Þjóðviljinn - 13.07.1985, Blaðsíða 9
Svava Jakobsdóttir skáld.
Listaviðburður
í máli og myndum
Vladimir Sichov að störfum á íslandi.
Bók, Ijósmyndasýning og kvikmynd undir samheitinu lceland Crucible
Snorri Hjartarson skáld.
Þetta bar þannig að að Thom-
as Holton forstjóri Hildu hf. var að
hlusta á Vigdísi Finnbogadóttur
opna sýninguna Scandinavia To-
day í Minneapolis ásamt 60 þús-
und manns og honum fannst
áberandi hvað Island og íslensk
menning væri áberandi. Þá
kviknaði hugmyndin. Hann fór þá
að leita að rithöfundi sem væri
nógu vitlaus til að taka að sér að
skrifa verkið og þar sem hann
hafði séð til mín vera að selja
bæklinginn lcelandic Writing To-
day á breiðstræti í Minneapolis
kom hann að máli við mig. Hann
hafði líka kynnst hinum
heimsfræga Ijósmyndara Vla-
dimir Sichov og hann fékkst til að
koma hingað til að búa til sögu í
Ijósmyndum um þessa skrýtnu
menningu. Þetta sagði Sigurður
A. Magnússon í samtali við Þjóð-
viljann um aðdraganda þess að
bókin lceland Crucible varð til.
Á blaðamannafundi á Kjar-
valsstöðum á fimmtudag var
ljósmyndarinn sjálfur viðstaddur
og hann var þar spurður hvort
ekki hefði verið erfitt að finna út
karakter 170 íslenskra lista-
manna á hraðferð um landið og
láta hann koma fram á ljósntynd-
unt en mönnum ber sarnan um að
það hafi Sichov tekist með ágæt-
um í flestum tilfellum. Hann
svaraði því til að fólk væri eins og
opin bók og þetta væri aðeins
spurning um hvort ljósinyndar-
inn væri góður eða ekki.
í dag verður opnuð sýning á
330 ljósmyndum Sichovs á Kjar-
valsstöðum eða mun fleiri en birt-
ast í bókinni. Þetta er stærsta
mannamyndasýning sem nokkru
sinni hefur verið efnt til hér-
lendis.
Samhliða bókinni hefur verið
gerð hálftíma kvikmynd um
grósku íslenskra lista í nútíman-
um. Myndin nefnist einnig Ice-
land Crucible og er gerð af
tveimur kunnum bandarískum
kvikmyndagerðarmönnum, Hal
Calbom og Phil Davies, sem átta
sinnum hafa verið sæmdir hinum
eftirsóttu Emmy-verðlaunum
fyrir sjónvarpsþætti sína. Kvik-
myndin er í litum og koma þar við
sögu ýmsir kunnir listamenn á
mörgum sviðum. Kvikmyndin
verður sýnd amk. tvisvar daglega
meðan á kynningunni á Kjarvals-
stöðum stendur. Bæði kvikmynd-
in og ljósmyndir Vladimirs Sic-
hovs voru gerðar að frumkvæði
og á kostnað Hildu hf.
Heimskynning
Á næsta ári er ráðgert að fara
með ljósntyndasýninguna og
kvikmyndina urn þver og endi-
löng Bandaríkin og Kanada og
koma bókinni á framfæri við les-
endur sem allra víðast vestan
hafs. Bókaútgefendur og for-
stjórar sýningarsala og sjón-
varpsstöðva hafa sýnt þessu
framtaki verulegan áhuga. Síðan
er ætlunin að snúa sér að Evrópu
og Asíu og þá fyrst og fremst Jap-
an.
Með því að hefja kynninguna
hérlendis vakir fyrst og fremst
fyrir aðstandendum bókar og
sýninga að vekja athygli heima-
manna á þeirri ótrúlegu blóm-
gun, sem átt hefur sér stað í öllum
listgreinum á undanförnum ára-
tugum. Þar koma bæði við sögu
listamenn sem unnið hafa afrek á
heimavelli og fjölmargir lista-
menn sem gert hafa garðinn fræg-
an með öðrum þjóðum.
Eðlilegt er að fólk spyrji:
Hvers vegna eru einkaaðilar að
ráðast í slíkt kynningarátak á ís-
lenskri menningu og listum í út-
löndum?
Svarið er ekki einhlítt. Helsta
ástæðan er samt sú, að þeir er að
útflutningi standa og aðrir, sem
tengjast íslandskynningu í út-
löndum telja sig hafa séð að þörf
sé orðin á viðameiri menningar-
kynningu íslendinga erlendis en
verið hefur. Kynning á náttúru,
landslagi, landháttum og frarn-
leiðsluvörum sé góð og gild, en
landkynning, sem tengist menn-
ingu og lífi fólksins í landinu verði
yfirleitt áhrifameiri fyrir land og
þjóð og um leið fyrir þá sem selja
útlendingum vöru og þjónustu.
Forráðamenn Hildu hf. sem
hafa stundað viðamikinn ullar-
vöruútflutning um árabil höfðu
frumkvæði að þessari kynningu
sem hlotið hefur yfirskriftina Ice-
land Crucible, sent þýða mætti ís-
lensk deigla. Með henni er ætlun-
in að sýna hvernig alþjóðlegir
straumar í listum blandast ís-
lenskum áhrifunt og verða til þess
að hér er nú meiri gróandi í listum
en víðast hvar annars staðar.
Líklegt er að fleiri fyrirtæki
tengist þessu kynningarátaki á
síðari stigurn, jafnframt því sem
það gæti orðið all miklu víðtæk-
ara.
Vladimir Sichov
Sichov er heimskunnur Ijós-
myndari af rússnesku bergi brot-
Laugardagur 13. júli 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9