Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						Miðvikudagur 11. aprfl 19841ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11
Umsjón:
Víðir Sigurðsson
Frábær varnarleikur
og ísland sigraði Frakkland öðru sinni
Geysiöflugur varnarleikur ís-
lenska kvennalandsliðsins í hand-
knattleik tryggði því sinn annan
sigur á Frökkum á tveimur dögum,
22-18 á Akranesi í gærkvöldi. Fyrri
hluta síðari háifleiks fékk liðið að-
eins á sig eitt mark en skoraði sjö á
meðan og gerði þar með útum
leikinn.
Fyrri  hálfleikur  var  hnífjafn,
Skellur
Víkinga!
3. deildarlið Fylkis skellti 1.
deildarliði Víkings, 3-2, á Reykja-
víkurmótinu í knattspyrnu á Mela-
vellinum í gærkvöldi. Hafþór Aðal-
steinsson skoraði fyrst fyrir Víking
en Fylkir svaraði þrívegis á 5 mín-
úlum undir lok fyrri hálfleiks, Ant-
on Jakobsson, Hilmar Árnason og
Óskar Theódórsson. Heimir Karls-
son lagaði síðan stöðuna fyrir Vík-
ing í síðari hálfleik.
Alfreð
meistari?
Alfreð Gíslason og félagar í Ess-
en tóku um helgina forystuna i
vestur-þýsku Bundesligunni í
handknattleik er þeir burstuðu
Hofweier 24-14. Alfreð skoraði 5
mörk í leiknum og gæti hæglega
orðið meistari með liði sínu þar
sem einungis þrjár umferðir eru
eftir í deildinni.
Áfram í
3. deild
ísland náði ekki að vinna sér sæti
í 2. deild Evrópukeppninnar í bad-
minton sem nú stendur yfir í Prest-
on í Englandi. Seint í fyrrakvöld
mætti íslenska liðið Belgum í úrs-
litaleik um 2. deildarsætið og Belg-
ar unnu nauman sigur, 3-2.
Frammistaða íslands er þó með
ágætum, glæsisigrar unnust á
Norðmönnum, Frökkum og ítölum
í undankeppni 3. deildarinnar.
Oruggur sig
ur hjá ÍBK
Litla bikarkeppnin í knattspyrnu
hófst í fyrrakvöld með því að ÍBK
sigraði Breiðablik 3-1 í Keflavík.
ÍBK komst í 3-0, Helgi Bentsson ,
fyrruni Itreiðabliksmaður, skoraði
tvívegis og Einar Asbjörn Olafsson
einu sinni en Jón Einarsson svaraði
fyrir Breiðablik úr vítaspyrnu.
Frakkland þó oftast yfir en staðan
var 11-11 í hálfleik. Síðan stóðu
frönsku stúlkurnar uppi ráðþrota
gegn íslensku vörninni, staðan
breyrtist í 18-12 og 20-13, síðan 22-
15, en Frakkland gerði þrjú síðustu
mörkin.
Ingunn Bernótusdóttir var burð-
arás íslenska liðsins, gífurlega
kraftmikil, Kristjana Aradóttir og
Guðríður Guðjónsdóttir gerðu
einnig góða hluti og markverðirnir,
Kolbrún Jóhannsdóttir og Kristín
Brandsdóttir, skiluðu sínum hlut-
verkum vel.
Ingunn og Kristjana skoruðu 6
mörk hvor, Guðríður 5, Sigrún
Blomsterberg 4 og Erla Rafnsdótt-
ir 1. Pascale var best þeirra frön-
sku, góður leikmaður sem stjórnar
leik liðsins. Hún skoraði 5 mörk og
hin grimma Saudose 4.
Þjóðirnar leika þriðja og síðasta
leik sinn í þessari íslandsreisu
þeirra frönsku í Vestmannaeyjum
kl. 19.30 í kvöld.       - SG/VS.
Lést 26 ára
af völdiim
Bolans"!
