Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						Miðvikudagur 11. aprfl 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3
Leiðin til áhrifa og auðs:
Gegnum stjórnir
stór fy r ir tækj a?
Kúnstin við að komast í álnir hér
á landi virðist sú að koma sér í
stjómirstórfyrirtækja. Síðan er
leiðin að stofna eigin fyrirtæki
sem getur þjónustað þau stóru.
Á íslandi hafa margireinstak-
lingar notað þessa leið til að
koma sér áfram og um leið hafa
þeir orðið valdamiklir í þjóðlíf-
inu. Einn þeirra er Halldór H.
Jónsson arkitekt sem situr í
stjórn margra stórfyrirtækja,
teiknar nýbyggingar og endur-
byggingar þeirra og flytur inn
efnivið í þessar byggingar í
gegnum heildsölu sína.
Halldór H. Jónsson „Hefur rek-
ið eigin húsameistaraskrifstofu í
Reykjavík frá 1938 og gert m.a.
uppdrætti að mörgum stórbygg-
ingum" eins og segir í íslenskum
Mis-
skilningur
Varðbergs
leiðréttur
„í tilefni af yfiriýsingu Varðbergs
frá 30. mars 1984, er birtist í Morg-
unblaðinu, um friðarmót í Norræna
húsinu á páskum 1984 vill Sam-
starfshópur friðarhreyfinga koma á
framfæri eftirfarandi athuga-
semdum:
Við hörmum þann misskilning
sem fram kemur í yfirlýsingu Varð-
bergs. Þar segir: „Ákvörðun hins
óskilgreinda „friðarhóps"... varsú
að Varðberg og stefna þess skuli
sett utangarðs. Friðarhópur kirkj-
unnar, fulltrúar 93% þjóðarinnar,
varð undir og lét þar við sitja. Þó
var samþykkt að Varðberg gæti
fengið svonefnda „aukaaðild" að
friðarmóti en f þeirri aðild er ekkert
fólgið. Félagið mátti ekki hafa
nokkur áhrif á verkefni friðarmóts-
ins, ekki hafa áhrif á hvaða fræði-
legu fyrirlestrar yrðu fluttir, né
nokkuð annað f undirbúningi.
Aukaaðildin er fólgin í því að
gleypa þá mola sem hrökkva af
borðum hinna formlegu friðar-
sinna."
Þarna gætir ferns konar misskiln-
ings.
I fyrsta lagi var ekki gerð nein
samþykkt um Varðberg sérstak-
lega, heldur var það einungis árétt-
að að þær 11 hreyfingar sem starfað
hafa að undirbúningi friðarmótsins
Undangengna mánuði mundu
standa að því hver undir sínu nafni
(þess má geta, að nær sömu aðilar
stóðu að friðarblysför á Þor-
láksmessu 1983).
í öðru iagi var samþykkt sam-
hljóða, að öðrum hópum eða fé-
Iðgum sem sýnt höfðu áhuga á
þessu samstarfi, eða áhugi var á að
fá inn f það, skyldi gert það kieift ef
þau teldu sig geta skrifað undir
ávarp friðarmótsins. Þarna var ekki
verið að hugsa um einn aðila heldur
fjölda féiaga og hópa, s.s. Sam-
hygð, MFÍK, ýmis tnifélög, pólitísk
félög, Varðberg, MÍR, fslensku
friðarnefndina, Heimsfriðarráðið
o.s.frv.
í þriðja lagi var lögð á þáð áhersla
að hugsanlegir stuðningsaðilar gætu
orðið virkir þátttakendur í mótinu,
bæði í kynningu sinna málefna og
mótun dagskrárinnar (t.d. hyað
varðar fræðilega fyrirlestra og verk-
efni) þó innan þess ramma að
þriggja mánaða undirbúningsvinna
raskaðist ekki úr hófi.
