Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						M m'i" - mtSLWHiOli W.í>< friqfi •"- - <*-' uigh fí
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 28.'- 29. "aprfl 1984
RQISARVIK
Séð yfir heimatjömina sem Hlín lét setja sllung í þeim Einarl og gestum til   matar. - Myndlr: Al.
Fyrir sjö eða átta árum lagði
blaðamaður Morgunblaðsins
leið sína suður í Herdísarvík og
varð sú för upphaf mikilla
blaðaskrifa. Háskólinn hafði þá
þegar tekið litla svarta húsið,
dánargjöf Einars Benedikts-
sonarog Hlínar Johnson, til
notkunar sem sumardvalar-
stað fyrir starfsmenn sína, en
mönnum þótti sem skáldinu
væri þar lítill sómi sýndur.
Sagði fyrrnefndur blaðamaður,
Elín Pálmadóttir, m.a. að íhús-
inu væri ekkert sem minnti á
tilvist Einars Benediktssonar.
Bókasafnið, ein 500 bindi, var
þá löngu komið í betri geymslu
hjá HÍ og sófasettið fræga með
vísundaskinninu fékk að grotna
niður mölétið og fúið í einhverri
geymslu í höfuðstaðnum.
í framhaldi af þessu skrifaði Jó-
hannes Helgi rithöfundur litla
grein, þar sem hann „leiðrétti"
blaðamanninn; sagði það ekki rétt
að í Herdísarvík minnti ekkert á
skáldið. Þar héngi yfír dyrum post-
ulínsdiskur með mynd hans og
fengjust slíkir fyrir lítið í Ramma-
gerðinni!
Þá upplýstist innan tíðar að hús-
gögnin hafði sjónvarpið eitt sinn
fengið að láni í leikmynd við
Heddu Gabler og þáverandi rekt-
or, Guðlaugur Þorvaldsson, lýsti
því yfir að við þau yrði gert, jafnvel
þótt kostnaður næmi heilli miljón
gamalla króna. Þau voru kölluð
dýrustu húsgögn landsins. Nú
tróna þau í „Skólabæ", fundar- og
samkomustað háskólakennara við
Suðurgötu.
7 árum síðar
En af hverju skyldi nú annar
blaðamaður á öðru blaði vera að
rifja þessi gömlu skrif upp? Ástæð-
an er sú að ofanskráð er allt að
finna, skipulega upp sett í gagna-
safni Háskólans um Einar Bene-
diktsson og safnið er í Herdísarvík.
Þar eru öll prentuð ljóð hans og
laust mál, aðrar bækur, sem gefhar
hafa verið út um mannínn og
skáldið, spólur með upplestri ým-
issa manna á ljóðum hans, stórar
ljósmyndir með skýringum á veggj-
Hér eru gagnamöppurnar góðu ásamt nokkrum myndum af Einari Bene-
dlktssynl og Hlín Johnson.
þessu hprni stóð bókaskápur Einars Benediktssonar og stóri haeginda-
stólllnn. Úrsuðurglugganum sér belnt út á Atlantshafið.
i stofunni í Herdísarvík hefur verið hlaðinn upp arinn sem einhverjum kann
að þykja fallegur. Á honum er fyrirkomið miklu steinasafni og bakveggurinn
klæddur hraungrjóti.
Orlofshús Háskóla íslands stendur á skilti við heimtröðlna að Herdisarvík.
Landlð er allt vel girt og vandlega merkt sem frlðland þegar að því kemur.
Hús skáldsins
og mannsins
Einars
Benediktssonar
um og einar níu lausþlaðamöppur
með afritum af skjölum, tímarits-
greinum, bréfum og blaðaúrklipp-
um. Þar er m.a. afrit af gjafabréf-
inu umdeilda og útfararræðan, af-
salið fyrir Herdísarvík og Krísuvík,
saga þeirra jarða og ábúenda og
svo mætti lengi telja.
Það er því af sem áður var. Nú
hrópar nafn skáldsins og allt hans
líf á menn í Herdísarvík og enginn
sem þar hefur viðkomu eða nætur-
stað kemst hjá því að sökkva ofan í
þau kynstur af fróðleik sem bóka-
safnsfræðingar Háskólans hafa
matreitt þar af mestu snilld. Skyldu
menn t.a.m. ekki löngu vera búnir
að gleyma því að það var Einar
Benediktsson sem gaf Reykjavík-
urbæ Gvendarbrunnana, þegar
Guðmundur Björnsson, síðar
landlæknir, var að berjast fyrir
vatnsveitunni til að útrýma opnum
brunnum bæjarins og taugaveiki-
faraldri sem þar átti upptök sín?
Fyrir þessa greiðasemi fékk skáldið
síðar ókeypis vatnslögn inn í
Höfða, þegar hann hugðist setjast
þar að. Það er alla vega ómaksins
vert að rifja þessa sögu upp nú,
þegar allt virðist stefna í að Gvend-
arbrunnar hverfi undir steinsteypu
og mannvirkjum Vatnsveitu
Reykjavíkur.
A stað eins og Herdísarvík leitar
margt á hugann. Spurningunni um
það, hvernig maður Einar Bene-
diktsson var, verður áfram ósvarað
þótt allt yrði lesið. Borgarbúanum
finnst húsið svo einmana í
hrauninu að hann fer ósjálfrátt að
trúa því að næsta byggð sé beint í
suður á Azoreyjum! Það er erfitt
að ímynda sér síðustu æviár skálds-
ins þarna í hrauninu, hváð þá 18
ára einveru Hlínar í Herdísarvík að
honum látnum. Samt sem áður er
það auðveldara en að ímynda sér
æviár Einars Benediktssonar á
blómaskeiði lífs hans í London og
Kaupmannahöfn. Spurningarnar
vakna fleiri og fleiri því meira sem
lesið er.
Hvað skyldi hafa gerst ef Einar
Benediktsson hefði verið uppi með
stóru áformin sín á okkar tímum?
Og hvað hefði gerst ef Sverrir Her-
mannsson hefði verið ráðherra en
ekki Hannes Hafstein þegar Einar
bauð fram erlént auðmagn til að
virkja landsins gagn og nauðsynj-
ar? Því verður hver að svara fyrir
sig. Tilgangurinn með þessu
greinarkorni var aðeins að sýna
hvernig síðasti bústaður skáldsins
er nú og vekja athygli á því ágæta
gagnasafni sem HI hefur tekið
saman um líf og starf Einars Bene-
diktssonar. Hugsun þeirra Hlínar
mun hafa verið að koma upp í
kringum bústaðinn öðrum húsum,
þar sem fræðimenn gætu haft að-
setur og unnið í ró og næði að hugð-
arverkum sínum. Til þess er stað-
urinn kjörinn og hver veit nema að
því eigi eftir að koma?
-AI.
1.  maí kaffi SvalannaHótel
Sögu kl. 14.00.
HJaðin borð af kræsingum. Stórkostlegt
happdrætti, ferðavinningar og boð á veit-
ingahús, leikföng og margt fleira.
Tískusýningar kl. 14.30 og kl. 15.30.
Fatnaður frá Tískuverslun Guðrúnar.
Svölukaffi svíkur engan. Allur ágóði rennur til líknarmála.
SVÖLURNAR, félag fyrrverandi og núverandi flugfreyja.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
14-15
14-15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28