Þjóðviljinn - 20.09.1985, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 20.09.1985, Blaðsíða 4
LEIÐARI Kvennahátíð og ferskir straumar Þaö er ekki einungis aö guöirnir hafi gefiö okkur sólarbirtu þessa síðustu sumardaga, heldur er óvenju bjart um að litast í menningar- lífinu þessa dagana. Loftið ereinsog rafmagnaö af jákvæðri spennu. í dag er til dæmis haustið mætt meö veglegri og litskrúðugri listahátíö kvenna, sem hefur veriö um langt skeiö í undir- búningi. Fjölbreytni hátíöarinnar ber órækan vott um þá alúð og vandvirkni sem búiö er aö leggja í hátíöina og framtakið er sannarlega lofsvert. En hvers vegna kvennahátíð? Vafalaust eru þeir margir sem finnst hreinasti óþarfi aö vera með sérstaka kvennahátíð í listum. Finnst slík hátíð í sjálfu sérsundurvirk, vegna þess að listin sé ekki kynbundin heldur ein sönn og hrein án tillits til kynferðis gjörningafólks, og slík hátíð leggi því grunn að gerviskiptingu og sé því í eðli sínu óþörf. Það getur vel verið. Hitt er að sönnu rétt, að hlutur kvenna berst oftlega fyrir borð þegar settar eru á hátíðir og sýningar heima og erlendis. Það eru karlar fyrst og fremst sem stjórna þeim og karlar eru körlum bestir. Kann- ski er það þessvegna sem jafnvægi kynjanna er oft vel á skjön við veruleikann á slíkum uppá- komum. Þess vegna á listahátíð kvenna fullan rétt á sér og er meir en tímabær. Listhollur almenningur hér á landi vill gjarnan kynnast því hversu stór hlutur íslenskra kvenna er í listum. Það er sjálfsagt að íslenskar konur sýni hvar þær eru að gera. Víst er að þeim finnst þær hafa verið afskiptar, og eitt af hlu- tverkum hátíðar einsog þessarar er vissulega líka að ræsa fram gremju, gera einskonar upp- reisn, gera sjálfum sér og öðrum Ijóst að þær hafa mikið fram að færa. Þess vegna er hátíð einsog þessi mikilvæg fyrir baráttu kvenna, því hún er hluti af vitundarleit, kjarksmíð, og þjónar ekki síst því hlutverki að stappa stáli sjálfs- trausts í konur. Það er staðreynd hér á landi, að til dæmis bókaforlög sinna lítið útgáfu bóka, sem höfða sérstaklega til kvenna. Erlendis eru fjölmörg dæmi þess, að konur hafa þurft að stofna sér- stök bókarforlög til að fá útgefnar bækur eftir konur. Fjölmörgum rithöfundum úr þeirra hópi hefur þannig verið bjargað úr glatkistu sögunn- ar, og gott dæmi er til dæmis breska forlagið Viragó sem hefur dregið úr gleymsku fjölmarga kvenhöfunda og komið enn fleiri nýjum á fram- færi. Uppgangur þess forlags varð með ólíkind- um sem sýnir nauðsyn þessa. Sama gildir auðvitað um aðra þætti listarinnar. Það er ein- faldlega staðreynd að konur eiga erfiðar með að koma verkum sínum á framfæri og þess vegna er listahátíð einsog sú sem er að hefjast, óumd- eilanlega af hinu góða. Eitt merkilegasta framlagið á listahátíð kvenna er leikgerð Helgu Bachman á Reykjvík- ursögum Ástu Sigurðardóttur, sem er einn merkilegasti rithöfundur sem við höfum átt. Það er því skemmtileg tilviljun, að einmitt í dag grein- ir Þjóðviljinn frá því á forsíðu að fimm áður ó- þekktar smásögur og nokkur Ijóð hafi fundist eftir þessa ástsælu skáldkonu. Það eru ein merkustu tíðindin í íslensku menningarlífi um nokkra hríð og vel við hæfi að sá fundur sé tilkynntur á listahátíð kvenna. En það er ekki bara kvennahátíðin sem ber vitni um ferskleikann í íslensku menningarlífi. Ljóðlistarhátíð er nýafstaðin og tókst með af- brigðum vel. Aðstandendur eiga allir þakkir fyrir framtakið. Það má heita, að um vikuskeið hafi öll þjóðin verið með Ijóðið í huga sér, og vissu- lega er þetta framtak og undirtektirnar við það merki um nýja sókn í þjóðlífinu. Því sveiflan sem er