Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga breidd


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						FRETTIR
Ferskfiskútflutningur
Siglt út með 30 þús. tonn
Gámaútflutningur ísumar var ríflega þrefaldur miðað við í fyrrasumar.
Flutt útfimmfalt meira afóunnumfiski í ágúst en á sama tíma ífyrra
Frá maíbyrjun til ágústloka í
sumar voru flutt út hátt í 30
þús. lestir af ferskum fiski í gám-
um og með fiskiskipum. Á sama
tímabili í fyrrasumar voru flutt á
sama hátt rúmar 13 þús. lestir.
Aukningin er ríflega 100%.
Langsamlega mest var flutt út
af ferskfiski með gámum í sumar
eða ríflega 15.300 lestir eða þre-
falt meira en flutt var út með
gámum í fyrrasumar. Að sögn
Ingólfs Arnarsonar hjá Fiskifé-
laginu er áætlað að alls hafi verið
flutt út um 6000 lestir af gámaf-
iski í ágústmánuði og ríflega
5.200 lestir í júlí, en líklega eigi
þessar tölur eftir að hækka
eitthvað þegar öli kuri koma til
grafar. Til samanburðar má geta
þess að í sömu mánuðum í fyrra
voru fluttar rúmar 1200 lestir
með gámum hvorn mánuð.
Aukningin er því minnsta kosti
fimmföld miðað við ágústmánuð.
Af ferskfiskútflutningu fiski-
skipa fóru togarar með nær 9000
lestir á erlenda markaði í sumar
sem er tæplega helmingi meiri afli
en siglt var með í fyrrasumar.
Bátar seldu í Bretlandi rúmar
3000 lestir í sumar en tæpar 2.700
lestir í fyrrasumar.
Vesturbœr
Götih
boðhlaup
Götuboðhlaup fer fram á sunn-
udaginn og hefst það kl. 11.00 við
KR heimilið við Kaplaskjólsveg.
Keppt er í flokki karla og kvenna.
Hlaupa karlarnir fjórir í flokki en
boðhlaupssveit kvenna skal
skipuð þremur keppendum.
Hlaupið er íslandsmeistaramót
félaga innan FRÍ en er opið fyrir
alla. Sveitir skulu skráðar á skrif-
stofu FRÍ, s. 83686.
Kópavogur
Kaffisala
í Lækjar-
botnum
Árleg kaffisala Lionsklúbbs
Kópavogs verður í Kópaseli í
Lækjarbotnum nk. sunnudag á
milli kl. 14 og 18. Sama dag verð-
ur réttað í Lögbergsrétt, sem svo
er nefnd þótt hún heiti í raun
Fossvallarétt. Öllum ágóða af
kaffisölunni er varið til Iíknar-
mála í Kópavogi og undanfarin ár
hefur einhver f atlaður unglingur í
bænum verið styrktur til dvalar á
miðstöð fyrir fötluð börn í Nor-
egi.
- v.
Arétting
Vegna mistaka misfórst fyrir-
sögn á baksíðu Þjóðviljans í gær
þar sem fjallað var um hljoðupp-
tökur Jóns Leifs af söngvum
frægra manna. í fyrirsögn stóð að
sögur Einars Ben. væru til á
bandi en átti að sjálfsögðu að
vera söngur skáldsins eins og
raunar kom fram í texta. Áréttast
þetta hér með.
gær kviknaði í Reykjavíkurapóteki. Eldurinn kom upp í kjallaranum út frá rafmagni. Mikill reykur fór upp um allt hús og starfsmenn borgarskrifstofanna
þurftu að flýja út á götu. Hætta er á því að mikið af lyfjum hafi skemmsf en enginn slasaðist. Apótekiðverðurlokaðumtíma. Amyndinnisjáumviðyaskan
slökkviliösmann vinna að því að ráða niðurlögum eldsins. Ljósm. E.OI.
Skák
Kasparov safnar kraftum
Lœtur eflaust til skarar skríða á morgun, þá með hvítt
Sjötta skákin varð stutt og var
greinilegt að Kasparov gerði
sig fyllilega ánægðan með jafn-
tefli eftir að hafa tapað tvisvar 'í
röð. Það hefur líka alltaf verið
talin góð regla að fara ekki of
skarpt af stað eftir að hafa tapað
skák.
Á þessu brenndi Kasparov sig í
fimmtu skákinni þegar hann
tefldi ákaflega djarft og óskyn-
samlega og uppskar líka annað
tapið í röð. Eftir þá skák hefur
hinn ungi og skapheiti áskorandi
sennilega hugsað vel sitt ráð og
náð að kæla sig aðeins niður.
