Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 11. apríl 1984
Greenham Common-búðirnar:
Jafnaðar við jörðu
Búöir kvennanna við
Greenham Common-
herstöðina á Englandi voru
jafnaðarvið jörðu ísíðustu
viku eftir langt stríð við yfir-
völd. Konurnarsögðu þó að
þær myndu ekki hætta mót-
mælastöðu sinni við herstöð-
ina, heldurflytja sig um set. Ef
þeim yrði bannað að setja upp
búðir myndu þær engu að
síður hafa vaktaskipti við girð-
inguna. Við munum halda
áf ram að minna f ólk á það
sem er hér fyrir innan, sögðu
konumar, en Greenham
Commón er önnur af tveim
herstöðvum á Bretlandi þar
sem NATO hefur ákveðið að
komafyrir 160 stýriflaugum
með kjarnorkusprengjum.
Mótmælastaðan við
Greenham Common hefur
staðið f rá því í september
1981 eðaí21/2ár.
Búðirnar sem eyöilagöar voru í
síðustu viku voru á landi sem var í
eigu samgönguráðuneytisins.
Ráðuneytið fékk dómsúrskurð
um að svæðið skyldi rutt vegna
vegaframkvæmda, sem fara ættu
fram á svæðinu.
Konurnar höfðu fengið frest til
að rýma svæðið til mánudagsins
2. apríl, en lögreglan lét ekki til
skarar skríða fyrr en tveim
dögum síðar.
300 manna lögreglulið kom á
staðinn við sólarupprás miðviku-
daginn 4. aprfl þegar flestar kon-
urnar voru í fastasvefni. Það voru
um 100 konur sem héldu til í
tjöldunum á svæðinu, og fengu
þær 5 mínútna frest til að yfirgefa
svæðið. Flestar neituðu að flytja
og hafist var handa um að rífa
búðirnar niður meðan sumar
þeirra lágu enn á jörðinni. Kon-
urnar kveiktu sjálfar í 5 af 18
tjöldum, sem voru í búðunum, og
urðu nokkrar sprengingar þegar
kviknaði í prímusum og gastækj-
um. Yfir 30 konur voru hand-
teknar fyrir „óhlýðni" á þeim
tæpa klukkutíma sem það tók
lögregluna að rýma svæðið. Síð-
an komu skurðgröfur og önnur
jarðvinnslutæki á staðinn og sett-
ar voru upp nýjar girðingar, sem
konurnar rufu reyndar síðar um
daginn.
Talið er að vegaframkvæmd-
irnar á svæðinu séu fyrirsláttur
yfirvalda til þess að fá ástæðu til
að rýma svæðið.
Á þeim tveim og hálfu ári sem
mótmælastaðan við Greenham
Common hefur staðið yfir hafa
stöðug réttarhöld verið í gangi í
Newbury gegn konunum og hafa
fleiri hundruð konur hlotið mán-
aðar fangelsisdóm fyrir óhlýðni.
Nokkur dæmi eru einnig um 5
mánaða fangelsisdóma fyrir að
hafa rofið girðinguna sem umlyk-
ur herstöðina.
Til mótmælaaðgerða kom á
nokkrum stöðum á Bretlandi í
síðustu viku vegna framferðis
lögreglunnar við Greenham
Common.                ólg.
Ótrúlegustu aðilar selja nú
vopn til til Persaflóaríkja
Styrjöldin við Persaflóa
hefur komið á hinum undar-
legustu samböndum í
j vopnasölu: meðal þeirra
í sem selja íran vopn eru isra-
elar og Norður-Kóreumenn,
en Frakkar og Sovétmenn
eru helstu vopnasalar íraka.
Sænska friðarrannsóknarstofn-
| unin SIPRI hefur gert könnin á
í vopnasölu til aðila Persaflóastríðs-
I ins og telur um 18 lönd sem selja
| vopn til írak og 17 sem selja til
íran. Hefur vopnasölum fjölgað
mikið síðan stríðið hófst.
íran fær sín vopn frá ólíklegustu.
í aðilum - til dæmis ísrael, Líbýu,
| Norður- og Suður-Kóreu, Suður-
j Afríku,  Sýrlandi  og  Taiwan.
| Norður-Kóreumenn sýnast lang-
stórvirkstir vopnasalar og munu
um40% af vopnainnflutningi frana
árið 1982 hafa komið frá því eina
landi.
Sovétríkin hafa lengst af verið
langhelsti vopnasali til írak, en
Frakkar hafa og komið þar við
sögu í vaxandi mæli. Aðrir meiri-
háttar viðskiptavinir íraka á þessu
sviði eru ítalir, Spánverjar og Eg-
yptar.
Einkaframtaksmenn koma mjög
við sögu þessara viðskipta, sem
einatt er óþægilegt fyrir stjórnvöld
að gangast við. Ekki síst útvega
slíkir aðilar létt vopn af ýmsu tagi.
Þess eru dæmi, að vopnakaupmað-
ur hafi keypt hertekna brynvagna
íranska og sprengjuvörpur - og selt
aftur til Irans.
