Þjóðviljinn - 14.09.1985, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 14.09.1985, Blaðsíða 11
Litgrafík er óljóðrænt efni að vinna í sökum mengunar. Ljósm.: Sig. Myndlist Landslagsminni Rœtt við Jón Reykdal um sýningu hans á Kjarvalsstöðum en henni lýkur nú um helgina Um þessarmundirstendur yíir sýning á verkum Jóns Reykdals í vestursal Kjar- valsstaða. Jón Reykdal er kannski fyrst og fremst þekkt- ur sem grafíker en þessi sýn- ing Jóns er með öðrum for- merkjum en venjulega. Við fengum því Jón til að segja okkur nánar frá sýningunni. Þjóðsaga, olíumálverk 1985. Já, það er rétt ég er fyrst og fremst grafíker. Þó var ég með blandaða sýningu 1980 í Norræna húsinu þar sem ég sýndi bæði olí- umálverk og grafík. Verkin á þessari sýningu eru olíumálverk og þurrkrítarmynd- ir. Þetta eru fyrstu þurrkrítar- myndir sem ég sýni. Þurrkrít er kölluð pastel á útlendum málum og af þeim er tískuorðið pastel- litir dregið. í myndlist notar mað- ur mikið fleiri en þessa hefð- bundnu tískutóna. Sumir mynd- listarmenn taka olíukrítina fram yfir þurrkrítina en mér finnst þurrkrít mjög skemmtilegt efni til að vinna með. Þetta er hreint lit- arefni með smá bindiefni steypt í krítar. Undirbúningur að þessari sýn- ingu hefur staðið yfir í tvö ár. Ég er ekki að segja að ég sé kominn með magasár hennar vegna held- ur hef ég tekið þetta eins og venjulega vinnu frá klukkan átta á morgnana til sex á kvöldin. Ég hef tekið því mjög rólega nema síðasta árið vann ég að fullum krafti. Ég hef skipt vinnunni niður í tímabil. Málað í olíu í nokkra mánuði og síðan unnið samfleytt í þurrkrít kannski þrjá mánuði í einu. Svo hef ég fengist við vatns- litamyndir þó þær séu ekki með á þessari sýningu. Ég geymi þær til betri tíma. Óður til náttúrunnar Er hægt að tala um ákveðið þema á sýningunni? Þetta eru landslagsmyndir sem eru alls ráðandi eða á ég kannski að segja náttúruupplifanir, óður til náttúrunnar. Myndirnar eru þó ekki landslagsmyndir í hefð- bundnum skilningi ekki fjallaeft- irhermur án þess að ég vilji hnýta í hefðbundnar landslagsmyndir. Það hefur bara ekki hentað mér. í myndunum eru engin fjöll sem hægt er að þekkja, myndirnar eru frekar huglægs eðlis og gerðar undir áhrifum frá ferðum um landið. Ég geri skissur og tek ljós- myndir sem vinnuefni en nota þær aldrei beint. Skissurnar mót- ast síðan í rás tímans og ummynd- ast. Minni frá ferðalögum er kannski betra nafn á þema sýn- ingarinnar. Ég hef tekið alveg helling af ljósmyndum af ýmsu sem ég sé sem eru nokkurs konar minnis- punktar. Ég glugga oft í þetta mörgum árum seinna og upp- götva eitthvað sem ég var að spekulera í fyrir nokkrum árum og er núna fyrst að koma fram. Það þarf vissan tíma til að melta hlutina. Annað sem er alls ráðandi í myndunum er birtan eða ljósið, það er að segja hin síhvikula birta og sem ég vona að komi fram í myndunum. Skokk Nú er þetta stór sýning. Ég sýni 65 verk, meirihlutinn eru þurrkrítarmyndir. Eins og ég sagði áðan hef ég mikið fengist við grafík og þá aðallega litgrafík þar sem vinnuferlið er mjög sein- legt og ég geri þess vegna örfáar myndir á ári. I olíu og þurrkrít getur maður unnið mikið hraðar og breytt myndunum, málað of- aní æ ofaní æ. Það er hinsvegar verra í grafíkinni. Maður verður að skipuleggja vinnuna betur. Það er erfiðara að breyta, því í grafík er um svo marga milliliði að ræða áður en endanlegu útliti myndarinnar er náð. Það aðvinna í þurrkrít og olíu hefur því verið leið til að endur- nýja mig. Ég hef alltaf teiknað mikið og fengið útrás fyrir það í þurrkrítinni. Maður stirnar svo í þessum seinlegu vinnubrögðum í grafík svo hef ég verið að skokka svolítið og liðka mig til. Það er líka annað sem gerist að í grafíkinni ertu yfirleitt með litl- ar myndir en í þurrkrít og mál- verki gefst tækifæri til að vinna á stærri flöt, vinna stærri verk með- an í grafíkinni gerir maður yfir- Ieitt smærri verk. Mig langaði líka til að vinna svolítið stærra og á þessari sýn- ingu eru verk sem rúmast ekki í heimahúsinu. Þegar maður vinn- ur sýningu fyrir svona stóran sal eins og Kjarvalsstaði verður maður að hafa nokkrar stórar myndir til að halda þeim minni saman. Alltaf bjartsýnn Ertu þá hcettur í grafík? Ég hef alltaf unnið í tvo miðla, litgrafík eða sáldþrykk og gam- aldags dúkristu og ætla að fást áfram við dúkristuna. Hún er mjög heillandi en ég er hins vegar hættur í litgrafíkinni í bili. Hún var alveg að drepa mig því það er notað svo mikið af heilsuspillandi efnum í henni. Það er heldur ó- ljóðrænt að vinna í litgrafík eða sáldþrykkinu sökum mengunar þó aðferðin sjálf sé heillandi og bjóði upp á mikla möguleika. Og að lokum hvernig hefur gengið? Sýningin hefur gengið vel og salan líka einkum á þurrkrítar- myndunum. Ég er búinn að selja tæplega 20 myndir. Það verður svo bara að reikna þetta út þegar upp er staðið hvort maður nær Dagsbrúnartaxta við vinnuna þegar kostnaðurinn hefur verið dreginn frá. En ég er alltaf bjartsýnn það þýðir ekkert annað. Ég er alla- vega í starfi sem ég er ánægður með og mæti klukkan átta og stend mína plikt. Það þýðir ekk- ert að bíða eftir andanum þá hefði þessi sýning aldrei orðið til. aró. Laugardagur 14. september 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.