Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						Miðvikudagur 11. aprfl 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9
Meðal þess, sem forseti ís-
lands, Vigdís Finnbogadóttir
mun skoða í opinberri heim-
sókn sinni til Finnlands er „Höll-
in" í Turku, eða Ábo eins og
borgin er kölluð á sænsku.
borgin er3ja stærsta borg Finn-
lands, með um 160 þúsund
íbúa og er jafnframt elsta borg
landsins, enginn veit í raun
hversu gömul borgin er. Hún
mun hafa byggst upp sem sigl-
ingaog verslunarstaður, enda
liggur ekki önnur borg í landinu
betur við til slíkrar síslan. En
það er „Höllin" sem við ætlum
að fjalla lítið eitt um hér. ís-
lenskum f réttamönnum sem
voruáferðíFinnlandiísíðustu
viku var boðið að skoða þessa
gömlu og merkilegu höll.
Á$ byggja
upp fornminjar
Sá mæti maður Vilhjálmur
Hjálmarsson frá Brekku sagði eitt
sinn að hann væri andvígur því að
byggja upp fornminjar. Ég var
sammála honum þá, en ég er það
ekki núna. Margt hefur orðið til að
breyta þeirri skoðun minni, en
„Höllin" í Ábo staðfesti hana.
Þessi höll, sem hafist var handa um
að byggja árið 1280 hefur oftar en
einu sinni orðið fyrir alvarlegum
skemmdum af bruna, eins og
reyndar borgin Ábo. Hefðu menn
Úr Finnlands-heimsókn:
töfrandi borg
ekki endurbyggt höllina, væru
Finnar fátækari hvað snertir forn-
minjar en þeir eru nú. Segja má að í
þeim bruna, sem orðið hefur í Abo
og skaðaði höllina brann allt nema
útveggir og annað sem er úr steini.
gólfin öll eru úr timbri, þannig að
þau eru nýleg.
í þessari merku höll, eða virki,
sem væri ef til vill réttara orð hafa
verið íverustaðir mikils fjölda
fólks, matsalir eða veislusalir,
kirkja, fangelsi og raunar flest það
sem fólk þarf á að halda, án þess að
þurfa leita þess annarsstaðar.
Sá sem skoðað hefur hallir og
kastala í Suður Evrópu, honum
mun þykja þessi Norræna höll
kuldaleg og skrautlítil. En hún býr
samt yfir ákveðnum töfrum. Hún
er stílhrein og skrautlítil.
Sögufrœgð
íbúar Ábo segja „Höllina" sögu-
frægasta hús Finnlands og hafa þeir
vissulega mikið til síns máls. Allt
frá 13. öld og fram á 18. öld var
„Höllin"   bústaður   konunga   og
keisara. Hún var, sem fyrr segir,
virki sem barist vár um, hún var um
tíma á 15. öld miðstöð verslunar og
viðskipta. Og alltaf voru menn að
bæta byggingum við þann hluta
hallarinnar sem byrjað var að
byggja á 13. öld. Og nú segja íbúar
Ábo „Höllina" merkilegustu forn-
minjar landsins. „Höllin" stendur
við ósa árinnar Aura og einmitt
vegna þessarar merkilegu elvu
segja Finnar að náttúran og hafið
hafi gefið Ábo líf sem verslunar-
staður fyrir svo löngu síðan að eng-
inn veit hvenær menn settust fyrst
að við árósana og lögðugrunn að
borginni.
o
Abo töfrandi borg
Borgin Ábo stendur sitt hvoru
megin árinnar Aura. Öðru megin
er kallaður sænski hlutinn en hinu
megin sá finnski. Hvergi eru sænsk
áhrif meiri í Finnlandi en í Ábo.
Samt er borgin finnsk í útliti. Hinn
stórkostlegi arkitektúr Finna nýtur
sín vel í Ábo. Fáir ef nokkrir standa
Finnum á sporði þegar um
arkitektúr er aðræða. Þótt ég hafi
aðeins átt þess kost að skoða borg-
ina einn dag, þá hafði hún þau áhrif
á mig að mér þótti hún töfrandi,
kannski meira töfrandi en aðrar
borgir sem ég hef séð í Finnlandi.
