Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						MENNING
Myndlist
Harmrœn, leikrœn
Kristjana Samper sýnir að Kjarvalsstöðum
í vestursal Kjarvalsstaöa hef-
ur Kristjana Samper komið
fyrir 24 verkum eftir sig og
mun þetta vera fyrsta einka-
sýning hennar. Verkin eru öll
úr brenndum leir og teljast
þ.a.l. til keramík-tækninnar,
þótt fyrst og f remst séu þau
höggmyndir. Umgjörð sýning-
arinnar og aðbúnaður er
vandaðurog fylgir henni ein-
staklega vegleg sýningarskrá
með mörgum litmyndum af
verkunum
Kristjana stundaði nám við
Myndlistaskólann í Reykjavík á
árunum 1962-63, Myndlista- og
handíðaskólann 1975-79 og við
University of Arizona frá 1980-
81. Hún býr því yfir allmikiili
reynslu í meðferð leirsins og ber
sýningin því vitni. Þar er mann-
eskjan í fyrirrúmi í nær öllum
verkunum, annað hvort sem til-
vistarkenndur þolandi eða sem
formræn fígúra, laus við allan
heimsins harm.
Þessar ólíku viðmiðanir, ann-
ars vegar formræn og hins vegar
tilvistarkennd,  gera  sýninguna
dálítið misjafna, en þrátt fyrir
það sýnir Kristjana í sínum bestu
verkum, veruleg tilþrif og næman
listskilning. Þetta er áberandi í
þeim verkum þar sem hún fæst
við túlkun á þjáningum mannsins
og beitir einföldum og hreinum
vinnubrögðum til að draga þær
fram.
Þetta eru harmræn verk, all-
drungaleg, þó með vissu leikrænu
yfirbragði. Litur leirsins og ein-
faldleiki formsins minnir
óneitanlega á klassíska, spænska
trúarlist. Einkum verður manni
hugsað til Zurbarans, en e.t.v.
þarf ekki að fara svo langt aftur í
tímann því vissan tilfinningar-
þrunginn og harmrænan tilvist-
unartón má finna í list Spánverja
allt fram á okkar dag.
Á móti kemur hið leikræna,
stundum eilítið barokk-kennda
og fer Kristjana ekki varhluta af
því, þótt hún stilli því blessunar-
lega í hóf í bestu verkunum.
Stundum tekst listamanninum að
láta þennan þátt vinna með sér og
kemur það best í ljós í lágmynd
þar sem andlit opnast eins og
blómakrans og blöðin gefa til
kynna grímur eða spegilmyndir
(Speglun nr. 14). í slíkum verk-
um er að finna opnar dyr til ann-
arra átta og spennandi mögu-
leika.
Hinar liggjandi fígúrur Krist-
jönu eru ekki eins tilþrifamiklar.
Sumar eru þó haganlega gerðar
og látlausar, en bjóða síður upp á
tækifæri til útvíkkunar. Þó er
ekki loku fyrir það skotið að
Kristjana gæti samræmt ýmsa
þætti þeirra hinum verkunum og
myndað einhvers konar synþesu
þessara ólíku stefna. Tíminn
verður að leiða slíkt í ljós.
Sýning Kristjönu er m.ö.o.
opin í báða enda, eins og oftast er
um slíkar frumraunir. En mögu-
leikarnir eru fyrir hendi því lista-
maðurinn ræður yfír ágætri tækni
og fóstrar með sér persónulegar
hugmyndir. Missi Kristjana ekki
sjónar af þeirri gullnu reglu, að
nota minna til að tjá meira, þarf
ekki að efast um ágæti framhalds-
ins. Leirinn er hættulegt efni
vegna þess að hann er undurfagur
í sjálfu sér, en ef Kristjana gerir
sér grein fyrir því er útkoman
sannferðug og persónuleg.
