Þjóðviljinn - 25.01.1985, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 25.01.1985, Blaðsíða 9
Sr. Halldór Gröndal: Upp á einhverju varö að finna til að hressa upp á reksturinn. Mynd: E.ÓI. Þetta skattu hiklaust gera Rœtt við séra Halldór Gröndal um Naustið og rekstur hans á því Ef að venju lætur má búast við því að næstu daga og vikur verði oft minnst á þorramat í auglýsingum veitingahúsa og verslana. En orðið þorra- matur á sér víst ekki ýkja langasögu í íslensku máli enda þótt maturinn sjálfur hafi verið til og hans neytt af þjóð- inni öldum saman, ekki bara á þorra, heldur allan ársins hring. Ýmiss konar þjóðlífs- breytingar hafa þó valdið því, að þorramatur hætti að vera „daglegt brauð“ mikils meiri hlutaþjóðarinnar, meiraað segja lítt eða ekki þekktur af mörgum, fáséð sælgæti hjá öðrum. En allt í einu breyttist þetta. Síðan eru raunar ekki nema tæp 30 ár. Og hver skyldi það hafa verið, sem leiddi þorramatinn til öndvegis á ný? Jú, enginn annar en hann séra Halldór Gröndal, prestur í Grensásprestakalli. Lærði að kokka - Hvað olli því að þér hug- kvœmdist þetta, sr. Halldór? - Upphafið að þessu öllu var nú það að árið 1954 ákváðum við það, 7 ungir menn, að koma upp veitingahúsi. í framhaldi af því byggðum við svo Naustið við Vesturgötu, en veitingahúsið teiknaði Sveinn Kjarval. Húsið var drifið upp í hvelli og við byrj- uðum reksturinn í desembermán- uði 1954. Nú, ástæðan til þess að ég fór út í veitingahúsrekstur? Ég var við- skiptafræðingur að menntun og sérhæfði mig svo í hótelrekstri í Bandaríkjunum. Þar lærði ég m.a. að „kokka“. Naustið rak ég svo í 11 ár. Fór þá til Englands og rak þar veitingastofu í 3 ár. Þá gerðist mikil breyting í lífi mínu. Eg kom heim, lauk guðfræðinámi og gerðist prestur. En það er nú önnur saga. Þjóðhættir Jónasar Veitingahúsarekstur gengur náttúrlega svona upp og ofan. Það var t.d. mjög lítið að gera hjá okkur í janúar. Önnur stærri veitingahús voru með böll og árs- hátíðir ýmissa stærri félaga, sem var erfitt fyrir okkur. Upp á ein- hverju varð að finna til þess að hressa upp á reksturinn. Þegar ég svo las Þjóðhætti séra Jónasar frá Hrafnagili þá vakti athygli mína kafli, sem þar var um íslenskan mat og þorrablót. Þá sló niður í mig þessari hugmynd: Því ekki að prófa að hafa á boðstólum ein- mitt þennan íslenska mat og efna til einskonar þorrablóta? Og nú skundaði ég á fund dr. Kristjáns heitins Eldjárns því ekki þekti ég annan, sem betra væri að ráðfæra sig við um þessi efni en hann. Ég sagði honum frá Hrokað þorratrog í Nausti. Kannski frá því að sr. Halldór réð þar ríkjum. þessari hugmynd minni og hann varð stórhrifinn. „Þetta skaltu hiklaust gera“, sagði Kristján. Þar með var hann rokinn niður í kjallara og kom þaðan með tvö gömul trog, forláta gripi, sagði mér að taka þau með mér og láta smíða trog eftir þeim. Og auðvit- að gerði ég það. Nú, húsið var til, trogin voru til en þá vantaði mat- inn. Mér tókst að verða mér úti um hann. Bras til að byrja með - Var það ekki erfitt á þessum árum? - Jú, það var þónokkurt bras til að byrja með. Þessi matur var nú ekki í tísku og ekki að honum gengið í hverri matvöruverslun. En svo fór ég bara að búa hann til sjálfur, hvað annað, sjálfur kokk- urinn! Þetta voru svið, lunda- baggar, hrútspungar, meira að segja selshreifar, sem ég fékk vestan frá Breiðafirði og allskon- ar súrmatur, sem nöfnum tjáir aðnefna. Og svo lét Guðbrandur minn Magnússon forstjóri Á- fengisverslunarinnar, mig hafa gamalt brennivín, mig minnir að það hafi verið frá því um 1930. Stundum útbjuggum við sérstök sýningarföt með íslenskum mat. Þau gerðu mikla lukku. Sérstaka hrifningu vöktu þó hrútspung- arnir og hákarlinn. Framhald á bls. 10 Föstudagur 25. janúar 1985 ÞJÓÐVIUINN - S(ÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.