Borgin er fyrst og fremst verslunar
og iðnaðarborg og að sjálfsögðu
hafnarborg. Sá sem ætlar til Finn-
lands ætti ekki að láta hjá líða, sé
þess nokkur kostur að heimsækja
Ábo, henni gleymir enginn.
-S.dór.
Opinber
heimsókn
forseta
íslands
til
Finnlands
Eíns og áður hefur verið skýrt frá
hefur forseti íslands Vigdis Finn-
bogadóttir, þegið boð um að koma í
opinbera heimsókn tii Finnlands
daganna 11. - 14. aprfl nk.
Dagskrá heimsóknarinnar er í aðal-
atriðum á þessa leið:
Miðvikudaginn 11. apríl heldur
forseti fslands ásamt fylgdarliði
með Flugleiðavél til Helsinkiborg-
ar. Forseti Finnlands Mauno Koi-
visto og frú Tellervo Kaivisto taka á
móti forseta íslands á flugvellinum,
en síðan er haldið til forsetahallar-
innar í Helsinki. Eftir stutta mót-
tökuathöfn í höllinni heldur forseti
fslands til Sandudd og leggur þar
blómsveig að minnisvarða um
Finna sem féllu í seinni heimsstyrj-
öldinni og ennfremur á gröf Mann-
erheims marskálks. Síðdegis þenn-
an sama dag tekur forseti ámóti for-
stöðumönnum sendiráða í forseta-
höllinni í Heisinki. Um kvðldið
heldur svo forseti Finnlands kvöld-
verðarboð í höllinni til heiðurs fors-
eta íslands. Þennan sama dag ræð-
ast við utanríkisráðherrar íslands
og Finnlands,
Fimmtudaginn 12. apríl er fors-
eta fslands boðið að skoða þinghús-
ið í Helsinki, Tempelplatskirkjuna
þar sem hinn þekkti Tapiola-
barnakór syngur og síðan ftnnska
þjóðminjasafmð. Pá heimsækir
forseti Islands Finlandiahúsið og
situr síðan hádegisverðarboð Hels-
inkiborgar. Sfðdegis opnar forseti
íslands sýninguna „FORM IS-
LAND" í Listiðnaðarsafninu í
Helsinki. Pá verður móttaka fyrir
íslendinga búsetta í Finnlandi á
heimili aöalræðismanns íslands í
Helsinki og sömuleiðis móttaka á
vegum íslenskra útflutnings- og
ferðamála fyrirtækja á Hótel Int-
ercontinental. Úm kvöldið bjóða
finnsku forsetahjónin til sýníngar f
Svenska Teatern á leikritinu „Háx-
skogen" eftir Johan Bargum.
Föstudaginn 13. apríl verður
haldið flugleiðis tíl Ábo (Turku) og
Álandsdseyja. í Ábo heimsækir
forseti islands dómkirkjuna og síð-
an er snæddur hádegisverður í boði
borgarstjórnarinnar í Ábo. A Ál-
andseyjum skoðar forseti m.a.
sjóminjasafn og safn um sögu Ál-
andseyja. Komið verður aftur tii
Helsinki síðdegis sama dag. Vm
kvöldið heid.ur forseti Islands
kvðldverðarboð til heiðurs finnsku
forsetahjónunum á Hótel Fiskart-
órpet, en á því hóteii dvelst forseti
dg fylgdariið meðan á hinni opin-
beru heimsókn stendur.
Árdegis laugardagiiin 14. apríl
heimsækir forseti íslands listamið-
stöðina Sveaborg en Kalevi Sorsa
forsastisráðherra Finnlands býður
svo til hádegisverðar. Kl. 13:00
þennan dag heldur forseti íslands
sfðan frá Finniandi áleiðis til
Kaupmannahafnar og lýkur þar
með hinni opinberu heimsókn. í
fylgdarUði forseta verða Geir Hall-
grímsson utanrfkisráðherra og frú
Erna Finnsdóttir, Ingvi S. Ingvars-
son ráðuneytisstjóri utanríkisráðu-
neytisins og frú Hólmfríður Jóns-
dóttir, og Halldór Reynisson forset-
aritari
Áln Aura sem gaf Abo líf, segja Fínnar.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16