Þjóðviljinn - 16.03.1984, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 16.03.1984, Blaðsíða 16
DWÐVIUINN Föstudagur 16. mars 1984 Sjóslysið við Vestmannaeyjar Sleppi- búnaður hefði bjargað j Greinagóð frá- sögn Guðlaugs Friðþórssonar vakti athygli ( „Sjómcnnirnir sem komust á kjöl á Hellisey voru ásáttir um að koma , því á framfæri að sleppibúnaður j hcfði getað bjargað þeim“, sagði Guðlaugur Friðþórsson sem með undursamlegum hætti komst af úr hinu hörmulcga sjóslysi. Þetta kom fram í sjórétti í Vestmannaeyjum í gær, þarscm Guðlaugur sagði frá hinum skelfilegu viðburðum með fumlausum og cinstaklcga greinargóðum hætti. Sagði Guðlaugur að þegar þeir voru á kjölnum hafi þeir rætt um sleppibúnaðinn og orðið ásáttir um að ef einhver þeirra lifði af skyldi hann koma því á frantfæri við fólk, að sleppibúnaður hefði getað orðið til bjargar. Hið einstaka þrekvirki Guðlaugs og greinargóð frásögn hans vöktu sérstaka athygli við sjóréttinn í gær. Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tima er hægt að ná í blaðamenn og aðra starlsmenn blaðsins í þessum símum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663 Iðnnemar fyrir utan hargreiðslustofuna „Salon á Paris“ í Austurstræti í gærdag. Hliðstæðar aðgerðir verða við fleiri stofur láti meistarar ekki undan á næstunni. (Mynd: atli). Hárgreiðslumeistarar neita enn að greiða lágmarkslaun Iðnnemar mótmæla lim þrjátíu iðnnemar söfnuðust fyrir framan hárgreiðslustofuna „Salon á Paris“ í Austur- stræti í gær, til að vekja athygli á og mótmæla því að hárgreiðslumeistarinn þar greiðir ekki einu sinni lágmarkslaun á almennum markaði til nema sinna. Mótmælaspjöld voru límd á stofuna, dreifirit var fengið vegfarendum frá Félagi hársnyrti- nema þarsem bent er á að þeir séu beittir mis- rétti; launalega, menntunarlega og siðferðis- lega. Iðnnemar hafa eftir árangurslaust þóf við meistara í greininni gripið nú til þess ráðs að vekja athygli á svívirðunni með aðgerðum fyrir framan hárgreiðslustofurnar. Mikil baráttu- stemmning ríkti nieðal hársnyrtinema í mið- bænum í gær og þeir virtust ekki vera á þeim buxunum að láta í minni pokann. - raþ. Er lélegum fiski hent í sjóinn? Sé ekki svo langt segir fiskmatsmaður á Suðurnesjum „Ég ætla ekki að reyna að svara þessu. Ég sé ekki svo langt út á sjó- inn“, sagði Guðmundur Jósteins- son fiskmatsmaður í Sandgerði í samtali við Þjóðviljann í gær, að- spurður um hvort brögð væru að því að sjómenn kæmu einungis með besta fiskinn að landi, en hentu hin- um lélegri fyrir borð. Eins og skýrt var frá í forsíðu- frétt Þjóðviljans í gær, er nú altalað í vertíðarplássum að 2. og 3. flokks fiski sé hent fyrir borð á ntiðunum. Fiskmatsmenn á Snæfellsnesi og á Suðurnesjum staðfestu í samtali við Þjóðviljann í gær að áberandi væri hversu afli vertíðarbáta væri betri nú en á liðnum árum. Bentu sumir matsmanna á að þar gæti margt komið til, margir bátar hefðu fækkað netum, menn sæktu sjóinn stífar en áður, og einnig hefði kvótakerfið sitt að segja. Það væri altalað að verri fiskurinn væri látinn fyrir borð. „Fiskurinn sem að landi kemur er mjög góður yfirleitt. Hlutfall í I. ut á sjóinn flokk af grunnslóð er 8U-9U7o en lakara hjá þeim sem dýpra sækja. Það er greinilegur munur á fisk- gæðum nú og á vertíðinni í fyrra“, sagði matsmaður í Grindavík. „Það hafa verið einmuna gæftir hér á Snæfellsnesi síðustu 10 daga og ntjög góður fiskur sem kemur að landi. Þetta helst að nokkru leyti í hendur. Hins vegar feliur nokkuð í 2. flokk þar sem fiskurinn er upp- fullur af æti og nokkuð við- kvæmur", sagði fiskmatsmaður í Ólafsvík í samtali við Þjóðviljann. Hann bætti því við að sú saga að vísu ósönn gengi nú fyrir vestan að svo mikið ræki af fiski þar á fjörur að fólk væri farið að hengja upp í stórum stíl á milli húsa. Þessi saga segir þó sitt um ástandið. -Ig./S.dór. Atkvœðagreiðsla innan BSRB 19.