Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						Sigurður Þórir
í 15. skipti
Ámorgun, laugardag, kl. 14
opnar Sigurður Þórir Sigurðs-
son málverkasýningu sem
hann nefnir Úr mannheimum í
Listmunahúsinu, Lækjargötu
2. Þar sýnir hann 35 olíumál-
verk sem hann hefur málað í
árogífyrra.
Sigurður Þórir stundaði nám
við MHÍ á árunum 1968-70. Síð-
an varð hlé á námi en árið 1974
innritaðist hann í Akademíuna í
Kaupmannahöfn og var þar við
nám hjá prófessor Dan Steerup-
Hansen í fjögur ár.
Sigurður Þórir hefur haldið 14
einkasýningar áður, í Kaup-
mannahöfn, Færeyjum, Reykja-
vík og víða um land. Einnig hefur
hann átt myndir á fjölda samsýn-
inga.
Sýning Sigurðar Þóris verður
opin virka daga nema mánudaga
frá kl. 10-18 og um helgar kl. 14-
18 fram til 8. apríl sem er annar í
páskum.
-ÞH
Sigurður Þórir við eitt verka sinna f Listmunahúsinu. (Mynd: - eik).
Norrœna húsið
Finnskt skart og
dönsk grafík
Frá sýningu Textílfélagsins í vestursal Kjarvalsstaða. (Mynd: eik)
Afmœlissýning
Textílfélagsins
í Norræna húsinu verða opn-
aðartvær listsýningar um
helgina og eru þær eins og
vera ber norrænar.
í dag, föstudag, kl. 17 verður
opnuð finnsk sýning í anddyri
hússins og ber hún nafnið Kale-
valahefð í klæðum og skarti. Er
þar rakin saga finnskra kvenbún-
inga og skarts sem fundist hefur í
fornum gröfum og áhrif þess á
gerð skartgripa í Finnlandi fram
til vorra daga. Þessi sýning er lið-
ur { hátíðai haldi í tilefni af því að
150 ár eru liðin frá útkomu Kale-
valakvæðanna.
Hin sýningin verður opnuð í
kjallaranum kl. 17 á morgun,
laugardag. Þar er á ferð dönsk
grafíksýning sem kemur hingað
frá Árósum. Á sýningunni eru
verk eftir 49 danska grafíklista-
menn og er þetta úrval úr far-
andsýningu sem er á ferð um
Norðurlönd. Sýningin er haldin á
vegum danska Grafíkfélagsins og
Árhus Kunstforening af 1847.
Finnska sýningin verður opin á
opnunartíma hússins fram til 12.
apríl en sú danska fram til 8. apr-
íl.
-ÞH
Kjarvalsstaðír
Nú stendur yfir á Kjarvals-
stöðum sýning sem haldin er í
tilefni 10 ára afmælis Textílfé-
lagsins. Þettaerfjórðaen
jafnframt stærsta samsýning
félagsmanna hér í Reykjavík
en auk þess hafa verið hald-
nar sýningar úti á landi.
Félagar í Textílfélaginu eru nú
um 40 talsins og vinna þeir að
hinum ýmsu greinum textíl- og
vefjariðnaðar, svo sem vefnaði,
tauþrykki, fatahönnun, mynstur-
hönnun, prjóni, bótasaum og
textílskúlptúr. Margir þeirra
vinna jafnhliða eigin listsköpun
að hönnun muna sem síðan eru
fjöldaframleiddir og er það eitt af
markmiðum félagsins að efla
skilning almennings og fyrirtækja
á gildi listiðnaðar og textíllistar.
Félagið hefur unnið með nor-
ræna Textíltríennalnum sem
heldur sýningar víðs vegar á
Norðurlöndum. Ein slík er nú í
undirbúningi en hún verður opn-
uð í Noregi áður en hún kemur til
íslands í ágúst. Alls bárust 590
verk til þeirrar sýningar frá öllum
Norðurlöndunum en 86 þeirra
voru tekin til sýningar.