En hann má ekki við því að
gera mörg stutt jafntefli, því ólíkt
seinasta einvígi þá er þetta einvígi
ekki endalaust heldur takmark-
ast það við 24 skákir. Það má því
Listahátíð kvenna
Skrúðganga í dag
Opnun
listahátíðar kvenna
verður í Ásmundarsal kl. 16 í
dag föstudag. í Ásmundarsal
verður sýning á arkitektur ís-
lenskra kvenna. Kl. 15 leggur
skrúðganga af stað með kvenna-
lúðrasveit í broddi fylkingar
undir stjórn Lilju Þórisdóttur.
Þetta verður í eina skipti sem
þessi eina blásturshljómsveit
kvenna á íslandi leikur saman.
Gengið verður niður að Vestur-
götu 3 þar sem stúlknakór undir
stjórn Þórunnar Björnsdóttur
leikur í Hlaðvarpanum. I fréttat-
ilkynningu frá Listahátíð kvenna
segir að fólk sé eindregið hvatt til
þess að taka börn sín með.
Sunnudaginn 22. sept. verður
opnuð sýning í menningarmið-
stöðinni Gerðubergi í Breiðholti,
á bókum og bókaskreytingum ís-
lenskra kvenna. Sýningin opnar
kl. 14 en kl. 15.30 verður fyrsta
ljóðadagskráin á Listahátíð
kvenna.
Á þessari ljóðadagskrá verða
flutt ljóð eftir konur í gegnum 3
aldir. Elstu ljóðin eru frá alda-
mótunum 1700 en þau yngstu eru
mjög ný. Leikkonur lesa upp eftir
þær sem eru fjarverandi, annars
lesa skáldkonurnar sjálfar.
Meginefni ljóðadagskrárinnar
verður starf og umhverfi kvenna.
Ljóðadagskrárnar eru 6. Sú
fyrsta verður eins og áður segir
þann 22. sept. en sú næsta að
kvöldi mánudagsins 23. sept. kl.
21. Flutt verða Ijóð um ást í orðs-
ins víðustu merkingu. Aðgangur
er ókeypis.
Mikið er um að yera í Gerðu-
bergi, því sunnudagskvöldið 22.
sept. kl. 20.30 verður flutt dag-
skrá úr verkum Jakobínu Sigurð-
ardóttur. Það eru leikarar úr
Leikfélagi Reykjavíkur sem
flytja verkið. Leikstjóri er Bríet
Héðinsdóttir.
Tónlist eftir íslenskar konur
verður flutt á Kjarvalsstöðum 22.
sept. kl. 17. Flutt verða verk eftir
Karólínu Eiríksdóttur og Misti
Þorkelsdóttur. Ýmsir flytjendur
verða. Á þessa tónlistardagskrá
kostar ekki beint, en fólk verður
að borga sig inn í húsið.
SA
HALLDÓR G.
EINARSSON
búast við harðri og skemmtilegri
skák á laugardaginn þegar Kasp-
arov lætur til skarar skríða.
Hvítt: Anatoly Karpov
Svart: Garry Kasparov
Drottningarbragð
1. d4 d5        s- B85 *»<»
2. c4 e6        6- Bxf<» Bxf<>
3. Rc3 Be7     7- «3 0-0
4. Rf3 Rf6     8. Dd2
Karpov lék 8. Dc2 í 4. skákinni
en hefur ekki áhuga að svo
stöddu á að sjá endurbót Kaspar-
ovs á því afbrigði.
8. - dxc4     ii. Hfdl exd4
9. Bxc4 Rd7   12. Rxd4 Rb6
10. 0-0 c5
Taflið hefur nú þróast eins og í
skák stórmeistaranna Beljavskij
og Portisch á seinast ári. Beljav-
skij lék þar 13. Bb3 en benti á í
skýringum við skákina að leikur-
inn sem Karpov velur nú sé betri.
13. Be2 Bd7     15. Re4 Bxd4
14. Bf3 Hb8     16. Dxd4 Ba4
Svartur lendir í klípu eftir 16. -
Bc6 17. Dc5, t.d. 17. - Dh4 18.
g3. Textaleikurinn og næstu sex
leikir eru efalaust afrakstur
heimavinnu Kasparovs.
17. Dxd8 Hfxd8  23. Kg2 g5
18. Hxd8 Hxd8   24. b4 Rb6
19. Rc5 Hd2     25. Kfl Rd7
20. b3 Bc6      26. Kg2 Rb6
21. Rxb7 Bxf3   27. KTl Rd7
22. gxf3 Rd7
k    k
i—»
S:  l  '&' £
ffi            <fe
a  b
d  e  f  g  h
Og Karpov þáði jafnteflisboð
Kasparovs eftir langa umhugsun.
Staðan er því 3Vi - 2Vi fyrir Karp-
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20