HBR
Stökur
Því miður fækkar því fólki sem
við getum kallað snjalla hag-
yrðinga. Það er minna ort af
vísum en áður var og þá um
leið fækkar þeim sem kalla
másnillinga, of margirfylla
flokk meðalmennskunnar.
Einn af snjöllustu hagyrðing-
um núlifandi er Böðvar Guð-
laugsson, kennari í Kópavogi.
Böðvar er fæddur 14. febrúar
1922, lauk prófi frá Kennara-
skólanum og hefur lengst af
starfað sem kennari í Reykja-
vík en búið í Kópavogi. Böðv-
arereinnig kunnurfyrirgam-
anbragi sína og hafa þeir þótt
með því besta sem gerist á því
sviði, enda maðurinn vel hag-
mælturog háðfugl hinn mesti.
SIGURDÓR
SIGURDÓRSSON
Ég leitaði til Böðvars og bað
hann að senda mér nokkrar
vísur og það sem hér fer á eftir
erárangurinn. Skýringarnar
með vísunum eru eftir Böðvar
og hann segir í bréfkorni sem
hann sendi með vísunum, að
þær spanni yf ir all langt tíma-
bil, eða f rá því að vera hálfs-
mánaðar gamlar og uppí
hálfraraldrar.
Eftirfarandi vísa mun vera ort
norður í Hrútafirði á þeim
gömlu, góðu landabruggsárum:
„Lotinn standa leit ég mann
leysa baná af tösku,
þar að vanda hafði hann
hálfa landaflösku".
Lélegri fundarmennsku minni
lýsti ég einhvern tíma þannig:
„Ragur er ég að rjúfa þögn
og reifa mál á fundum,
en gœti sjálfsagt gapað ögn
gáfulegar stundum".
Á ferðalagi um Dali í blíðskap-
arverðri var m.a. komið á þœr
slóðir, þar sem Kjartan Ólafsson
var veginn. Þá varð þetta vers til:
„í Saurbænum varfólk að hamast
í heyinu,
þeim helvítis ósköpum reyni ég
ekki að lýsa.
En við steininn, þar sem þeir
káluðu Kjartani greyinu,
kom mér í hug þessi Ijómandi
fallega vísa".
Þegar í ljós kom einhvern tíma
á ferðalagi, að hægri aurhlífin
hafði dottið af bflnum, varð mér
að orði:
„Ekki er skeður skaði neinn,
né skakkaföll hjá okkur,
þó að horfið hafi einn
hægri drullusokkur".
Sumarið 1974 var ég þátttak-
andi í ferðalagi um Norður- og
Austurland, og meðal annarra
ferðafélaga voru Þorsteinn Vald-
imarsson, skáld, og Þórarinn
Guðnason, læknir. Einhverjir
létu í ljós ugg um að kveðskapur
mundi verða meiri en góðu hófi
gegndi í ferðinni:
„Ef útaf við fólk
ekki að gera
óstöðvandi vísnakliður,
Pórarinn lœknir þyrfti að skera
Þorstein upp og Böðvar niður".
Varla hefur það farið fram hjá
fólki, að Alþýðuflokkurinn er
samkvæmt skoðanakönnunum á
uppleið, og nýi formaðurinn er
að vonum all-rogginn:
„Nú er kátt í koti hjá
Krötum hér á Fróni.
En œtli þeir lifi nú lengi á
loftinu í honum Jóni?"
Fyrir mörgum árum síðan var
það einhverju sinni, að Mjólkur-
samsalan var skömmuð grimmi-
lega fyrir að selja sem nýmjólk
eitthvert lapþunnt sull:
„Samsalan er að ýmsu kunn,
og alls ekki mest að sómanum.
Undur er mjólkin orðin þunn.
Hver andskotinn varð
af rjómanum?"
