Þjóðviljinn - 02.03.1984, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 02.03.1984, Blaðsíða 16
16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINNFöstudagur 2. mars 1984 ^ | I »1 Alþýðubandalagið Miðstjórnarfundur Miðstjórn Alþýðubandalagsins er boðuð til fundar laugardaginn 3. og sunnudaginn 4. mars n.k. að Hverfisgötu 105, Reykjavík. Fundurinn hefst kl. 13.30 á laugardag. Á dagskrá fundarins verða m.a. kjaramál, utanríkismál, fjármál Alþýðu- bandalagsins, undirbúningur stefnuskrárumræðu flokksins, nefndakjör og önnur mál. Alþýðubandalagið á Egilsstöðum: Góðir félagar - Hreppsmáiaráð Fundur hjá Hreppsmálaráði Alþýðubandalagsins á Egilsstöðum verða sem hér segir fram á vor: Mánudagur 5. mars. Umræðuefni: Umhverfismál. Mánudagur 19. mars. Umræðuefni: Staðamála, Dagheimiliog Safna- stofnun. Mánudagur 2. apríl. Umræðuefni: Skipulagsmál. Mánudagur 16. apríl. Umræðuefni: Samstarf hreppa á Héraði og sameiningarmál. Fundirnir verða haldnir að Dynskógum 3 (kjallara), og hefjast kl. 20.30 stundvíslega. Hreppsmálaráð hvetur alla félagsmenn til að mæta og láta Ijós sitt skína. -Stjórnin. Alþýðubandalagið Akranesi Bæjarmálaráð Alþýðubandalagið á Akranesi heldur bæjarmála- ráðsfund mánudaginn 5. mars kl. 20.30 í Rein. Fundarefni: 1) Fjárhagsáætlun 1984. 2) Önnur mál. Stjórnin Almennur félagsfundur - Keflavík Almennur félagsfundur verður haldinn í Stangveiðihúsinu við Suður- götu, mánudaginn 5. mars kl. 20.30. Dagskrá 1) Erindi miðstjórnar. 2) Onnur mál. Gestir fundarins verða frá Æskulyðsfylkingu Alþýðu- bandalagsins. AUk þess lítur Úlfar Þormóðsson við. Allir velkomnir. - Stjórnin. Alþýðubandalagið í Reykjavík: Spilakvöld Þriðjudaginn 6. mars verður síðasta kvöldið í þriggja kvölda spilakeppni aö Hverfisgötu 105, og hefst kl. 20 stundvíslega. Þeir sem ekki hafa haft tök á að koma á fyrri kvöldin eru velkomnir, því veitt eru verðlaun fyrir hvert keppniskvöld. Skúli Alexandersson, alþingismaður, kemur í kaff- ihléi og spjallar við mannskapinn. - Nefndin. Alþýðubandalagið: Stjórn LAL og annað áhugafólk um landbúnað; I tengslum við miðstjórnarfund sætum við lagi og hittumst á Hverfis- götu 105, sunnudaginn 4. mars kl. 10 árdegis. -Stjórnin. Alþýðubandalagsfélag Selfoss og nágr. Viðtalstími Garðars Sigurðssonar verður n.k. laugardag kl. 15.00 að Kirkjuvegi 7, Selfossi. -Stjórnin Vinsamlega sendið eða hringið inn auglýsingar í þennan dálk fyrir klukkan 16 daginn áður en þær eiga að birtast og talið við Valþór eða Álfheiði. Ritstj. Æskulýðsfyíking Alþýðubandalagsins j Fræðslufundur um Kúbu Fyrirhugað er að halda fræðslufund um Kúbu 15. mars nk. að Hverfis- götu 105 Reykjavík. Nánar auglýst síðar. - Æskulýðsfylking AB. PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN óskar að ráða fólk til SKRIFSTOFUSTARFA Æskilegt er að umsækjendur