Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						Föstudagur 18. maí 1984  ÞJOÐVILJINN - SÍÐA 17
Konur og friðurinn:
Friðarbúðir
í Stokkhólmi
Friðarhreyfingar kvenna á
Norðurlöndum hafa undanfarin
þrjú ár skipulagt göngur fyrir frelsi
í Evrópu, Sovétríkjunum og í
Bandaríkjunum. Þetta árið verður
engin ganga á þeirra vegum heldur
stofnað til friðarbúða við Stokk-
hólm í Svíþjóð f tengslum við
Stokkhólmsráðstefnuna. Búðirnar
verða opnaðar hinn 25. júní og
standa til 22. júlí.
í fumkvæðishópnum að friðar-
búðunumeiga sæti konur frá u.þ.b.
40 friðarsamtökum í Noregi, Sví-
þjóð, Danmörku, Færeyjum og ís-
landi. Tilgangur hópsins með því
að setja friðarbúðir á laggirnar er
að þróa áfram og vinna úr þeirri
reynslu, sem fengist hefur úr göng-
unum þremur til Parísar, Minsk og
Washington. Kjörorð hópsins eru
þessi: Kjarnorkuvopnalaus Norð-
urlönd.     Kjarnorkuvopnalaus
svæði í Evrópu. Kjarnorkuvopna-
laus Evróþa í austri og vestri. Al-
gjör stöðvun á tilraunum, fram-
leiðslu og dreifingu kjarnorku-
vopna. Bann við fyrstu notkun
kjarnorkuvopna.
Friðarbúðirnar verða opnar
öllum, konum, körlum og börnum,
fyrstu tvær vikurnar, en síðari tvær
vikurnar eru eingöngu ætlaðar
konum og börnum. Tvö hús eru til
ráðstöfunar á svæðinu með gistiað-
stöðu og ennfremur góður fundar-
salur. Einnig verður hægt að tjalda
á svæðinu. Skammt frá þeim stað,
sem friðarbúðirnar eru, er að finna
eina bestu baðströnd Svíþjóðar.
Fólk verður að hafa með sér
(tjald), svefnpoka, dýnu, hand-
klæði, mál, disk og hnífapör, en
matur verður seldur á staðnum
gegn vægu verði.
Svart á hvítu
Bókafélag - bók-
menntatímarit
Hleypt hefur verið af stokkunum
nýju bókafélagi, sem ber nafnið
Svart á hvítu - Bókafélag. Þetta
bókafélag er óvenjulegt um margt,
t.d. eru reglur félagsins talsvert
frábrugðnar því sem tíðkast í öðr-
um bókaféiögum eða klúbbum.
Inngönguskilyrði eru þau að kaupa
skal þrjár bækur á sérstöku til-
boðsverði, en síðan er kaupskylda
alls engin. Það þarf hvorki að af-
panta félagsbækur né heldur þarf
að greiða póstburðargjöld eins og
tíðkast í örðum bókaklúbbum. Það
eru sem sagt engar duldar kvaðir
lagðar á herðar félagsmanna. Lögð
er áhersla á þjónustu við félags-
menn, þeir fá sent fréttablað félags-
ins sem jafnframt verður vísir að
bókmenntatímariti, og kcniiir
fyrsta tölublað þess út nú innan
skamms.
Svart á hvítu - Bókafélag leggur
mikla áherslu á að forðast skrum
og dýra auglýsingamennsku (sem
hækkar verð bóka) en kappkostar
þess í stað að vanda til útgáfunnar,
fylgjast með þróuninni á erlendum
bókamarkaði og reyna að bæta úr
þeim tilfinnanlega skorti sem er á
íslenskum þýðingum á því besta af
samtímabókmenntum. Ennfremur
eru margar af dýrustu perlum
heimsbókmenntanna enn óþýddar
og er brýnt að bæta úr því.
Nú  þegar  hefur  bókafélagið
hlotið frábærar viðtökur, sem sýnir
að stefna þess er rétt og bók-
menntaunnendur hafa tekið við
sér. Væntanlegar bækur bókaút-
gáfunnar Svart á hvítu standa fé-
lagsmönnum bókafélagsins að
sjálfsögðu til boða en auk þess hef-
ur félagið náð samkomulagi við
ýmis önnur bókaforlög um tilboð-
sverð á bókum þeirra til félags-
manna.
Svart á hvítu - Bókafélag er til
húsa að Borgartúni 29, símar 22229
og 18860.
Hœinlætisaðstaða
bætt um helming
segir Guðrún Fjeldsted í Ferjukoti,
en í júlí verður fjórðungsmót
á Kaldárbakkamelum
Margt verður á dagskránni í
friðarbúðunum:       ræðuhöld,
skemmtiþættir, dagskrá lista-
manna, samræður, uppákomur í
Stokkhólmi og margt fleira. Þess
má geta, að tveimur íslenskum
konum hefur verið boðið til friðar-
búðanna til að taka þátt í umræð-
um og eru það þær Guðrún Agn-
arsdóttir, alþingiskona, og Hanna
María Lárusdóttir, kennslukona.
