Þjóðviljinn - 02.03.1984, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 02.03.1984, Blaðsíða 7
Föstudagur 2. mars 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Musteri „sterku“ Jón Oskar sýnir á Kjarvalsstöðum Allar götur frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar hefur djúp- stætt bil verið staðfest milli evr- ópskrar og amerískrar myndlistar. Reyndar má fara töluvert lengra aftur í listasöguna og finna dæmi um það hve ólíkar tilfinningar liggja að baki listum þessara tveggja heima. En það væri órétt- og byrja að starfa á skynjun áhorf- andans um leið og hann gengur í salinn. En hvað segja myndirnar og hvernig virka þær? Flestar eru risa- stór portrett af ónefndum mönnum og blandar Jón Óskar saman ljós- myndatækni og akrýllitum. Undir- staðan er þykkur og grófgerður Halldór B. Runólfsson skrifar um myndlist á skyldleika málaliða nútímans við víkinga fortíðarinnar. Hinir glæstu forfeður okkar létu jarla og kon- mannanna unga kaupa sig til herþjónustu fyrir gull og gersemar og gilti þá einu um málstaðinn. Þessa norrænu gull- græðgi má kenna af síðustu spjöld- uni Njálu, enda áttu víkingar á borð við Ragnar loðbrók ættir að rekja til Sigurðar Fáfnisbana, þess sem skirrtist við að skila hinum rauða ntálmi til réttra eigenda og framlengdi þar með bölvuninni sem á honunt hvíldi. Burtséð frá slíkri samanburðar- fræði, þá standa áhrif mynda Jóns Óskars óhögguð og verða ekki svo auðveldlega lesin ofan í kjölinn. Honunt hefur tekist og e.t.v. fyrst- unt manna að láta myndir stemma við þennan sal. Þar með hefur hann skotið Jóhannesi gamla ref fyrir rass, því verk Kjarvals hafa ein- hvern veginn aldrei notið sín fullkomlega í þessu kúltúrpakkhúsi þótt alls konar fídusar hafi verið reyndir við upphengingu þeirra. látt að gera samanburð á list álf- anna tveggja frá tímum þegar Am- eríka var enn nokkurs konar menn- ingarleg hálfnýlenda Evrópu á sviði myndlistar. Öðru máli gildir um eftirstríðsárin, þegar nýi heimurinn náði vissu forskoti á hinn gamla og stríðshrjáða, plag- aðan af vonleysi eftir áralanga áþján fasisma og kreppu., Fyrst eftir stríðið var Evrópubú- um starsýnt á stærðirnar í banda- rískri list, þessa tröllauknu fleka og risavöxnu höggmyndir. Þetta var auðvitað sett í samhengi við brandarann „ Allt er svo stórt í Tex- as“. Var nokkuð eðlilegra en menn sem bjuggu í háhýsum og óku í stórum bílum hefðu auga fyrir list sem væri stór í sniðum? Þegar betur er að gáð er það þó engan veginn stærðin sem gefur amerískri list sinn sérstæða svip heldur pragmatískt eðli hennar. Það er engin tilviljun að fyrsta al- bandaríska liststefnan, abstrakt- expressionisminn, skuli hafa hlotið viðurnefnið „Action-painting" eða átakalist. Fyrsti boðberi þeirrar listar var enda amerískur í húð og hár, Jackson Pollock, og sór hann að hann hefði ekkert til evrópskrar listar að sækja. Hitterþó merkilegt að sá maður sem lengst hefur hald- ið þessari stefnu á lofti er Hol- lendingurinn Wilhelm de Kooning, borinn og barnfæddur í því landi sem einna dýpstum rótum stendur í evrópskri myndlistarhefð. Enn furðulegra er að sjá hvernig vestur- heimskt andrúmsloft breytti mál- verki samlanda hans, Piets Mond- rians. Þessi hreinlífisheimspeking- ur flatarstílsins virðist hafa um- hverfst