99
Meiðsli hrjá ensku liðin
Þrjú ensku liðanna sem leik í undan-
úrslitum Evrópumótanna í knattspyrnu
í kvöld verða veikari en vant er vegna
meiðsla sterkari leikmanna. Arnold
Muhren er meiddur hjá Man. Utd. og
Ray Wilkins verður í leikbanni þegar
félagið mætir Juventus á Old Trafford.
Reiknað er með að Alan Davies leiki
með Man. Utd., sinn fyrsta leik frá
bikarúrslitunum í fyrravor.
Tottenham leikur við Hajduk Split í
Júgóslavíu og verður án landsliðsmann-
anna Rays Clemence og Glenns Ho-
ddle sem eru meiddir. Hoddle var
skorinn upp við meiðslum í gær og
leikur ekki knattspyrnu næstu 5 vikurn-
ar. Nottingham Forest mætir Arnóri
Guðjohnsen og félögum í Anderlecht
og leikur án Garry Birtles og Franz
Thijssen sem báðir eru meiddir í baki.
Vésteinn og Þórdís unnu
Einar Vilhjálmsson var ekki einn
um að ná góðum árangri á frjáls-
íþróttamótinu í Austin í Texas um
helgina þótt hans frammistaða
skyggði nánast á allt annað. Vé-
steinn Hafsteinsson og Þórdis Gísl-
adóttir sigruðu einnig í sínum
greinum, Vésteinn með 62,24
metra i kringlukasti og Þórdís með
1,84 m í hástökki kvenna. Þráinn
Hafsteinsson kastaði kringlunni
54,14 metra. Þá varð íris Grönfeldt
önnur í spjótkasti kvenna með
53,32 nictra. Oddur Sigurðsson
keppti í boðhlaupi en sveit Iians
komst ekki í úrslit og Óskar
Jakobsson gerði köst sín í kúlu-
varpi ógild.
Nýlega var skýrt frá fyrsta dauðsfallinu sem rekja má með vissu til
notkunar íþrót lamaima á vaxtarhvetjandi hormónum, sein á crlcndum
tungum ganga undir samhciIinu „anabolic stcroids". f læknaritinu
Annals og Internal Medicinc var S janúarhefti skýrt frá því að ónafn-
greindur 26 ára lyftingamaður frá Pennsylvaníu hafí lálist sökum
ólæknandi krabbameins f Hfur, sem stafaði að öllum líkindum af neyslu
vaxtarhvctjandi hormóna, sem lyftingamaðurinn hafí ncytt um fjög-
urra ára skeið.
Þegar krabbanmeinið var uppgötvað í manninum var hann níutíu
kíló eri hafði fallið niður fyrir fímmtíu þegar hann lést, fjórum mánuð-
um síðar. Þess má geta að um talsverðan tíma haf'a læknar tengt
lifrarkrabba við neyslu vaxtarhvetjandi hormóna.
Þrátt fyrir þctta er ekki líklegt að íþróttamenn niuni í framtíðinni
nota slík hormónafyf í minna mæli, megi marka könnun sem gerð var
nýlega af Kaliforníuháskóla. íþróttamenn 'voru spurðir, hvort þeir
iiiyndu taka hormónalyf ef það myndi tryggja þeim guílverðlaun á
Olympiulcikunum, cn hefðu eigi að síður 50% mögulcika á að valdu
þeim krabbamcini. Meira en helmingur kvaðst fús til að taka áhætt-
una.
Þess tná geta að nú tíðkast í auknuni mæli að nota vaxtarhormón,
scin framlcitt er að öðru jöfnu í mannslíkamaiium, til að auka vöxt
vöðva. Hingað til hefur verið mikill skortur á slíkum hormón, seni
hefur verið einangraður úr hciladinglum látins fólks og fyrst og fremst
notaður til að aðstoða börn sem eru hrjáð af dvergvexti. En vísinda-
menn í Kalifornfu hafa nú náð aðláta baklcríu framleiða vaxtarhorm-
ónmanna og líklegt er aðþað muni innan tfðar fást á svörtum markaði
fyrir íþróttafólk. Nánar verður síðar sagt frá hættum sem fylgja pf-
notkun þessa.                                        -ÖS
Sheff. Wed. á
toppinn
Sheff. Wed. tók forystuna í 2.
deild ensku knattspyrnunnar í gær-
kvöldi með því að sigra Derby 3-1 í
Sheffíeld. Grimsby vann Barnsley
1-0 og á enn von um 1. deildarsæti.
