Þjóðviljinn - 22.01.1985, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 22.01.1985, Blaðsíða 12
SUMARLISTINN KOMINN 1000 SÍÐUR KR. 200 + BGJ. SÍMI 52866. HEIMURINN Stroessner: Ég er besti vinur Bandaríkjanna en ég skil samt vel að Reagan vill ekki að ég heimsæki sig... Laust starf Norræn nefnd um samstarf Færeyinga, (slendinga og Grænlendinga óskar eftir að ráða mann til að skipu- leggja samstarf þessara þriggja þjóða á sviði ferða- mála. Okkur vantar hugmyndaríkan, drífandi starfsmann, sem er lipur í samstarfi, en getur starfað sjálfstætt. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst, eigi síðar en næsta vor. Umsóknarfrestur er til 15. febrúar n.k. og skal senda umsóknir til Sigurðar Hjaltasonar, framkvæmdastjóra Sambands sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi, sími 97-8700, Svalbarði 5, 780 Höfn, Hornafirði, og gefur hann nánari upplýsingar. Samstarfsnefndin. H/TT Ldkhúsið GAMLABÍÓ 5. syning þriðjudag 22. jan. kl. 21.00. Osottar pantanir seldar i dag. 6. syning miðvikudag 23. jan. kl. 21.00. Osottar pantanir seldar i dag. VtSA .1MOIK PAH TtL STNtNG MEFST A ABYHQO KOHTHAFA Leiðbeiningar við framtalsgerð Verkamannafélagið Dagsbrún gefur félagsmönnum sínum kost á leiðbeiningu við gerð skattframtala. Þeir sem hug hafa á þjónustu þessari eru beðnir að hafa samband við skrifstofu Dagsbrúnar og láta skrá sig til viðtals. Síðasti frestur til skráningarinnar er I. febrúar n.k. Frá I. feb. n.k. verða viðtalstímar lögmanns fé- lagsins frá kl. I4-I8 alla þriðjudaga. Verkamannafélagið Dagsbrún. m Stjórn sjúkrasamlags Kópavogs auglýsir: Starf forstöðumanns Kópavogs er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 5. febrúar n.k. Með umsóknir verður farið sem trúnaðarmál. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið starf eigi síðar en 1. apríl n.k. Umsóknum ber að skila til formanns stjórnarinnar Gissurar Jörundar Kristinssonar, Hjallabrekku 13, Kópavogi. Auglýsið í Þjoöviljanum Aldursforseti einræðisherranna Stroessner hefur drottnað yfir Paraguay í 20 ár. Spillingin ræður ríkjum en stutt er ígrimmdina I þrjátíu ár hefur Don Alfredo Stroessner drottnað yfir Par- aguay, forseti, yfirhershöfð- ingi og æðsti dómari landsins. Besti vinur Bandaríkjanna í álf- unni og mikill lýðræðisvinur að eigin mati. Og hefur flæmt um miljón manns í landi og sýnist hafa drepið allt þjóðlíf í þann dróma að sárafáir hafa þrek eða nennu til að æmta eða skræmta lengur. Allt frá því Paraguay lýsti yfir sjálfstæði sínu árið 1811 hefur landið lengst af verið á valdi harðstjóra af verstu sort. Hinn fyrsti þeirra bannaði allar ferðir til útlanda og alla fundi. Francico Solano Lopez hét annar afreks'- maður - honum tókst að etja landinu út í stríð við Brasilíu, Ur- uguay og Argentínu öll í einu - þegar því stríði lauk lá meira en helmingur landsmanna í valnum. Ríki fáránleikans Stroessner rændi völdum árið 1954 eftir mikið róstuskeið. Síð- an þá hefur ríkt einskonar umsát- ursástand í landinu sem setur hershöfðingjann og forsetann lögum ofar. Valdatími hans er saga pyntaðra andófsmanna sem hent er hlekkjuðum í árnar eða úr flugvélum. Á seinni árum er hún kannski fyrst og fremst saga ótrú- legrar spillingar. Kannski á að efna til leiksýningar í höfuðstaðn- um - en henni er svo aflýst því að einhver er horfinn með búning- ana og með leiktjöldin. Einhverj- um erlendum náttúruvinum dett- ur í hug að gefa skógræktinni þrjá vörubfla - þeir bflar hverfa í tolli og sjást aldrei framar. Samið er um að byggja sementsverksmiðju upp á 650 þúsund tonna afköst - enda þótt ekki sé notuð nema 200 þúsund tonn af sementi á ári í landinu. Astæðan er sú, að því hærri sem samningurinn er, þeim mun meira mútufé mun renna í vasa þeirra ráðherra eða herfor- ingja sem málin afgreiða. Mest- allt það land sem best er til rækt- unar fallið er lagt undir stórbú hershöfðingja og kafteina: þrjú prósent landeigenda eiga þrjá fjórðu landsins. Á seinni árum hefur Stroessner meira treyst á að