Þjóðviljinn - 30.11.1984, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 30.11.1984, Blaðsíða 9
UM HELGINA Gallerí Borg Vatnslitamyndir Sigurðar Thoroddsens Sýning á 50 vatnslitamyndum eftir Sigurð Thoroddsen verk- fræðing var opnuð í Gallerí Borg í gær. Sýningin stendur til mánu- dagskvölds 10. desember. Sigurður Thoroddsen lést í júlímánuði 1983 á áttugasta og öðru aldursári. Hann var sjálf- menntaður myndlistamaður; málaði og teiknaði í frístundum sínum, en aðalstarf hans var á sviði verkfræði. Árið 1974 hætti hann öllum verkfræðistörfum og helgaði sig myndlistinni þau ár sem hann átti ólifuð. Sigurður hélt fjórar einkasýn- ingar og tók þátt í fjórum samsýn- ingum Félags ísl. myndlista- manna. í Gallerí Borg verður einnig hægt að fá keypta ævisögu Sig- urðar, en hún kemur út hjá Bóka- útgáfu Máls og menningar þessa dagana. Dætur Sigurðar Thoroddsen, þær Guðbjörg og Halldóra, hengja upp myndir föður síns. Ljósm.: EÓ. Snorri Sveinn Friðriksson að störfum. Norrœna húsið Þræðir úr Ijóðum Á morgun opnar Snorri Sveinn ljóðum í nýrri ljóðabók eftir Sig- Friðriksson sýningu í Norræna valda Hjálmarsson er nefnist húsinu og stendur hún til 9. des- Víðáttur. ember. Nefnist hún Þræðir úr ' Ljóðabókin er gefin út í 300 ljóðum og er fjórða einkasýning tölusettum eintökum og árituð af Snorra Sveins. höfundi. Verður hún fyrirliggj- Á sýningunni eru fimmtíu andi á sýningunni. Opið kl. 17-23 myndir unnar nú á þessu ári út frá virka daga en 15-23 um helgar. Hafnarborg Kristbergur við sjávar- síðuna Rolf Eklund, kennari við Listaskóla Valand, sem kemur hingað með sýningunni ásamt tveimur af sænsku listamönnunum, þeim Tore Ahnoff (í miðið) og Jens Matthiasson (t.v.). Ljósm.: EÓ. Kjarvalsstaðir Sænsk málverkasýning Fimm málarar frá Gautáborg í Svíþjóð hafa nú tekið sig upp og leigt vestursal Kjarvalsstaða og á morgun opna þeir sýningu þar á málverkum sínum. Þetta eru þeir Tore Ahnoff, Erland Brand, Lennart Landquist, Lars Swan og Jens Mattiasson. Þeir voru allir nemendur á Valands listaháskól- anum á 5. og 6. áratug aldarinnar og eru vel þekktir. Um þá segir m.a. í sýningar- skrá: „Þeir fimm listmálarar, sem sýna hér saman, eru mjög frá- brugnir hver öðrum í listrænni tjáningu, en eiga samt sem áður mjög margt sameiginlegt. Þeir eiga allir rætur í því andrúmslofti, sem ríkt hefur í málaralist í Gautaborg síðastliðna fjóra ára- tugi.“ Nú stendur yfir í Hafnarborg, listamiðstöð Hafnfirðinga, sýn- ing á verkum ungs Hafnfirðings, Kristbergs Péturssonar. Þetta er fyrsta einkasýning Kristbergs en hann hefur tekið þátt í fjölda samsýninga bæði hér heima og erlendis. Á sýningunni í Hafnarborg eru rúmlega 30 myndir, ýmist grafík, vatnslitamyndum eða teikningar. Að sögn listamannsins er mynd- efnið unnið úr ýmsum áhrifum frá Hafnarfirði einkum sjávarsíð- unni. Kristbergur stundar nám við Myndlista- og handíða- skólann í auglýsingateiknun en hefur lokið námi frá grafikdeild skólans. Sýningin í Hafnarborg er opin daglega frá kl. 14 - 19 fram til 2. desember nk. -•g- Listmunahúsið Jola- sýning r i Listmuna- húsinu Níu af listamönnunum við að hengja upp og ganga frá listaverkunum. Ljósm.: EO. f dag kl. 5 verður opnuð jóla- sýning í Listmunahúsinu við Lækjargötu og á henni verða leirverk, tauþrykk og myndverk unnin með ýmiss konar tækni eftir 11 listamenn. Þeir eru Aðal- heiður Skarphéðinsdóttir, Ásrún Kristjánsdóttir, Borghildur Ósk- arsdóttir, Eyjólfur Einarsson, Helgi Þorgils Friðjónsson, Her- borg Auðunsdóttir, Kolbrún Björgólfsdóttir, Kolbrún Kjar- val, Lísbet Sveinsdóttir, Ólöf Einarsdóttir og Sigurður Örlygs- son. Þetta er sölusýning og verð- ur opin daglega kl. 10-18 og um helgar kl. 14-18. Lokað á mánu- dögum. - GFr. VÖRN GEGN VERÐBÓLGU Mánaðarlega eru borin saman kjör hávaxtareiknings og verðtryggðra reikninga hjá bankanum, og vaxtabreytingar gerðar svo að Hávaxtareikningur verði alltaf betri kostur. Betrí kjör bjóðast varla. A v SaillWÍnnub /-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.