Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 219. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						24F DlðÐVIUINN
219. tölublað 50. argangur
AWINNUUF
ÍÞRÓTTIR
HEIMURINN
MANNLÍF
Ríkisstjórnin
Söluskatlur eða stjómarslít
Gífurleg óánœgja innanþingflokha ríkisstjórnarinnarmeð söluskattsáformin. Kœmi tilframkvœmda
um áramótin. HöskuldurJónsson: við gerum klártfyrirþingið. Félag íslenskra iðnrekenda mótmœlir
söluskattinum. Framsóknarþingmenn íhuga samráð við stjórnarandstöðu um stóreignaskatt.
LeiðariDVígœr: Hótun um stjórnarslit
Auknar líkur eru nú taldar á
því að fjárlagadæmið sé ekki
endanlega afgreitt fyrir næsta ár.
Ríkisstjórnin er ennþá þingbund-
in og fyrirhugaðar söluskatts-
hækkanir standa mjög í mörgum
þingliðum ríkisstjórnarinnar.
„Við miðum við að ganga frá
þessum málum þannig að hægt
verði að afgreiða þau á þingi fyrir
áramót", sagði Höskuldur Jóns-
son ráðuneytisstjóri í fjármála-
ráðuneytinu við Þjóðviljann í
gær.
„Einstaka niöurfellingar á
söluskattsundanþágum geta hins
vegar tekið gildi með reglugerð-
arbreytingum", sagði Höskuldur
enn fremur.
Starfsmenn fjármálaráðherra
undirbúa nú margvíslegar
breytingar á tollskrá og niðurfell-
ingu á undanþágum frá sölu-
skatti. Hækkun tolla og vöru-
gjalds á að gefa um 750 miljónir í
tekjur fyrir ríkissjóð og aukinn
söluskattur um 400 miljónir til
viðbótar þeim 400 miljónum sem
hækkun bensíngjalds skilar f rik-
issjóð.
Síaukins efa gætir nú í röðum
ýmissa þingmanna stjórnarflokk-
anna vegna þessara stórfelldu
skattaálaga, en meðal þeirra hug-
mynda sem fjármálaráðherra
gælir við er að leggja söluskatt á
ýmsa þjónustu þar á meðal lækn-
isaðstoð, dagblöð og blaðaút-
gáfu, tölvuútbúnað og hjólbarða
svo lítið eitt sé nefnt.
„Það skýtur skökku við að á
sama tíma og mikið er talað um
nauðsyn nýsköpunar og tækni-
framfara í íslensku atvinnulífi
skuli aðgerðir fyrirtækja á þessu
sviði skattlagðar", segir í bréfi
Félags íslenskra iðnrekenda
vegna hugmynda stjórnarinnar
um að afnema undanþágur frá
söluskatti. Nefna iðnrekendur
sérstaklega hugdettur um skatta
á tölvur og hugbúnað í þessu sam-
bandi.
Tœkniþróun
Gangandi
dráttarvél
Moskvu - Sovéskir vísindamenn
hafa búið til farartæki sem ætlað
er til notkunar í landbúnaði og
hefur sex „fætur" sem það
„gengur" á í stað hjóla.
Það hefur lengi vafist fyrir vís-
indamönnum að búa til farartæki
sem getur gengið eins og maður-
inn og þar með komist yfir torf ær-
ur sem venjulegum farartækjum
á beltum eða hjólum eru ófærar.
Eftir miklar rannsóknir komust
vísindamennirnir að því að best
færi á því að farartækið hefði sex
ganglimi. Nú er unnið að því að
gera það nógu sterkt til þess að
það þoli álag sem fylgir stöðugri
notkun í landbúnaði þar sem að-
stæður eru erfiðar.
- ÞH/reuter.
Framsóknarmenn eru alvar-
lega að íhuga að leggja fram
frumvörp um stóreignaskatt í
samvinnu  við  stjórnarandstöð-
una. Stefán Guðmundsson al-
þingismaður kveður menn í þessu
sambandi hafa óbundnar hendur.
í leiðara DV í gær er ummælum
Stefáns svarað með hótun um
stjórnarslit: „Beri framsóknar-
menn fram frumvörp um stór-
eignaskatt og knýi fram í sam-
stöðu við stjórnarandstöðuna má
telja að ríkisstjórnarsambandið
sé búið að vera".
