Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						MÚÐVIUINN
Helgin 31. desember - 1. janúarl984
Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tima er hægt aö ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum simum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 -12 er hægt að ná í algreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöid.	Aðalsími 81333	Kvöldsími 81348	Helgarsími 81663
Yfir 100 Sóknarkonur fá uppsagnarbréf:
Byrjað á störfum lítilmagnans
segir A ðalheiður Bjarnfreðsdóttir
„Það er þetta venjulega, -
það á að spara og þá er byrjað á
lítilmagnanum", sagði Aðal-
heiður Bjarnfreðsdóttir, for-
maður Sóknar í gær þegar
Þjóðviljinn leitaði álits hennar á
því að í gær var 100 Sóknarkon-
um sem vinna á sjúkrahúsunum
fyrirvaralaust sent uppsagn-
arbréf. „Ég hef alla tíð verið
andsnúin því sjónarmiði að
byrja að fækka lægst launaða
fólkinu. Það er hægt að sýna
fram á tölulegan sparnað með
því, en mér hafa aldrei verið
sýndar tölur um hvað aukið er
við þegar kemur upp í topp-
ana."
Aðalheiður sagðist afneita alveg
þessu „samráði" sem talað væri
um. „Það var einfaldlega hringt í
mig og mér tilkynnt að þetta ætti að
ske. Eg hélt fram þeim rétti sem við
höfum um 3ja mánaða aðlögunar-
tíma, enda gat ég lítið annað gert,
því verkafólk er ekki betur vernd-
að. En aðkallaþettasamráð,-það
er einhver annar skilningur sem ég
legg í það orð".
Aðalheiður sagði að út af fyrir
sig væri enginn á móti nýju vinnu-
fyrirkomulagi og nýjum tækjum,
svo framarlega sem aukið álag,
rýrnandi kjör og atvinnumissir
fylgdi ekki í kjölfarið. Hún sagðist
hafa fengið þær upplýsingar að
-öllum yrði boðið upp á endurráðn-
ingu og vinna ekki minnkuð við
konurnar.
„Þetta nýja fyrirkomulag er í og
með til að spara vinnukraft með því
að láta þrífa sjaldnar. Það verður
bara að koma í ljós hvernig fólki
líkar það, sagði hún.
„Ég tel að ræstingakonur hafi
ekki dregið af sér og þær hafi haft
nóg að starfa. Ég hef því sagt við
þær að ef nú á að fara að bæta á þær
framyfir það sem þeim finnst sæmi-
legt, þá eiga þær að mæta því með
því að skilja það eftir".
Á Grensásdeild Borgarspítalans
var skipt yfir á nýja kerfið í sept-
ember. Aðalheiður sagði að eðli-
lega hefði verið mikill kvíði og óá-
nægja á vissu tímabili, en síðan
hefðu menn verið að þreifa sig
áfram með breytingar og eftir að
endanlega var búið að ganga frá
nýja kerfinu, hefði skrifstofu Sókn-
ar ekki borist kvartanir.
-ÁI
Við erum bara að
gera endurbætur
segir framkvœmdastjórinn
Sóknarkonumar voru við störf sín í gær. Þeim var afhent uppsagnarbréf. Yfirvðldin halda áfram að
„hagræða" á kostnað hinna lægstlaunuðu. Uppsagnarbréfið er innfellt á myndina.
„Ég sé ekki að þetta sé neitt frétt-
aefni. Við erum bara að gera
endurbætur á kerfinu frá 1968, það
er ekki gert ráð fyrir að neinn láti af
störfum vegna þessa, heldur eru
uppsagnirnar bara út af samn-
ingsákvæðum", sagði Haukur Ben-
ediktsson framkvæmdastjóri Borg-
arspítalans, en öllum ræstingakon-
um á sjúkradeildunum í Fossvogi
var sagt upp með bréfi 28, desem-
l>er.
