Þjóðviljinn - 05.07.1984, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 05.07.1984, Blaðsíða 12
MANNLIF MANNLIF Ljósmyndastofa Barna- Fjölskyldu- Brúðhjóna- myndatökur Endurnýjar gamlar myndir Pássamyndir í lift TUbónar strax! Stúdáó Guðmondar S 20900 EINHOLTI2 Fyrir ofan Hlemm SUÐURLANDSBRAUT 2 S. 82219; Í HÚSI HÖTEL ESJU Þú fylgist með litmyndum þlnum framkallast og kóplerast á 60 mínútum. Framköllun sem ger- ist vart betri. Á eftir getur þú ráðfært þig við okkur um útkomuna og hvernig þú getur tekið betri myndir. Opið frá k1. 8 — 18. Passamyndir Litmyndir og svart-hvítar Athugið: Svart-hvítar myndir eru ódýrar en góðar. Gilda í öll skírteini. Ljósmyndastofan Amatör Laugavegi55 S: 22718 NÝ ÞJÓNUSTA MEIRA FYRIR PENlNGANA KOMDU MEÐ FILMUNA OG ÞÚ FÆRO MYNDIRNAR SAMDÆGURS Í FALLEGU ALBÚMI ÁN AUKAGJALDS. LJÓSMYNDAÞJÓNUSTAN hf LAUGAVEGI 178 OG NÝJA HÚSINU LÆKJARTORGI. Austfirðir Fyrsti íslenski kvenljósmyndarinn Inga Lára Baldvinsdóttir: Helmingur frumherjanna í Ijósmyndun voru Austfirðingar KODAK UMBOÐIÐ Hansína Björnsdóttir. Ljósmyndari: Nicoline Weywadt. starfandi á Austurlandi, en Nico- line getur hafa kynnst erlendum ljósmyndurum á heimili sínu. Hún fór aftur utan 1888 til að kynna sér nýjungar í iðninni. Starfsferill Nicoline var langur, eða 30 ár. Hún tók bæði manna- myndir og útimyndir. Myndir hennar þykja bera vott um verk- lagni og smekkvísi og næmt auga hennar fyrir myndefninu gefa henni sérstöðu meðal íslenskra ljósmyndara. Hún var frumherji við myndatöku á merkilegu tíma- skeiði í byggðasögu Austurlands og eftir hana liggja fleiri útimynd- ir en flesta aðra ljósmyndara fyrir aldamót. Nicoline sinnti einnig veðurathugunum á Teigarhorni um áratuga skeið og seldi einnig skrautsteina til útlanda. Inga Lára Baldvinsdóttir: Af austfirskum Ijósmyndurum ber nafn Nicoline Weywadt óneitanlega hæst. plötur á efra borði kassans (sjá meðfylgjandi mynd). En það er ótrúlegt að þetta tæki hafi verið til á íslandi.“ í ritgerð Ingu Láru er eftirfar- andi tilvitnun í þessa lýsingu: „Tól þetta hefir einkum fengið mikla þýðingu á seinni tímum, eptir að Frakklendingurinn Dag- uerre uppgötvaði þá hina und- runarverðu list, að geta tekið með því glöggar og varanlegar ljósmyndir af hverjum líkama sem vera skyldi. - En þessi list er svo mörgum vandkvæðum bund- in, og aðferðin við hana svo margbrotin, að vér þorum ekki að ráðast í að lýsa henni.“ Hvernig var Ijósmyndaaðferð Daguerre? „Aðferðin var í stórum drátt- um fólgin í því að silfurnítrat var borið á koparplötu og yfirborð hennar, síðan gert ljósnæmt með joðblöndu. Platan var því næst lýst í myndavél, framkölluð í kvikasilfursblöndu og gerð var- anleg („fixeruð") með því að baða hana í heitri matarsaltsupp- lausn. Hver mynd var einstök, þ.e. ekki hægt að fjölfalda hana. Þegar Helgi Sigurðsson byrjaði að kynna sér ljósmyndaaðferð Daguerre um 1845 voru aðeins 6 ár liðin frá því fyrstu daguerreo- týpurnar voru teknar.