Sýningin á Kjarvalsstöðum
verður opin alla daga kl. 14-22
fram á annan í páskum.   _ þjj
Finnskur listiðnaður
í austursal Kjarvalsstaðaog á
ganginum fyrir f raman hann
verðurá morgun, laugardag,
opnuðsýning áverkum
finnsku textíllistakonunnar
Doru Jung sem lést árið 1980,
74 ára að aldri. Hún er einn
helsti frumkvöðull finnsks list-
iðnaðarog átti drjúgan pátt í
Systkini sýna
í Firðinum
að lyfta honum á það stig sem
hann er.
Dora Jung fæddist í Helsinki
árið 1906 og nam við Lista- og
handíðaskólann þar í borg. Hún
starfrækti alla sína tíð vefstofu
auk þess sem hún vann sem
hönnuður fyrir helstu fyrirtæki
Finna í textíliðnaði áratugum
saman. Hún var einn þeirra lista-
manna á Norðurlöndum sem
opnuðu augu manna fyrir því að
listiðnaður gæti verið háþróuð
list.
Dora Jung tók þátt í fjölda sýn-
inga á ferli sínum og var sæmd
ýmsum helstu heiðurstáknum
sem listamanni geta fallið í skaut.
Verk hennar prýða kirkjur og op-
inberar stofnanir í Finnlandi og
víða annars staðar.
Sendiherra Finna á íslandi,
Martin Isaksson, opnar sýning-
una kl. 14 á morgun að viðstödd-
um forseta íslands og fleiri stór-
mennum. Sýningin verður opin
daglega frá kl. 14-22 fram yfir
páska.                 - ÞH
Frumsýningu
frestað!
Af óviðráðanlegum ástæðum
verður að fresta frumsýningu á
sýningu íslenska dansflokksins í
Sögunni um Dafnis og Klói sem
vera átti í kvöld. Ástæðan er sú
að einn dansaranna, Ásdís Magn-
úsdóttir, fékk heiftarlega flensu.
Vonir standa til að hún verði orð-
in frísk á þriðjudaginn kemur.
-ÞH
Það er ekki á hverjum degi
sem systkini efnatil samsýn-
ingar en á morgun opna þau
JónaGuðvarðardóttirog Ein-
ar Már Guðvarðarson sýn-
ingu á verkum sínum í Hafnar-
borg, menningar- og lista-
stofnun Hafnarfjarðarað
Strandgötu 34. Sýningin ber
heitið Máninn ívatninu.
Jóna sýnir leirlist en hún nam
þá list í Myndlista- og handíða-
skólanum á árunum 1971-76.
Hún hefur tekið þátt í samsýning-
um hér á landi og í Finnlandi og
Danmörku.
Einar Már er kennari að mennt
en nam kvikmyndagerð ásamt
fleiri í New York og Asíu á árun-
um 1982-84. Hann sýnir ljós-
myndir en áður hefur hann haldið
sýningar í Hunza í Norður-
Pakistan og listamiðstöðinni
Daruma sem hann rekur í Kaup-
mannahöfn.
Sýning þeirra Jónu og Einars
Más verður opin daglega kl. 14-
19 fram til 7. apríl.
-ÞH
Föstudagur 22. mars 1985 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 13
Ráðstefna um
umhverfismótun
Landssamtökin Líf og land
efnatil ráðstefnu íhúsakynn-
um Arkitektaf elags íslands í
Ásmundarsal við Freyjugötu
ámorgun, laugardag. Þar
verðurfjallað um efnið Mótun
umhverf is á íslandi f rá ýmsum
sjónarhornum.
í frétt frá Lífi og landi segir ma.
að íslendingar búi nú að mjög
miklu leyti við umhverfi sem þeir
hafi sjálfir skipulagt og mótað.
„Með þessari ráðstefnu vill Líf og
land leggja sérstaka áherslu á
mikilvægi þessarar umhverfis-
mótunár fyrir almenna vellíðan,
þroska og lífsfyllingu allra."
Gestur ólafsson formaður
samtakanna setur ráðstefnuna kl.
10 en ráðstefnan stendur til kl. 17
með þriggja kortéra matarhléi. Á
ráðstefnunni verða flutt alls 17
stutt erindi og eru flytjendur úr
ýmsum áttum: prestar, arkitekt-
ar, embættismenn, listamenn,
sálfræðingar, kennarar osfrv.
Ráðstefnan er öllum opin og
aðgangur ókeypis.
-ÞH
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16