Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						Vigdfs _ Finnbogadóttir
forseti Islands heidur utan
til Finnlands í dag. Hún
heimsækir m.a. höllina í
Turku en þar voru íslensk-
ir fréttamenn á ferð í sl.
viku.
Sjá
apríl
miðvikudagur
84. tbl.
49. árgangur
Stjórnarformaður Eimskips selur fyrirtækinu innréttingar frá eigin heildverslun
Ekkí annarra kosta völ
segir Halldór H. Jónsson
sem stjórnar, teiknar og selur
jöfnum höndum
- Það er enginn annar sem flytur þetta inn, svo það er
ekki annars kosta völ, sagði Halldór H. Jónsson stjórnar-
formaður Eimskips þegar Þjóðviljinn spurði hvort hann
teldi eðlilegt að klæða stórhýsi fyrirtækisins með vegg-
klæðum frá eigin heildverslun.
I ársskýrslu sinni á aðalfundi Eimskips á dögunum gat
Halldór H. Jónsson þess að miljónum króna hefði verið
varið í innréttingar í aðalbyggingu félagsins.
Pórður Sverrisson fulltrúi fram-
kvæmdastjóra Eimskips upplýsti að
stjórnarformaður fyrirtækisins
hefði sjálfur verið arkitekt
innréttinganna og haft yfirumsjón
með framkvæmdum.
„Ég er tiltölulega vandur að virð-
ingu minni svo ég held að ég myndi
ekki gera það ef ég teldi svo vera",
sagði Halldór H. Jónsson þegar
Þjóðviljinn spurði hvort hann teldi
ekki óeðlilegt að hann hannaði
sjálfur verk hjá fyrirtækjum einsog
Eimskip sem hann væri í stjórn hjá.
Þess má geta að Halldór teiknaði
m.a. stórhýsi íslenskra aðalverk-
taka,  Bændahöllina,  skrifstofu-1
byggingu Áburðarverksmiðjunnar
og innréttingarnar í viðbyggingu
Eimskipafélagshússins. Þessi sami;
Halldór er jafnframt stjórnarmaður!
þessara fyrirtækja.
Veggklæðningar í hinu ný-
innréttaða húsnæði eru fluttar inn
af héildversluninni Garðar Gísla-
son h/f. Sams konar veggklæðni-
ngar prýða húsnæði ýmissa annarra
stórbygginga sem hann situr í stjórn
hjá. Garðar heitinn Gíslason var
tengdafaðir Halldórs og er Halldór
sjálfur hluthafi í heildversluninni.
jp/óg.,
Sjá
bls.
Veggklæðningarnar í hlnu nýinnréttaða húsnæði Elmskipafélagsins eru fluttar inn af fyrlrtœki Hall-
dórs H. Jónssonar en á síðasta aðalfundl félagsins gat hann þess að miljónum króna hefði verlð varlð
f þann lið á sl. ári. Ljósm. Atll
Vatnsflóð á
Hjónagörðum
„Hrædd um að viðgerð Hjónagarða
verði kostnaðarsöm og erfið
fjármögnun", sagði Stefanía
Harðardóttir hjá Félagsstofnun
(gær mátti sjá pg heyra dropa leka í þessa fötu sem merkt er Hjónagörðum
og staðsett er í samelginlegri setustofu íbúa.
„Fólk hefur dregið fram alla
koppa og fötur til að taka á móti
vatnsflóðinu sem streymir hing-
að inn", sagði garðprófastur á
Hjónagörðum við Þjóðviljann í
gær. Hús Hjónagarða er um 10
ára gamalt og hafa lekavand-
amál sem hrjáð íbúa þar farið
versnandi í vetur.
„Við erum mjög hrædd um að við-
gerð Hjónagarða verði kostnaðar-
söm og erfið fjármögnun", sagði
Stefanía Harðardóttir hjá Félags-
stofnun stúdenta. Sagði hún að þak
hússins leki mikið og búið sé að fá
tilboð í viðgerð á því sem nemi yfir
eina miljón króna. Einnig sagði
hún múrskemmdir verulegar á hús-
inu og að búið sé að ráða sér-
fræðing að Félagsstofnun til að
kanna þær og ráðleggja um við-
gerðir
Hrafnkell Thorlacius arkitekt
hússins sagði Þjóðviljanun að verk-
takar sem gengu frá þakinu hefðu
farið á hausinn áður en verkinu var
lokið og vegna peningaleysis hefði
aldrei verið gengið vel fá því.
„Talsverðar múrskemmdir eru
einnig á húsinu og hefði þurft að
mála það fyrir löngu síðan. Það er
búið að standa til í mörg ár en hefur
ekki verið framkvæmt vegna pen-
ingaleysis. Málningin hefði getað
bjargað einhverju" sagði Hrafkell.
Stefanía og Hrafnkell gátu ekki
sagt um það hver muni á endanum
bera fjárhagslegt tjón af viðgerð-
um Hjónagarða.
-ip
Ætla kaupmenn
að knésetja     ,
Miklagarð?
Ekki rétt
segir formaður
Kaupmannasam-
takanna
„Ég er alveg sannfærður um að
þetta á við engin rök að styðjast",
sagði Sigurður E. Haraldsson for-
maður Kaupmannasamtakanna um
frétt Þjóðviljans í gær um að kaup-
menn sma'iri og stærri verslana
hefðu bundist úformlegum sain-
tökun um að knésetja Miklagarð.
„Hitt er aftur rétt að þessar versl-
anir eru allar að slást og það er verð-
stríð einkum í matvöruversluntnni
þar sem ekki eru lengur nein
leiðbeinandi verð og menn eru því
að leita fyrir sér. Þetta getur þróast
út í mikil undirboð, verðstríð sem
gæti orðið einhverjum hættulegt.
Og þá er kannski Mikligarður í
sömu hættu og aðrir".
Sigurður sagði að einkaverslun í
borginni væri búin að vera að keppa
við samvinnuverslun í áratugi.
„Hún óttast ekki þá samkeppni
þannig að hún skjálfi í hnjáliðun-
um", sagði formaður Kaupmannas-
amtakanna.              -Ig.
Sjá meirn uin verðstríð
verslananna bls. 2
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16