í menningarkimanum þessa dagana boðar nýja endurreisn í þjóðfélaginu. Hún er svar við lággróðri myndbandaaldar og flóðbylgju út- lendrar lágmenningar. Hún ætti líka að vera forkólfum atvinnulífsins fagnaðarauki, því það er aldrei gangur í menningunni nema í kjölfar sigli viðlíka vöxtur í atvinnunýjungum og störf- um. Bæði eru greinár af sama stofni og við- gangur annars er vöxtur hins. Ævintýrið sem er að gerast í fiskeldinu og hugurinn kringum aðrar nýjar atvinnugreinar sýna þetta. Það eru ferskir straumar alls staðar í þjóðlífinu og þó veturinn sé að koma er samt vor í nánd! KUPPT OG SKORIÐ Glæsilegt rit Út er komið glæsilegt afmælis- tímarit Verkamannasambands íslands, í tilefni af 20 ára afmæ- linu. í ritinu eru m.a. viðtöl við for- ystumenn VMSÍ og fullorðna baráttujaxla. Meðal þeirra eru Hermann Guðmundsson, Ragn- ar Guðleifsson Þórunn Valdi- marsdóttir og Björgvin Sighvats- son. Tölvuleikir og laumuspil Við grípum niðrí viðtalið við Björgvin, sem var forseti ASV, Alþýðusambands Vestfjarða: „En nú er svo komið að verka- lýðshreyfingin verður að spyrna við fótum og rétta hlut láglauna- fólksins innan ASÍ. Nú eru sam- tökin reynslunni ríkari og hljóta að viðurkenna í verki, að það gengur ekki lengur að halda hin- um almennu félagsmönnum hreyfingarinnar áhrifalitlum utandyra, svo valinn hópur „fjandvina“ geti í friði þreytt tölvuleiki og laumuspil bak við læstar dyr, og gert þannig út um efnahagslega afkomu þess fólks sem allt sitt á undir því að fá sannvirði fyrir vinnu sína.“ Alþýðunnar öflugi hnefi - Bindur þú sérstakar vonir við VMSÍ íþessum efnum? - Mér finnst það líklegasti aðil- inn innan verkalýðssamtakanna til að endurvekja virka og rót- tæka kjara- og launabaráttu. Fólkið er orðið langþreytt á að- gerðarleysi og undanhaldi í launabaráttunni. Það er hætt að vænta nokkurs árangurs af áframhaldandi vangadansi við fjandsamlegt atvinnurekanda- og ríkisvald. Það ætlast til áhrifarík- ari vinnubragða, þar sem barátt- uþrek og samtakamáttur fjöidans ræður ferðinni. Mér kæmi ekki á óvart, að þeim launþegum fjölgi ört, ekki síst meðal lágtekjuhópanna innan VMSÍ, er telji tímabært að alþýða landsins fari að fordæmi Ófeigs í Skörðum, er hann stöðv- aði yfirgang og hroka stórbokk- ans Guðmundur ríka með því að sýna honum sinn öfluga hnefa. Vaxandi ásælni og áhrif arðráns- og frjálshyggjuaflanna verður ekki stöðvuð nema þeir átti sig á þeim sannindum, að enn fyrirfinnst meðal alþýðunnar ein- beitni og þróttur og öflugur hnefi Ófeigs í Skörðum.“ Verkfallsvopni óhikað beitt Hermann Guðmundsson fyrr- verándi formaður Hlífar og for- seti ASÍ segir m.a. í viðtali í af- mælisritinu: „Deyfðin í félagsstarfi verka- lýðshreyfingarinnar er áberandi, fundir illa sóttir og baráttuviljann skortir um of. Unga fólkið er ekki nógu virkt í starfinu og orðið verkfall nánast bannorð, sem virðist hræða, en ekki hvetja menn til átaka eins og áður var. Það er staðreynd að hin klassíska baráttuaðferð, uppsögn samn- inga, barátta fyrir nýjum samn- ingum - annað hvort með verk- föllum eða án þeirra - virðist mörgum úrelt baráttuaðferð. Nú er blekið varla þomað á undir- skrift samninga þegar ríkisvaldið kemur til skjalanna og tekur allt sem áunnist hefur og oft heldur betur. Það er því sannarlega tími til kominn að snúa þessari óheilla- þróun við, og það getur verka- lýðshreyfingin svo sannarlega gert með því að aðlaga starf sitt og skipulag að nýjum þjóðfélags- háttum og vera óhrædd við að beita verkfallsvopninu." Aukum fræðsluna „Auka þarf virkni hinna ungu með fræðsiu, koma á umræðu- fundum á öllum vinnustöðum. Auka allan áróður verkalýðs- hreyfingarinnar og draga þannig úr látlausum blekkingum vinnu- veitenda og stjómvaida um að bætt kjör verkalýðsins valdi hruni efnahagslífsins. Þetta em verðug og nauðsyn- leg verkefni Verkamannasam- bandsins, sem ég vona að það sinni af kostgæfni. Verði það gert óttast ég ekki framtíðina, þótt á móti blási þessa stundina. Að lokum óska ég Verka- mannasambandinu til hamingju með tvítugsafmælið, og vona að það verði ávallt það baráttutæki sem til var ætlast með stofnun þess og starfi.