hafi vélritunarkunnáttu auk nokkurrar bókhalds- og málakunnáttu. Nánari upplýsingar verða veittar hjá starfsmanna- deild. íslenska óperan: Þrjár óperur um helgina! Hjálmar Kjartansson, Kristinn Hallsson og Anna Júlíana Sveinsdóttir í hlutverkum sínum í La Traviata. Nú um helgina verða þrjár óperur fluttar í íslensku óperunni, Rakarinn í Sevilla, Orkin hans Nóa og La Traviata. Rakarinn í Sevilla eftir Gioacchino Rossini verður sýnd í kvöld, föstudag 2. mars kl. 20 og er uppselt á þá sýningu. Rakarinn verður svo sýndur annað kvöld kl. 23.30 á miðnætursýningu. Ópera Brittens Örkin hans Nóa, verður sýnd á sunnudag kl. 15.00 og er þar tilvalið tækifæri fyrir alla fjölskylduna að sjá skemmtilega sýningu. Það eru Halldór Vilhelmsson og Hrönn Hafliðadóttir sem syngja Nóa og konu hans en auk þeirra koma fram í sýningunni á annað hundrað söngvara, hljóðfæra- leikara og dansara sem flest eru börn og unglingar. La Traviata eftir Verdi verður síðan á sunnudags- kvöld kl. 20.00. Er nú sýnt í 22. sinn og ávallt við mikinn fögnuð áheyrenda enda „sýningin í einu orði sagt stórkostleg“ eins og Eyjólfur Melsted komst að orði í gagnrýni sinni eftir frumsýningu í haust. Ætti því enginn unnandi óperutónlistar að láta þessa sýn- ingu fram hjá sér fara. Leikfélag Reykjavíkur: Fimm leikrit u m helgina Fimm leikrit verða á fjölunum í Iðnó um helgina, - Guð gaf mér eyra, Hart í bak, Gísl, Forseta- heimsóknin og Tröllaleikir. í kvöld (föstudagskvöld) er bandaríska leikritið Guð gaf mér eyra eftir Mark Medoff á sýningar- skrá Leikfélagsins. Þetta leikrit hefur vakið óskipta athygli en þar er fjallað um ástir heyrnarlausrar stúlku og talkennara hennar. Berg- lind Stefánsdóttir og Sigurður Skúlason fara með aðalhlutverkin en meðal annarra leikara eru Karl Ágúst Úlfsson, Lilja Þórisdóttir, Valgerður Dan, Harald G. Har- aldsson og Sigríður Hagalín. Leik- stjóri er Þorsteinn Gunnarsson. Sýningum fer nú að fækka á þessu verki. Annað kvöld er Hart í bak Jökuls Jakobssonar á fjölunum. Áróra spákona, Jónatan skipstjóri faðir hennar og Láki, sonur henn- ar, eru þar helstu persónur, en með þau hlutverk fara Soffía Jakobs- dóttir, Jón Sigurbjörnsson og Kristján Franklín Magnús. Þá eru í stórum hlutverkum Edda Back- man, Sigurður Karlsson, Steindór Hjörleifsson og Aðalsteinn Berg- dal. Þá er annað kvöld miðnætursýn- ing á Forsetaheimsókninni vegna mikillar aðsóknar en sýningar á verkinu nálgast nú 40. Þar fara nokkrir helstu leikarar Leikfélags- ins á kostum í þessum bráðfyndna gamanleik, meðal þeirra Kjartan Ragnarsson, Gísli Halldórsson, Guðrún Ásmundsdóttir, Sigríður Hagalín, Soffía Jakobsdóttir, Guð- mundur Pálsson og Hanna María Karlsdóttir. Nú eru síðustu forvöð að sjá þessa vinsælu sýningu. Á sunnudagskvöldið er svo Gísl Brendans Behans í Iðnó, en upp- selt