Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN  Föstudagur 2. mars 1984
Wff////i'/////.'/.
Málgagn sósíalisma, verkalýðs-
hreyfingar og þjóðfrelsis
Útgofandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson,
Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson.
Auglýsingastjóri: Sigriður H. Sigurbjörnsdóttir.
Afgrelðslustjórl: Baldur Jónasson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Blaðamenn: Auður Styrkársdottir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúðvík Geirsson,
Magnús H. Gíslason, Ólafur Gislason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson,
Valþór Hlöðversson.
iþróttafróttaritarl: Víðir Sigurðsson.
Útlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Þröstur Haraldsson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Magnús Bergmann.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar.
Auglýslngar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson.
Sfmavarsla: Sigrlður Kristjánsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir.
Húsmóðir: Bergljót Guöjónsdóttir.
Bflstjóri: Ólof Sigurðardóttir.
Innhoimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir.
Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar:
Sfðumúla 6, Reykjavík, sími 8Í333.         t
Umbrot og setning: Prent.
Prentun: Blaðaprent hf.
Geirsklíkan
œtlar að sparka
Albert
í viðtali Þorsteins Pálssonar viö ríkisútvarpið í fyrra-
kvöld og leiðara Morgunblaðsins í gær kemur skýrt
fram að Geirsklíkan í Sjálfstæðisflokknum hefur
ákveðið að sparka Albert Guðmundssyni úr ríkis-
stjórninni. Slíkur er fjandskapur þessara afla í garð
verkafólks að það skal kosta Albert Guðmundsson ráð-
herrastólinn að hafa samið um það við Dagsbrún að
sömu laun verði greidd fyrir sömu vinnu óháð því hvar
starfsmenn eru skráðir félagar í samtökum launafólks.
Leiðari Morgunblaðsins í gær er algjört einsdæmi í
sögu Sjálfstæðisflokksins. Aldrei fyrr hefur blaðið ráð-
ist svo hatrammalega á ráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæð-
isflokksins. Leiðarinn er ekki aðeins atlaga að Albert
Guðmundssyni heldur beinlínis krafa um afsögn hans.
Morgunblaðið hefur verið burðarásinn í veldi Geirs-
klíkunnar í Sjálfstæðisflokknum. Sú klíka hefur ætíð
viljað koma Albert Guðmundssyni fyrir kattarnef síðan
hann varð fyrir ofan Geir Hallgrímsson í prófkjörinu í
Reykjavík 1978, en Geir var forsætisráðherra. Slíkur
sigur yfir formanni flokksins var dauðasynd í augum
flokkseigendafélagsins. Síðan gekk Albert enn frekar í
gálgann þegar hann skrifaði bréfið sem gerði Gunnari
Thoroddsen kleift að fá umboð til stjórnarmyndunar.
Þá varð Albert að dómi Geirsklíkunnar réttdræpur
innan Sjálfstæðisflokksins.
Veturinn 1982-1983 breytti Geirsklíkan um stundar-
sakir aðferðinni gagnvart Albert. Hún sá sér hag í því
að nota liðsinni hans til að koma ríkisstjórn Gunnars
Thoroddsen frá völdum og færa Geir Hallgrímssyni
stjórnarmyndunarréttinn á nýjan leik. Þegar Albert
settist svo aftur í efsta sætið í Reykjavík í kjölfar próf-
kjörssigurs um leið og Geir hrapaði niður í sjöunda sæti
blómstraði gamli hefndarhugur flokkseigendaklíkunn-
ar að nýju.
Albert Guðmundsson var hins vegar um sinn of
sterkur til að Geirsliðið og Morgunblaðsritstjórarnir
þyrðu að hefja atlöguna opinberlega. Síðustu vikur
hafa þeir hins vegar verið að sækja í sig veðrið og í gær
birti Morgunblaðið fordæmingarleiðara sem bar heitið
„Samningar Alberts".
í leiðaranum er því lýst yfir að samningur Alberts við
Dagsbrún sé í andstöðu við stefnu ríkisstjórnarinnar og
brjóti í bága við samþykktir þingflokks Sjálfstæðis-
flokksins. Morgunblaðið segir að samningurinn njóti
ekki meirihluta á Alþingi. Án stuðnings slíks meiri-
hluta geti ráðherrann ekki setið lengur. Morgúnblaðið
sendir rýtinginn í brjóst Alberts með kaldrifjaðri niður-
stöðu sem orðuð er á þann afdráttarlausa hátt að „fallist
meðráðherrar Alberts og þingflokkar ríkisstjórnarinn-
ar ekki á samninginn sem hann gerði veitir stjórnar-
skráin honum enga vernd lengur."
Síðan hæðir Morgunblaðið Albert fyrir að hafa verið
í útlöndum meðan ASÍ/VSÍ samningurinn var gerður
og segir að Albert hafi talið sig „þurfa að sinna brýnni
erindum í útlöndum en hér á landi." Lokadómur blaðs-
ins er svo að það sé „út í hött að ráðherra brjóti í bága
við öll venjuleg og hefðbundin vinnubrögð við gerð
kjarasamninga á þessum barnalegu forsendum."
