Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						2 SÍÐÁ - ÞJÓÐVILJINN Miðvikúdagur 11. aprfl 1984
Friðarpáskar
1984 í
Norræna húsinu
„Friðarpáskar 1984" er yfir-
skrift samfelldrar menning-
ardagskrár sem 16 friðar-
samtök á íslandi standa fyrir
í Norræna húsinu í Reykja-
vík frá laugardeginum 14.
apríl til mánudagsins 23.
apríl (2. í páskum). Á laugar-
daginn munu friðarsinnar
safnast saman á Lækjartorgi
og ganga saman að Norræna
húsinu við undirleik Horna-
flokks Kópavogs en við Nor-
ræna húsið leikur Skóla-
1 hljómsveit Kópavogs.
Þessa daga verða málverkasýn-
ingar í Norræna húsinu og á hverj-
um degi verða þar dagskrár frá því
um nónbil og fram á kvöld. Dag-
skrárnar eru mjög fjölbreyttar;
leikrænar, sungnar , fræðandi og
pólitískar. Daglega verður efni sér-
staklega fyrir börn. Listamenn sem
fram koma á dagskrám friðar-
páskanna skipta hundruðum og
samtökin sem að standa eru fulltrú-
ar nær allrar þjóðarinnar.
Málverkasýning verður opnuð í
sýningarsölum Norræna hússins kl.
15.00 á laugardaginn. Friðarvikan
verður opnuð af Jóhönnu Boga-
dóttur og Sr. Gunnar Kristjánsson
mun flytja ávarp.
Þá syngja þrjár stúlkur; Marta
Halldórsdóttir, Hildigunnur Hall-
dórsdóttir og Hildigunnur Rúnars-
dóttir. Að því loknu munu þau
Andri fsaksson og Margrét Pála
Ólafsdóttir flytja erindi um friðar-
uppeldi og sitja fyrir svörum.
Að loknu hléi mun Þorsteinn Ö.
Stephensen lesa bréf indíánahöfð-
ingjans Seattle til Washington for-
seta. Edda Þórarinsdóttir syngur
við undirleik Bjarna Jónatans-
sonar.
Þá verður leiklestur úr Alman-
aki Jóðvinafélagsins eftir Ólaf
Hauk Símonarson. Flytjendur: Er-
lingur Gíslason, Guðbjörg Thor-
oddsen, Kristbjörg Kjeld og Krist-
ján Franklín Magnús. Bernard
Wilkinson leikur undir á flautu,
leikstjóri er Sigrún Valbergsdóttir
en kynnir Steinunn Sigurðardóttir.
Kl. 16.00 til 19.00 sama dag
veður opin myndsmiðja fyrir börn
og fullorðna undir handleiðslu
myndlistarmanna. Á sama tíma
sitja fulltrúar hinna ýmsu hreyfinga
fyrir svörum og gefa upplýsingar.
Um kvöldið kl. 20.30 leika og
syngja þau Arnþór Helgason og
Guðrún Hólmgeirsdóttir. Flutt
verður leikrit „Eg læt sem ég sofi"
eftir Raymonds Briggs í þýðingu
Bergþóru Gísladóttur og Kenevu
Kunz. Guðrún Stephensen og Ró-
bert Arnfinnsson flytja en Jill Bro-
oke Árnason leikstýrir.
Hér hefur verið rakin dagskrá
laugardagsins en slík fjölbreytni
verður í Norræna húsinu til annars í
páskum.
Hefjast á laugardag
Fulltrúar friðarhreyfinganna kynntu dagskrá friöarvikunnar á páskum fyrir blaðamönnum í gær. Ljósm eik.
KRON
lækkar
vöruverð
um 10%
„Langstærsta verkefniö hjá
KRON um þessar mundir er að
koma Miklagarði á öruggan
rekstrargrundvöll. Það leikur
ekki tveim tungum að Míkli-
garður hefur leitt til lækunar á
almennu vöruverði og við sem
eigendurmeirihlutans íversl-
uninni höfum starfað heil og
óskipt að því verkef ni enda er
það fyllilega í samræmi við til-
gang KRON", sagði Ingólfur
Ölafsson kaupfélagsstjóri í
KRON í samtali við blaðið.
„Hitt er svo annað mál að þessi
stóra og mikla verslun hefur haft
meiri áhrif á rekstur KRON en
Tökum þátt í
verðstríomu
segir Ingólfur Óskarsson kaupfélagsstjóri
annarra verslana því félagsmenn í
KRON líta eðlilega á Miklagarð
sem sína búð og gera þar viðskipti í
allmiklum mæli", sagði Ingólfur
ennfremur.
KRON verslanir hafa auglýst
10% afslátt á öllum vörum hjá sér
fram að páskum. Við spurðum Ing-
ólf hvort þetta væru viðbrögð við
slæmri útreið KRON verslana í ný-
afstöðnum könnunum Verðiags-
stofnunar.