„Þetta er þríþætt breyting",
sagði Haukur. „í fyrsta lagi
miniikun á ræstingu, í öðru lagi
skipulag á vinnunni, þ.e. hvað á að
gera, hvernig og hvenær og í þriðja
lagi betri tækjabúnaður. Nýja kerf-
ið var strax sett á í B-álmunni þegar
hún var opnuð og á Grensás-
deildinni í september. Það hefur
gefið ágæta raun, sumir kunna bet-
ur við að vinna skipulega."
- En er hér ekki byrjað á öfugum
enda? Og hver er sparnaðurinn?
Haukur sagði að í þessum rekstri
væri einfaldast að byrja á störfum
sem ekki snertu sjúklingana beint.
Helst væri leitað að þeim sviðum
'þar sem sparnað væri að hafa og
breytingin á Grensásdeildinni
sparaði yfir 20% í ræstingunni eða
40-50 þúsund á mánuði.
í haust var gagnrýnt í borgar-
stjórn að ekki hafði verið tekin
formleg ákvörðun um þessar
breytingar í stjórn Sjúkrastofnana,
en Haukur sagðist ekki þurfa
neinar heimildir til að beita hag-
ræðingu. Ætlunin væri að fara næst
í aðra rekstrarþætti spítalans, e'n
eftir að þyrlað hefði verið upp
fjaðrafoki vegna þessa í blöðunum
hefði hann talið rétt að leggja mál-
ið fyrir stjórnina 23. desember s.l.
Þar var í bókun lögð áhersla á sam-
vinnu við trúnaðarmenn og stétt-
arfélag, (sem er Sókn), vegna fyrir-
hugaðra breytinga.
- En ef minnka á ræstingu, þýðir
það þá ekki færra fólk í vinnu?
„Jú, til þess er leikurinn gerður,
en það verður engum sagt upp
störfum. Fólk segir upp af sjálfs-
dáðum, t.d. sögðu 25 Sóknarkonur
upp af sjálfsdáðum frá áramótum
fram í október. Svo verður 5ta
hæðin í B-álmunni væntanlega
tekin í notkun fljótlega og þá vant-
ar fólk þar til starfa. Þannig gengur
þetta upp", sagði Haukur Bene-
diktsson.
-ÁI
Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ um nýtt ár:
Við verðum að vera vel á verði
„Arið 1983 er eitt það erfiðasta
sem við höfum lengi horft á bak.
Kaupmátturinn hefur fallið um
fjórðung. Atvinnuleysi hefur tvö-
faldast frá fyrri ári og horfurnar í
því efni eru tvímælalaust verri á
iiýju ári. Til viðbótar því að
stjórnvöld stefna að áframhaldandi
kjaraskerðingu á nýju ári hafa þau
ákveðið að hækka beina skatta sem
svarar hálfu öðru prósenti af tekj-
um manna.
Atvinnurekendur og ríkisstjórn
virðast einnig á einu máli um að nú
sé rétti tíminn til að skerða félags-
leg réttindi. Það stefnir því margt
til öfugrar áttar við þessi áramót og
fólk verður að vera vel á verði.
Verkalýðshreyfingin þarf að
standa vörð um það sem áunnist
hefur á félagslegum vettvangi
undanfarna áratugi. Hvernig sem
að samningum verður staðið á
næsta ári t-r það frumskilyrði að
því fólki, sem við lökust kjör býr,
verði tryggðar sérstakar hækkan-
ir".
Þetta sagði Ásmundur Stefáns-
son, forseti Alþýðusambands Is-
lands í gær í tilefni áramóta.
„Atvinnuástandið hefur á þessu
ári verið verra en undanfarin ár.
Atvinnuleysi tvöfalt meiraen 1982,
sem jafngildir því að 1300 til 1500
manns hafa verið atvinnulausir, ef
við jöfnum því niður á árið.
Horfurnar eru tvímælalaust verri
í þessu efni á næsta ári. Við sjáum
ástandið, serstaklega í fiskiðnaðin-
um núma vegna minnkandi þor-
skafla. Þá eru áhrif tekjusamdrátt-
arins farin að koma fram víðar. At-
vinnuöryggi fer því minnkandi í
flestum greinum.
