Þjóðviljinn - 22.03.1984, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 22.03.1984, Blaðsíða 1
DJOÐVIUINN „VL“-mennirnir halda upp á afmæli: Aukinn vígbúnaður á Keflavíkurflugvelli hefur algjöran for- gang. Sjá bls. 4 og 8. mars fimmtudagur 67. tbl. 49. árgangur Eru stöðugleikamælingar á íslenskum skipum óáreiðanlegar? 8 bátar hafa farist af 34 sem eru smíðaðir eftir sömu teiknihgunni í Þýskalandi og Hollandi Eftir að Hellisey VE sökk við Vest- mannaeyjar á dögunum hafa margir haft samband við Þjóðviljann og bent á að margir bátar af sömu gerð og Hellis- ey hafí farið niður á undanförnum árum. Bent er á í þessum sambandi að Haförn SH sem fórst á Breiðafirði í des- ember sl. hafi verið systurskip Hellis- eyjar. Vegna þessa hefur Þjóðviljinn kannað þetta mál. Á árunum 1956 til 1960 voru smíðuð 34 skip eftir teikningu Hjálmars Bárð- arsonar í Þýskalandi og Hollandi. Þessi skip voru 75 til 90 lesta. í Fustenberg í Þýskalandi voru smíðaðir 5 bátar og af þeim hafa 3 farist. I Brandenburg voru smíðaðir 15 bátar. Af þeim eru 8 enn í notkun, 1 var seldur úr landi, 2 hafa strandað og 4 farist. í Brandenfleth voru byggðir 4 bátar og hefur einn far- ist^ Ensnhorn voru byggðir 2 sem báðir eru enn í gangi og í Hollandi 4 sem einnig eru allir í gangi. Það sem vekur athygli er að af þeim 8 bátum sem hafa farist hafa flestir farist eftir að búið var að skipta um vél í þeim eða gera aðrar breytingar. Bendir það til þess að við breytingarnar hafi orðið stöðugleikaröskun á bátunum. Það er samdóma álit þeirra sem kynntust þess- um bátum nýjum, meðan þeir voru allir með þungar Mannheim-vélar að þetta hafi verið hin bestu sjóskip. Síðari tíma vélar eru mun léttari, auk þess sem ýmsar aðrar breytingar hafa verið gerð- ar á bátunum, sem geta breytt stöðug- leika. -S.dór Sjá leiðara bls. 4 Æ. Hálft tíunda þúsund atkvæði bárust í BSRB kosningunum og voru þau opnuð og skorin í Gutenberg prentsmiðjunni í gær. (Ljósmynd-eik). Kjarasamningar BSRB og ríkis- valdsins samþykktir: Já: 5336 Nei: 3710 Kjarasamningur BSRB og ríkisvaldsins var samþykktur með 5336 atkvæðum eða 57.5% gegn 3710 eða 40.0% en atkvæði voru talin í gærkvöldi. Þess skal þó getið að þetta eru ekki lokatölur því ekki reyndist unnt að telja liðlega 300 atkvæði en þau koma ekki til með að breyta þessum niðurstöðum. Alls kusu 9591 eða 79.9% af þeim sem voru á kjörskrá. í gærkvöldi voru talin 9277 atkvæði og af þeim voru 231 auð eða ógild. Alls eru 14 félög ríkisstarfs- manna innan BSRB og fer samn- inganefnd bandalagsins með samn- ingsréttinn fyrir þau öll. Félögin eru: Félag flugmálastarfsmanna ríkisins, Félag íslenskra síma- manna, Félag starfsmanna stjórn- arráðsins, Hjúkrunarfél. íslands, Landsamband lögreglumanna, Ljósmæðrafélag íslands, Lög- reglufélag Reykjavíkur, Póst- mannafélag íslands, Kennarasam- band íslands, Starfsmannafélag ríkisstofnana, Starfsmannafélag sjónvarps, Starfsmannafélag ríkis- útvarpsins, Starfsmannafélag Sjúkrasamlags Reykjavíkur og Tollvarðafélag íslands. Hin 33 félög innan BSRB hafa aðeins atkvæðisrétt um