Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 67. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						2 SífiA - WÓÓVtUtNN  Þriðjudagiir 20. iriárs T9&4
„Það hafa komið fram van-
kantar á kvótakerfinu og þá
ætlum við að sníða af, en kvót-
akerfinu verður ekki brey tt á
þessu ári", sagði Halldór Ás-
grímsson sjávarútvegsráðherra
á fundi þeim sem útgerðar-
menn, sjómenn og fiskverkend-
ur efndu til sl. sunnudag í Sig-
túni í Reykjavík. Segja má að
þetta hafi verið hin eina
áþreifanlega niðurstaða þessa
fundar, sem annars einkenndist
af mikilli gagnrýni á kvótakerf-
ið, eins og fram kemur í áiyktun
þeirri sem samþykkt var í lok
fundarins. Það eina sem bent
var á að koma ætti í stað kvót-
akerfisins, miðað við fiskvernd-
un, er 4. málsgrein ályktunár-
innar, þar sem segir að sníða
beri vankanta af þeim stjórnun-
araðferðum sem beitt hefur
verið á liðnum árum, skrapdag-
akerfinu, og láta það síðan taka
við af kvótakerfinu.
Tveir af fundarboðendum, Jón Magnússon og Jens Valdimarsson 1. t.v. (Ljósm. - eik-)
Kvótakerfinu ekki breytt í ár
var svar Halldórs Ásgrímssonar við áskorunum frá
fundarmönnum um að afnema núverandi kvótakerfi
Jón Magnússon útgerðarmaöur
og skipstjóri frá Patreksfirði var sá
er mest hvatti til þessa fundar.
Hann sagði í upphafi fundar að
ástæðan fyrir því að hann var hald-
inn hafi verið sú, að mörgum út-
gerðarmönnum og sjómönnum
hafi blöskrað hvað menn voru
komnir Iangt af leið með að setja
kvótakerfið á. Hann sagðist ekki
hafa á takteinum lausn á málinu,
en sagðist tilbúinn að vinna með
hverjum sem er til að finna betri og
réttlátari leið til stjórnunar fisk-
veiða en kvótakerfið.
Þorsteinn Jóhannesson, sem var
einn frummælenda sagðist líta á
þennan fund sem aðvörun til
manna uppá seinni tímann, svo
ekki yrði gerð sama vitleysan aftur
og setning þessa kvótakerfis.
Jens Valdemarsson kaupfélags-
stjóri á Patreksfirði, sem var 3ji
frummælandi, sagðist í upphafi
hafa verið hlynntur kvótakerfinu,
en framkvæmd þess hafi komið,
sem köld vatnsgusa yfir hann, eins.
og svo marga aðra. Hann sagðistj
því vera orðinn andvígur kvóta-
kerfinu og vilja afnema það. Hann!
sagðist alltaf hafa hugsað kvóta-
kerfið sem stjórnkerfi, en ekki til
að taka allt frumkvæði af sjó-
mönnum og útgerðarmönnum eins
og það gerði í framkvæmdinni.
Jón Magnússon benti á að kerfið
tæki allt frumkvæði af sjómönnum
og útgerðarmönnum og mannlegi
þátturinn hefði algerlega gleymst.
Nú væri ekki lengur þörf fyrir
dugnaðarmenn, allir væru settir í
meðalmennskuna.
Hvar er
formaður LÍÚ?
Sigurður Haraldsson útgerðar-
maður kom fyrstur í ræðustól að
loknum framsöguræðum og spuröi
strax um Kristján Ragnarsson, for-
mann LÍÚ, en hann var ekki á
fundinum og var hann harðlega
gagnrýndur fyrir að koma ekki.
Sigurður sagði að í kjölfar „svartr-
ar" skýrslu fiskifræðinga hefði
komið „svartur" kvóti. Hann sagði
fiskifræðinga ekkert vita hvert fisk-
urinn færi í sjónum, né hvenær
hann kæmi og nefndi mörg dæmi
um rangar spár og útreikninga
fiskifræðinga, máli sínu til stuðn-
ings.
Skúli   Alexandersson   alþingis-
maður tók til máls og benti á að þær
forsendur sem lagðar voru til
grundvallar kvótakerfinu væru
brostnar. Hann sagði ljóst að kvót-
inn kæmi ekki í veg fyrir að minna
væri veitt, þess í stað væri nú svikið.
framhjá vikt og hent í sjóinn lak-
asta fiskinum og smáfiski. Þá væri
nú þegar ljóst að sá sparnaður sem
menn bjuggust við að leiða myndi
af kvótakerfinu hefði ekki komið
fram. Menn sæktu jafnt stíft og
áður meðan fiskur veiðist. „Það má
vera að gæði þess afla sem að landi
kemur séu betri en áður, en ég
spyr, eru ekki til aðrar og betri
leiðir til að ná þvf takmarki, en að
skammta mönnum aflamagn.
Hann taldi að mikið vantaði uppá
að ákvörðun um kvótakerfið hefði
verið tekin með lýðræðislegum að-
ferðum. Það var Fiskiþing sem á-
kvað þetta, aðeins annar af
tveimurfulltrúum Vestlendinga sat
það þing og hafði ekkert umboð til
að samþykkja kvótakerfi fyrir alla
sjómenn og útgerðarmenn á-Vest-
urlandi. Skúli sagðist endalaust
geta rakið ranglæti þessa kvótak-
erfis, rangláta skiptingu milli báta,
milli landshluta o.s.frv. Ranglætið
væri nær endalaust.