-20. mars: Fellum samningana! segja SFR-félagar í nýútkomnu dreifiriti „Foringjarnir segja líka að á meðan ástand þjóðarbúsins sé svona slæmt sé harðari kröfugerð algerlega óraunhæf. Við segjum þvert á móti: Stóra gatið hans Alberts og ótryggt ástand efnahagsmála ætti að vera verkalýðs- samtökunum hvatning til að efla tryggingu sína gagnvart nýjum árásum á kjörin. Við vitum að aðferðin er alltaf sú sama þegar staga á í götin, það er gert með kjaraskerðingu á láglaunafólki“. Hið háa raforkuverð: Sverrir andvígur athugun Sverrir Hcrmannsson iðnaðar- ráðherra lagðist gegn því á Alþingi í gær að samþykkt yrði tillaga um að nefnd þriggja óháðra sérfræð- inga kannaði gaumgæFdcga orsakir verðmyndunar á raforku til al- mennings. Allsherjarnefnd hafði þó mælt einróma með samþykkt til- lögunnar og höfðu þingmenn allra flokka tekið þátt í afgreiðslu máls- ins í nefndinni. I ræðu Sverris Hermannssonar kom framað hann hafði óskað eftir stuðningi frá Framsöknarflokkn- um til að koma í veg fyrir samþykkt tillögunnar en verið neitað um stuðning. Ólafur Þ. Þórðarson, Eiður Guðnason og Hjörleifur Guttormsson mæltu eindregið með því að tillagan yrði samþykkt. Afgreiðsiu málsins. var frestað þar til í næstu viku. óg- Þannig segir m.a. í dreifiriti fé- laga úr Starfsmannafélagi ríkis- stofnana þar sem BSRB félagar eru eindregið hvattir til að fella nýgert samkomulag BSRB og ríkisins. At- kvæðagreiðsla fer fram á mánudag og briðjudag, 19.-20. mars. í dreifiritinu segja SFR félagarn- ir að strax og kjarasamningum sé lokið muni kjaraskerðingar skella yfir að nýju, bæði í formi verð- hækkana og skattlagningar og að gegn slíkum ráðstöfunum sé engin vörn í samningum opinberra starfs- manna. Þá er bent á að santningar ASI-VSÍ séu að grotna niður hvar- vetna um land og að fjöldi stórra félaga, sérstaklega láglaunafélaga, hafi fellt samningana. Opinberir starfsmenn eigi að standa við hlið þeirra sem höfnuðu þessurn lélega og ótrygga samningi, segir m.a. í dreifiritinu. I lok dreifiritsins leggja SFR fé- i lagarnir fram hugmyndir um þrjú meginatriði sem ný kröfugerð op- inberra starfsmanna eigi að byggjast á. í fyrsta lagi að einhverj- um hluta kjaraskerðingarinnar verði náð til baka. í öðru lagi að laun verði örugglega verðtryggð og í þriðja lagi að laun miðist við 16 ára aldur en ekki 18 eins og nú sé verið að troða inn í samningana. - v. Kosningarnar í HÍ Óbreytt staða Urslit kosninganna í Háskóla íslands í gærkveldi, breyttu ekki valdahlutfalli þeirra þriggja Iista sem þar buðu fram og hafa boðið fram undanfarin ár. Úrslit urðu sem hér segir, í kosningu til stúdentaráðs: A-listi Vöku 716 atkvæði og 5 menn kjörna. B-listi vinstri manna 786 at- kvæði og 5 menn kjörna. C-listi umbótasinna 462 at- kvæði og 3 menn kjörna. Úrslitin í kosningu til Há- skólaráðs: A-listi 709 atkvæði og 1 rnann kjörinn. B-listi 782 atkvæði og 1 mann kjörinn. C-listi 492 atkvæði og engan mann kjörinn. Enn sem fyrr eru yinstrimenn sterkastir i Háskóla íslands þótt ekki muni miklu. Nú er staðan sú í stúdentaráði að Vaka hefur 12 menn, vinstri inenn 12 menn en umbótasinnar 6 mcnn. - S.dór.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.