áb. ,
Saga úr stríðinu
í nóvember síðastliðnum börð-
ust Jassír Arafat og 1000 liðs-
menn hans úr frelsissamtökum
Palestínumanna fyrir lífí sínu í
flóttamannabúðunum Baddawi
við Trípolí í Líbanon. Upp-
reisnarmenn úr saintökunum og
hersveitir Sýrlendinga héldu uppi
látlausri skothríð, fyrst á flóttam-
annabúðirnar og síðan á borgina
sjálfa. Sunnudaginn 6. nóvember
stóðu bardagarnir sem hæst og
stórskotahríðin dundi á íbúða-
hverfum Trípolí. Skömmu seinna
barst Ijósmynd um heiminn. Hún
kom einnig í ísienskum blöðum og
í sjónvarpinu. Tveir bræður
hðfðu orðið fyrir sprengju þar
sem þeir voru að leik í svefnher-
bergi ömmu sinnar. Annar
þeirra, Walid, sem er 5 ára, situr
á börunum blóði drifinn og æpir í
skelfingu, á meðan hinn bróðir-
inn liggur helsærður fyrir aftan
hann. Hann lést skömmu síðar.
Þýska vikuritið Stern sendi ný-
lega blaðamann til Lfbanon til
þess að kanna hver urðu örlög
Walids. Hann hafði fengið
sprengjubrot í handlegginn, og
handleggurinn var tekinn af hon-
um á sjúkrahúsinu. Hann var út-
skrifaður þaðan í desember.
Fjölskylda hans hafði komið
frá Sýrlandi fyrir 13 árum í leit að
atvinnu. Faðirinn vinnur nú sem
fjárhirðir í flóttamannabúðunum
undir umsjá sýrlensku hermann-
anna og uppreisnarmannanna
sem drápu son hans einn og
særðu hinn. En Walid er kominn í
skóla. Svissneskt dagblað safnaði
fé til líbanskra barna eftir að
myndin af Walid birtist. Hjálpar-
stofnunin „Terre des Hommes"
sér um úthíutun fjárins. Hún hef-
ur meðal annars tekið að sér að
kosta Walid á heimavistarskóla,
þar sem skólagjaldið er 11.000
krónur á ári. Faðir hans, sem hef-
ur 300 kr. í tekjur á dag hefði
aldrei getað kostað hann í skóla.
Walid er eina bæklaða barnið í
þessum skóla, þar sem eru 950
nemendur. Hann leggur sig fram
ískólanum en segirfátt. Hann vill
ekki tala um sprengjuárásina.
Hann tekur þátt í leikjum barn-
anna eftir bestu getu. Foreldrar
Walid lltli, 5
ára og yngri
bróðir hans
bornir úr
rústum heim-
ills ömmu
þeirra í Trí-
polí 6. nóv-
embersíðast-
llðinn. Yngri
bróðirinn dó
á börunum en
Walid missti
handlegginn.
Á neöri
myndinni sjá-
um við Walid
æfa slg að
telkna í skól-
anum.
hans segja að hann hefði endað
sem betlari á götunum ef hann
hefði ekki fengið hjálp til að
ganga í skólann. Börnin sem
stríðið í Líbanon hefur limlest
skipta þúsundum. Hvað skyldi
verða um þau?           ólg.
Lögreglan fjarlæglr konur sem beita óvirkri mótspyrnu fró herstöðinni í
Greenham Common.
Kvennabylting
hjá þýsku
Græningjunum
Antje Vollmer og Waltraud Schoppe, nýir leiðtogar Græningjaf lokkslns á
Sambandsþinginu í Bonn.
Foringjaskipti íGræningjafl-
okknum í V-Þýskalandi þykja
bendatil aukinnaítaka
kvenna í flokknum og jafn-
framt að f lokkurinn muni í
auknum mæli beitasérfyrir
jafnréttismálum karlaog
kvennaíframtíðinni.
Það var þingflokkurinn á
Sambandsþinginu íBonn
sem ákvað eftir miklar um-
ræður að fylgja þeirri reglu að
skipta um forystu íflokknum
eftir fyrsta árið á þingi. Voru 3
konur kosnar til þess að
gegnaforystunni, þær Antje
Vollmer, Waltraud Schoppe
og Annemarie Borgmann.
Þær stöllur leysa þar með af
hólmi þau Petru Kelly, Otto
Schilly og Marieluise Beck-
Oberdorf.
Á 10 tíma löngum fundi þar
sem skiptin voru ákveðin hlutu
fráfarandi forystumenn lof fyrir
góða frammistöðu, en jafnframt
voru þau gagnrýnd fyrir að hafa
notað sér stöðu sína sjálfum sér
til framdráttar. Skiptin eru hins
vegar gerð vegna þeirrar stefnu
flokksins, að skipta skuli um alla
trúnaðarmenn flokksins eftir 2 ár
til þess að koma í veg fyrir að
forystumenn hans verði atvinnu-
stjórnmálamenn.
Það var einmitt gegn þessari
reglu sem einn af mestu áhrifa-
mönnum í flokknum, Gert Basti-
an fyrrverandi herforingi mót-
mælti fyrr í vetur þegar hann
sagði sig úr þingflokknum til þess
að starfa sem óháður á þingi.
Hann lýsti því þá yfir að kunn-
áttuleysið væri að ná yfirhöndinni
í flokknum.
Þau Petra Kelly og Otto Schily
hafa verið helstu fulltrúar Græna
flokksins út á við, og Otto Schily,
sem er lögfræðingur og fyrrver-
andi verjandi í réttarhöldunum
gegn RAF-hryðjuverkamönn-
um, hefur verið áberandi á þingi í
þeim umræðum sem þar hafa átt
sér stað um ólögmætar greiðslur
Flick-samsteypunnar til stjórn-
málaflokkanna og fyrirgreiðslu
þá sem samsteypan hlaut að
launum.
Fráfarandi leiðtogar flokksins
hafa gefið út yfirlýsingar um að
þau styðji hina nýju forystu, en
konurnar þrjár hafa jafnframt
lýst því yfir að jafnréttismál kynj-
anna verði meira á dagskrá
flokksins á næstunni.
ólg.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16