Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						VéQl
Föstudagur 2. mars 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5
Frá 32. þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi
Norðurlandaráð gagnrýnir ríkisstjórnir Norðurlanda
Deigar í baráttunni
gegn atvinnuleysinu
segir m.a. í ályktun ráðsins um efnahagsmál
l'rá fréttaritara Þjóðvi|jans í Stokk-
hólmi, Árna Þór Sigurðssyni:
Miklar umræður urðu á þingi
Norðurlandaráðs í fyrradag um
efnahagsmál landanna og var
samþykkt ályktun þar sem nor-
ræna ráðherranefndin er
gagnrýnd harkalega fyrir að-
gerðarleysi og vanhugsaðartil-
lögur í baráttunni gegn atvinnu-
leysi. Er ráðherranefndinni falið
að semja nýja áætlun um efna-
hagsmál sem skal vera tilbúin
fyrir næsta þing Norðurlanda-
ráðs í Reykjavík 1985. Þar skuli
höfuð markmiðið vera aukin
atvinna og meiri hagvöxtur.
Við umræðurnar var m.a. lagt
fram álit Efnahagsmálanefndar
þingsins og var það samþykkt í lok-
in. Þar segir m.a. að þrátt fyrir
merki um að efnahagur Norður-
landanna fari batnandi aukist at-
vinnuleysið jafnt og þétt auk þess
sem verðbólga hafi á síðasta ári
verið yfir meðaltali OECD land-
anna. Atvinnuleysið hafi aukist frá
árinu 1982 til 1983 úr 9.7% í 10.5%
í Danmörku, úr 5.9% í 6.2% í
Finnlandi, úr 0.7% í 1.0% á ís-
landi, úr 2.6% í 3.3% í Noregi og í
Svíþjóð hafi atvinnuleysið aukist
úr3.1% í3.4% ásl. ári.
Fulltrúar á þinginu lýstu þeirri
skoðun sinni að ráðherranefndin
hefði velt atvinnuleysisvandanum
á undan sér. Jafnframt voru ríkis-
stjórnir landanna krafðar svara um
það til hvaða ráða þær hygðust
grípa til að auka framleiðsluna og
skapa fleirum atvinnu. Var ráð-
herranefndinni falið að gera til-
lögur að efnahagsáætlun er einkum
tæki mið af eftirfarandi fjórum at-
riðum: Að samin yrði áætlun um
Norðurlönd sem heimamarkað, að
norræn útflutningssamvinna yrði
styrkt, að þróunarhjálp verði betur
skipulögð og að orku- og umhverf-
isiðnaður yrði styrktur verulega.
- v.
Fyrsta grænlenska sendinefndin við upphaf 32. þings Norðurlandaráðs
Stokkhólmi.
Norðurlandaþjóðirnar virkar
í vígbúnaðinum
sagði Guðrún Helgadóttir í ræðu sinni
Frá fréttaritara Þjóðviljans á þingi
Norðurlandaráðs, Árna Þór Sigurðs-
syni:
Tveir íslendingar tóku til
máls á sameinuðu þingi
Norðurlandaráðs í Stokkhólmi í
fyrradag. Matthías Á. Mathie-
sen talaði sem fulltrúi í 5-
manna nefnd sem hefur það
verkefni að endurskoða skipu-
lag á starfsemi ráðsins með
það fyrir augum að minnka
skrifræði. Nefndin hefur skilað
inn tillögu um að slá saman
nokkrum skrifstofum ráösinsr
en Matthías lýsti andstöðu við
nokkrum af þeim hugmyndum
þar sem hann óttaðist að það
leiddi til of mikilla áhrifa emb-
ættismanna á kostnað áhrifa
stjórnmálamannanna.
Guðrún Helgadóttir ræddi m.a.
um vopnakapphlaupið í sinni ræðu
í gær og minnti á að nokkur
Norðurlandanna tækju þátt í þeim
leik af fullum krafti. Annaðhvort
sem aðilar að NATO ellegar sem
afkastamiklir  vopnaframleiðend-
Guðrún Helgadóttir.
ur. Tími væri til að hætta einungis
sífelldu tali um nauðsyn friðar í
heiminum og nær væri að gera
Olof Palme.
eitthvað raunhæft til að ná því
markmiði.  .
Guðrún fjallaði einnig um sam-
vinnu einstakra Norðurlanda varð-
andi auðlindanýtingu og minnti
m.a. á samning fslands og Noregs
um Jan Mayen. Lýsti hún þeim
vonum sínum að Færeyingar og ís-
lendingar kæmust að níðurstöðu
um nýtingu hafsbotnsins í efna-
hagslögsögu landanna.
Athygli vakti að í ræðu sinni fjall-
aði Ólof Paime forsætisráðherra
Svíþjóðar nær eingöngu um um-
hverfisvernd og mengunarmál en
minna um utanríkis- og efna-
hagsmál. Minnti Palme á að
Norðurlandaþjóðirnar hefðu sam-
ið alþjóðlega áætlun um hvernig
ætti að standa að losun úrgangs-
efna í náttúruna og að mikilvægt
væri að hinar norrænu þjóðir væru
öðrum til fyrirmyndar í þeim efn-
um sem öðrum.