„Með þessu erum við fyrst og
fremst að gera okkur gildandi í því
verðstríði sem nú er háð hér á
Reykjavíkursvæðinu. Hitt er svo
annað mál að þessar kannanir
segja alls ekki alla söguna. Þar má
nefna að þar var alls ekki um að
ræða athugun á verðinu almennt
heldur á einstökum afmörkuðum
vörutegundum. Við hefðum ef-
Iaust komið betur út ef allir vöru-
flokkar hefðu verið kannaðir. Þá er
ekki síður mikilvægt að gera sér
grein fyrir því að til þess að vöru-
tegund yrði samanburðarhæf í
könnuninni á verði stórmarkað-
anna, varð hún að vera til í öllum
verslununum í úttektinni. Þetta
gerði það að verkum að mikið af
okkar vörumerkjum, sem við telj-
um ódýr eins og t.d. Juvel hveiti og
eru ekki í öllum verslununum,
komu ekki til álita í athugun Verð-
lagsstofnunar".
„Þetta verðstríð sem nú hefur
blossað upp hygg ég að stafi af
þeim meginþáttum. Annars vegar
tilkomu Miklagarðs eins og ég
sagði áðan en hin ástæðan er hinn
almenni samdráttur kaupgetunnar
og minnkandi verslun af þeim
sökum. Allar verslanir reyna að
halda sínum hlut eftir sem áður og
okkar lækkun á álagningu er til-
raun til þess", sagði Ingólfur Ólafs-
son kaupfélagsstjóri KRON.     -v
Æskulýðsfylking á hljómgrunn
Stofnun tveggja
deilda í bígerð
Lára Jóna Þorsteinsdóttir f rá Æskulýðsfy Ikingunn i er vel kunnug fiskverkun
og deilir hér reynslu sinni með einni af stúlkunum í Hraðfrystihúsi Fá-
skrúðsfjarðar. Ljósm Jón Ingi
I síðustu viku voru haldnir fundir á
Austurlandi á vegum Æskulýðsfylking-
ar Alþýðubandalagsins og tókust svo vel
að nú er í bígerð að stofna deildir á
tveimur stöðum. Víða annars staðar
varð vart viðmikinn áhuga á starfi fylk-
ingarinnar og lögð drög að stuðnings-
mannakerfi.
Að sögn Láru Jónu Þorsteinsdóttur
sem ásamt öðru fylkingarfólki var drif-
fjöður fundanna er nú fyrirhugað að
stofna deildir bæði á Egilsstöðum og í
Neskaupsstað, og í kjölfar fundanna
fyrir helgi voru settir á laggir hópar til
að undirbúa deildarstofnunina sem er
fyrirhuguð í júníbyrjun, ef guð lofar.
Lára Jóna var feyki hress með þann
áhuga sem víða var sýndur á starfsemi
fylkingarinnar og taldi að margt yngra
fólk kysi fremur að starfa innan hennar
fyrst í stað, fremur en verða fullgildir
meðlimir Alþýðubandalagsins. Með
því að fylgja þessu eftir taldi Lára að
áreiðanlega væri hægt að koma upp
öflugu starfi á Austurlandi, en þar hafa
ekki verið starfandi deildir á vegum
Æskulýðsfylkingarinnar fram til þessa.
-ÖS
Starfsmenn Arnarflugs bjartsýnir
Sækja fast í kaup
á hlut Flugleiða
„Við hljótum að vona að Flug-
lei'ðamenn séu tiibúnir að selju
okkur hiut sinn í ArnarfTugi eftir
að hafa gefið út opinbera yflrlýs-
ingu um að þar sé um glatað fé að
ræða því vart hefur fyrirtækið
mikiíin áhuga á að halda í slíka
smámuni", sagði Stefán Bjarna-
son formaður Starfsmannafélags
Arnarllugs á blaðamannafundi í
gær en þá átti fyrirtækið 8 ára
afjmæli.
Starfsfólk Arnarflugs á 23.7%
eignarhlut í fyrirtækinu en Flug-
leiðir eiga stærsta hlutann eða
40.1%. Starfsmenn eru tilbúnir
að kaupa hlut Flugleiða og hafa
lýst þeirri skoðun sinni en ekki
fengið svör um þá málaleitan
ennþá.
Forsvarsmenn Starfsmannafé-
lags Arnarflugs sögðu á fundin-
um með fréttamönnum í gær að
hlutabréf   í   fyrirtækinu   væru
hvorki verðlaus né glatað fé. Fé-
lagið væri að rétta úr kútnum ef tir
nokkurt erfiðleíkatímabil ag
rekstur þess á árinu 1984 lofaði
mjög góðu. Verðmætasta eign
Arnarflugs væri velþjálfað starfá-
fólk með mikla reynslu á sviði
flugrekstrar og það hefði mikla
trú á fyrirtækinu sem lýsti sér í
áhuga á kaupum hlutabréfa.
Sumaráætlun Arnarflu'gs gekk
í gildi 1. apríl sl. Verða farnar
tvær ferðir í viku til Amsterdam í
apríl og maí auk fjöjurra auka-
ferða á föstudögum.I byrjun júní
hefjast svo vikulegar ferðir til
Zurich í Sviss og Diisseldorf .í
Þýskalandi. Síðar í sumar flýgur
svo Arnarflug fjórum sinnum í
viku til Amsterdam og tvisvar í
viku til Ziirich.
Arnarflug hefur einnig gengið
frá leiguflugssamningum fyrir
sumarið og má nefna sem dæmi
að flogið yerður með allt, leigu-
flug fyrir Útsýn til Spánar óg ftal-
íu og alit leiguflug fyrir
Samvinnuferðir Landsýn til ftal-
íu.
Starfsmenn Arnarflugs eru nú
105 en verða um 130 f sumar,
'-v.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16