Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 1. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						3janúar
1985
flmmtu-
dagur
1. tölublað 50. árgangur
DJÓÐVIUINN
HEIMURINN
LANDIÐ
ÍÞRÓTTIR
Kjararannsóknir
Aldrei lægra kaup
Kaupmátturinn 1984 var 72.8 miðað við 100 árið 1980. Aldrei lœgrifráþvímœlingar
hófust. Útlitið kolsvart fyrir árið 1985 efekkertfœst að gert
Islandsmið
Næst
mesta
aflaárið
YfirV/2 miljón tonn
veiddust. Breytir
verulegafyrri áætlun
um hagþróunina
Heildaraflinn á nýliðnu ári er
sá annar mesti á íslandsmiðum í
sögunni. Ljóst er að aflinn verður
ríflega 1.5 miljón lesta en var
mestur árið 1979 1.569 miljón
lestir. Það sem ræður mestu um
þennan mikla afla er geysimikil
loðnuveiði á árinu, en hún nemur
hátt í 900 þús. iestum. Til saman-
burðar má geta þess að loðnu-
veiðin í fyrra var aðeins rúmar
133 þús. lestir.
Þorskaflinn á árinu var sam-
kvæmt upplýsingum Þjóðviljans
um 272 þúsund lestir en aflahá-
mark sjávarútvegsráðuneytisins
hafði verið ákveðið 255 þús. lest-
ir. Annar bolfisksafli nemur um
280 þús. lestum. 45 þús. lestir
veiddust af síld. Loðnuveiðin
nam um 864 þús. lestum. Af
rækju veiddust um 20 þús. tonn,
12 þús. af hörpudisk, 2.500 af
humri og um 2 þús. lestir af öðr-
um tegundum.
„Ég held að mér sé alveg óhætt
að segja að aflinn fari yfir 1.5
miljón lestir á árinu, það sýnist
mér á þeim skýrslum sem nú eru
að berast inn til okkar", sagði
Ingólfur Arnarson hjá Fiskifé-
laginu í gær.
Hjá Þjóðhagsstofnun fengust
þær upplýsingar að ársaflinn er
metinn á um 16 miljarða króna,
en til samanburðar má geta þess
að heildarútgjöld ríkisins á fjár-
lögum næsta árs eru áætluð um 26
miljarðar. Verðmætisaukning
sjávarafurða á nýliðnu ári er 29%
í krónutölu miðað við fyrra ár en
framleiðsluaukningin er um
7Vz%. Þessi mikli afli, einkum þó
loðnuviðbótin, mun bæta mjög
þjóðarhag og draga verulega úr
fyrri spám um samdrátt í þjóðar-
tekjum.
-lg.
Ásgeir Sigurvinsson hefur
verið kjörinn tólfti besti
knattspyrnumaður heims af
hollensku blaði og tíundi besti
miðjumaður heims af frönsku
blaði.
Sjá bls. 9-11
Kaupmátturinn á árinu 1984
var að meðaltali 72.8 og hefur
aldrei verið lægri frá því sam-
svarandi mælingar hófust árið
1971, samkvæmt upplýsingum
Kjararannsóknarnefndar.
Miðað er við meðaltal
kaupmáttar taxtakaups sem var
100 árið 1980, 1981 var hann
98.4, árið 1982 98.1, en síðan tók
verulega að halla undan fæti með
tilkomu núverandi ríkisstjórnar
og árið 1983 hafði kaupmátturinn
hrapað niður í 79.8 og á síðasta
ári niður í 72.8 að meðaltali.
Á þessum árum hafa oft verið
nokkrar sveiflur í kaupmættin-
um, þannig var hann t.d. 101 á
þriðja ársfjórðungi 1982 og
jafnvel hærri á árinu 1980.
I desember er talið að
kaupmátturinn hafi verið 74.7
miðað við 100 árið 1980.