Til þessara umræðna hafa konur í
austri og vestri verið boðaðar og er
ætlunin að leggja á sameiginleg ráð
um það hvernig konur geta stuðlað
að því að byggja upp friðsamlegri
veröld, byggja brýr milli þjóða og
eyða óvinaímyndum.
Þær íslenskar konur (og karlar),
sem hug hafa á því að dvelja í búð-
unum í lengri eða skemmri tíma,
eru vinsamlegast beðnar að láta
ínu Gissurardóttur vita milli kl. 14
og 18 alla virka daga í sfma 13725.
ína tekur við staðfestingargjaldi
(200 krónum) og veitir allar nánari
upplýsingar. Ennfremur veita upp-
lýsingar Kristín Jónsdóttir í síma
78189, Kristín Einarsdóttir í síma
72797 og Hanna María Lárusdóttir
ísíma 73311.
„Við eigum von á fjölda manna,
og vitum að fjöldi kemur ríðandi úr
Reykjavík. Við ætlum að bæta
mjög úr aðstöðunni hér, stækka
hreinlætisaðstöðuna og verðum
síðan með matvöruverslun og
sportvöruverslun á staðnum. Við
getum tekið á móti miklum fjölda,
því nóg er landrýmið", sagði Guð-
rún Fjeldsted í Ferjukoti, fulltrúi
hestamannafélagsins Faxa í Borg-
arfirði í framkvæmdanefnd fyrir
fjórðungsmót hestamanna á Vest-
urlandi. Dagana 5.-8. júlí í sumar
verður fjórðungsmótið haldið á
Kaldárbakkamelum, en síðast var
haldið fjórðungsmót þar fyrir 4
árum og komu þá milli 3 og 4 þús-
und manns.
Hestamannafélagið Faxi er 60
ára og eitt þeirra félaga sem standa
að skipulagningu mótsins. Ef að
Iíkum lætur koma enn fleiri gestir á
mótið á Kaldárbakkamelum í
sumar en fyrir 4 árum.
Aðalfundur KRON
Þröstur
Olafsson
formaður
A aðalfundi KRON sem haldinn
var fyrir skömmu var ný stjórn
kjörin og hefur liún skipt með sér
verkum. Þröstur Ólafsson er for-
maður, Páll Bergþórsson varafor-
maður, Jón Þór Jóhannsson ritari
og Ásgeir Jóhannesson vararitari.
Aðrir í stjórn eru þau Þórunn
Klemensdóttir, Björn Kristjáns-
son, Sigurður Magnússon, Kjartan
Ólafsson og Gylfi Kristinsson.
Á fundinum var rætf um aðild
Sambandsins að ísfilm hf og einnig
var gerð svofelld ályktun um skatt-
amál samvinnufélaga sem verið
hefur til umræðu að undanförnu:
„Aðalfundur KRON 1984 átelur
harðlega árásir á KRON og alla
samvinnuhreyfinguna og mótmælir
tilefnislausum  fréttaflutningi  um
skattafríðindi samvinnufélaga.
Samvinnuhreyfingin hefur ekki
skattafríðindi umfram önnur
rekstrarform og óskar ekki eftir
þeim. Hins vegar tekur fundurinn
eindregið undir kröfur almennings
um stórlega hert eftirlit með skilum
á söluskatti og óskráðum rekstri í
iðnaði og viðskiptum."

EÐFrVXI
Eiðfaxi er mánaðarblað um hesta og hestamenn
Geta hestamenn verið án þess
að fylgjast með?
Minnum á þrjár frábærar bækur um íslenska
reiðmennsku.
. Monm og
K^yAhestibert
asaiS**'
/erðkr.235-
ípóstkröíutoswaður
Verð kr. 350.-
+ póstkröfukostnadur
Pöntunarsíminn er 91 - 85316
VERSLUNARMIÐSTÖÐ
VESTURÐÆJARIN
á             —— Z wá
Tá á markaðsverði. 2 B
/
RAFTÆKJADEILD
II. HÆÐ
Raftæki - Rafljós
og rafbúnaður
JL-GRILLIÐ
Grillréttirallandaginn
MUNIÐOKKAR
HAGSTÆÐU
GREIÐSLUSKILMÁLA
Innkaupin eru þægileg hjá okkur
Svo geturðu líka slappað af í Kaffiteríunni
OPIÐ:
Mánud.-fimmtud. 9-19.
Föstud.9-20.  Laugard.9-16.
^JJH
Jon Loftsson hf.
Hringbraut 121  Sími 10600
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24