Þjóðviljinn - 23.05.1985, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 23.05.1985, Blaðsíða 6
FLÓAMARKAÐURINN LANDIÐ Til sölu tvö falleg elnstaklingsrúm og nýlegur ísskápur og gamaldags hjónarúm og náttborð. Uppl. í síma 36198 eftir kl. 19. Til sölu örbylgjuofn. Uppl. í síma 75806. Óska eftir að kaupa barnakojur og hvítt klósett. Uppl. í síma 667098 eftir kl. 18. Brúnt kvenveski tapaðist við strætóskýlið hjá Lands- spítala (leið 14). Finnandi vinsam- legast hringið í síma 78449. íbúð til leigu 4ra-5 herb. íbúð til leigu í sumar. Uppl. í síma 72900. Notuð dekk til sölu á Renault 4 og 1 nýtt. Uppl. í síma 31197. Selst ódýrt. Tvíburavagn til sölu sterklegur og vel.meö farinn (Silver Cross). Uppl. í símum 33974 og 76191. íbúð til leigu sem er fullbúin á tímabilinu frá 2. júní - 4. júlí. Reglusemi og góð umgengni áskilin. Uppl. í síma 32742. Vantar þig sumarvinnu? Ef þú ert 17-20 ára og hefur eitthvað vit á undirvinnu og á viðgerðum á bílum, þá kemur þú til greina. Uppl. gefur Sigurjón í síma 28511 eða 16198. Ágæti lesandi! Þú veist manna best hvað lítið þú berð úr býtum, farðu því vel með krónurnar. Við bjóðum góðar vörur á enn betra verði t.d. gallabuxur á 790.- kr., barnaskyrtur á 95.- kr. Lesendur Þjóöviljans fá auk þess 10% afslátt af öllum vörum. Fatalagerinn, Grandagarði 3, (gegnt Ellingsen). Saumanámskeið Tveir klæðskerar halda saumanám- skeið á Skólavörðustíg 19. Nánari uppl. í símum 83069 og 46050 eftir kl. 17. Til sölu myndavél, lítið notuð og í góðu lagi á 2.500.- kr. Yashica MG-1. Á sama stað er linsusuðutæki til sölu. Uppl. í síma 41648, Ester. íbúð til leigu í Vestur-Berlín frá 15. júli til 31. ágúst. Uppl. í síma 27175 eftir kl. 19. Tveggja herbergja íbúð til leigu í nýuppgerðu gömlu „kúltúr- húsi" í miðborg Stokkhólms (Söder- malm) í skiptum fyrir íbúð í miðbæ Reykjavíkur tímabilið 6. júní - 1. júlí nk. Svar sendist auglýsingadeild Þjóðviljans merkt „íbúð - Miðbær". Atvinna í Noregi Det skulle være hyggelgtg om du kunne komme og arbeite hos oss i Bergen for et half ár eller lenger. Vi har plass til 2 anestesi-sykepleiere (svæfingahjúkrunarfræðinga) fra 1. sept. 1985. Upplýsingar í síma 91 -34498. Vil kaupa notaðan barnabílstól. Uppl. í síma 20603, eftir kl. 19. Til sölu ZX-spectrum 48 K tölva, Timex Sin- clair prentari og micro-drif með tengi- stykkjum, segulbandstæki og fjöl- straumsbreytir ásamt nokkrum forrit- um. Uppl. í síma 40785 eftir kl. 19. íbúð til leigu í Vestur-Berlín frá 15. júlí til 31. ágúst. Uppl. í síma 27175 e. kl. 19. Til leigu herbergi í íbúð með allri aðstöðu. Verð kr. 5000.- Uppl. í síma 38900, innanhússnúmer 25 kl. 9-16. Vinna i júní 23 ára námsmanna vantar sárlega vinnu í júní, heilan eða hálfan daginn. Get einnig tekið að mér verk í styttri tíma. Fær í flestan sjó. Uppl. í síma 621454. Bíll óskast Vill ekki einhver selja góðan, traustan bíl? Verðhugmynd 40-60 þúsund. Út- borgun 25 þúsund. Sími 29286. Stokkhólmur - júlí 3ja herbergja íbúð í Stokkhólmi í skiptum fyrir íbúð í Reykjavík í júlí. Uppl. í síma 31519 e.kl. 17. Gítarmagnari 100 watta Sun, til sölu og Aria gítar. Uppl. í síma 16086. Eldhúsinnrétting, glæný Af sérstökum ástæðum er til sölu glæný eldhúsinnrétting úr Ijósri eik. Skápalengd samtals 4,5 m. Selst ódýrt. Einstakt tilboð. Úppl. í síma 31447 eftir hádegi. Brio, barnavagn Til sölu blár flauelsvagn með dýnu, sem nýr. Verð kr. 10 þús. Uppl. í síma 17574. Hondueigendur, athugið Óska eftir Hondu M.B. eða Hondu N.T.. Uppl. í síma 44506 eða 42212. Píanóleikara bráðvantar æfingaraðstöðu frá 1. júní. Uppl. í síma 38575. Barnavagn til sölu, fallegur og góður rauður flau- elsvagn. Verð 8 þús.. Upþl. í síma 82249. Timbur óskast Óska eftir að kaupa heflað timbur, 1 x 6. Uppl. í síma 39694. Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir apríl mánuð 1985, hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 28. þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en síðan reiknast dráttarvextir til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. júní. Fjármálaráðuneytið, 20. maí 1985. Blikksmiðja Magnúsar Thorvaldssonar Blikksmiðjan hóf starfsemi sína árið 1967. Hún tekur að sér alla almenna blikksmíði og framleiðir einnig sorpskápa og pokahengi á veggi. Ennfremur framleiðir Blikk- smiðjan milliveggjastoðir úrstáli sem þekktar eru víða um land. Þá hefur það nýlega gert tilraunir með framleislu á leiktækjum á leikvelli. Loks má geta þess að hjá Blikksmiðjunni hefur, sl. 5 ár, verið unnið að þróun uppfinn- ingar eigandans, Magnúsar Thor- valdssonar, á svonefndum Magn- húsum. Er það ný gerð timbur- einingahúsa, í senn einföld og auðveld í uppsetningu. -mhg Sparisjóður Mýrasýslu Sparisjóður Mýrasýslu er eina peningastofnunin í hérað- inu. Viðskiptasvæði sjóðsins er, auk Mýrasýslu, Borgar- fjarðarsýsla innan Skarðs- heiðar og sunnanvert Snæ- fellsnes, einnig, í litlum en vax- andi mæli, sveitirnar utan Skarðsheiðar, síðan sam- göngur urðu greiðari yfir fjörð, með tilkomu Borgarfjarðar- brúarinnar. Sparisjóðurinn var stofnaður árið 1913. Hann er til húsa í rúm- góðu húsnæði að Borgarbraut 14. Stærstu útlánaflokkar við Spar- isjóðinn eru nú landbúnaður, íbúðabyggingar og iðnaður ýmiss konar. Starfsmenn eru 21. Spari- sjóðsstjóri er Friðjón Svein- björnsson en stjórnarformaður Magnús Sigurðsson á Gilsbakka. -mhg Shell- stöðin við Brúartorg Shellstöðin í Borgarnesi var opnuð 1964 og var fyrsta stöð- in á staðnum, sem veitti alhliða þjónustu. Stöðin hefurfrá upp- hafi séð um dreifingu á bensíni og olíum á öllu Vesturlandi fyrir Olíufélagið Skeljung h.f., að undanskiidu svæðinu sunnan Skarðsheiðar. Þegar hæst bar sá stöðin um dreif- ingu allt til ísafjarðardjúps, Hólmavíkur og Drangsness. -mhg Byggingafélagið Bmg Byggingafélagið var stofnað árið 1976. Það hefur staðið fyrir margskonar verkum, svo sem smíði félagsheimilisins Hlaða, húss Prjónastofu Borg- arness, grunnskóla Borgar- ness og einnig byggði fyrir- tækið rannsóknahús á Hvann- eyri og hús Loftorku í Borgar- nesi. Þá vann það að hitaveitufram- kvæmdum við Borgarfjarðar- brúna og hefur byggt og selt ein- býlishús, raðhús og fjölbýlishús. Byggingafélagið hefur sérhæft sig í framleiðslu glugga, faga og úti- hurða. Á síðustu þremur árum hefur vélakostur fyrirtækisins verið aukinn og endurbættur og um mitt þetta ár verður flutt í nýtt verksmiðjuhús að Sólbakka 11. -mhg Bók um lyf Komin er út hjá Vöku íslenska lyfjabókin eftir Bessa Gíslason lyfjafræðing, Helga Kristbjarn- arson lækni og Magnús Jóhann- esson lækni og eru þar kynnt öll lyf sem skráð eru á íslandi. í bókinni er ýmiss fróðleikur um lyf, framleiðslu þeirra og áhrif, en meginefnið er skrá um lyfin þarsem hverju þeirra er lýst og gefnar upplýsingar um fram- leiðanda, innihald, form og gerð, algenga skammtastærð, þekktar aukaverkanir og notkunarhættu fyrir viðkvæma sjúklinga, til dæmis barnshafandi konur. Bókin er ætluð öllum almenn- ingi, og samin með hliðsjón af þeirri nýhugsun meðal heilbrigð- isstétta að lyfjataka sé ekki einkamál læknisins heldur sé öllum hollast að sjúklingnum sé kunnugt um hvað hann lætur ofan í sig. ISLENSKA IVPIA- liirdn r Maður kvaddi, er hófst af sjálfum sér og sýndi manndóm alla tíð í verki. Alþýðunnar undir gekk hann merki, um ýmsa byggð og landsins fiskiver. Vegi landsins lagði marga hann, leiðir nýjar vildi sjálfur kanna. Sá var maður bœði frosts og fanna, sem fegurðinni og sólskininu vann. Slíka menn við eigum alltoffáa, sem erfiðleikar kunna ekki að buga. í hríðum lífs og heljarkulda duga, ' hrópa, við skulum reisa hið smáa. Myndin skýr, sem þessi dáðadrengur dró upp á tjaldið hér á göngu sinni. Hún skal lýsa langt í framtíðinni, leiftra á vegi, þar sem annar gengur. Jóhann J.E. Kúld. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 23. maí 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.