stjórna í krafti spillingar en ótta við grimmd lög- reglunnar. Samt er fólk minnt á það reglulega að lögreglan er til og er til alls vís: einhver hverfur, konu er misþyrmt og menn vita hvar þeir eru, vita að þeir eru læstir inn í búri og mega sig ekki hreyfa án þess að komast í háska. Hinn vitri landsfaðir Stroessner er ekki eins og kol- legi hans í Chile, Augusto Pinoc- het, sem þykist ætla að taka upp lýðræði aftur í áföngum. Hann stendur staffírugur á því, að það sé nú þegar allt í himnalagi með lýðræðið hjá sér. Það verður ekki þverfótað fyrir „lýðræði“ í um- fjöllun hinna opinberu mál- gagna, sem eiga það kannski til að birta svosem sex litmyndir af forsetanum á forsíðu. Forsetinn er alltaf að minna á sig. Á hverjum morgni tekur hann á móti gestum - kannski kemur sendiherra Chile að heilsa Andlit landsföðurins. upp á hann, kannski þýskur dýra- fræðingur. Sama hver er - lands- menn fá að vita það á hverjum degi að gestir koma til Stro- essners, því allir fréttatímar á báðum rásum sjónvarpsins byrja alltaf á að sýna forsetann taka á móti gestum. Nálægt hádegi fer hann út að opna bankaútibú, af- henda prófskírteini og vígja sím- stöðvar. Þegar hann kom til valda var landið ekki rafvætt og renn- andi vatn ekki til staðar í höfuð- borginni Asuncion: þetta hefur gert landsföðurnum mögulegt að tengja skinið af hverri rafmagns- peru og ágæti hverrar skólp- leiðslu í hinum opinbera áróðri við eigin visku, forsjálni og um- hyggju fyrir alþýðu. Her og flokkur Vald hershöfðingjanna hvflir annarsvegar á hernum, hinsvegar á svonefndum Coloradoflokki. Hver sá sem vill fá starf á vegum hins opinbera eða einhvern bit- ling eða fyrirgreiðslu kemur sér í Coloradoflokkinn. Ekki svo að- skilja: svo á að heita að það sé til stjórnarandstöðuflokkur og það er kosið til þings. En kosningarn- ar eru markleysa og þingið gerfi- þing og Stjórnarandstaðan verður að sitja og standa eins og Color- adomenn og þá forsetinn vilja. Hún er vita áhrifalaus, og ef ekki er hægt að múta henni þá er hún lamin niður. Mestu skiptir fyrir Don Al- fredo Stroessner að halda fylgi herforingja og liðsforingja. Það er gert með því að veita þeim að- gang að hinu svarta eða ólöglega hagkerfi - að smygli, að mútum og að hreinum og beinum þjófn- aði. Jafnvel stjórnarblöðin segja að þetta svarta hagkerfi nái yfir um það bil helming þjóðarfram- leiðslunnar og segja sem svo, að þetta kerfi sé það verð sem greiða þurfi fyrir þann „frið“ sem í landinu ríkir. Hershöfðingjar hafa ekki mikil laun á pappírnum - kannski svosem 25 þúsund krónur á mánuði. En þeir lifa á geypilegu bflífi og reisa sér lúxus- hallir eins og fara gerir. Athvarf óþjóðalýös Ein tekjulind Stroessners og manna hans er að selja skattsvik- urum, landflótta fasistum og til- ræðismönnum, svindlurum og fjárglæframönnum landvistar- leyfi. Meðal þeirra eru ýmsir þeirra þýskra nasista sem leitað hefur verið fyrir stríðsglæpi - hvað eftir annað hafa menn til dæmis þóst geta rekið spor hins illræmda dr. Mengele til Paragu- ay, en hann stóð að glæpsam- legum tilraunum á lifandi fólki í útrýmingarbúðum nasista. Lamandi ótti Sem fyrr segir er andstaðan lömuð, vinstrisamtök eru bönnuð, mikill fjöldi manna hef- ur flúið land. Vonleysi, uppgjöf, hugleysi - þetta er það sem menn helst telja sig finna í tilsvörum landsmanna um nútíð og framtíð. Kirkjan reynir að halda höfði og er þá ekki síst til nefndur Melanio Medina, biskup í lítilli borg skammt frá Ásuncion. Hann segir ekki alls fyrir löngu í viðtali við bandarískan blaðamann: „Einræðinu hefur tekist að temja okkur. Óttinn kemur alls staðar fram. Unga fólkið hefur engan pólitískan metnað. Sá sem hugsar lendir undir miklu fargi. Enginn raunverulegur stjórnar- andstæðingur gæti lifað hér af. Landinu hefur blætt út í þeirri af- drifaríku merkingu að mann- leikinn er horfinn“.... ÁB byggði á Spiegel. 16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 22. janúar 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.