Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						4 SÍÐA - ÞJÓÐyiLJINNjMiðvikudagur 11. aprfl 1984
Málgagn sósíalisma, verkalýðs-
hreyfingar og þjóðfrelsis
Útgefandl: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Framkvœmdastjóri: Guðrún Guömundsdóttir.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson.
Umsjónarmaöur Sunnudagsblaðs: Guðjón Fríðriksson.
Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson.
Auglýsingastjóri: Ólafur Þ. Jónsson.
Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Blaðamonn: Auður Styrkársdóttir, Álfheíður IngadóttirLúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla-
son, Ólafur Gíslason, Oskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson.
íþróttafréttaritarl: Víöir Sigurðsson.
Útllt og hönnun: Haukur Már Haraldsson, Þrostur Haraldsson.
Ljósmyndlr: Atli Arason, Einar Karlsson.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar.
Auglýsingor: Sigríður Þorsteinsdóttir.
Skrifstofa: Guðrún Guövarðardóttir.
Símavarsla: Margrét Guðmundsdóttir, Sigríöur Kristjánsdóttir.
Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir.
Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir.
Innhefmtum.: Brynjólfur Vilhjálmsson
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Hatla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir.
Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333.
Umbrot og setnlng: Prent.
Prentun: Blaðaprent hf.
Velferðarríki
fyrirtœkjanna
Á ráðstefnu fólks úr stjórnarandstöðunni í Reykjavík
um sl. helgi var rætt um velferðarríkið; hættuna sem
stafaði af árásum hins hægri sinnaða ríkisvalds á sam-
hjálparkerfið og innihald hugtaksins velferðarríki.
Stefán Ólafsson lektor gerði samanburð á velferð
hérlendis og nágrannalöndunum. í máli hans kom fram
að þjóðartekjur á mann hér á landi hafi síðasta áratug
verið með því hæsta sem þekkist. Engu að síður er kaup
launafólks hérlendis tvisvar og þrisvar sinnum lægra en
í nágrannalöndum okkar.
Vinnutími launafólks hérlendis er einnig mun lengri
en tíðkast meðal þeirra þjóða sem við miðum okkur
við, jafnvel svo nemur 15% til 20% lengri vinnutíma.
Velferðarþjónustan sem hluti af þjóðartekjum er
minni hér en annars staðar. Þannig fara 33% af þjóðar-[
tekjum Svía í velferðarþjónustu, 30% í Bretlandi, 27%
í Danmörku, 23% í Finnlandi en einungis 15% af þjóð-
artekjum fara í velferðarþjónustu hér á landi.
Opinber fyrirgreiðsla við útvegun húsnæðis er lægra
hlutfall kostnaðar hér en í þessum samanburðar-
löndum. Við hin lágu laun og langa vinnutíma bætist
mikil vinna hjá fjölda fjólks við að koma þaki yfir
höfuðið á sér. Sú vinna er sjaldnast til á opinberum
skrám.
í menntamál fer einnig minna af þjóðartekjum hér
en í nágrannalöndunum. f samgöngumál fer eilítið
meira hér en annars staðar, en á móti kemur, að við-
miðunarlönd eyða miklu fjármagni af þjóðartekjum í
svokallaðar „landvarnir".
Pegar slík atriði eru tekin saman; minni félagsleg
þjónusta hér á landi en í nágrannaíöndunum, lægra
kaup, meira vinnuálag, minna hlutfall af þjóðartekjum i
menntamál en í viðmiðunarlöndum á sama tíma og
þjóðartekjur á mann eru með því hæsta sem þekkist í
heiminum, þá er ekki nema von að komist sé að þeirri
niðurstöðu, að sú kenning sé röng að auka þurfi þjóð-
artekjur til að bæta lífskjörin. Það þarf að skipta rétt-
látar niður þjóðartekjunum en gert er hér á landi. Sú
var meginniðurstaða Stefáns Ólafssonar lektors í áður-
nefndu erindi.
Launafólk hefur lengi vel fengið »of lítinn hlut af
þjóðartekjum á íslandi. Ástæða þess að hér á landi fer
minna í félagslega þjónustu, minna í laun og yfirleitt til
almennings er einfaídlega sú, að fyrirtækin hirða stærri
hlut af arði vinnunnar en nokkurt hóf er í og meira en
fyrirtækin í þeim löndum sem við viljum helst miða
okkur við.