aðalkjara- samninga en ekki sérkjarasamn- inga. Ef ekki nást sérkjarasamn- ingar fer deilan til Kjaranefndar. v/6g SÁÁ að yfirtaka áfengis- varnir í Reykjavík Samkvæmt heimildum Þjóðviljans liggur nú fyrir samningur um að SÁÁ yfirtaki rekstur áfengisvarnadeildar Heilsuverndarstöðvarinnar en SÁÁ óskaði eftir því s.l. haust. Við deildina eru 6 stöðugildi og er fjárveiting til starfscminnar 1984, 2,5 mi|jónir króna. SÁÁ hyggst reka deildina sem verktaki á kostnað borgarinnar. Gísli Teitsson, framkvæmdastjóri Heilsuverndarstöðvarinnar sagði í gær að skiptar skoðanir væru um þetta mál, en ekki væri gert ráð fyrir neinum breytingum á starfseminni þó SÁÁ yfir- tæki hana. Aðalstarf deildarinnar er fólgið í ráðgjöf til aðstandenda áfengis- og vímuefnasjúklinga, en náið samstarf hefur verið milli borgarinnar og SÁÁ um þessa hluti, m.a. leigir borgin 30% af húsnæði SÁÁ í Síðumúla 3-5. Gísli sagði að ekki hefðu komið fram neinir gallar á þessu samstarfi en um rökin fyrir yfirtöku SÁÁ vísaði hann til for- manns eða framkvæmdastjóra SÁÁ. í þá náðist ekki í gær, en þess má geta að framkvæmdastjórinn, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson á sæti í heilbrigðisráði Reykjavíkur. Öísli sagði að lokum að stefnt væri að næsta viðræðufundi við SÁÁ eftir hálf- an mánuð og byggjust menn við að niðurstaða fengist í málið þá. Ingibjörg Björnsdóttir (deildarstjóri áfengisvarnadeildar segir í viðtali við Þjóðviljann í dag að lítið samráð hafi verið haft við sig vegna þessa máls og sér hún ýmsa vankanta á því að borgin hætti að sinna þessum veigamiklu mál- um. 'Sjá bls. 5 SÍS forstjórinn í brons Fyrir skömmu komu til landsins 10 brjóstmyndir af Erlendi Einarssyni for- stjóra SÍS, Margréti Helgadótturkonu hans og Þorsteini Jónssyni kaupfélagsstjóra á Reyðarfirði. Hérerum að ræða gifsmyndir og einnig afsteypur í brons. Ætluninerað setja myndir af forstjórahjón- unum upp í a.m.k. Sam- vinnubankanum og hjá Samvinnutryggingum. Fjórar þessara bronsmynda eru af Erlendi Einarssyni for- stjóra SÍS og tvær af Margréti konu hans. Myndir þessar eru gerðar af frönskum listamanni sem tók gifsgrímur af þeim hjónum á síðasta sumri. Ein mynd af Erlendi mun verða sett upp í Samvinnubankan- um og myndir af þeim hjónum munu prýða húsakynni Sam- vinnutrygginga innan tíðar. Þáð er Skipulags- og fræðsludeild Sambandsins sem flytur brjóstmyndirnar til landsins. Kjartan P. Kjartans- son framkvæmdastjóri deildarinnar sagði í samtali við Þjóðviljann í gær að hann væri ekki farinn að sjá af- steypurnar. Hins vegar hefði hann fyrir nokkru sent gifs- haus af Erlendi til útlanda. „Þegar ég fæ afsteypurnar mun ég væntanlega senda þær beint inn í skjalasafn Sam- bandsins þar sem fleiri styttur eru fyrir. Svo getur vel verið að við gerum eins og í Aþenu eða Róm að setja upp myndir einhvers staðar á skrifstofun- um.“ „Hér er ekki nein forfeðra- dýrkun á ferðinni. Við setjum ekki upp neinn helgislepju- svip þegar við horfum á hann Erlend,“ sagði Kjartan P. Kjartansson að síðustu. -v.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.