Það er stóra atriðið varðandi
árið 1984 hvernig við getum mætt
þeim vanda, en eins og í efna-
hagsmálunum yfirleitt þá er þar
engin ein og einföld lausn til. Það
þarf að skipuleggja veiðar og
vinnslu og tryggja að aflinn nýtist
sem best og gæði hans séu sem
mest. Það þarf að auka fullvinnslu
þannig að fiskveiðarnar skili verð-
mætum og tryggi vinnu. En það
þarf jafnframt að hefja sókn á
öllum öðrum sviðum atvinnulífsins
ef takast á að tryggja fulla atvinnu í
landinu."
„Nú er lágmarkstrygging 10.961
krónur og þeir sem lifa á lífeyri al-
mannatrygginga og búa einir hafa
8.311 krónurámánuði. Þaðerljóst
að það fólk sem raunverulega býr
við þessar tekjur, það býr við
hreina neyð. Það var niðurstaða
verkalýðshreyfingarinnar að þessu
fólki yrði að veita úrlausn strax og
því buðum við upp á bráðabirgða-
samning þar sem lægstu tekjur
hækkuðu sérstaklega, meðan væri
verið að semja um aðra þætti. Því
var algerlega hafnað af atvinnurek-
endum.
Hvernig sem að samningum
verður staðið á nýju ári er það
frumskilyrði að því fólki sem við
lókust kjörin býr, verði tryggðar
sérstakar hækkanir. Það á bæði við
um beinar kauphækkanir og um
aukna félagslega fyrirgreiðslu".
Félagsleg réttindi
á söluskrá?
„Það er eins með ríkisstjórnina
og atvinnurekendur að báðir virð-
ast á þeirri skoðun að nú sé einnig
tími til að skerða félagslega þjón-
ustu. Atvinnurekendur bjóða upp
á sölumennsku með félagsleg rétt-
indi og slík sölumennska, t.a.m.
með greiðslur í veikindaforföllum
er hörðust aðför að þeim sem
lökust kjörin hafa.
Það hefur verið grundvallaratr-
iði í okkar þjóðfélagi að hér byggi
fólk við sæmilegt öryggi. Hug-
myndir stjórnvalda um að láta fólk
greiða kostnað við sjúkrahúslegu
eru alvarlegt hættumerki. Hingað
til hefur það verið stolt okkar að á
íslandi gæti fólk orðið veikt og far-
ið á sjúkrahús og fengið þar
náuðsynlega þjónustu án þess tillits
til efnahags eða aðstæðna almennt.
Það stefnir því margt til öfugrar
áttar og fólk verður að vera vel á
verði. Verkalýðshreyfingin þarf á
árinu 1984 að standa vörð um þau
félagslegu réttindi sem áunnist
hafa á okkar vettvangi". Við þessar
aðstæður er ljóst að samningavið-
ræður verða erfiðar og geta orðið
tímafrekar. Það er nauðsynlegt að
launafólk almennt fylgi málum
eftir með öllum tiltækum ráðum og
árangur samningaviðræðna er háð-
ur því að atvinnurekendum verði
gert ljóst að fólk sættir sig ekki við
ríkjandi ástand".
-ÁI
Happdrœtti Þjóðviljans
Vinningsnúmerin
Þa birtum við loksins vinningsnúmerin í Happdrætti Þjóðviljans.
Bifreiðin Datsun Micra að verðmæti 245.000 krónur kom á miða nr.
10610. Vörur frá Sjónvarpsbúðinni að eigin vali fyrir 20.000 kr. komu
ámiðanr. 17931 og 3111.
Þjóðviljinn þakkar öllum þeim sem keyptu miða í happdrættinu og
styrktu með því rekstur blaðsins. Einnig er öllum þeim fjölmörgu sem
unnu við dreifingu og innheimtu miðanna þökkuð frábær störf.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32