Þegar verðbæturnar voru teknar af laununum af nú-
verandi ríkisstjórn ásamt með öðrum stjórnarat-
höfnum hennar, þá var enn verið að auka hlut fyrir-
tækjanna á kostnað launafólks. Þegar ársreikningar
stórfyrirtækjanna eru gerðir upp, kemur í ljós að þau
græða sem sjaldnast fyrr. Þetta gerist á sama tíma og
laun hafa lækkað óhugnanlega og jafnvel er talað um
hungur í landinu. Launafólk veit þá hvert arðurinn af
vinnu þess hefur farið.
Fyrirtækin í landinu hafa skipulagt sig í samtökum
einsog Verslunarráði, LÍÚ, Félagi íslenskra iðnrek-
enda og svo framvegis. Þetta eru áróðursstofnanir fyrir-
tækjanna með tögl og hagldir í Sjálfstæðisflokknum og
SÍS-valdið hefur Framsókn. Velferðarkerfi fyrirtækj-
anna hér á landi hefur ekki einungis byggst á heljar-
tökum þeirra í efnhagslífinu heldur hafa þau fylgt þeim
eftir í stjórnmálalífi þjóðarinnar. Flokkur og flokkar
fyrirtækjanna hafa verið ríkjandi í ríkisstjórnum ís-
lands í 29 ár síðustu fjörutíu árin. Á þeim 40 árum hafa
vinstri flokkar einungis verið ríkjandi í 7 ár. Fjölmiðl-
arnir, stjórnkerfið og skoðanamyndun í landinu er í
samræmi við þetta ofurvald fyrirtækjanna á íslandi. Því
valdi þarf að hnekkja.
kJipp-t
1       H		w   . ,m
HHP^H		""v ¦
v*HH		0% Æm
B^      ^t	ssr	i %m
m Æ		Sj
Vinstri menn
um velferðina
Um sl. helgi var haldin ráð-
stefna í Gerðubergi í Reykjavík
um velferðarríkið. Aðstandend-
ur ráðstefnunnar voru úr Al-
þýðubandalagi, Bandalagi jafn-
aðarmanna, Alþýðuflokki og úr
kvennahreyfingunni. Frummæl-
endur voru þau Svanur Krist-
jánsson, Stefán Ólafsson, Árni
Gunnarsson og Guðrún Jóns-
dóttir. Margir „utangarðs" í póli-
tíkinni sóttu þessa ráðstefnu og
þótti hún takast með ágætum.
Framsögumennirnir fjölluðu á
gagnrýninn hátt um vel-
ferðarríkið, kostiþess og galla. í
erindi Stefáns Ólafssonar (sjá
leiðara) var gerður samanburður
á velferðinni hérlendis og er-
lendis og kom í ljós að íslensk
þjóð er langt á eftir grannlöndum
sínum í þessu efni. Lakara er þó
að fyrir um 20 árum fór álíka hlut-
fall þjóðartekna í velferðarþjón-
ustu hjá okkur og nágrannaþjóð-
unum. í>að sýnir að fyrirtækin
hirða æ meir af tekjum þjóðar-
innar í sinn hlut á kostnað launa-
fólks.
Sjálfstœðisflokkurinn
snýst gegn velferð
í erindi Svans Kristjánssonar
prófessors var stiklað á stóru í
sögu samhjálpar á íslandi allt frá
samtryggingarkerfi þjóðveldis-
ins, um ábyrgð kapítalista einsog
Thors Jenseh gagnvart launafólki
- til félagsstofnana nútímans.
Svanur rakti það hversu mikil
samstaða hefði verið meðal þjóð-
arinnar um aukna velferðarþjón-
ustu fram eftir öldinni. Á fyrri
helmingi aldarinnar hefði í raun-
inni ekki verið eðlismunur á af-
stöðu manna og flokka til vel-
ferðarþjóðfélagsins. Frjálslynd
borgaraleg öfl hér á landi hefðu
tekið höndum saman við flokka
launafólks um aukna velferðar-
þjónustu.
Til að gera langa sögu stutta
(klippta og skörna), kom fram,
að lengi frameftir hefði Sjálfstæð-
isflokkurinn aðhyllst einskonar
„félagslega frjálshyggju" og ekki
snúist gegn því samhjálparkerfi
sem kallast velferðarríki í dag-
legu máli. En á allra síðustu árum
hefur hér orðið breyting á. Sjálf-
stæðisfiokkurinn hefur tekið upp
andfélagslega stefnu markaðar-
ins.
Frelsið í búðunum
Nú orðið trúir Sjálfstæðis-
flokkurinn því að frelsið sé til í
búðunum. Boðberar hinnar
köldu markaðshyggju hafa orðið
ofan á í innanflokksátökum Sjálf-
stæðisflokksins og pólitík hvunn-
dagsins hefur jafnframt orðið
hagsmunir fyrirtækjanna á kostn-
að almennings.