í gær ræddi Steingrímur Her-
mannsson við fulltrúa Grænlend-
inga á Norðurlandaráðsþingi og í
dag er ætlunin að forsætisráðherrar
allra landanna komi saman til
skrafs og ráðagerða.        - v.
Norrœn œskulýðsráðstefna í Stokkhólmi:
Norðurlandaráð
ræðir öryggismál
Ungsósíalistar í Noregi, Danmörku og
íslandi halda námsstefnu hérlendis í haust
Æskulýðsráðstefna Norður-
landaráðs var haldin í tengslum
við fund Norðurlandaráðs í
Stokkhólmi um helgina. Þau
mál sem tóku mestan umræðu-
tíma á ráðstefnunni voru
öryggismál og þróunarhjálp. í
ályktun ráðstefnunnar var var-
að við helstefnuröksemdum
ógnarjafnvægis stórveldanna
og lögð áhersla á að afvopnun-
arviðræðurnar í Genf hæfust á
ný. Æskulýðsráðstefnan skor-
aði á þing Norðurlandaráðs að
taka til umræðu ýmsar tillögur í
öryggismálum Norðurlanda,
svo sem kjarnorkuvopnalaus
svæði. Þá var mikið rætt um
þróunaraðstoð Norðurlanda og
lagt til að ríkin stæðu sameigin-
lega að málum og kæmu sér
upp samræmdri stefnu, fram-
kvæmd og ráðstöfun fjár til þró-
unaraðstoðar.
SSUN heita samtök ungra sósíal-
ista á Norðurlöndum, sem stofnuð
voru í fyrra. Aðilar að þeim eru
Æskulýðsfylking Alþýðubanda-
lagsins, Socialistisk Ungdom í Nor-
egi og Sosialistisk Folkepartis ung-
dom í Danmörku. Fuiltrúi SSUN á
Æskulýðsráðstefnunni í Stokk-
hólmi var Árni Þór Sigurðsson,
sem stundar nám í Osló. Grein var
gerð fyrir SSUN á ráðstefnunni.
Meðan á ráðstefnunni stóð
héldu ungsósíalistar samráðsfundi
og tók þátt í þeim fulltrúi Unga
Pjóðveldisins í Færeyjum. Ákveð-
in var dagskrá námstefnu sem
SSUN ætlar að halda um æskulýðs-
og atvinnuleysisvandamál í Dan-
mörku í vor og samþykkt að halda
námstefnu á íslandi í haust.
í norrænu ráðstefnunni tóku þátt
fulltrúar æskulýðssamtaka stjórn-
málaflokkanna á Norðurlöndum,
norrænu félaganna og Æskulýðs-
sambanda á Norðurlöndum. Frá
íslandi tóku þátt í ráðstefnunni
Runólfur Ágústsson, Æskulýðs-
fylkingu     Alþýðubandalagsins.
Arni Sv. Matthiesen, Sambandi
ungra Sjálfstæðismanna, Árni
Hjörleifsson, Sambandi ungra
jafnaðarmanna, Sigurður Jónsson
Sambandi ungra Framsóknar-
manna, Erlendur Kristjánsson og
Hjörleifur Hringsson, Æskulýðs-
sambandi íslands.
-ekh.
jrÁttuviB
GÚLF  eða
ÞAKVANDAMÁLaö **.?
Betokem SUM golfiíögn
Betokem gólílögnin harðnar svo fljótt að þú getur gengið
eða lagt teppið á gólfið eftir 24 tíma. SUM gólfílögn hefur
verið í þróun í Þýskalandi, Svíþjóð og Noregi sl. 15 ár og
hefur sýnt að hún stenst fyllilega allar þær gæða-, þol- og
styrkleikakröfur, sem settar voru í upphafi og síðar hafa
komið fram.
Það hefur enda sýnt sig á söluþróuninni sl. 7 ár að þarna er á
ferðinni algjör bylting í gólfílögn, salan hefur nánast þotið
upp og ekki hefur verið hægt að anna eftirspurn fyrr en nú.
Engin
umskeyti
FILLCOAT
EPOXY - GÓLF
gúmmíteygjanleg samfelld húð fyrir málm-
þök.
Er vatnshelld.
Inniheldur cinkromat og hindrar ryðmyndun.
Ódýr lausn fyrir vandamálaþök.
Ábyrgð - greiðslukjör.
LAUSN ER ENDIST ÓTRÚLEGA VEL:
Við erum með f jölmargar gerðir af gólf -
ílagningarefnum sem þola ótrúlegt
álag. Það er sama hvort um er að ræða
gólfið í sturtuklefanum, matsalnum
eða á bílaverkstæðinu. Vandamálið
leysum við á fljótan og öruggan hátt.
II f *4W......V%
HAFNARFIRBI SÍMI 50538
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20