í fjórða lagi er það á misskiiningi
byggt, að einhverjir hafi orðið undir
og aðrir ofan á í mótun þessarar
tillögu. Hún var samþykkt sam-
hljóða, enda ríkir sá andi innan
Samstarfshóps friðarhreyfinga að
mynda einingu um það sem samejn-
aí en víkja því brott sem sundrar."
samtíðarmönnum.
Hann er stjórnarformaður
Eimskips hf. og hefur séð um
teikningar á viðbyggingu fyrirtæk-
isins og haft alla umsjón með
endurbótum á gamla húsinu. Þar
eru veggir klæddir rándýru vegg-
fóðri frá heildverslunirini Garðar
Gíslason hf. sem stjórnarformaður
er hluthafi í.
„Halldór H. Jónsson hannaði
innréttingarnar í Eimskipafélags-
húsinu", sagði Þórður Sverrisson
fulltrúi framkvæmdastjóra Eim-
skips þegar Þjóðviljinn spurði hver
hefði verið arkitekt að nýjum
innréttingum í húsnæði Eimskips.
f ræðu sinni á aðalfundi
Eimskips á dögunum sagði Halldór
H. Jónsson stjórnarformaður m.a.
„Aðrar fjárfestingar voru einkum á
aðalskrifstofu félagsins. Lokið var
við innréttingar á öllu húsnæði á
aðalskrifstofu, nema í matsal 5.
hæðar, Kaupþingssalnum. Auk
þess var fjárfest í tölvubúnaði og
öðrum skrifstofubúnaði. Samtals
námu þessar fjárfestingar 4,9 milj-
ónum króna."
Þjóðviljinn kannaði innrétting-
arnar og spurði Þórð fulltrúa hvort
hann vissi hver flytti inn veggfóðrið
í hinum nýju innréttingum sem
Halldór sjálfur hafði hannað.
Þórður kvaðst ekki vita það.
Sama er uppi á teningnum hjá
íslenskum aðalverktökum. Hall-
dór H. Jónsson arkitekt er í stjórn
fyrirtækisins, teiknaði Watergate
og klæddi það koparslegnu vegg-
fóðri frá eigin innflutningsfyrir-
tæki.
Hjá heildverslun Garðars Gísla-
sonar fengust þær upplýsingar að
fyrirtækið flytti inn veggskrautið
ofangreindrar byggingar.
Enn má áfram telja: Halldór er
fulltrúi ríkisins í stjórn Bændahall-
arinnar, teiknaði líka höllina og þá
nýju sem nú er verið að reisa. Einn-
ig var hann í stjórn Áburðarverk-
smiðjunnar hf. og teiknaði skrif-
stofubyggingu fyrirtækisins.
Þj óðvilj inn ræddi viðHalldórH.
Jónsson arkitekt í gær og spurði
hann hvort honum fyndist eðlilegt
að hafa sjálfur umsjón með bygg-
ingarframkvæmdum og hanna
breytingar í fyrirtækjum sem hann
er stjórnarmaður í. „Það verða
aðrir að meta það, ef ég teldi það
ekki vera þá væri ég víst alls ekki að
því. Ég er tiltölulega vandur að
virðingu minni, svoleiðis að ég held
að ég mundi ekkert gera það ef ég
teldi svo vera."           -JP-
Marmari og koparslegið veggfóður
stórhýsi Aðalvertaka á Ártúnshöfða en
Halldór H. Jónsson er arkitekt hússins
og jafnframt stjórnarformaður. Ljósm.:
Atll.
Nýtt starfsár
að hefjast hjá
happdrætti DAS
Happdrætti DAS stendur nú á
þrítugu en í vertíðarlok hefst nýtt
happdrættisár hjá félaginu. Að
þessu sinni verður íbúðarhús að
nýju aðalvinningur ársins, en húsið
er nú að rísa skammt frá Hrafnistu
í Hafnarfirði og er eitt af 28 þjón-
ustuíbúðum sem þar eru nú í smíð-
um.
Vinningar á nýju starfsári DAS
verða alls 7.200 en ferðavinningum
hefur fjölgað mjög og verða nú 40 í
hverjum mánuði.