Svanur vitnaði til ummæla
Sjálfstæðismanna sjálfra máli
sínu til stuðnings. Þannig hafði
hann eftir Guðmundi H. Garð-
arssyni varaþingmanni niður-
stöðuna um þróun Sjálfstæðis-
flokksins, að hinn frjálslyndi
Sjálfstæðisflokkur Ólafs Thors,
Bjarna Benediktssonar og Jó-
hanns Hafsteins heyrði sögunni
til en hinir köldu markaðssinnar
hefðu tekið við.
Vinstri menn ekki
staðið sig í djobbinu
í máli framsögumanna bar
töluvert á sjálfsgagnrýni og
heilbrigðum efasemdum um rétt-
mæti þess sem vinstri flokkarnir
hafa verið að gera á undanförn-
um árum og áratugum.
Árni Gunnarsson sagði —til
dæmis, að vinstri menn ættu sök á
sókn frjálshyggjunnar að undan-
förnu. Sósíalistarhefðu verið hálf
feimnir við atvinnurekstur og
staðnað um of í neikvæðum mál-
flutningi þegar atvinnureksturinn
bæri á góma. Engin ástæða væri
til að láta Framsóknarflokkinn
um að ráðskast með SÍS heldur
ættu vinstri menn að gerast virkir
í starfi samvinnuhreyfingarinnar.
íslenskir sósíalistar ættu að leggja
meira á sig til að sýna valkosti við
markaðsdýrkun Sjálfstæðis-
flokksins og einokunartilhneig-
ingar Framsóknar og Sjálfstæðis-
flokksins. Ættu menn óhræddir
að takast á hendur stjórn fyrir-
tækja með blönduðu rekstrar-
formi; einkarekstur, samvinnu-
rekstur, hlutafélög o.s.frv.
Vandaðri
velferðarþjónustu
Guðrún Jónsdóttir fjallaði
nokkuð um það hvernig velferð-
arþjónusta kæmi fólki misjafn-
lega. Konur færu verr útúr þess-
ari þjónustu en karlar. Huga
þyrfti frekar að innihaldi velferð-
arþjónustunnar. Gæta þyrfti þess
að fólk glataði ekki sjálfstæði
sínu þegar það nýtur velferðar-
þjónustunnar. Takmarkið væri
að allir einstaklingar réðu meira
yfir lífi sínu, nánasta umhverfi og
sjálfum sér, - og það markmið
mætti aldrei glatast í velferðarrík-
inu.
í máli hennar og fleiri manna
kom einmitt skýrt fram á ráð-
stefnunni, að hinir ýmsu þættir
velferðarríkisins væru varhuga-
verðir - og gæta þyrfti þess að
ríkið snérist ekki upp í andhverfu
félagslega þenkjandi fólks; Stóra
bróður.
-óg.
Varðberg gegn Nató
„Við undirrituð, gestir á friðar-
páskum 1984 heitum á íslensk
stjórnvöld að taka upp einarða
andstöðu gegn kjarnorkuvígbún-
aði og vopnakapphlaupi". Þann-
ig hljóðar upphaf áskorunar sem
16 samtök hafa komið sér saman
um að leggja fram á friðarvikunni
í Reykjavík sem hefst á laugar-
daginn. Mesta athygli vekur að
Varðberg, áhugamenn um vest-
ræna samvinnu, sem hefur verið
öflugasta stuðningssveit Nató hér
á landi skuli vera aðili að áskor-
uninni.
Áskorun á stjórnvöld um að
taka nú upp „einarða andstöðu
gegn kjarnorkuvígbúnaði og
vopnakapphlaupi", er talin fela í
sér kröfu um að stjórnvöld beiti
sér fyrir algerri stefnubreytingu á
alþjóða vettvangi; á móti stað-
setningu Nató-kjarnorkuflaug-
anna í Evrópu sem og SS-20
kjarnorkuflaugum Sovétríkj-
anna. Þar sem stefna Nató bygg-
ist á staðsetningu Pershing-2
kjarnorkuflauga og áframhald-
andi kjarnorkuvígbúnaði, felur
áskorunin „friðarpáskar 1984" í
sér ótvíræða andstöðu við stefnu
Nató. Það er því alger nýlunda
hér á landi að stuðningssamtök
Nató, einsog Varðberg hefur ver-
ið, taki afstöðu gegn hernaðar-
bandalaginu.
Petta hefur hins vegar gerst er-
lendis og er fagnaðarefni að áhrif
friðarhreyfinganna skuli hafa
brotist yfir þann múr sem Nató-
menn hafa hingað til haft um sig
hér á landi.             - óg.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16