“ Góð hugmynd Afmælisritið gefur býsna góða mynd af Verkamannasamband- inu og ýmsum þáttum verklýðs- hreyfingarinnar, vandamálum og glæstri sögu, árangri og vonbrigð- um. Þórir Daníelsson skrifar formálann, viðtöl eru við Guð- mund J, Karl Steinar, Bárð Jens- son, Ágúst Sigurlaugsson, Val- dísi Kristjánsdóttur og Pétur Sig- urðsson auk áðurnefndra. Þá rekur Stefán Júlíusson að- dragandann að byggingum verkamannabústaða, sex manns ræða stefnu VMSÍ, kjör fisk- vinnslufólks og annað umræðu- vert í hringborðsumræðum. Grein er um verklýðsfélögin í Eyjum. Sagt er frá þátttöku verkalýðsfélags Húsavíkur í atvinnulífi bæjarins, - einnig er hermt frá trúnaðarmannanám- skeiði á Húsavík og Elísabet Þorgeirsdóttir skrifar um fjórar nýlegar skáldsögur sem fjalla um- verkafólk. Af þessari upptaln- ingu má sjá, að margra grasa kennir í afmælisritinu. í takt við tímann Pétur Sigurðsson forseti ASV er spurður hvaða verkefni séu brýnust að hans mati í dag: „Meginatriðið er að ná upp þeim skammarlega lágu launum sém við búum við í dag. Við þurf- um líka að afla viðurkenningar á því í samfélaginu, að störf ófag- lærðs verkafólks eru meðal þýð- ingarmestu starfa í þjóðfélaginu. Menn eiga að geta sagt með stolti að þeir sér verkamenn. Verka- lýðsfélögin verða líka að huga að breyttu formi fyrir starfsemi sína, þ.e. aðferðum sem eru í takt við tímann. Allar nýjar leiðir ber að skoða í því efni til að efla félögin og samtakamátt hreyfingarinn- ar.“ -óg DJðÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphéðinsson. Rltstjórnarfulltrúi: Oskar Guömundsson. Fréttastjórl: Valþór Hlööversson. Blaöamenn: Aöalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Guðjón Friöriksson, Helgi Guðmundsson, Lúövík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, Möröur Árnason, Páll Valsson, Sigriður Pétursdóttir, Sævar Guö- björnsson, Víðir Sigurösson (íþróttir), Þröstur Haraldsson. Ljóamyndir: Einar Ólason, Valdís Oskarsdóttir. Útlit og hönnun: Filip Franksson, Svava Sigursveinsdóttir. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Framkvæmda8tjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrif8tofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Magnús Loftsson. Utbrelðslustjórl: Sigriöur Pétursdóttir. Auglýslngastjóri: Ragnheiður Óladóttir. Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Clausen. Afgreiöslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Siguröardóttit, Kristín Pétursdóttir. Símavarsla: Jenny Borgedóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmæður: Bergljót Guöjónsdóttir, Ólöf Húnfjörð. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Bjömsson. Bflstjóri: Ólöf Siguröardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýslngar, ritstjórn: Síöumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Ðlaöaprent hf. Olga Vord 1 lausasölu: 35 kr. Sunnudagsverð: 40 kr. Áskriftarverð á mánuði: 400 kr. Afgreiðsla blaösins er opin á laugardögum frá kl. 9 til 12, beinn sími: 81663. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 20. september 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.