Þjóðviljinn - 09.02.1985, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 09.02.1985, Blaðsíða 12
TÓNUST MYNDUST skemmtileg „kombination“. Ein- leikarnir Kjartan Óskarsson (bassethorn) og Inga Rós Ingólfs- dóttir (cello) léku mjög vel. „Hrím“ kallar Áskell Másson verk sitt fyrir einleiks-cello. Það er með þetta verk eins og svo mörg af nútímamúsik, að það er erfitt að henda reiður á innihaldi verkanna við fyrstu heyrn. Það hefur því margur góður drengur- inn farið flatt á því að dæma of hart þegar ný verk heyrast, en ég held að ég verði að taka þá áhættu. Mér fannst verkið leiðin- legt þrátt fyrir ágæta spila- mennsku Carmel Russill. Fjölnir Stefánsson átti þarna sextett fyrir blásara, fiðlu og cello sem hann samdi árið 1983, einum of gamaldags tólftónamúsik fannst mér þetta verk vera, eða þannig. Það væri gaman að heyra eitthvað frísklegra verk frá hendi þessa gáfaða og reynda tónlistar- manns. í sextettinum voru Marti- al Nardeau flauta, Kjartan Ósk- arsson klarinett, Lilja Valdimars- dóttir horn, Björn Árnason fag- ott, Hlíf Sigurjónsdóttir fiðla og Arnþór Jónsson cello, allt mjög góðir hljóðfæraleikarar. Að endingu var forvitnilegt verk fyrir 9 blásara eftir þrjú tón- skáld sem allir eru af austurrísk- um uppruna.Jjá Pál P. Pálsson og Herbert H. Agústsson sem báðir eru fyrir löngu orðnir íslendingar í húð og hár, og svo austurrík- ismanninn Werner Schulze. „Þetta sameiginlega verk þeirra félaga varð til vegna sýningar sem haldin var í maí 1984 í Vín undir nafninu „ísland, eyja í Norðurís- hafi.“ Verkið var frumflutt 24. maí 1984 í Vín af íslenskum og austurrískum hljóðfæraleikur- um. Allir kaflarnir voru skrifaðir í mars og apríl 1984 og lýsa hver á sinn hátt tónmenningarlegum tengslum milli íslands og Austurríkis, eins og segir í efn- isskránrii. Fyrsti þátturinn heitir Nónett (Páll), annar Meditation (Schulze) og þriðji Scherzo (Her- bert). Þetta var langskemmtileg- asta verkið á efnisskránni, allir kaflarnir mjög vel skrifaðir og í rauninni bráðsmellin músik. Ekki síst Scherzoið sem var paro- dia af hinum ekta vínarvals (einn- ig „Ach du lieber Augustin") og „ísland farsælda frón“, spaugi- lega ofið saman. Hljóðfæral- eikararnir voru Kristján Step- hensen, Daði Kolbeinsson óbó, Sigurður I. Snorrason, Kjartan Óskarsson klarinett, Hafsteinn Guðmundsson, Hans Ploder fag- ott, Herbert H. Ágústsson, Jos- eph Ognibene horn og Lárus Sveinsson trompet. Páll stjórnaði með miklum ágætum þessum af- bragðs hljóðfæraleikurum -R.S. Áskell Másson: erfitt að henda reiður á innihaldinu. Atlí Ingólfsson: fikrar sig eftir krókóttri og hálli braut. Myrkir músíkdagar Þá eru Myrkir músikdagar komnir vel á veg og þegar þetta er skrifað hafa verið fluttir þrennir tónleikar. Ég hef ekki komist á þá alla, en fyrstu tónleikarnir voru í Norræna húsinu þann 26. jan. s.l. og þá lék blásarakvintett frá Falun í Svíþjóð. Kvintettinn skipa: Hans Malmsten, flauta, Par Sjöberg, óbó, Per-Olow Pell, klarinett, Bengt Oleras, horn, og Lars Hilleskár, fagott. Þeir eru þaulreyndir og góðir listamenn og mjög vel samæfðir. Fyrst á efnisskránni var blás- arakvintett eftir Joonas Kokkon- en sem var mjög áheyrilegt í af- bragðsmeðferð fimmmenning- ana. Síðan kom verk fyrir ein- leiksflautu, Sonata Svickel eftir Carin Malmlöf-Forssling. Þessi sónata var snotur og stutt (g.s.l. þegar um einleik á flautu er að ræða) en ekkert minnisverð. Flautuleikarinn lék ágætlega. Síðast fyrir hlé var stuttur kvint- ett eftir Leif Þórarinsson sem hann samdi 1974 og var gaman að heyra góða fagmennsku, bæði hjá tónskáldi og hljóðfæraleikur- um. Því miður gat ég ekki heyrt meira á þessum tónleikum og gat ekki heldur verið á öðrum tón- leikum Myrkra músikdaga, en þriðju tónleikarnir fóru fram í Bústaðakirkju þ. 3. febr.. Fyrsta tónverkið þar var eftir Skúla Halldórsson, „Viva Strætó" fyrir einleiksflautu sem Bernharður Wilkinson lék. Höfundur samdi þetta stykki í tilefni af 50 ára starfsafmæli sínu hjá S.V.R. og er það tileinkað fyrirtækinu. Þetta var létt og skemmtileg þjóðdansatónlist (eða í þeim anda) og féll það í góðan jarðveg hjá áheyrendum. Næst var frumflutningur á Duo fyrir bassethorn (sem er af klarin- ettfjölskyldunni) og cello eftir Atla Ingólfsson. Atli er ungur tónsmiður sem er nú að byrja að fikra sig eftir krókóttri og hálli braut tónskáldskaparins og verk- ið ber þess nokkur merki, m.