Of seint
brugðist við
Garðar Magnússon sagðist frá
upphafi hafa verið á móti kvóta.
Nú væri allir gallar hans komnir í
ljós. Nú væri fiskiganga, en samt
væri engu hreyft, Hafrannnsókna-
stofnunin hefðist ekkert að. Jakob
Sigurðsson, fiskverkandi, kvað
kvótann hafa verið illa undirbúinn
og hafa verið settan á alltof skyndi-
Ályktun Sigtúnsfundarins
Eftirfararidi ályktun var samþykkt á fundi sjó-
manna, útgerðarmanna og fiskverkenda á fundi í
Sigtúni sl. sunnudag:
Almennur fundir sjómanna, útgerðarmanna og
fiskverkenda haldinn í Sigtúni sunnudaginn 18.
mars 1984 telur að sú leið sem valin var til stjórn-
unarfiskveiða íbyrjun ársins, skiptíng afla á veiði-
skip, með öllu óhœfa þar sem hún leiðir m.a. til
óréttlátrar skerðingar á þeirri athöfn fiskimanns-
ins, sem leitt hefur sjávarútveginn til að vera meg-
instoð þjóðarbúskaparins. Einnig skal bent á
hvern vegþessi stjórnun leikur atvinnuöryggifólks
einstakra byggðarlaga.
Fundurinn gengur ekki frqmhjá þeirri staðreynd
að nýta verður fiskistofna með fullri varúð, því
¦ verði að gceta, aðfriðun hrygningarfiska komi að
sem mestu gagni, þá verði og gœtt verndunar ung-
fisks.
Við takmörkun á sókn ífiskistofna ber að endur-
skoða fiskveiðistefnunu ársfjórðungslega með til-
liti til framvindu veiða.
Fundurinn teíur að þeim stjómunaraðferðum,
tímabundnar veiðistöðvanir, sem viðhafðar hafa
verið á liðnum árum hafi ekki verið beitt sem
skyldi, því verðiþœr aðferðir endurskoðaðar, þar
semþœr myndu sníðafrá höfuð galla kvótakerfis-
ins, enleiða tilþess árangurs, sem kvótakerfinu er
ætlað að ná.
Fundurinn varar stjómvöld alvarlega við núver-
andi stefnu við stjórnun fiskveiða, sem leiða mun
til uppgjafar athafna í fiskveiðum og ófarnaðar
sjávarútvegsins. Telur hann því að endurskoða
beri nú þegar gildandi reglur.
lega. Á honum væri of margir van-
kantar, sem ekki verði unað við:
Kristján Pálsson frá Ólafsvík
sagðist hafa verið meðmæltur
kvóta í upphafi og samþykkt hann
á fiskiþingi. Nú hefur komið í ljós
að meiri fiskur er á miðunum en
búist var við, fjölmargir bátar að
verða búnir með kvótann sinn og
atvinnuleysi blasti við víða um
land. Því þarf að taka málið til
gagngerrar endurskoðunar, sagði
Kristján.
Guðjón Kristjánsson skipstjóri
og formaður FFSÍ, benti á að í ára-
tugi hefðu verið upp og niður-
sveiflur í veiðum. Allt frá 280 til
550 þúsund lesta ársafla á íslands-
miðum. Ef aðeins ætti að leyfa
veiðar á 220 þúsund tonnum væri
ekkert kerfi til sem gæti gengið við
slíka viðmiðun.
Halldór Ásrímsson sjávarút-
vegsráðherra sagði að auðvelt væri
að vera á móti stjórnun fiskveiða,
en þeir sem það væru yrðu þá að
benda á betri leiðir en þær sem þeir
væru að gagnrýna. Hann rakti síð-
an gang mála frá því „svarta skýrsl-
an" kom frá Hafrannsókn sl. haust
og þar til kvótakerfið kom til fram-
kvæmda. Hann benti á að þetta
kerfi væri sett til eins árs og við það
yrðu menn að una, héðan af yrði
því ekki breytt, fyrr en á næsta ári
og væri þegar hafin vinna við
mótun fiskveiðistefnu fyrir næsta
ár. Hann þakkaði fyrir þennan
fund, svona samkomur gætu aldrei
orðið nema til góðs.
Fjölmargir aðrir tóku til máls, í
allt voru ræður 27 og voru ræðu-
menn allir að heita má á einu máli
um, að kvótakerfið væri slæmt, því
þyrfti að breyta eða afnema með
öllu. Síðan var samþykkt ályktun
fundarins, sem birt er annarsstaðar
hér á síðunni.
- S.dór
Óskar Vigfússon formaður Sjómannasambands íslands og Guömundur Halivarðsson formað-
ur Sjómannafélags Reykjavíkur létu sig ekki vænta á kvótafundinum.
AHmargir alþingismenn, bæði núverandi og fyrrverandi mættu á fundinum, hér eru þeir Jón
Sólnes fyrrverandi alþingismaður með þeim Skúla Alexanderssyni og Steingrími Sigfússv
alþingismonnum. (Ljosm. - eik - )
ni
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20