í einhvers konar djass- geggjara þegar hann var kominn vestur um haf. Ekki segi ég að Jón Óskar hafi fengið bakteríuna beint í æð, en svipmót mynda hans leynir ekki uppruna sínum. Stærð þeirra, bein og umbúðalaus framsetning ásamt voldugum tæknibrögðum, endur- speglar „kalda“ hefð New York- skólans. Upphenging verkanna og nýting salarins (Kjarvalssalar) er einnig hluti af þessari pragmatik og því er hægt að tala um sýninguna sem „uppsetningu" (installation). Myndirnar skapa samstæða heild pappír sem gerður hefur vertð ljósnæmur. í nærfellt öllum verk- unum er teflt á andstæður ljósra og dökkra flata, en segja má að allar syrpurnar séu litlausar utan sú sem hangir fyrir endavegg salarins og nefnist „Glöggvanir" (Clarifati- ons). Þetta verk sem reyndar er samsett af þremur stórum ljós- myndum í lit skapar þá þunga- miðjusemallt snýst um.Fráþvístaf- ar samþjappaður kraftur í ætt við þann sem skín út úr helgimyndum eða altaristöflum stórra dómkirkna og fær trúaða til að kikna í hnjálið- unum. Andlitið er baðað aur og hárið er skærgult svo augun eru eini lifandi hluti þessarar þreföldu mannamyndar. Einhvers staðar las ég að þetta væru fasískar myndir. Frekar mundi ég kalla þetta myndir af fas- istum. Svona gæti „stóri bróðir" einmitt litið út á því herrans ári 1984. Hann hefur þróast frá Fant- omas Feuillades og Dr. Mabuse Fritz Langs og er orðinn miklu venjulegri og yfirvegaðri en hinir geðsjúku myrkrahöfðingjar þöglu kvikmyndanna. Fasistar Jóns Ósk- ars eru engir rómantískir fasistar á borð við Hitler eða Mussolini. Þá dreymir enga drauma um hreinan kynstofn eða endurreisn Róma- veldis. Þeir eru ekki menn gjallar- horna, heldur hljóðdeyfis. Þetta eru málaliðarnir, án föðurlands eða þjóðernis. Þeir fylgja hvaða hæstbjóðanda sem vera skal og vinna störf sín í kyrrþey, „hreint" og „snyrtilega“ með Seiko- nákvæmni eins og segir í auglýsing- unni. Áhorfandinn er m.ö.o. staddur í nútímalegu musteri tekn- ókratafasismans. Því skýtur skökku við ef túlka skal fánana er hanga með myndum sumra syrpanna sem tákn þjóð- rembu. Ofurmenni Jóns Óskars eru hafin upp yfir slíkt, í nietzsch- önskum skilningi og mundu ekki einu sinni hafa svo auvirðilega til- finningasemi í flimtingum. Hins vegar, ef litið er á þessa fána í tengslum við heiti verkanna s.s. „Nýir gulldraumar“ (New Gold Dreams), þá gengur hið táknræna dæmi myndanna upp. Fánarnir með sínum fornu tákn- um benda nefnilega áhorfandanum Samvinnubankinn erávallt skammt undan Samvinnubankinn starfrækir útibú í öllum landsfjóröungum. Húsavik Kópasker Sauðárkrókur Svalbarðseyri Akranes Grundarfjöröur Króksfjarðarnes Patreksfjörður Leitið ekki langt yfir skammt, leitið til Samvinnubankans. Samvinnubankinn Útibúið Svalbarðseyri 8SSJI 'vr’ HJALPARKOKKURINN KENWOODchef Er engin venjuleg hrærivél. Verö meö þeytara, hnoöara, grænmetis- og ávaxtakvörn, ásamt plasthlíf yfir skál: Kr. 8.430.- (Gengi 26.11.83) Til í tveimur litum. KEN WOOD chef Ennfremur ávallt fyrirliggjandi úrval IHIHEKIAHR Laugavegi 170 -172 Sími 21240 < Járn- og glervörudeild KEA Hafnarstræti 91 Akureyri Sími 96-21400 aukahluta, svo sem, hakkavél, grænmetisrifjárn, grænmetis- og ávaxtapressa, kartöfluafhýöari, dósahnífur o.fl.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.