ö.o., mér fannst verkið ekki nógu sannfærandi sem tónverk, en bassethornið og cello er RÖGNVALDUR \\ SIGURJÓNSSO \| Fjölnir Stefánsson: einum of gamaldags tólftónamúsík. 12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 9. febrúar 1985 Jarðbundnar fantasíur Afmœlissýning Sveins Björnssonar að Kjaivalsstöðum Sveinn Björnsson verður sex- tugur innan skamms. í tilefni af afmæli sínu heldur hann nú sýn- ingu á 56 málverkum að Kjarvals- stöðum. Svein er næsta óþarfi að kynna, svo oft hefur hann haldið sýningar gegnum árin. En hóf að mála fyrir tæplega fjörutíu árum og hefur haldið því áfram æ síð- an, milli þess sem hann starfar sem rannsóknarlögreglumaður í Hafnarfirði. Sveinn er nær sjálfmenntaður í listinni og utan eins árs nám við Akademíið í Kaupmannahöfn um miðjan 6. áratuginn, hefur hann glímt af eigin rammleik við strigann og litinn. Útkoman hef- ur orðið mjög persónuleg, þrátt fyrir ákveðin og augljós aðföng í byrjun. Það hefur einnig ein- kennt list hans hve heilsteypt hún er og laus við sveiflur. Sveinn virðist halda sínu striki og þróast án tillits til hræringa í heimslist- inni. Þeir listamenn sem hvað mest áhrif virðast hafa haft á Svein í byrjun eru þeir Gunnlaugur Scheving, Kjarval og Jón Engil- berts. Þetta er ekki undarlegt þegar þess er gætt að Sveinn var alinn upp við sjávarsíðuna og stundaði sjómennsku fram að þrítugsaldri. Sjávarþorpið og sjó- sóknin var til skamms tíma meg- inuppstaða myndefnisins. En fljótlega tók að gæta í myndum hans ljóðræns ímyndunarafls sem gerði þessi myndefni að altækum táknum í draumkenndum bún- ingi. Vera kann að Sveinn hafi komist í kynni við myndir Kobra- manna á námsárunum í Kaup- mannahöfn, a.m.k. er heimur sá sem hann bregður á strigann ekki ólíkur myndheimi þeirra. En Sveinn hefur hingað til haldið meiri tengslum við raunheiminn en Kobra-menn, þótt stundum leysist myndefni hans frá sjávar- síðunni upp í litsterkar og logandi fantasíur. Nú bregður svo við að myndir Sveins taka nýja og óvænta stefnu. í stað hinna litsterku og hráu órahljómkviða hans frá sjómennskunni og hafinu, hafa málverkin tekið á sig blæ jarðar- innar. Hinir bláu, gulu og rauðu litir sem Sveinn notaði næsta ó- blandaða til að draga upp form segla, neta og andlita, hafa vikið fyrir brúnum jarðlitum. Þá eru litirnir blandaðri, smurðir á strig- ann á dempaðri og blæbrigðarík- ari hátt en áður. Þetta gerir mál- verkin óneitanlega heillegri og gefur þeim ákveðinn heildarblæ, jarðneskan en óhlutbundnari um leið. Þessi nýju málverk Sveins eru ekkert risminni en fyrri verk hans, nema síður sé. Að vissu leyti hafa þau öðlast þyngri slag- kraft, eða ef líkja mætti við tungutak tónlistarinnar, þá hefur Sveinn fært sig frá trompettum yfir til kontrabassa. Hann hefur látið í ljósi þá skýringu að hraunið kringum vinnustofu hans hafi breytt yrkisefnum hans. Samkvæmt því ætti hann að vera orðinn landslagsmálari. Það væri þó merkingarlaust með öllu að troða Sveini á bás með venjulegum lands- lagsmálurum. Þrátt fyrir allt er hann og verður expressionisti sem málar fremur tilfinningar sínar gagnvart hlutunum en hlut- ina sjálfa. Vera kann að hraunið í Krísuvík hafi breytt litaskala hans og pensilskrift, en það hefur ekki hreyft við hinu ljóðræna ímyndunarafli málarans. Það er þrátt fyrir allt á sínum stað. HBR

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.