Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 2. mars 1984

Alhliöa
^zs&P   rafoindaþjónusta.
Talkerfi, kapall, loftnat, CB talstöðvar, rofar,
stungur, videospölur, heyrnartæki, spennu-
breytar, tónhausar og nálar, hljóðnemar, hljóm-
plötur, transistorar, vionám, póttar, IC rásir,
öryggi o.m.f i.
#
St,
Haqstæð
innkaup á
Akureyri
Viö leggjum metnaó okkar
í aó bjóða sem mest úrval
af nauðsynjavörum til
heimilisins, s.s. matvæli,
hreinlætisvörur, fatnað og
búsáhöld.álægsta
mögulega verði.
Það kunna neytendur vel
að meta.
HAGKAUP
Norðurgötu 62 Sími 23999
SA
Skipulagsstjórn samþykkti Skúlagötuna:
HNEYKSLI
segir Geirharður
Þorsteinsson,
formaður
íbúasamtaka
Skuggahverfis
„Þetta er hneyksli og ó-
skiljanlegt fyrir menn sem
hafa trúað á málefnanlega
umfjöllun skipulagsstjórnar
ríkisins", sagði Geirharður
Þorsteinsson formaður íbúa-
samtaka Skuggahverfisins í
gær, en Skipulagsstjórn
ríkisins samþykkti Skúla-
götuskipulagið á fundi sín-
um á miðvikudag.
Aöeins einn fulltrúi í Skipulags-
stjórn, Stefán Thors, arkitekt,
greiddi atkvæði gegn samþykkt
stjórnarinnar. í bókun hans kemur
fram að hann er á móti breytingu á
nýtingarhlutfalli á svæðinu og telur
óráðlegt að staðfesta það fyrr en
búið er að sýna að því verði við-
komið í deiliskipulagi. í samþykkt
skipulagsstjórnar er sá fyrirvari
gerður að sækja þurfi um sérstaka
staðfestingu á deiliskipulaginu
þegar að því kemur.
„Sá fyrirvari er óskaplega vill-
andi", sagði Geirharður. „Menn-
irnir stinga bara höfðinu í sandinn.
Sannleikurinn er sá að það er af-
skaplega ólíklegt annnað en að
deiliskipulagsvinnan verði unnin
undir sömu pressu sem verið hefur
„Pflatusarþvottur" segir Geirharð-
ur Þorsteinsson um fyrirvara
Skipulagsstjórnar ríkisins.
í þessu máli, - þ.e. að pína nýting-
arhlutfallíð langt upp fyrir allt!
Þetta er fremur Pílatusarþvottur en
raunhæfur fyrirvari. Ög hvers
vegna ættu lóðareigendur sem nú
fá leyfí fyrir nýtingu upp á tvo að
fara að sætta sig við eitthvað
minna?"
-Eruð þið þá búin að tapa mál-
inu?
„Nei, við erum ekki búin að tapa
því fyrr en ráðherra hefur sam-
þykkt þessa staðfestingu, og það er
lengi von á einum. Það er hugsan-
legt og vonandi að ráðherra sjái í
gegnum þetta mál, sjái þá faglegu
galla sem á því eru og þá galla sem
verið hafa . á málsmeðferðinni
allri."
-Nú hefur verið haft á orði að
efnt yrði til samkeppni um deili-
skipulag svæðisins?
„Samkeppni getur aldrei orðið
öðru vfsi en formleikur í framhaldi
af því prógrammi sem stillt er upp.
Ef prógramminu er stillt upp með
spurningunni um hvernig koma
megi fyrir byggð með nýtingunni
tveimur á svæðinu þá eru auðvitað
bæði keppendur og dómnefnd
bundin af því. Ef hins vegar á að
spyrja hvað sé hæfilegt byggingar-
magn á þessu svæði að áliti kepp-
enda, til hvers eru menn þá að á-
kveða fyrirfram nýtinguna tvo?
Menn eyða ekki tveggja mánaða
vinnu í samkeppni til þess að sýna
hvaða skoðanir þeir hafa, heldur
líka til vinnings og því hlýtur vinn-
an alltaf að taka mið af því sem um
er beðið og verðlauna á. Ég geri
mér því miður engar vonir um að
samkeppni breyti neinu um þessa
nýtingu úr því sem komið er. Til
þess hefði þurft að láta nýtingartöl-
una vera frjálsa eða t.d. 1-1,2 og
gefa leyfi til að sýna fram á meiri
nýtingu ef höfundar teldu það rétt.
Þá hefði málið horft öðru vísi við."
-Nú skrifuðuð þið skipulags-
stjórn?
„Já, við bentum á að borgaryfir-
völd hefðu hundsað allar óskir um
að kynna þetta skipulag og rökin
fyrir því og síðan einhliða sam-
þykkt það og vísað öllum athuga-
semdum á bug. Við ítrekuðum að
þarna er ekki ágreiningur um
breytingu á landnotkun, heldur um
það hvaða afleiðingar svo mikið
byggingamagn hefur. Við bentum
á að húsafriðunarnefnd hefur ekki
verið spurð álits, álit Borgarskipu-
lags var sniðgengið og loks að at-
hugandi sé hvort slík framganga fái
staðist fyrir lögum sem ætlað er að
verja menn fyrir ofríki. Við mun-
um að sjálfsögðu kanna það til
hlítar", sagði Geirhafóur Þor-
steinsson að lokum.
-ÁI
Kvennaathvarf á Norðurlandi
Fær íbúð á Akureyri
Félagsmálaráð Akureyrar hefur
samþykkt að útvega samtökum um
kvennaathvarf á Norðurlandi
húsnæði til afnota á Akureyri
endurgjaldslaust til þriggja mán-
aða.
Samtök um kvennaathvarf á
Norðurlandi sem stofnuð voru ný-
lega stefna að því að opna miðstöð
fyrir starfsemi sína á Akureyri á
miðju þessu ári. Leitað var til
félagsmálaráðs Akureyrar um fbúð
undir starfsemina, leigulaust í 6
mánuði.
„Við í félagsmálaráði höfum lýst
vilja okkar til að verða við þessari
6sk og útvega kvennaathvarfinu
fbúð til reynslu leigulaust í þrjá
mánuði", sagði Sigríður Stefáns-
dóttir bæjarfulltrúi og formaður
félagsmálaráðs í samtali við Þjóð-
viljann.
Sigríður sagði að ennfremur væri   gert ráð fyrir 60 þús. kr. framlagi til
í fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar  kvennaathvarfsins.          -lg
Finni „rokkar"
Hér á skeri er staddur finnski
hljómlistarmaðurinn Hillet Tokazi-
er og mun hann Ieika á alls oddi, en
aðallega píanó, popp og rokk-
tónlist af mikilli kúnst og lipurð í
veitingahúsinu Broadway og Holly-
wood dagana 2.-11. mars, fyrsta
kvöldið semsagt í kvöld. Hann ku
talinn með færustu popp-rokk pí-
anistum í Finnlandi og jafnframt í
fremstu röð þesslags tónlistar þar á
bæ.
Hillel er enginn nýgræðingur i'
bransanum og á að baki sér litríkan
og jafnframt afkastamikinn feril
sem alhliða tónlistarmaður og
Iagasmiður. Hafa mörg laga hans
náð miklum vinsældum þar ytra,
bæði í flutningi hans sjálfs og ann-
arra.
Mun enginn verða svikinn af því
að hlýða á kappann flytja eigin lög
og annarra, t.d. rokkkappans Jerry
Lee Lewis sem Hillel tekst einkar
vel að líkja eftir.
-L
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20