Ekki er útlitið skárra í ár, ef
ekkert verður gert af hálfu verka-
lýðshreyfingar, stjórnvalda eða
annarra, því samkvæmt spám
Kaupþings mun framfærsluvísi-
talan í des. sl. hafa verið 592.68
en verði 738.92 í des. á þessu ári,
sem jafngildir 29.4% verðbólgu á
tímabilinu eða 24.7% verðbólga
frá upphafi til loka ársins með til-
heyrandi kaupskerðingum. Sam-
kvæmt spám Kaupþings verður
vísitala kaupmáttar þá komin
niður í 66 stig í lok ársins og með-'
altal ársins 1985 verði komið nið-
ur fyrir 70.
-óg.
öll leyfi fyrir brennum á höfuðborgasvæðinu voru afturkölluð á gaml-
árskvöld. Þó var kveikt í allmörgum enda kominn hugur ífólk þrátt fyrir
vindhraða. Slökkviliðið var kallað á 10 brennur vegna þess að mikið
fauk úr þeim af logandi drasli.
„Það var töluvert fjúk úr brennunum og til óþæginda fyrir marga en
ekki hlaust alvarlegt tjón af. Við reyndum að slá á mesta bálið en erfitt
er að slökkva þegar eldurinn er kominn af stað og vinOrinn svo mikill",
sögðu slökkvimenn við Þjóðviljann.
Kópavogslögreglan hafði samband við ábyrgðarmenn að brennum
þar í bæ og fjarlægði víða olíutunnur við brennurnar. Þó var kveikt
brennu við Kjarrhólma sem ekki var leyfi fyrir. Fauk mikið úr henni og
yfir nálæg hús. Slökkvilið kom á vettvang og kom lagi á neistaflugið
Væntanlega verður því mikið um dýrðir á þrettándanum ef veðurguðir
leyfa.                             .           -jp.-E.ÓI
Kjalarnes
4 bílar fuku út í skurð
13 veglausirferðamenn gistu á tveimurbóndabœjum á nýársnótt.
Iofsaroki á gamlársdagskvöldi
fuku fjórir bflar út af veginum á
Kjaiarnesi rétt innan við Tíðar-
skarð og höfnuðu allir úti í einum
og sama skurðinum. Engin slys
urðu á fólki en það leitaði skjóls á
nærliggjandi bæjum og dvaldi
þar í góðu yfírlæti á nýársnótt,
alls 13 manns.
Að sögn Alfreðs Björnssonar
bónda á Utkoti sem skaut skjóls-
húsi yfir 7 af ferðalöngunum,
byrjaði ballið um 8-leytið um
kvöldið er jeppabifreið fauk út af
veginum og hafnaði úti í skurði.
Tveir piltar sem voru í bflnum

bundu sig saman með kaðli og
náðu þannig saman að bænum
hjá Alfreð. Er farið var upp að
veginum aftur að huga að bílnum
hafði einn bæst við ofan í skurðin-
um og skömmu síðar fauk bfll
bóndans einnig í skurðinn. Að
lokum bættist fólksbfll í kösina.
Varð ekki við neitt ráðið vegna
veðurofsans og lagðist öll umferð
niður það sem lifði kvölds og næt-
ur undir Kjalarnesi.
Fólkið dvaldi í besta yfirlæti á
Útkoti og á Melum hjá Ólafi Ól-
afssyni bónda. Um morguninn er
hugað var að bflunum í skurðin-
um var greinilegt að ýmsilegt
hafði gengið á. Einn jeppinn
hafði farið heila veltu en var lítt
skemmdur. Víbon bíll lá á toppn-
um og allt mölbrotið. Allt fólk
slapp ómeitt og komst til síns
heima er leið á nýársdag.  - lg.
Stjörnuskot
Svavar seldist upp
Mikil eftirspurn var eftir „pól-
itísku" flugeldunum sem
Hjálparsveit skáta bauð upp á um
áramótin. Þótti til tíðinda að
Svavar Gestsson formaður At-
þýðubandalagsins seldist upp og
var  gjörsamlega  ófáanlegur á
flugeldamörkuðunum þegar lfða
tók á gamlársdag. Minni eftir-
spurn var eftir þeim félögum Al-
bert og Steingrími enda þótt þeir
hafí verið ódýrastir og verðlagn-
ingin á þeim miðuð við kaupmátt
launafolks um þessar mundir. v.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20