Það kom fram í máli forráða-
manna DAS á fundi með frétta-
mönnum í gær að miklar fram-
kvæmdir verða hjá sjómanna-
dagsráði á lóð Hrafnistu í Hafnar-
firði í sumar. Nú eru þar í byggingu
28 íbúðir í 10 húsum en hér er um
að ræða hinar fyrstu fullkomnu
vernduðu þjónustuíbúðir sem
reistar eru samkvæmt lögum um
byggingarsjóð aldraðra sem sam-
þykkt voru á alþingi á ári aldraðra.
Fyrstu íbúðirnar verða tilbúnar í
Gróði
hjá Pósti
og síma
Póstur og sími skilaði rekstraraf-
gangi á síðasta ári; 212 þúsundum
eftir afskrift og hefur það ekki gerst
í langan tíma, segir í fréttum frá
þessari þjónustustofnun.
Heildartekjur fyrirtækisins voru
1.276.454 þúsund án söluskatts og
gjöld 1.276.242 þúsund. Greiðslu-
staða fyrirtækisins batnaði einnig
frá fyrra ári. Fjárfestingar námu
samtals 228 miljónum króna og
gert er ráð fyrir 314,4 miljónum
króna í fjárfestingar á þessu ári.
Þar af eru áætlaðar rúmar 22 milj-
ónir til lokaframkvæmda við
póstmiðstöðina í Múla, sem stjórn-
endur fyrirtækisins binda miklar
vonir við að stórbæti aðstöðu
þeirra og viðskiptavina.
-óg.
Þjónustuíbúðir
við Hrafnistu
desember n.k. og mun verð hverr-
ar íbúðar sem er um 70 fm vera
innan við 2 miljónir. Nær allar
íbúðirnar eru þegar seldar en það
skilyrði fylgir þeim að þar mega
aðeins búa aldraðir eða öryrkjar.
Húsið er tengt öryggiskerfi við
Hrafnistu allan sólarhringinn og
þangað geta íbúar sótt alla þá
læknis- og félagslegu þjónustu sem
þeir þurfa með.
Þær þjónustuíbúðir sem nú er
hafin smíði á eru í fyrsta áfanga
slíkrar byggingar en búið er að
skipuleggja smíði á annað hundrað
slíkra íbúða á lóðinni við Hrafn-
istu.                     - Ig.
Á þessu svæði norðan við Hrafnistu eru fyrstu vernduðu þjónustuíbúðirnar
að rísa. Mynd: eik.
Gefið fermingarbarninu
góðar íslenskar bókmenntir
Skaldsögur Halldórs Laxness
íslandsklukkan kr. 642.20
Heimsljós l-ll kr. 642.20
Sjálfstætt fólk kr. 642.20
Salka Valka kr. 642.20
Gerpla kr. 642.20
Paradísarheimt kr. 481.65
Brekkukotsannáll kr. 518.70
Atómstöðin kr. 419.90
Myndskreyttar skáldsögur
Jóns Thoroddsen
Piltur og stúlka kr. 407.55
Maður og kona kr. 432.25
Ljóð íslenskra öndvegisskálda
Jónas Hallgrímsson: Ritsafn kr. 741.00
Steinn Steinarr: Kvæðasafn og greinar kr. 741.00
Þorsteinn Erlingsson: Þyrnar kr. 592.80
Hannes Hafstein: Ljóð og laust mál kr. 370.50
Steingrímur Thorsteinsson: Ljóðmæli kr. 370.50
Magnús Ásgeirsson: Ljóðasafn l-ll kr. 741.00
Halldór Laxness: Bráöum kemur betri tíð kr. 580.45
Þessar bækur fást í öllum bókabúðum.
OLÍS SMURSTÖD
VÖLUNDUR
HELGAFELL
VÍKINGSPRENT
BÓKAÚTGÁFAN
licltjufcll
Veghúsastíg 5
Sími 16837
HVERFISGATA
Tl
03
o
c
S«Ú,
Uq.
*r*
>
co
-H
ð'
cr
3)
LAUGAVEGUR
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16