árangri sem þjálfari Kiel.
Körfuknattleikur
Valsmenn reyndust sterkastir í fyrravor,
unnu úrvalsdeildina eftir harða baráttu við
nýliða Keflavíkur og sigruðu ÍR í úrslitaleik
bikarkeppninnar. Ayfirstandandi keppnis-
tímabili er keppnin afar jöfn, KR og
Haukar hafa komið mjög á óvart en Valur
og Keflavík hafa mjög svo slakað á. KR
hafði yfirburði í kvennaflokki og varð ís-
landsmeistari en nú í vetur stendur baráttan
þar milli ÍR og ÍS. Útlendingar voru útilok-
aðir frá keppni hér á landi áður en keppni
hófst í vetur.
Landsliðið var lítið á ferðinni, vann Dani
tvívegis í þremur leikjum hér heima og náði
síðán þriðja sæti á Polar Cup.
Frjálsar fþróttir
Afrek Einars Vilhjálmssonar, spjótkast-
ara, er það mesta á íþróttasviðinu hérlendis
árið 1983. í keppni Norðurlandanna og
Bandaríkjanna þeytti hann spjótinu 90.66
metra, glæsilegt Islandsmet og Einar er
kominn í hóp bestu kastara í heimi.
ísland vann Kalott-keppnina, ekki síst
vegna frábærrar frammistöðu þekkts
Eyfirðings, Kristjáns Hreinssonar, sem
stökk 2.11 m í hástökki og bætti 18 áfa
gamalt met Jóns Þ. Ólafssonar. Bryndís
Hólm bætti langstökksmet kvenna í sífellu
og var komin í 6.17 m í haust. Þórdís Gísla-
dóttir náði góðum árangri í hástökki, Sig-
urður T. Sigurðarson í stangarstökki, Jón
Oddsson og Kristján Harðarson í lang-
stökki og þá náði Sigurður Matthíasson
öðrum besta árangri í heimi í hástökki án
atrennu.
Badminton
Landsliðið náði besta árangri á EM frá
upphafi, hafnaði í 7. sæti B-keppninnar í
Sviss. TBR stóð sig einnig vel og varð í 5.-7.
sæti í Evrópukeppni félagsliða í París. TBR
hefur áfram yfirburði hér heima, Kristín
Magnúsdóttir og Broddi Kristjánsson sóp-
uðu að sér íslandsmeistaratitlum, en frá-
bært unglingastarf gæti skilað sér á Akra-
nesi innan fárra ára.
Fimleikar
Kristín Gísladóttir varð íslandsmeistari í
kvennaflokki og Jónas Tryggvason í karla-
flokki. Kristín stóð sig vel á Norðurlanda-
mótinu í Noregi og tók fyrst íslenskra
kvenna þátt í Ev.ópumeistaramótinu sem
haldið var í Gautaborg. Gerpla er áfram
sterkust í kvennagreinunum, Armenningar
í karlagreinum.
Sund
HSK varð bikarmeistari, og þar léku
Tryggvi Helgason og Bryndís Ólafsdóttir
stærstu hlutyerkin. Tryggvi hafði áður
hlotið 7 gull á íslandsmótinu og Bryndís er
eitthvert mesta efni sem fram hefur komið
hér á landi. Eðvarð Þ. Eðvarðsson fékk
silfur og brons á Norðurlandamóti ung-
linga, Ragnheiður Runólfsdóttir, Guðrún
Fema Ágústsdóttir og Ingi Þór Jónsson
voru í metaham á árinu og hinn kornungi
Ragnar Guðmundsson gerir það gott í Dan-
mörku. Mikil gróska í sundíþróttinni í
heild.
Blak
Þróttur vann tvöfalt í karla og kvenna-
flokki en í ár virðist margt geta breyst. HK
hefur skapað nýja vídd í karlaflokki og
berst um meistaratitilinn við Þrótt og Völs-
ungur, ÍS og Breiðablik eru í sérflokki hjá
kvenfólkinu. Gunnar Árnason náði ein-
stökum árangri, lék á árinu sinn 215. leik í
röð fyrir Þrótt.
Borðtennis
Tómas Guðjónsson og Ragnhildur Sigurð-
ardóttir urðu íslandsmeistarar. Landsliðið
varð í 57. sæti af 60 þjóðum á HM í Tokyo
og er það nokkru lakara en áður hefur
náðst.
Lyftingar
ísland náði öðru sæti í Norðurlandamóti í
ólympískum lyftingum í fyrsta skipti. Jón
Páll Sigmarsson fékk silfur á Evrópumótinu
í kraftlyftingum, setti Evrópumet í rétt-
stöðulyftu og varð Norðurlandameistari
ásamt Torfa Ólafssyni.
Golf
íslandsmeistarar urðu Gylfi Kristinsson
og Ásgerður Sverrisdóttir. Landsliðunum,
karla og kvenna, gekk illa á Evrópumótun-
um, karlarnír næstneðstir í París og konurn-
ar neðstar í Brússel. Sveit GR náði þó 10.-
11. sæti í Evrópukeppni félagsliða á Spáni.
Júdó
Bjarni Friðriksson var áfram í farar-
broddi, fékk gullverðlaun á opna sænska
meistaramótinu og varð síðan þriðji á opna
skandinavíska mótinu í Finnlandi. Arnar
Marteinsson hlaut gullverðlaun á Norður-
landamóti unglinga í Finnlandi.
Skíði
ísfirðingar fengu flest gull á Skíðamóti
íslands. A unglingameistaramótinu voru
Akureyringar sem fyrr bestir í alpagreinum
en Ólafsfirðingar í norrænum greinum.
Fyrsta     alþjóðlega     skíðagangan,
Lava-Loppet, var haldin hér á landi.
Fatlaðir
Erlend samskipti aukast sífellt. 25 fóru á
barna- og unglingamót í Noregi, sex á NM
fatlaðra í Svíþjóð og tveir á heimsleika
mænuskaðaðra í Englandi. Fimm silfur og 4
brons unnust í Svíþjóð og Baldur Guðna-
son fékk tvö silfur í Englandi.
Þá er aðeins ógetið um þrjár greinar sem
stundaðar eru innan ÍSÍ, glímu, skotfimi og
siglingar. Giíman er í mikiili lægð og þarf
átak til að hún deyi ekki út. Jón Unndórs-
son var valinn glímumaður ársins, Jóhann-
es Ævarsson siglingamaður ársins og Carl J.
Eiríksson skotmaður ársins af íþróttablað-
inu.                                ¦  ¦
Gleðilegt nýár
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32