“ Hvernig ætli Islendingar hafí tekið þessari nýjung? „Ef marka má munnmæli, þá virðist Helgi Sigurðsson lítið ann- að hafa haft upp úr ljósmyndum sínum en að það var hlegið að honum. Sem dæmi er þessi saga sem birtist í Þjóðviljanum 1903 undir fyrirsögninni Smælki: „Síra Helgi Sigurðsson... var einhverju sinni að fást við ljós- myndasmíði, og tók þá, meðal annars, mynd af föður sínum; en ekki tókst þá betur til, en svo, að þar sem höfuðið átti að vera, sást fjóshaugur á myndinni, og varð Sigurði gamla þá þetta eitt að orði: Ljótur hefi jeg verið, en aldrei svona ljótur.“ Aðrar álíka sögur voru sagðar hér á landi, og erlendis voru við- tökurnar á sama veg, en þar birt- ist háðið að auki í óteljandi skop- myndum, sem t.d. sýndu fyrir- sætuna reyrða í hnakkajárn og þessháttar." „Annar íslenski ljósmyndarinn var Siggeir Pálsson sem var jafn- aldri Helga. Hann lærði að taka daguerreotýpur í Christianiu (nú Osló). Hann gerðist ljósmyndari á Eskifirði sem þá var þorp með aðeins fáum húsum. Hann virðist ekki hafa átt sjö dagana sæla sem ljósmyndari. Áhugi manna á að láta taka af sér mynd lítill og nauðsynleg efni torfengin." Hvað um þá sem fylgdu í kjöl- far þessarra frumherja? Nicoline Weywadt. Ljósmyndari: J. Holm-Hansen. „Fyrir 1895 er vitað um rúm- lega 30 íslendinga sem tóku myndir hér gegn greiðslu. Af þeim var tæplega helmingur bú- settur á Austfjörðum og konurn- ar í hópnum voru sex, þar af voru fjórar austfirskar. Frumkvöðullinn Nicoline Weywadt Af austfirskum ljósmyndurum ber nafn Nicoline Weywadt óneitanlega hæst og kemur þar margt til,“ segir Inga Lára. „Hún var fædd 1848 og var eitt af 14 börnum Nielsar P. E. Weywadt faktors hjá verslun Örums & Wulff á Djúpavogi og Sophie Brochdorf, dóttur Morten Han- sens Tvede sýslumanns í S-Múla- sýslu. Heimilið var glaðvært og í nánari snertingu við umheiminn en almennt tíðkaðist. T.d. er sagt að fyrsta saumavélin sem kom á Austurland hafa komið á Wey wadtheimilið. Nicoline sigldi til Kaupmanna- hafnar og lærði þar ljósmyndun 1871-72. Hún varð fyrsti íslenski kvenljósmyndarinn. Á þessum tíma var enginn ljósmyndari Camera obscura eða myrkurhús frá 19. öld. Fósturdóttir Nicoline lærði einnig Ijósmyndun Nicoline ól upp, ásamt móður sinni, systurdóttur sína Hansínu Björnsdóttur sem var fædd 1884. Hún sigldi til Kaupmannahafnar árið 1902 til að læra ljósmyndun og stundaði ljósmyndun um nokkurra ára skeið, eða þar til hún giftist árið 1911.