Celtic vann Motherwell 4-2 í skosku
úrvalsdeildinni. í fyrrakvöld gerðu
Everton og Arsenal markalaust
jafntefli í 1. deildinni cusku.
íslandsmeistarar í 5. f lokkí karla f handknattleik 1984- Valsmenn. Mynd: -eik
Stórmót í körfuknattleik í Keflavík:
Fjögur úrvalslið taka þátt
Mikið körfuknattleiksmót, Stór-
mót Sparisjóðs Keflavíkur, verður
lialdið í Kellavík á fiiitmtudags- og
sunnudagskvöld. Fjögur lið taka
þátt í niótiiui, A- og B- landslið
karla, unglingalandsliðið og
Suðurnesjaúrval, skipað leik-
möiimim úr Njarðvík, Keflavík,
Sandgerði og Grindavík.
Fyrri umferðin fer fram annað
kvöld. Kl. 20 leikur B-landsliðið
gegn unglingalandsliðinu og síðan
A-landsliðið gegn Suðurnesja-
mönnum. Á sunnudagskvöld kl. 20
berjast tapliðin úr ofangreindum
leikjum um þriðja sætið og kl.
21.30 leika sigurliðin tvö um efsta
sætið. Sparisjóðurinn í Keflavík
hefur styrkt mótið mjög veglega og
gefið til þess verðlaunagrip, og er
stefnan sú að mótið verði að ár-
legum viðburði í körfuknatt-
leikslífinu hérlendis.
Flestir bestu körfuknattleiks-
menn landsins taka þátt í mótinu
en liðin eru þannig skipuð:
A-landsliðið: Torfi Magnússon,
Kristján Ágústsson, Tómas Holton
og Jón Steingrímsson, Val, Jón
Sigurðsson og Garðar Jóhannsson,
KR, Hreinn Þorkelsson og Gylfi
Þorkelsson, ÍR, Valur Ingimund-
arson og Sturla örlygsson, Njarð-
vík, Pálmar Sigurðsson, Haukum,
Jón Kr. Gíslason, Keflavík, og
Flosi Sigurðsson, University of
Washington.
B-Iandsliðið: Hálfdán Markús-
son, Kristinn Kristinsson, Ólafur
Rafnsson, Sveinn Sigurbergsson
og Dacarsta Webster, Haukum,
Arni Guðmundsson og Guðmund-
ur Jóhannsson, ÍS, Hjörtur Odd-
son, ÍR, Leifur Gústafsson, Val,
Páll Kolbeinsson, KR, Unnar Vil-
hjálmsson, Laugdælum og Þor-
valdur Geirsson, Fram.
Suðurnesjaúrval: Gunnar Þor-
varðarson, Árni Lárusson, Ástþór
Ingason, ísak Tómasson og Ingim-
ar Jónsson, Njarðvík, Eyjólfur
Guðlaugsson, Hjálmar Hallgríms-
son og Ólafur Jóhannesson,
Grindavík, Óskar Nikulásson og
Þorsteinn Bjarnason, Keflavík, og
Jónas Jóhannesson, Reyni.
Unglingalandsliðið: Jóhannes
Kristbjörnsson, Matthías Einars-
son, Guðni Guðnason og Birgir
Mikaelsson, KR, Kristinn Einars-
son, Hreiðar Hreiðarsson og
Teitur Örlygsson, Njarðvík, Sig-
urður Ingimundarson og Guðjón
Skúlason, Keflavík, Björn Stef-
fensen og Karl Guðlaugsson, f R og
Henning Henningsson, Haukum.
-VS
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16