DV birti ekki alis fyrir löngu
greinargott yfirlit um verð á
hrútspungum á ýmsum stöðum á
landinu, og kom í ljós, að
Egilsstaða-pungar voru óheyri-
lega dýrir, en á Blönduósi mátti
fá þá tiltölulega billega:
,rÁ Héraði gerist kvenþjóðin tœp
á taugum,
og telja má víst, að þar fækki
til muna þungunum,
því vitanlega vex henni mjög í
augum
verðlagið á Egilsstaðapungunum.
Húnvetnskri kvenþjóð hins vegar
standa til boða
hagkvæm viðskipti mitt í
dýrtíðarstandinu:
Á Blönduósi getur hún ¦
blátt áfram fengið að moða
úr billegustu pungum, sem til
eru á landinu".
Böðvar Guðlaugsson
Grátur reiðinnar
Pierrot Lunaire
í Galleríi Borg
Um sýningu Ásdísar Sigurþórsddttur
Ásdís Sigurþórsdóttir sýnir í
Gallerí Borg við Austurvöll.
Húnsýnir41 mynd, þaraf13
stærri verk. Smærri myndirn-
ar eru samlímingar af alls kon-
artagi. Ásdís stundaði nám
við Myndlista- og handíða-
skólann 1974-76 og 1978-80.
Hún brautskráðist úrgrafík-
deild skólans og hefur síðan
1981 stundað sáldþrykk á
eiginverkstæði.
Að þessu sinni hefur listamað-
urinn þó brugðið fyrir sig annarri
tækni, olíulitum, sem reyndar eru
sömu litirnir og Ásdís notar við
grafíkmyndagerð sína. Satt best
að segja þá eru olíumyndir þessar
mjög áþekkar grafíkmyndum
hennar og sumar eru beinlínis til-
brigði um sama stef.
Samt sem áður er eitthvað lif-
andi í þessum myndum og þær
eru óneitanlega lífrænni en graf-
íkmyndirnar. Þær hafa áferð og
einhverja efniskennd sem grafík-
ina skortir. Þó eru þær mjög fín-
lega unnar og minna fremur á
vatnslitamyndir  en  málverk.
trúður er eins og aðrir kollegar
hans: tvírætt tákn gleði og sorgar.
Þeir dansa á línu, steypa sér
kollhnís og standa á höndum,
eins og við gerum öll í óeiginlegri
merkingu. Bak við leikinn er ein-
hver dulin alvara.
í öðrum myndum má sjá hjörtu
og enn öðrum klæði sem mynda
fjöll og bundin eru í hnút í daln-
um. Þetta eru samfellukennd
verk með sterkri, miðlægri mynd-
byggingu. AIls staðar er nóttin án
þess að hún sé yfirþyrmandi.
Fyrst og fremst gefur það mynd-
um Ásdísar dulúðugan blæ og
óræðan.
Hinn hlutinn af sýningunni er
miklu lakari. Það eru smámyndir
með samlímingum úr efni og
pappír. Hér er ekki verið að
kljást við neitt sem máli skiptir,
enda eru þessar myndir fremur
listmunir en listaverk. Þessir
smámunir trufla þó lítið heildina
og eru þ.a.l. saklaust uppfylling-
arefni.
Þótt sýning Asdísar sé ekki
nógu stór í sniðum, er hún athygl-
isverð. Þar er á ferð einhver
Ásdís Sigurþórsdóttir
Myndefnið er rómantískt og hug-
lægt í anda Chagalls, eða öllu
heldur í ætt við söngljóð Schön-
bergs „Pierrot lunaire".
Það er einmitt trúðurinn sem
Ieikur aðalhlutverkið í myndum
Ásdísar. Bak við hann er nætur-
stemmning í svarbláum lit. Þessi
hreyfíng eða þróun sem vert er að
skoða nánar. Besta dæmið um
þetta er hve vel listamanninum
fer úr hendi að umorða grafík-
myndir sínar í lífrænna efni, án
þess að um einbera endurtekn-
ingu sé að ræða.
HBR
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN  Miövikudagur 27. febrúar 1985
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16