“ Hvernig aðstæður höfðu þær til Ijósmyndunar? „Weywadtfjölskyldan flutti að Teigarhorni þegar Niels lét af verslunarstjórn 1881. Þar var byggður myndaskúr við húsið með glervegg og glerþaki til að næg birta fengist við myndatök- urnar. Húsið á Teigarhorni stendur enn. Teigarhorn er enn í eigu afkomenda Weywadts og þeim er það að þakka að svo mikið hefur varðveist af myndum Nicoline og Hansínu og munum tengdum ljósmyndarekstrinum." Hvernig ætli kvenljósmyndur- um hafí verið tekið á þessum tíma? „Anna Schiöth rak ljósmynda- stofu á Akureyri frá 1878-99. Það er athyglisvert að nafnstimpill ljósmyndastofunnar bar ávallt upphafsstafi eiginmanns hennar, Hendriks Schiöth bakara, og fyrstu tíu árin auglýsti hann stof- una í sínu nafni, þó að vitað sé að hann kom aldrei nálægt mynda- tökum. Þetta segir nokkuð um stöðu hennar sem iðnaðarmanns í ljósmyndun." Glötuð myndasöfn Því miður hafa ekki allir sýnt jafnmikla framsýni og fjöl- skyldan á Teigarhorni í varð- veislu gamalla mynda. í því sambandi nefnir Inga Lára myndasafn Lárusar Gísla- sonar (1885-1950), sem notað var sem uppfyllingarefni undir stakkstæði í Vestmannaeyjum, og safn Eyjólfs Jónssonar á Seyðisfirði (1890-1944), sem hafnaði i Fjarðará, eftir að Seyðisfjarðarkaupstaður hafði hafnað tilboði um að eignast safnið eftir dauða Eyjólfs. Enginn veit hvaða verðmæti glötuðust þar fyrir sakir skammsýni eða fákunnáttu. GGÓ Inga Lára Baldvinsdóttir, and.mag. starfar viö skrán- igu myndasafnsins, en hún krifaði kandídatsritgerð sína m fyrstu íslensku Ijósmynd- rana. Inga Lára, hvar fínnum við eistu heimildir á prenti á íslensku um ljósmyndun? „Fyrsta umfjöllun á prenti sem vitað er um er í eðlisfræði eftir J.G. Fischer, en hún var gefin út af Hinu íslenska bókmenntafé- lagi árið 1852. Þar er nákvæm lýs- ing á „camera obscura“ eða myrkurhúsi, sem er trékassi með linsu framan á og innbyggðum spegli sem varpar mynd þeirri sem linsan nemur, upp á gler - „NÝJUFILM STJORNURNAR FRAKODAK! Nýju 35 mm litfilmurnar frá Kodak. KODACOLOR VR.skila hlutverki sinu meðsóma við ólíkustu skilyrði litljósmyndunar. enda eiga þær ekki langt að sækja frábæra Jithæfileika" sina. K0daC0^^ i^w. acolor^ KÖÓACCH OR VR Jði) KOOACOLOH VH 400 crjiÖ t)ölha;(aslá. Hún ef rnjáo ljösna?iil oo tin t«»&ur |«1n vel við miM li'Wnayg sKiíai a(ai jit jöfn birtuskilyrðl seni stöikuöi mynduni. óvajntai uppákomur. KOOAKOLOR VI) 100 iír sii skarpasta. mjög tlnkorna oy þvi einkai vel lallln til staskkunai KODACOLOR VR 1000 er sú allra tjOsnisemasta Tilma nýrra mögu- lelka. FÓTÓHÚSiÐ Filmur ogframköllun: Kodak og Fuji Myndavélar: Pentax Kosina, Fujica og Maniga Linsur: Kosina Zoom. Fyrir Pentax allar gerðir (líka skrúfaðar linsur), Praktica, Olympus, Min- olta, Canon og Nikon. 70-210 mm á kr. 7770 og 28-70 mm á kr. 6500. Stækkarar á góðu verði. Allt til svarthvítrar vinnslu. Albúm og myndarammar. Sendum í póstkröfu. Fótóhúsið Bankastræti sími:21556. 12 SfÐA - ÞJÓÐVIUINN Fimmtudagur 5. júlí 1984 Flmmtudagur 5. júlí 1984 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.