hefur verið á allar sýningar til þessa. Þar blandast gaman og al- vara, mikið sungið og dansað og alls koma fram 16 leikendur í sýn- Jón Sigurbjörnsson og Steindór Hjörleifsson í hlutverkum sínum í Hart í bak eftir Jökul Jakobsson: Jónatan skipstjóri og Stígur skó- smiður. ingunni, þeirra á meðal Gísli Hall- dórsson, Margrét Helga Jóhanns- dóttir, Jóhann Sigurðarson, Guð- björg Thoroddsen, Hanna María Karlsdóttir, Steindór Hjörleifsson, Guðmundur Pálsson, Sigurður Skúlason og Aðalsteinn Bergdal. Tónlistarstjóri er Sigurður Rúnar Jónsson, leikstjóri Stefán Baldurs- son. Klukkan 15 á sunnudag sýnir Leikbrúðuland svo Tröllaleiki en það eru fjórar sögur: Ástarsaga úr Fjöllunum, Risinn draumlyndi, Eggið og Búkolla. Þjóðleikhúsið: Tvö ný verk I næstu viku verður frumsýndur ballettinn Öskubuska í Þjóðleik- húsinu og er frumsýningin fyrir- huguð á sjálfan öskudaginn, 7. mars. Þá standa yfir æfingar á söngleiknum Gæjar og píur og er frumsýning fyrirhuguð 6. apríl nk. Nú um helgina verða þrjú leikrit á fjölum hússins. Skvaldur eftir Michael Frayn verður sýnt tvisvar sinnum í kvöld, föstudag kl. 20.00 og kl. 23.30. Búið er að sýna þennan vinsæla gamanleik yfir 40 sinnum og fer nú að líða að því að sýningum fækki. Jill Brooke Árnason er leikstjóri sýningarinnar og í hlutverkunum eru Þóra Friðriksdóttir, Gunnar Eyjólfsson, Sigurður Sigurjóns- son, Tinna Gunnlaugsdóttir, Bessi Bjarnason, Sigríður Þorvaldsdótt- ir, Rúrik Haraldsson, Lilja Guð- rún Þorvaldsdóttir og Þórhallur Sigurðsson. Amma þó! nýja barnaleikritið eftir Olgu Guðrúnu Árnadóttur verður sýnt tvisvar sinnum um helgina, kl. 15.00 á laugardag og kl. 15.00 á sunnudag, og eru það 4. og 5. sýningar verksins. Leikstjóri er Þórhallur Sigurðsson, en í hlut- verkunum eru Herdís Þorvalds- dóttir, Edda Björgvinsdóttir, Gísli Guðmundsson, Jón S. Gunnars- son, Árni Tryggvason, Pálmi Gestsson, Örn Árnason, Sigurður Skúlason, Helga E. Jónsdóttir og Erlingur Gíslason. Leikritið fjallar um ævintýralega ömmu og fjöl- skyldu hennar sem sigrast á öllum vanda og deyr aldrei ráðalaus hvað svo sem á dynur. í leikritinu eru ennfremur skemmtilegir söngvar sem Olga hefursamið. Sveyk í síðari heimsstyrjöldinni, leikrit með söngvum eftir Bertolt Brecht og Hanns Eisler, byggt á skáldsögu Jaroslav Haseks um góða dátann Sveyk, sem ekkert fær bugað. Leikstjóri er Þórhildur Þor- leifsdóttir, en hljómsveitarstjóri er Jón Hlöðver Áskelsson. Með helstu hlutverkin fara Bessi Bjarnason (Sveyk), Þóra Friðriks- dóttir, Baldvin Halldórsson, Gísli Rúnar Jónsson, Gunnar Eyjólfs- son og Sigurður Sigurjónsson (Hitler). Sveyk verður á fjölunum á laugardagskvöld og á sunnudags- kvöld og er það 10. sýning verks- ins, en uppselt hefur verið á flestar sýningar verksins til þessa.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.