Þegar fréttamaður ríkisútvarpsins spurði Þorstein
Pálsson í fyrrakvöld hvort það hefði verið rætt í þing-
flokki Sjálfstæðisflokksins að Þorsteinn tæki við em-
bætti fjármálaráðherra var svarið „ekki í dag." Þetta
orðalag staðfestir að áætlunin um að sparka Albert og
setja Þorstein Pálsson í stól fjármálaráðherra er orðin
svo fullmótuð að formaðurinn gefur til kynna að slík
þáttaskil séu aðeins spurning um dagsetningu.
klippt
Hnípin stjórn í vanda
Margir fóru
ífýlu
Dagsbrúnarsamningurinn sem
Albert Guðmundsson undirritaði
á dógunum hefur fært margan
mætan manninn úr jafnvægi.
Þannig hafa ólíklegustu menn og
hópar farið í fýlu við Albert ann-
ars vegar og Dagsbrún hins veg-
ar. Samningurinn gengur ekki út
á annað en það, að Dagsbrúnar-
verkamenn skuli hafa sömu laun
fyrir sömu vinnu og þeir sem eru í
öðrum stéttarfélögum og vinna
hjá ríkinu.
Sömu laun
fyrir sömu vinnu
Hér er um grundvallarmál í
allri verkalýðsbaráttu að ræða;
að allir fái sömu laun fyrir sömu
vinnu. Það var þetta grundvallar-
atriði sem haft var í heiðri þegar
ungt fólk fékk samningsbundin
sömu laun og fullorðnir á sínum
tíma, og sama grundvallarstefna
hefur að sjálfsögðu ráðið því að
konur fengu samningsbundna og
lagalega staðfestingu á því að fá
sömu laun fyrir sömu vinnu og
karlmenn, þó ævintýralega illa
hafi til tekist í praxis.
Fjármálaráðherra hefur nú
semsé undirritað staðfestingu
þessa efnis við Dagsbrúnarmenn.
Að sjálfsögðu hlýtur gjörvöll
verkalýðshreyfingin að fagna
þessum áfangasigri Dagsbrúnar
og haga gjörðum sínum á þann
veg að haldi. Um leið hafa
Dagsbrún og fjármálaráðherra
gefið verkalýðsfélögum fordæmi
sem stéttarfélögin hljóta að not-
færa sér af þeim stratigisku klók-
indum sem þau búa yfir - um leið
og þau hljóta að standa vörð með
Dagsbrún um áfangasigurinn.
Brýtur
reiði lög?
Morgunblaðið viðurkennir í
árásarleiðara sínum á Albert
Guðmundsson í gær, að „íslensk
stjórnskipun byggist á því að ráð-
herrar fari með vald hver á sínu
sviði". Enn fremur viðurkennir
Mogginn: „í höndum fjármála-
ráðherra eru meðal annars kjara-
samningar fyrir hönd ríkisins".
Það er með öðrum orðum viður-
kennt að stjórnskipunarlega og
samkvæmt stjórnarskrá hafi Al-
bert Guðmundsson haft fullt vald
og umboð að undirrita Dags-
brúnarsamninginn.
Hins vegar hefur reiði samráð-
herra Alberts hlaupið svo með þá
í gönur að þeir lýsa hver í kapp
við annan yfir því að ríkisstjórnin
þurfi að samþykkja þennan
samning. Steingrímur Her-
mannsson segir í viðtali við Þjóð-
viljann í gær, að hann telji að
ríkisstjórnin þurfi að samþykkja
samninginn. Matthías Bjarnason
hefur haldið því sama fram. Og
Þorsteinn Pálsson sem heldur að
Sjálfstæðisflokkurinn  sé  æðra
stjórnskipunarvald heldur en rík-
isstjórn, alþingi, og blessuð þjóð-
in sem má þola öll þessi ósköp,
segir að það verði að taka hart á
þessu máli. Þetta sé alvarlegt mál
og boðar viðeigandi ráðstafanir
af hálfu Sjálfstæðisflokksins. Nú
skiptir ekki lengur máli hvort sá
flokkur kemst heill og óskiptur
frá málaflokki - einsog þegar
ráðning Búnaðarbankastjóra var
á döfínni. Viðbrögð þessara
manna leiða hugann að því hvort
reiði brjóti lög og stjórnarskrá
landsins.
Þorsteinn
í Stykkishólmi
Þorsteinn Pálsson var í Stykk-
ishólmi þegar honum bárust tíð-
indin af jafnlaunasamningi Al-
berts - og lét sér nægja hógvær
snæfellsk viðbrögð til að byrja
með. En ekki var hann fyrr kom-
inn suður undir verndarvæng
gömlu flokkseigendaklíkunnar í
Reykjavík en hann fór að spand-
era ókurteislegum yfirlýsingum
og hótunum á fjölmiðlana. Enda
sögðu margir í gær að hann hefði
haft gott af því að dvelja lengur
hjá Hólmurunum fyrir vestan.
Sumsé, maðurinn eirði ekki í
Hólminum, æddi suður til
Reykjavíkur og lýsti því yfír að
hann yrði ekki fjármálaráðherra í
dag! Hins vegar væri ekki séð
fyrir endann á hinu alvarlega máli
Alberts Guðmundssonar.
-óg
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20