- Ig./óg.
GuðrúnBachmannstarfsmaðurListahátiðarkvenna:Stöðugurstraumurfólks á Listahátíð kvenna. Ljósm.: E.Ol.
Listahátíð kvenna
Aðsókn með eindæmum góð
Troðfullt á leiksýningar, tónleika, Ijóðadagskrár og sýningar alls konar
Aðsókn á sýningar og dagskrár
Listahátíðar kvenna hefur
verið með eindæmum góð, sagði
Guðrún Bachmann, starfsmaður
hátíðarinnar.
Dagskráin úr verkum Jakobínu
Sigurðardóttur var frumsýnd
fyrir troðfullu húsi, fyrsta ljóða-
dagskráin Við vinnu var mjög vel
sótt, og sömu sögu er að segja um
frumsýningu á leikgerð Helgu
Bachmann á Reykjavíkursögum
Ástu Sigurðardóttur. Uppselt var
á aðra sýnínguna og á þá þriðju
sem er í kvöld.
Sýningin á bókum og bóka-
skreytingum í Gerðubergi var
opnuð á sunnudag að viðstöddu
miklu fjölmenni. A Kjarvalsstaði
hefur verið stöðugur straumur
fólks bæði á sýninguna Hér og nú
og svo á tónleikana á sunnudag
þar sem voru flutt verk eftir ís-
lenskar konur. Á sýningu ís-
lenskra kvenarkitekta í Ásmund-
arsal hefur og fjöldi fólks lagt leið
sína.
Við viljum benda fólki á að allt
sem er í gangi í Gerðubergi er
ókeypis. Dagskráin úr verkum
Jakobínu verður flutt á Kjarvals-
stöðum á föstudag og sunnudag-
inn 29. í Gerðubergi. Fleiri sýn-
ingar á dagskránni hafa ekki ver-
ið bókaðar. Þriðja ljóðadagskrá-
in, Um trúna, verður í Gerðu-
bergi fimmtudaginn 26. og sú
fjórða, Um lífið, verður flutt 28.
september.
Listahátíð hefur látið gera veg-
lega möppu sem í eru allar sýn-
ingarskrár listahátíðar og kostar
hún 500 kfónur og fæst á öllum
sýningarstöðum og í miðasölunni
á Vesturgötu 3. Sýningarskrárnar
eru fullar af myndum, upplýsing-
um og heimildum sem sumar
hverjar eru hvergi annars staðar
til. Sem dæmi má taka skrá yfir
fagurbókmenntaverk íslenskra
kvenna sem út hafa komið frá
1876 til ársloka 1984.
Miðasalan á Vesturgötu 3 er
opin milli kl. 15 og 18 og síminn er
19560 og starfsmaður Listahátíð-
ar er í síma 21500.       - aró.
Ný sókn
Gæti skilað 25 miljörðum
Sigurjón Arason á námsstefnunni um helgina: Bylting í nýtingu afurðanna
gœtiskilað okkur tugmiljörðum á ári hverju. Glœsileg námsstefna
Iíslenskum sjávarútvegi er 120-
180 þúsund tonnum af úrgangi
fleygt árlega. Ef þetta yrði allt
nýtt til fóðurgerðar fyrir laxeldi
gæti þetta gefið okkur 25 milj-
arða í tekjur árlega, sagði Sigur-
jón Arason efnaverkfræðingur í
samtali við Þjóðviljann á sunnu-
daginn.
Sigurjón hélt erindi undir
heitinu „Vannýttir fiskistofnar -
melta og önnur fóðurfram-
leiðsla" á námsstefnu Alþýðu-
bandalagsins um nýja sókn í at-
vinnulífinu  sem  haldin  var  á
sunnudaginn.
í máli Sigurjóns kom einnig
fram að ef íslendingar sneru sér
að því í auknum mæli að nýta
fiskistofna eins og gulllax og kol-
munna væri hægt að auka útflutn-
ingstekjur verulega. Nánari grein
verður gerð fyrir erindi Sigurjóns
í Þjóðviljanum síðar.
Sjá bls. 5
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20